Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 Fréttir Ármótsmálið dregur dilk á eftir sér: Opinber rannsokn - á farbanni. - Tamningamaður á Eyrarbakka kærir héraðsdýralækni Landbúnaðarráðuneytið mun fara fram á opinbera rannsókn á því hvernig farbann á flutningi dýra að og frá Ármóti á Rangárvöll- um hefur verið haldið. Farbannið var sett á í kjölfar þess að salmon- ella fannst í nautgripum og hross- um á Ármóti. Þá hefur Skúli Steinsson, tamn- ingamaður og kennari á Eyrar- bakka, kært héraðsdýralækni fyrir Halldóri Runólfssyni yfirdýra- lækni. Ástæðuna segir hann þá að héraðsdýralæknir hafi eyðilagt at- vinnugrundvöll sinn með áburði um að hann hafi brotið gegn far- banninu. Sonur Skúla, Steinn, hefur verið ráðsmaður á Ármóti í vetur. í kærubréfi sem Skúli sendi yfir- dýralækni segir hann m.a. að vegna afskipta héraðsdýralæknis hafi minnstu munað að hann missti starf sitt við kennslu í hesta- mennsku i barnaskólanum á Eyr- arbakka. Þá hafi hann orðið fyrir miklum tekjumissi við tamningar, þjálfun og sölu hrossa vegna þess orðróms að hann hafi flutt hross milli Ármóts og Eyrarbakka. Hið rétta sé að sonur hans hafi komið fyrir nokkru til Eyrarbakka, tekið þar tvö hross sem hafi átt að fara í úrtöku fyrir landsmót og flutt þau að Ármóti. Til þessara flutninga hafi hann notað hestakerru Skúla og skilað henni tómri aftur eftir tvo daga. Skúli álítur að ekki stafl meiri smithætta af ferðum kerrunnar frá Ármóti heldur en venjulegum bíl. Héraðsdýralæknir hefur farið þess á leit við landbúnaðarráðu- neytið að fram fari rannsókn á meintum farbannsbrotum og mun ráöuneytið verða við þvi. Skúli sagðist í samtali við DV fagna því að málið yrði rannsakað til hlítar þannig að hið sanna kæmi í ljós. „Héraðsdýralæknir hefur aldrei sagt orð um þessi mál við mig,“ sagði hann. -JSS Ný reglugerð Dómsmálaráðu- neytið hefur gefið út nýja reglugerð um leyfi til keppnis- halds í akstursí- þróttum. Hún birt- ist í Stjómartíðind- um á miðvikudag og öðlast gildi við birtingu. Allir akstursíþróttaklúbb- ar geta nú sótt um leyfi til keppnis- halds til sýslumanns á viðkomandi stað en þurfa ekki að sækja um leyfi í gegnum LÍA eins og hingað til. Bæta skaðann Veitustofnanir Reykjavíkur ætla að koma til móts viö þá sem hafa orðið fyrir tjóni vegna kísilútfell- inga í heitu vatni frá Nesjavöllum. RÚV greindi frá. Ríkiö sýknað af kröfum iðnaðarmanna: Fá bara fimm prósent hækkun - segir Héraðsdómur Reykjavíkur DV-MYND HARI Þjóöleikhúsiö 50 ára Allt þetta leikár er helgaö hálfrar aldar afmæli Þjóöleikhússins. Eiginlegi af- mælisdagurinn er í dag, 20. apríl. Nú eru nákvæmlega 50 ár liöin frá því aö Þjóöleikhúsiö var opnað viö hátíölega athöfn meö fyrstu sýningu af þremur hátíöarsýningum, Nýársnóttinni eftir Indriöa Einarsson. Hinar sýningarnar tvær voru íslandsklukkan eftir Halldór Laxness Borgarstarfsmenn fá aðstoð: Börn slökkva elda Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af kröfúm Iðnsveinafé- lags Suðurnesja um að felldur yrði úr gildi úrskuröur kaupskrámefnd- ar varnarsvæða. Iðnsveinarnir töldu að kaup- skrárnefndin hefði ekki sinnt rann- sóknarskyldu sinni og að hún hefði lagt ólögmæt sjónarmið til grund- vallar þeirri ákvörðun sinni frá 18. desember 1998 að launataxtar félags- manna iðnsveinafélagsins í störfum hjá vamarliðinu skyldu hækka um 5%. Iðnsveinafélagið taldi að miða ætti laun félagsmanna sinna við laun raflðnaðarmanna innan varn- arsvæðisins, sem hafi þá veriö 27% hærri en laun rafiðnaðarmanna utan svæðisins, og til vara að miðað yrði við launahækkanir sambæri- Samkvæmt nýrri könnun PricewaterhouseCoopers hefur for- ysta Vísis.is á netmarkaðnum auk- ist á síðustu mánuðum. Könnunin, sem var unnin með 1.100 manna úr- taki dagana í lok mars sl., sýnir að Vísir.is er vinsælasta vefsvæðið meðal íslenskra netverja. Þegar spurt var hvaöa þrjú vef- svæði menn heimsæktu helst nefndu 55,9 prósent Vísi.is en í könnun sem Gallup gerði í desem- ber á síðasta ári var þessi tala 47,lprósent. Vinsældir Vísis.is hafa því aukist um hartnær fimmtung. Næst á eftir Visi.is í könnun PWC kemur mbl.is, en það nefndu 53,8 af hundraði þeirra sem aðgang hafa að Netinu. í könnun Gallups nefndu 46,6 prósent mbl.is og hefur forysta Vísis.is því aukist um 2,3 prósentu- stig á þessum þremur mánuöum. I þriðja sæti í marskönnun PWC er leit.is, en 27,2 prósent nefndu hana sem eitt af þeim þremur vef- legra hópa utan vamarsvæðisins. í dómi Héraösdóms Reykjavíkur segir að kaupskrámefnd beri að miða við sömu eða hliðstæð störf utan vamarsvæða en ekki innan. Nefndin hafi talið að hækkanir á al- mennum markaði hafi numið áður- nefndum 5% en hagfræðingur sem iðnsveinamir höfðu fengið til að meta hækkanirnar taldi þær hins vegar hafa numið á bilinu 8 til 10%. í úrskurði sínum hafði kaup- skrámefndin miðað við störf í stór- iðju utan varnarsvæða en það taldi Iðnsveinafélag Suöumesja vera brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýsluréttar en héraðsdómur sagði að það ekki hafa slík brot í fór með sér að mismunandi starfshópar hefðu mismunandi laun. svæðum sem þeir sækja mest. Leit.is sýnir langmesta aukningu vinsælda milli kannanna, en tvöfalt fleiri nefndu hana í mars en í des- ember. Ýmis vefsvæði menntastofn- ana og þjónustuaðila koma þar í kjölfarið. í þessari marskönnun PWC eru Veðurstofan og strik.is undir sama hatti, en 4,8% netverja nefna þau vefsvæði. Athygli vekur að þriðjungi færri nefndu símaskrána nú en í desem- berkönnuninni og vefsvæði ýmissa fyrirtækja í Netþjónustu fara úr 6,5 prósentum niður í 1,5. „Þessar niðurstöður koma okkur ekki á óvart og staðfesta þá tilfinn- ingu sem viö höfum haft á undan- fömum mánuðum. Auglýsendur virðast einnig hafa trú á því að Vís- ir sé í sókn því sala auglýsinga hef- ur aukist vemlega," segir Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri Vís- is.is, þegar DV innti hann eftir við- brögðum við könnuninni. Böm hjálpuðu til við að slökkva sinueld í Fossvogsdalnum um klukkan háifþrjú í gær. Að sögn lögreglu höfðu einhver önnur böm kveikt eldinn og þessi hjálpuðu svo til við að slökkva hann. Bannað er að kveikja í sinu innan Reykjavikurborgar, enda er sinueld- ur hættulegur bæði fugla- og dýra- lífi, sem og gróðri. Eins hafa brennuvargamir sjaldnast stjóm á eldinum og lítið þarf til þess að hann fari úr böndunum. Hefði haft möguleika Ljóst er að ef lögreglan í Keflavík hefði haft í höndunum þau úrræði sem felast i frumvarpi dómsmála- ráðherra um nálgunarbann hefði hún haft mun betri möguleika á að aftra Rúnari Bjarka Ríkharðssyni frá því að hóta hinni 19 ára gömlu Áslaugu Óladóttur sem hann hefur nú játað að hafa myrt. Dagur greindi frá Nýtt met Haralds HHaraldur Örn pólfari gekk 22,1 km á þriðjudag sem er 2,2 km lengra en gamla metið hans. Haraldur á nú 347 km eftir ófama á pólinn. Vísitala hækkar Hagstofan hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan apríl 2000. Vísitalan er 244,1 stig og hækkaði um 2,0% frá fyrra mánuði. Hækkun vísitölunnar síðastliðna þrjá mán- uði samsvarar 9,5% hækkun á ári. Jarðskjálfti í Henglinum Jarðskjálftakippur með upptök í Hengladölum varð skömmu fyrir átta á þriðjudagskvöld og fannst hann lítil- lega bæði í Hveragerði og í Reykjavík. Nokkrir eftirskjálftar en minni fylgdu skjálftanum. RÚV greindi frá. Evróvisjóngifting Tökulið evrópsku söngvakeppn- innar, Evróvisjón, er hér á landi til að vinna að kynningu keppninnar í ár. Kynningarþemað mun vera gift- ingar og munu þeir mynda ásatrú- argiftingu sem haldin verður í dag í Öskjuhlíðinni. Fæðingarorlof styttist Hópur kvenna hefur sent ráðherr- um og þingmönnum bréf þar sem vakin er athygli á því að nýtt frum- varp um fæðingarorlof feli í raun í sér styttingu á fæðingarorlofí mæðra úr sex mánuðum í þrjá. Fyrstur í Tyrklandi Halldór Ásgrimsson utanríkisráð- Fjölgað við rannsókn Enn er verið að yfirheyra fólk í sambandi við manndrápið í Keflavík. Lögreglan 1 Reykjanesbæ hefur bætt við einum starfsmanni til þess að rannsaka málið en mikil vinna felst í því að rannsaka svona máL sagði Þór- ir Maronsson, yfirlögregluþjónn í Reykjanesbæ. -SMK/hj DV-MYND S Börn slökkva sinueld Þessi börn hjálpuöu borgarstarfsfólki viö aö slökkva sinueld sem kviknaöi í Fossvogsdalnum í gærdag. -GAR Vísir.is eykur forystuna - vinsældirnar jukust um 19 prósent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.