Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 58
; 70 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 I>V Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli Skírdag 85 ára_____________________ JJ. Oddur Jónsson, Uyngbrekku 15, Kópavogi. Þórunn Alda Björnsdóttir, Meistaravöllum 9, Reykjavík. 80 ára_____________________ Kristín Þóröardóttir garðyrkjufræöingur, Akraseli 28, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum að heimili sinu milli kl. 15.00 og 18.00. 75 ára_____________________ Hulda Jónatansdóttir, Grundargeröi ld, Akureyri. Sólveig Jónasdóttir, i5- Gullsmára 7, Kópavogi. Guölaug Hraunfjörö Pétursdóttir, Borgarholtsbraut 11, Kópavogi. Hún tekur á móti gestum í Njálsstofu við Skemmuveg frá kl. 14.00 á afmælisdaginn. Gunnar K. Petersen, Hraunbæ 116, Reykjavík. Heimir Aöalsteinsson, Smárahlíð 12a, Akureyri. Hann tekur á móti gestum í Hlíðarbæ i Glæsibæjar- hreppi laugardaginn 22.4. frá kl. 17.00. Jón Skúli Olversson, Þiljuvöllum 12, Neskaupsstað. Jóna Sveinsdóttir, ' Laugarnesvegi 39, Reykjavik. Ketiil Axelsson, Ægisíðu 70, Reykjavík. Víöir Rnnbogason, Aftanhæð 1, Garðabæ. Þórunn Friöjónsdóttir, Fannafold 158, Reykjavík. 60 ára________________________________ Alda Guöjónsdóttir, Túngötu 18, Eyrarbakka. Halldór Ingólfsson, Unufelli 25, Reykjavík. Hreiðar Þórhallsson, Fannafold 1, Reykjavík. 50 ára________________________________ Anna Margrét Gunnarsdóttir, Hlíðarhjalla 54, Kópavogi. Edvard K. Sverrisson, Kjarrhólma 18, Kópavogi. Elías Ingvarsson, Birkigrund 33, Kópavogi. Elín Halla Jónsdóttir, Hamrabergi 11, Reykjavík. Erla Jónsdóttir, Unufelli 13, Reykjavík. Helgi Siguröur Gunnlaugsson, Noröurgötu 27, Sandgerði. Hrönn Kristjánsdóttir, Selsvöllum 19, Grindavík. Jón Nordquist, Sæbólsbraut 11, Kópavogi. Ragnar Stefánsson, Hvammstangabraut 14, Hvammstanga. 40 ára______t_________________________ Ólafur Eyþór Ólason, Vogagerði 15, Vogum. Ragnar Ástvaldsson, Lindasmára 9, Kópavogi. Siguröur Valgeir Jósefsson, Hvammabraut 4, Hafnarfirði. Þorbjörg Ragnarsdóttir, Laufvangi 2, Hafnarfiröi. U rval — 960 síður á ári — fróðleikur og skemmtun . sem lifir mánuðum og árum saman 70 ára Andlat Áslaug Óladóttir lést 15.4. Þóröur Jónsson, Sölvholti, Hraungerðishreppi, Flóa, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, mánudaginn 17.4. Arnheiöur Böövarsdóttir, fyrrv. húsfreyja á Efri-Brú, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 27.3. sl. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. JÍ Kristín Þorsteinsdóttir, Viðarrima 44, Reykjavík, er látin. Jarðarförin veröur auglýst síðar. Nina Björk Árnadóttir skáld, Flyðrugranda 6, dó í Reykjavik sunnudaginn 16.4. Steinunn Hall, Vesturgötu 52, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum, Fossvogi, mánudaginn 17.4. Y Jarðarförin verður auglýst síðar. BHWk: Jón Gunnar Hannesson heimilislæknir í Reykjavík Jón Gunnar Hannesson læknir Jón Gunnar hefur starfaö mikið á vegum NLFÍ og Heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði. Hann hefur verið heimilislæknir í Fteykjavík frá 1988. Jón Gunnar Hannesson heimilis- læknir, Álagranda 16, Reykjavík, verður fimmtugur á páskadag. Starfsferill Jón Gunnar fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1971, stundaði nám í sálfræði við HÍ, lauk embættisprófi í læknis- fræði við HÍ 1979, öðlaðist almennt lækningaleyfi 1981, stundaði nám í matvælaefnafræði við HÍ 1986-87 og hefur sótt endurmenntunamám- skeið hérlendis og erlendis flest ár frá 1979, einkum á vegum Harvard Medical School í Boston. Á námsárunum var Jón aðstoðar- læknir við Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði, læknir á Sjúkrahúsi Suðurlands, var kandidat á Sjúkra- húsi Akraness og á Sjúkrahúsinu á Selfossi, var heilsugæslulæknir á Þórshöfn 1981 og á Selfossi 1981-85, læknir á Heilsuhæli NLFÍ í Hvera- gerði 1985-87 og yfirlæknir þar um skeið, heilsugæslulæknir á Heilsu- gæslustöð Hlíðasvæðis í Reykjavík 1987 og á Heilsugæslustöð Eskiíjarð- ar og Reyðarfjarðar 1987-88 og hefur verið sjálfstætt starfandi heimilis- læknir i Reykjavik frá 1988. Jón Gunnar er trúnaðarlæknir júdódeildar Ármanns frá 1991 og umsjónardeildar samgönguráðu- neytisins um fólksbifreiðar á höfuö- borgarsvæðinu frá 1994, hefur starf- aði í Guðspekifélagi Islands, sat í stjórn NLFR 1971-86 og NLFÍ 1975-86 og forseti þess síðustu árin, í byggingarnefnd Heilsugæslustöðv- ar Eskifjarðar og Reyðarfjarðar 1987-88, í stjórn samtakanna Móðir og barn frá 1991, í heilbrigðisnefnd Sjálfstæðisflokksins frá 1991 og for- maður almenningsíþróttadeildar Ármanns frá 1996. pjölskylda Sambýliskona Jóns Gunnars frá 1973 var Anna Katrín Oddgeirsdótt- ir Ottesen, f. 28.3. 1954, BS i sjúkra- þjálfun frá HÍ. Jón Gunnar og Anna slitu samvistum 1986. Sonur Jóns Gunnars og Önnu er Hannes Péturs, f. 14.11. 1982, menntaskólanemi. Dóttir Jón Gunnars og Guðrúnar Jóhannsdóttur hjúkrunarfræðings er Magnea Þóra, f. 24.3.1993. Sambýliskona Jóns Gunnars frá 1996 er Ingibjörg Guðrún Jafetsdótt- ir, f. 3.7. 1960, hjúkrunarfræðingur. Hún er dóttir Jafets Sigurðssonar, f. 1.5. 1934, aðstoðarskólastjóra, og k.h., Ingunnar Emmu Þorsteinsdótt- ur, f. 2.2. 1926, ljósmóður. Dóttir Ingibjargar og fósturdóttir Jóns Gunnars er Ingunn Ragna Sævarsdóttir, f. 24.10. 1978, nemi. Systkini Jóns Gunnars eru Ástriöur, f. 30.11. 1951, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík; Þórarinn, f. 26.8. 1953, læknir í Reykjavík; Sig- urður, f. 4.10. 1955, offsetprentari í Reykjavik. Foreldrar Jóns Gunnars: Hannes Ragnar Þórarinsson, f. 19.12. 1916, yfirlæknir og dósent í Reykjavík, og Bergþóra Jónsdóttir, f. 22.7. 1927, d. 21.2. 1973, húsmóðir. Ætt Hannes er sonur Þórarins, hafn- arstjóra Kristjánssonar ráðherra, bróður Péturs ráðherra. Kristján var sonur Jóns, alþm. á Gautlönd- um, Sigurðssonar og Solveigar, syst- ur Benedikts, afa Geirs Hallgríms- sonar forsætisráðherra. Solveig var dóttir Jóns, ættföður Reykjahlíðar- ættar, Þorsteinssonar. Móðir Þórar- ins var Anna, systir Jóns fræðslu- málastjóra, afa Jóhanns Hafsteins forsætisráðherra. Anna var dóttir Þórarins, prófasts og alþm. í Görð- um, Böðvarssonar, og Þórunnar, systur Guðrúnar, ömmu Sveins Björnssonar forseta. Þórunn var dóttir Jóns, prófasts í Steinnesi, Pét- urssonar. Móðir Hannesar var Ástríður, dóttir Hannesar Hafsteins, skálds og ráðherra. Móðir Hannesar var Kristjana Gunnarsdóttir. Móðir Kristjönu var Jóhanna, systir Ólafs, langafa Odds, fóður Davíðs forsætis- ráðherra. Jóhanna var einnig systir Eggerts, langafa Gunnars Thorodd- sens forsætisráðherra. Jóhanna var dóttir Gunnlaugs, ættfoður Briemættar, Guðbrandssonar. Bergþóra var dóttir Jóns, kaup- manns í Reykjavík, Hjartarsonar, steinsmiðs við Bræðraborgarstíginn í Reykjavík, Jónssonar, útvegsb. í Steinum í Reykjavík, Eyjólfssonar. Móðir Hjartar var Sigríður Odds- dóttir. Móðir Jóns kaupmanns var Margrét Sveinsdóttir, b. í Ártúni, Sveinssonar, og Margrétar Þorláks- dóttur. Móðir Bergþóru var Sigrún Jóns- dóttir, sjómanns í Tröð i Álfafírði við Djúp, Jónssonar, og Sigríðar Aradóttur. Jón verður frá störfum næstu vikur vegna veikinda en læknir leysir hann af á stofu hans í forföll- unum. Sextugur Gerðar Óli Pórðarson skipstjóri og vélstjóri í Keflavík Gerðar Óli Þórðarson, skipstjóri og vélstjóri, Vesturgötu 10, Keflavík, er sextugur í dag. Starfsferill Gerðar fæddist í Súðavík en ólst að mestu leyti upp á Isafirði. Hann flutti aftur til Súðavíkur 1957. Gerð- ar flutti síðan með íjölskyldunni til Hafnarfjarðar 1966 og síöar til Kefla- víkur þar sem hann hefur átt heima síðan. Gerðar lauk vélstjóraprófl um tví- tugt, stundaði síðar nám við Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan skipstjórnarprófum. Gerðar hefur stundað sjó- mennsku frá unga aldri. Hann hefur verið skipstjóri lengst af, eða í u.þ.b. tuttugu ár, en er nú vélstjóri á Sól- eyju Sigurjónsdóttur GK. Fjölskylda Eiginkona Gerðars er Gyðríður Elín Óladóttir, f. 17.11. 1941, hús- móðir. Hún er dóttir Óla P. Möller, fyrrv. skipstjóra á Þórshöfn, og Helgu Elíasdóttur húsmóður. Börn Gerðars og Gyðríðar eru Jónína Ingibjörg, f. 5.10. 1974, skrif- stofumaður, í sambúð með Snorra Harðarsyni; Magnús, f. 12.7. 1977, verkamaður. Dóttir Gerðars frá fyrra hjóna- bandi hans og Erlu Ragnarsdóttur, f. 24.10. 1937, er Gyða Hrönn, f. 26.9. 1962, framkvæmdastjóri, gift Birni Ófeigssyni. Stjúpdóttir Gerðars, dóttir Erlu, er Lilja Bára Steinþórsdóttir, f. 7.10. 1957, húsmóðir, gift Kristni Inga Gunnarssyni og eiga þau þrjú börn. Gerðar er þriðji í röð ellefu systk- ina. Systkini hans: Hjördís, f. 11.6. 1936; Sigurður Borgar, f. 6.7. 1937; Garðar Óli, f. 20.4. 1940; Gunnar, f. 9.9. 1941; Sæþór, f. 16.11. 1942; Hall- dór, f. 5.12. 1943; Jón Hafþór, f. 5.4. 1945, látinn; Sesselja, f. 1.10. 1946; Sigurborg Elva, f. 7.12. 1950; óskírð stúlka, f. 4.12. 1947, dó í frum- bernsku; Kristín Silla, f. 13.8. 1956. Foreldrar Gerðars: Þórður Sig- urðsson, f. 25.8. 1906, fyrrv. skip- stjóri, en dvelur nú á Dvalarheimli aldraðra sjómanna í Hafnarfírði, og Salóme Halldórsdóttir, f. 4.6.1915, d. 10.11. 1991, húsmóðir. Gerðar verður að heiman á af- mælisdaginn. Fimmtugur Kristinn Bjarnason sundlaugarvörður og steypubílstjóri Kristinn Bjarnason, sundlaugarvörður og steypubílstjóri, Kirkju- vegi 35, Selfossi, verður fimmtugur á föstudaginn langa. Starfsferill Kristinn fæddist á Blönduósi en ólst upp í Ölfushreppi. Hann lauk barna- og gagnfræðaprófi við Bama- og gagnfræðaskólann í Hveragerði, stundaði nám við Stýrimannaskól- ann í Vestmannaeyjum og lauk það- an stýrimannaprófi, stundaði nám í jámsmíði og vélvirkjun og hefur rafsuðuréttindi, auk þess sem hann hefur réttindi á öll þungavinnutæki, hefur meirapróf og próf á langferða- bíla. Kristinn hefur nú starfað um skeið sem sundlaugarvörður á Sel- fossi og ekur jafnframt steypubif- reiö. Fjölskylda Kristinn trúlofaðist 14.8. 1981 Erlu Haraldsdóttur, f. 9.2. 1962, starfskonu hjá íslandspósti á Sel- fossi. Hún er dóttir Haralds Gests- sonar og Jónu Sigurlás- dóttur. Börn Kristins frá fyrra hjónabandi eru Bjami Kristinsson, f. 17.2. 1970; Drífa Kristinsdóttir, f. 15.1. 1971, d. 6.8. 1972; Ein- ar Ingi, f. 8.8. 1973. Börn Kristins og Erlu eru Jóna Guðrún, f. 2.5. 1983; Hjálmar Már, f. 5.8. 1986. Systkini Kristins eru Gréta Svala Bjarnadóttir, f. 2.10. 1941; Kristín Erla Bjamadóttir, f. 7.10. 1942; Ing- unn Hofdís Bjarnadóttir, f. 29.6. 1944; Kristján Þröstur Bjarnason, f. 23.8. 1945;Hreinn Viðar Bjarnason, f. 5.4. 1948; Þorsteinn Ingi Bjarna- son, f. 19.1.1952; Sigvaldi Bjarnason, f. 3.5. 1955; Hugrún Elfa Bjarnadótt- ir, f. 25.1. 1958; Ölver Bjarnason, f. 21.5. 1959. Foreldrar Kristins: Bjarni Krist- insson, f. 28.4. 1915, d. 18.2. 1982, verkamaður á Selfossi, og Jónína Alexandra Kristjánsdóttir, f. 25.11. 1925, húsmóðir á Selfossi. Kristinn heldur upp á afmælið með fjölskyldu sinni, tengdafjöl- skyldu og vinum. Arinu eldri ■ Jón Isberg, fyrrv,. sýslu- maður t Húnavatns- sýslu, verður 76 ára annan páskadag. Jón var sýslumaöur um ára- bil frá 1960. Hann var farsællt yfirvald og vin- sæll í sinni embættis- ;íð. Jón hafði lengi búskap t Laxholti, ýrst sauðfé og hross en einungis írossabúskap síðustu árin. Meöal rarna Jóns eru Arngrímur héraðsdómari )g Jón Ólafur sagnfræðingur. lóbert Trausti Árnason, fyrrv. sendi- íerra í Kaupmannahöfn, fyrrv. ráðuneyt- sstjóri i utanríkisráðuneytinu og tyrrv. órsetaritari, veröur 49 ára annan láskadag. Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri hjá Eimskipafélagi 1s- lands, verður 48 ára á páskadag. Það vita ekki margir að Þórður hefur haft áhuga á fimleikum og sat í stjórn Fimleikafé- lags Hafnarfjarðar um árabil. Ásdís Rafnar lögfræðingur veröur 47 ára annan páska- dag. Hún er dóttir Jónasar Rafnars, bankastjóra og alþm., og ein þriggja svonefndu Rafnar-systra. Hinar eru Halldóra, BA t sagnfræði og ensku og kennari, eiginkona Baldvins Tryggvasonar, fyrrv. sparisjóðs- stjóra, og Ingibjörg, lögfræöingur og sendiherrafrú, eiginkona Þorsteins Páls- sonar. Þráinn Eggertsson hag- fræöiprófessor verður 59 ára á páskadag. Þráinn er hinn mætasti fræöimaður og hefur verið gistipró- fessor vtða um heim á undanförnum árum. Áslaug Ragnars, rithöfundur og blaöa- maður, verður 57 ára á páskadag. Ás- laugu þekkja flestir sem stundað hafa blaðamennsku en hún var blaðamaður á Morgunblaðinu um árabil, og skeið á Tlmanum-Degi. Auk þess hefur Áslaug sent frá sér skáldsögur. Synir Áslaugar eru Andrés Magnússon, tölvugrafíkgúru og frjálshyggjumaöur, og Kjartan Magn- ússon borgarfulltrúi. Gunnlaugur Ástgeirsson kennari verður 51 árs á páskadag. Gunnlaugur vakti fyrst verulega á sér athygli er hann bauö sig fram fyrir 0-flokkinn áriö 1971 ásamt fleiri húmoristum. Sá flokkur fékk ekki mikið fýlgi en náöi þó fram einu af sínum stefnumálum: hringveginum. Gunnlaugur hefur veriö mikill kennari og kennarahagsmunavörður á undangengn- um árum. Hann er sonur Ása í Bæ og bróðir Kristínar, fýrrv. alþk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.