Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 Helgarblað Dísilvélar 27 ekki gagnrýni Lúthers á kaþólsku kirkjuna fyrr en 1520, þremur árum eftir að hún var sett fram. Þá var hins vegar of seint í taumana gripið og Norður-Evrópa var hætt að hlusta. John Burgoyne hershöfðingi, árið 1777: Bandaríki Norður-Ameríku John Burgoyne hershöfðingi vann sigur í bandarísku bylting- * .. Napóleon Bónaparte stendur í eilífri þakkarskuld v/ð Loövík 16 - þver- móösku hans og dálæti á lautar- ferðum. unni en fyrir vitlausan aðila. Þessi breski hershöfðingi hóf innrás þar sem hann steig á land i New York ríki með 30 kerrur af farangri, vín- geymslu, eiginkonu annars manns og 9000 hermenn. Þaðan var ferð- inni heitið í gegnum skóga og mýr- lendi og að lokum í fangið á 20.000 bandarískum hermönnum. Burgoy- ne gafst upp við Saratoga og var sig- urinn óvæntur fyrir uppreisnar- mennina sem fram að því höfðu séð sigur í því að hörfa undan óvinin- um á farsælan hátt. Frakkar voru i sjöunda himni yflr ósigri Breta sem þótti benda til þess að bandarísku uppreisnarmennirnir gátu unnið stríðið. í kjölfarið lýstu Frakkar sig hliðholla þeim svo fremi sem Bretar högnuðust ekki á samningunum. Loðvík 16, 1791-1792: Franska byltingin og Napóleon Loðvík þessi steypti franska kon- ungsríkinu. Fyrir utan minniháttar átök við Bastilluna hafði franska bylt- ingin byrjað sem tíðindalítill atburð- ur. Upphaflega krafan kvað á um stjórnarskrá samhliða konungsríki en Loðvík vOdi hins vegar ekki heyra minnst á umbætur af neinu tagi. Árið 1791 ákvað konungsfjölskyldan að flýja ríkið en á leiðinni máttu þau til með að stoppa og slá upp lautarveislu þar sem þau voru að lokum handsöm- uð við tedrykkju. Loðvík tók þá upp á því að skrifa kollegum sínum í öðrum konungsríkjum og bað þá um að ráð- ast inn í Frakkland. Bréfaskipti hans uppgötvuðust um siðir og bættu lítið við langlífi hans og vinsældir. En þar með er ekki öO sagan sögð þvi þegar nokkur ríki ákváðu loks að ráðast inn í Frakkland, töpuðu þau orrustunni gegn sterkum her Frakka og þar með átti Loðvík sextándi ekki síður þátt í að skaða önnur ríki á sama hátt og sitt eigið. Hið nýja franska lýðveldi ákvað í kjölfarið að hygla herforingj- um sínum með tOliti til hæflleika þeirra fremur en ættartengsla en einn af nýju herforingjunum var enginn annar en Napóleon Bónapart. Fanny Kaplan, 1918: Sovétríkin og ógnarstjórn Stalíns Fanny Kaplan, sem var meðlimur í enn róttækari vinstriafli en bolsévík- um Lenins, skaut á Lenín á útifundi og drap hann næstum. Lenín lifði skotið af en náði sér aldrei fyOilega. Þessi atorkusami leiðtogi og faðir Sov- étríkjanna lést að lokum árið 1924, að- eins 53 ára gamall og ógnarstjórn Stalíns komst á kreik. Við getum því spurt okkur hvað hefði gerst ef Kapl- an hefði drepið Lenín á útOúndinum 1918? Sjálfsagt hefði rússneska bylt- ingin runnið í sandinn og einhver úr keisarafjölskyldunni tekið völdin að nýju í breyttri mynd eða þá að ein- hver slavneskur þjóðernissinni í anda Francos heitins á Spáni hefði vakið upp rússneska þjóðerniskennd og komist í valdastólinn á þeim forsend- um. Stalín hefði þá snúið aftur til fyrri starfa sem ritstjóri dagblaðs eða jafnvel sem prestur þar sem hann hefði án efa getað fengið útrás fyrir öf- uguggahátt sinn á sóknarbörnunum. Ef Kaplan hefði hins vegar ekki reynt að drepa Lenín þá hefði leiðtog- inn vafalaust átt 20 ár eftir ólifað, Stalín hefði aldrei komist upp fyrir meðalmennskuna og fleiri sovéskir þegnar hefðu dáið eðlOegum dauð- daga en raun varð á. -KGP Unnið upp úr grein í tímaritinu Salon. Stalín, sem var lærður til prests, heföi fariö létt meö að berja eina sókn til hlýöni. Loftkældar dísilvélar frá Yanmar. Stærðir: 3,4-10 Hö m/án rafstarts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.