Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Page 27
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 Helgarblað Dísilvélar 27 ekki gagnrýni Lúthers á kaþólsku kirkjuna fyrr en 1520, þremur árum eftir að hún var sett fram. Þá var hins vegar of seint í taumana gripið og Norður-Evrópa var hætt að hlusta. John Burgoyne hershöfðingi, árið 1777: Bandaríki Norður-Ameríku John Burgoyne hershöfðingi vann sigur í bandarísku bylting- * .. Napóleon Bónaparte stendur í eilífri þakkarskuld v/ð Loövík 16 - þver- móösku hans og dálæti á lautar- ferðum. unni en fyrir vitlausan aðila. Þessi breski hershöfðingi hóf innrás þar sem hann steig á land i New York ríki með 30 kerrur af farangri, vín- geymslu, eiginkonu annars manns og 9000 hermenn. Þaðan var ferð- inni heitið í gegnum skóga og mýr- lendi og að lokum í fangið á 20.000 bandarískum hermönnum. Burgoy- ne gafst upp við Saratoga og var sig- urinn óvæntur fyrir uppreisnar- mennina sem fram að því höfðu séð sigur í því að hörfa undan óvinin- um á farsælan hátt. Frakkar voru i sjöunda himni yflr ósigri Breta sem þótti benda til þess að bandarísku uppreisnarmennirnir gátu unnið stríðið. í kjölfarið lýstu Frakkar sig hliðholla þeim svo fremi sem Bretar högnuðust ekki á samningunum. Loðvík 16, 1791-1792: Franska byltingin og Napóleon Loðvík þessi steypti franska kon- ungsríkinu. Fyrir utan minniháttar átök við Bastilluna hafði franska bylt- ingin byrjað sem tíðindalítill atburð- ur. Upphaflega krafan kvað á um stjórnarskrá samhliða konungsríki en Loðvík vOdi hins vegar ekki heyra minnst á umbætur af neinu tagi. Árið 1791 ákvað konungsfjölskyldan að flýja ríkið en á leiðinni máttu þau til með að stoppa og slá upp lautarveislu þar sem þau voru að lokum handsöm- uð við tedrykkju. Loðvík tók þá upp á því að skrifa kollegum sínum í öðrum konungsríkjum og bað þá um að ráð- ast inn í Frakkland. Bréfaskipti hans uppgötvuðust um siðir og bættu lítið við langlífi hans og vinsældir. En þar með er ekki öO sagan sögð þvi þegar nokkur ríki ákváðu loks að ráðast inn í Frakkland, töpuðu þau orrustunni gegn sterkum her Frakka og þar með átti Loðvík sextándi ekki síður þátt í að skaða önnur ríki á sama hátt og sitt eigið. Hið nýja franska lýðveldi ákvað í kjölfarið að hygla herforingj- um sínum með tOliti til hæflleika þeirra fremur en ættartengsla en einn af nýju herforingjunum var enginn annar en Napóleon Bónapart. Fanny Kaplan, 1918: Sovétríkin og ógnarstjórn Stalíns Fanny Kaplan, sem var meðlimur í enn róttækari vinstriafli en bolsévík- um Lenins, skaut á Lenín á útifundi og drap hann næstum. Lenín lifði skotið af en náði sér aldrei fyOilega. Þessi atorkusami leiðtogi og faðir Sov- étríkjanna lést að lokum árið 1924, að- eins 53 ára gamall og ógnarstjórn Stalíns komst á kreik. Við getum því spurt okkur hvað hefði gerst ef Kapl- an hefði drepið Lenín á útOúndinum 1918? Sjálfsagt hefði rússneska bylt- ingin runnið í sandinn og einhver úr keisarafjölskyldunni tekið völdin að nýju í breyttri mynd eða þá að ein- hver slavneskur þjóðernissinni í anda Francos heitins á Spáni hefði vakið upp rússneska þjóðerniskennd og komist í valdastólinn á þeim forsend- um. Stalín hefði þá snúið aftur til fyrri starfa sem ritstjóri dagblaðs eða jafnvel sem prestur þar sem hann hefði án efa getað fengið útrás fyrir öf- uguggahátt sinn á sóknarbörnunum. Ef Kaplan hefði hins vegar ekki reynt að drepa Lenín þá hefði leiðtog- inn vafalaust átt 20 ár eftir ólifað, Stalín hefði aldrei komist upp fyrir meðalmennskuna og fleiri sovéskir þegnar hefðu dáið eðlOegum dauð- daga en raun varð á. -KGP Unnið upp úr grein í tímaritinu Salon. Stalín, sem var lærður til prests, heföi fariö létt meö að berja eina sókn til hlýöni. Loftkældar dísilvélar frá Yanmar. Stærðir: 3,4-10 Hö m/án rafstarts.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.