Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000_____________________________________ JO'V Skoðun wmmm Hrunadans Ég er einn þeirra sem hef átt erfitt með að skilja verðlagningu hlutabréfa síðustu misseri. Rótgrón- ar reglur og lögmál hafa verið þver- brotin og fátt bent til að skynsemi hafi ráðið ferðinni. Þegar vinir og kunningjar hafa leitað til mín eftir ráðum varðandi fjáifestingu í hluta- bréfum hefur mig sett hljóðan, aldrei þessu vant, og reynt að benda á sæmilega stöndug fyrirtæki sem eiga sér sögu og hafa skilað þokka- legri afkomu undanfarin ár. Þetta hafa hins vegar ekki þótt góð ráð - fyrirtækin ekki spennandi á tímum „spútnik" fyrirtækja sem þekkja engin mörk. Það hefur ekki verið sérlega skemmtilegt á undanfórnum mán- uðum og misserum að viðurkenna fyrir þeim sem sótt hafa eftir ráðum um hlutabréfafjárfestinga að ég hreinlega skilji ekki verðlagningu á mörgum bréfum. Ég hef ekki með nokkrum hætti áttað mig á hvernig mörg fyrirtæki, og þá fyrst og fremst internetfyrirtæki og líf- tæknifyrirtæki, eru verðlögð. Allt sem ég hef lært í gegnum árin, í skóla og sem blaðamaður, hefur verið þverbrotið. Og þess vegna hafa vinir og kunningjar leit- að á náðir annarra en mín um ráð - ráðleggingar manns sem virðist ekki fylgjast með tíðarandanum eru óspennandi og ótrúverðugar. Hrap á erlendum hlutabréfamörk- uðum i liðinni viku voru því nokk- ur uppreisn æru fyrir mig og raun- ar hafði ég áður sótt huggun í þá staðreynd að nokkrir sérfræðingar á verðbréfamarkaði, sem ég þekki ágætlega, voru orðnir jafnringlaðir í hrunadansinum og undirritaður. Ný aðferðafræöi Og fyrir nokkrum vikum var hug- hreystandi að lesa Óðin sem er gam- all kunningi minn frá þeim tima er ég var á Viðskiptablaðinu. Óðinn benti á að ný aðferðafræði við fjár- festingu í hlutabréfum hefði rutt sér til rúms hér á landi. Hann hafði miklar efasemdir um hversu holl hún væri þegar til lengri tíma er lit- ið fyrir hlutabréfamarkaðinn og fjármálamarkaöinn í heild: „Vissu- lega hefur mörgum tekist að hagn- ast vel á því að beita hinni nýju að- ferðafræði en vegna hennar eiga ör- ugglega margir eftir að tapa stórum fjárhæðum í happaleik hlutabréf- anna. Aðferðafræðin á ekkert skylt við aðrar reglur eða hugmyndir manna um hvað eigi að ráða við kaup og sölu hlutabréfa. En aðferða- fræðin er einfóld þó það kunni að vera flókið að fara eftir henni.“ Óðinn benti á að nú skipti mestu að fyrirtækin væru „sexí“: „Engu eða litlu skiptir hver rekstrarárang- urinn er eða hvaða möguleikar eru á framtíðarhagnaði. Eina krafan sem er gerð er er að fyrirtækið eigi möguleika á að komast í tísku - verði sexí í hugum fjárfesta sem á eftir koma. Þannig er tískan farin að skipta meira máli en arðsemi rekstrar. Komist fyrirtæki i tísku hækka hlutabréfin upp úr öllu valdi og þar með er hægt að selja hluta- bréfin með miklum hagnaði." Þannig skiptir mestu fyrir for- ráðamenn fyrirtækja að markaðs- setja rétt gagnvart fjárfestum og fjármálamarkaðinum. Tekjur og af- koma eru talin aukaatriði í hinni nýju aðferðafræði. Útlitið er fyrir öllu. „Óðinn óttast að verið sé að reisa skýjaborgir sem muni hrynja áður en langt um líður. En það skiptir fjárfesta litlu svo lengi sem þeir eru búnir að selja sín bréf og koma þeim fyrir í öðrum og nýjum fyrir- tækjum sem munu komast í tísku.“ Æði gullgrafarans Á margan hátt er auðveldara að ráðleggja fólki um kaup á hluta- bréfum þegar verð þeirra er á nið- urleið en þegar uppgangur er á mörkuöum. Kemur þar tvennt til. Annars vegar skapast oft góð kauptækifæri við lækkun hluta- bréfa og hins vegar er minni hætta á að æði gullgrafarans renni á fólk og ræni það allri skynsemi. Almenningi er að vísu vorkunn. Skipulega er spilað á gróðafíknina af fjölmiölum og verðbréfamiðlur- um. Fólki er boðið upp í hruna- dans hlutabréfamarkaðarins með loforðum um gríðarlegan gróða. Verðbréfafyrirtækin ganga langt í að auglýsa ávöxtun fortíðarinnar sem þau vita að ekki er líkleg til að nást í framtíðinni. Samhengi milli ávöxtunar og áhættu er slitið í sundur en almenningur fær glýju í augun þegar verðbréfafyrirtæki auglýsa tuga, jafnvel yfir eitt hundrað prósent ávöxtun (en allt í fortíðinni). Er nema von að margir láti freistast. Fjölmiðlar eru ekki síður dug- legir við að kynda undir gullgraf- araæðinu en verðbréfafyrirtækin. Reglulega eru verðbréfamiðlarar fengnir í sjónvarpsþætti til að ráð- leggja um kaup og sölu á hlutabréf- um. Svo langt er gengið að efnt er til nokkurs konar keppni á milli verðbréfamiðlara um hver skili bestu ávöxtuninni yfir nokkurra vikna tímabil. Ábyrgðarleysi Nú kann vel að vera að okkur fjölmiðlungum fyrirgefíst ábyrgðar- leysi af þessu tagi, vegna vanþekk- ingar eða einfaldrar löngunar til að bjóða upp á góðan skemmtun. En það er ófyrirgefanlegt af verðbréfa- miðlurum, sem eiga að vera sérfróð- ir og með sæmilega dómgreind, að taka þátt í leikaraskap af þessu tagi. Og ég skil ekki hvernig stjómendur verðbréfafyrirtækjanna, sem bera ábyrgð á viðkomandi starfsmönn- um - sem eru orðnir eins konar skemmtikraftar í sjónvarpi - geta með góðri samvisku leyft leikara- skap sem þennan. Skilaboðin sem verið er að senda almenningi með „skemmtiþáttum“ af þessu tagi eru einfold: Það eru gríðarlegir möguleikar til hagnaðar í hlutabréfum og hlutabréf eru skammtímafjárfesting. Beinlínis er verið að hvetja almenning til að stunda spákaupmennsku með hluta- bréf. Mikil verður ábyrgð „skemmti- kraftanna“ á verðbréfamarkaðinum þegar venjulegt launafólk, sem hef- ur tekið boðskapinn trúanlegan, stendur eftir með tvær hendur tóm- ar - allt glatað. Þau einföldu sannindi eru enn í fullu gildi að hlutabréf eru í eðli sínu áhættusöm fjárfesting og fyrir almenning aðeins fjárfesting til lengri tíma. Séu menn ekki tilbúnir til að tapa öllu sem lagt er í hluta- bréf henta hlutabréfasjóðir best eða gamalgróin fyrirtæki sem eru fjár- hagslega stöndug og skila góðri af- komu miðað við verð hlutabréf- anna. Sem betur fer er lögmálið milli ávöxtunar og áhættu enn í gildi hér á landi sem annars staðar. „Skemmtiþættir“ verðbréfamiðlara í sjónvarpi breyta þar engu um. Elian fórnað fyrir Kúbu „Svona á ekki að fara með barn. Það er grundvall- arafstaðan í máli Elians. Aftur- haldssamir og ein- angraðir kúb- verskir stjórnar- andstæðingar í út- legð í Miami gera dag eftir dag að- skilnað fjölskyldu að mannlegum harmleik. Kúbverjar í útlegð eru nú mannræningjar. Fidel Castro og stjórn hans hafa rétt fyrir sér að því leyti að enginn hef- ur sannað að drengnum muni líða illa á Kúbu og Juan Miguel Gonza- lez er ekki verri faðir þótt hann lifi i kommúnistisku landi. Útlagarnir í Miami njóta engrar samúðar meðal annarra Mið-Ameríkumanna. Þeir njóta ekki sama skilnings meðal Bandaríkjamanna og þeir eru vanir. Tími þeirra er útrunninn. Þeir verða að sleppa drengnum. Nú mynda þeir múr kringum Elian og lengja harmleikinn. En það er göm- ul útlagasveit í Miami sem stendur andspænis Bandarikjunum þegar hún hreytir þvert gegn skynsemi og mannúðarsj ónarmiðum. “ Úr forystugrein Aftonbladet 15. apríl Einvígi við hægri „Sveitarstjórnarkosningarnar á Ítalíu hafa veikt Massimo D’Alema svo mikið að vinstri stjórn hans lifir það varla. Sveitar- stjórnarmálin voru látin víkja vegna þess að D’Alema gerði kosningarnar að einvígi við hægri menn. Hann bauð upp á bar- daga og tapaði, mest í hinum ríka norðurhluta Íalíu. Sigurvegarinn er Silvio Berlusconi sem var afskrifað- ur af flestum þegar hann varð að fara frá með skömm 1994 eftir að hafa gegnt embætti forsætisráð- herra skemur en eitt ár. En þrátt fyrir ásakanir um spillingu og rétt- arhöld hefur honum tekist að end- urreisa bandalag með hinum óút- reiknanlega stjórnmálamanni sem felldi hann, Umberto Bossi. Bossi berst fyrir auknu sjálfstæði N-ítaliu og er jafnmikið vandamál fyrir höf- uðborgina eins og hann er fyrir samstarfsmenn sína.“ Úr forystugrein Aftenposten 18. apríl Hátt verð fyrir START-2 „Eftir nær sjö ára fum hefur Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkt START-2 sam- komulagið um af- vopnun kjarn- orkuvopna. Sjálft vopnaeftirlitið heldur ekki frið- inn. Á hnignunar- skeiði kalda stríðsins auðveld- aði mildari af- staða Míkhaíls Gorbatsjovs í garð Vesturlanda gerð vopnaeftirlits- samninga. Vopnasamningar gera heiminn öruggari að því marki að þeir leiða til virkrar fælingar og pólítískrar kurteisi. Staðfesting Rússlands á START-2 sýnir að þrátt fyrir ágreining um málefni eins og Kosovo og írak geta löndin tvö enn samið um mikilvæg málefni. Stað- festingin sýnir að með Vladimir Pútín við stjórnvölinn og nýkjörið þing hans eiga Bandaríkin í fyrsta sinn árum saman viðskipti við rúss- nesk stjórnvöld sem geta leitt mál til lykta. En það er satt að stjórn Clintons þoldi skelfilega hegðun Rússa á meðan Moskva var að ákveða sig eins og til dæmis stríðið í Tsjetsjeníu. Það er hátt verð.“ Úr forystugrein Washington Post 18. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.