Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 46
58 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 DV Lífið eftir vinnu Líkt og áður verða stórir páskatónleikar vítt og breitt um landið. Hér er smáyfirlit yfir helstu tónleikana sem gæti verið gaman að fara á yfir hátíðarnar enda gefa helgitónarnir þess- um frídögum sérstakan blæ. Auk þess verður enginn svikinn af því að leyfa Bach eða Brahms að gæla við hlustirnar. Það verðu ýmislegt í boði fyrir tónlistarunnendur um páskana og eflaust munu margir þeirra heim- sækja Hallgrímskirkju þar sem Móttettukór og Kammersveit kirkj- unnar flytja Jóhannesarpassíuna eftir Johan Sebastian Bach undir stjórn Harðar Áskelssonar. Ein- söngvarar eru Gunnar Guðbjöms- son, Marta G. Halldórsdóttir, Davíð Ólafsson, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Loftur Erlingsson og Benedikt Ing- ólfsson. Tónleikamir hefjast klukk- an 20 á fóstudaginn langa. Tónlist- arunnendum sem geta ekki beðið svo lengi er bent á tónleika á skír- dag en þá flytja Gradualekór og kór Langholtskirkju franska kórtónlist. Tónleikamir hefjast klukkan 17 og einsöngvarar eru Bergþór Pálsson, Dóra Steinunn Ármannsdóttir, Guðríður Þóra Gísladóttir og Regína Unnur Ólafsdótt- ir. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Eftirmiðdagsbíltúr í Skálholt Það verða fleiri góðir tón leikar á skírdag og óvitlaust að fara í eftirmið- dagsbíltúr í Skál- Það verður sannköll- uð tónllstarveisla í Skjólbrekku en þar mun Slgrún Hjálmtýs- dóttlr syngja íslensk sönglög og óperuaríur. holtskirkju. Þar hefst tónagleðin klukkan 16 en á Skálholtstónleikun- um verða fluttir átta þættir úr Stabat Mater eftir G.B. Pergolesi og kantatan „Gottes Zeit ist die aller- beste Zeit“ eftir J.S Bach. Þeir sem komast ekki í Skálholt þurfa ekki að örvænta því Kammerkór Suður- lands endurtekur sönginn á laugar- daginn og flytur dagskrána í Frí- kirkjunni klukkan 16. Á sama tíma, klukkan 16, hefst ár- legt páskabarokk í Salnum í Kópa- vogi. Flytjendur að þessu sinni eru þau Sigríður Gröndal sópransöng- kona, Sigurður Halldórsson selló- leikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Peter Tomkin óbóleik- ari, Martial Nardeau flautuleik- ari, Guðrún Óskarsdóttir semballleikari, Lilja Hjaltadóttir fiðluleikari og Sarah Bukley lág- fiðluleikari. Á efnis- skránni eru ein- göngu verk eftir Jo- hann Sebastian Bach í tilefni af 250. ártið meist- ana arans. Þess má geta að miðapantan- ir eru í sima 570 0400. Tónlistarveisla norðan og sunnan heiða Á föstudaginn langa og laugardag verður sannkölluð tónlistarveisla í Mývatnssveit. Fyrri daginn verður hún í Reykjahlíðarkirkju klukkan 21 og þann seinni í Skjólbrekku klukk- an 15. Þar koma fram Sigrún Hjálmtýsdóttir óperasöngkona, Lauf- ey Sigurðardóttir fiðluleikari, Þor- keO Jóelsson homleikari og Selma Guðmundsdóttir, píanó -og orgelieik- ara. Þetta valinkunna listafólk stígur á stokk í Reykjahlíðarkirkju með lög sem hæfa stund og stað. Seinni tón- leikarnir verða hins vegar frá- brugðnir en þá flytur það óperuarí- ur, íslensk sönglög og tríó eftir Brahms. Miðasala er við innganginn og aðgangseyrir er 1000 krónur. Loks má geta þess að Kvennakór Reykjavíkur býður til fyrsta nor- ræna kvennakóramótsins sem hald- ið hefur verið. Gert er ráð fyrir að þátttakendur verði um 900. Ýmsir tónleikar verða í boði og leiðbeinend- ur koma viða að. Heimsfrægur kvennakór Glier-tón- listaskólans verður heiðursgestur á mót- inu og syngur í Há- teigskirkju en Glier- tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 miðviku- daginn 26. apríl. Sunnudag 4 Klúbbar ■ NÆRBUXNASPRENGJA Á SÓLON Félag arnir Stelnar og Daði ætla aldeilis að sprengja nærbuxurnar utan af stelpunum á dansgólfinu á efri hæðinni á Sólon fslandus í kvöld með því að spila kryddað últrafönk. ■ FETISHPÁSKAR Á SPOTUGHT Spotlight heldur sannkallaða „fetishpáska" og „fetis- hþemað“ ræður ríkjum. Þeir sem mæta í galla- buxum veröa hiklaust klæddir úr þeim og gæfu- legra að mæta í garðslöngu eða inniskóm. Hverju sem er, bara aö þú fílir það og fáir þitt „turn on klkk“. Allt er leyfilegt nema gallaefnið. Miðaverð er krónur 500. ■ KAFFITHOMSEN Herb Legowitz tryllir lýðinn á Kaffl Thomsen ásamt Ými sem mætir gal- vaskur meö bongótrommur. Félagarnir gleðja glaða á efri hæðinn og pottþétt að brenna páskaeggjunum I dúndrandi dansi enda er hús- ið opið fram I rauðan dauöann og glimrandi morgunsár. Alfred Moore og Árnl Einar spila á neðri hæðinni og gleðin ríkir. ■ SALSA Á KLAUSTRINU Salsað veröur á sínum stað við Garöinn á Klaustrinu.Chillið í Kjallaranum og Svall & Big Foot sjóðheitir við dansgólfiö með réttu blönduna af R'N'B, dans & salsa. San Miquel er á tilboði og einnig mun Tequila fljúga með öðru hvoru. Opið frá miðnætti. ■ HVAÐ ER Á SKtlGGABAR? Góð spurning. Gæti það nokkuð hugsast aö Nökkvi og Áki sjái um tónlistina. íhugum þetta mál aðeins. •Krár ■ ÍRAFÁR Á GAUKNUM Hljómsveitin írafár tjúttar til helvítis á Gauki á Stöng.þ INNKA UPASTOFNUN REYKJA VIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3- 101 Reykjavik-Sími 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhus.rvk.is F.h. Gatnamálastjórans í Fteykjavík, Orkuveitu Reykjavíkur og Landssíma íslands er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: „Klettaháls - gatnagerð og lagnir" Helstu magntölur eru: 7,5 m götur 560 m Tvöfalt ræsi 660 m Hitaveitulagnir 1280 m ídráttarrör 550 m Púkk 4600 mz Verkinu skal lokið fyrir 15. september 2000. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar frá og með 26. apríl 2000 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða 4. maí 2000, kl. 14.30, á sama stað. GAT66/0 ■ BUTTERCUP A SPORTKAFFl Hljómsveitin Buttercup heldur upp á páskadag með því að tralla á ísafold sportkaffi í Reykjavík. ■ CAFÉ AMSTERDAM Rokk, pönk, diskó, salsa og polka. Tríóið Úlrik gerir allt vitlaust á Amsterdam. ■ VARÐSKIPIÐ THOR Heiöursmenn og Kol- brún mæta í Varðskiplb Thor sem liggur viö Hafnarflarðarhöfn. Matur, vín og dans. ■ ÍRAFÁR A GAUKNUM írafár fagnar páskun- um á Gaukl á Stöng. ■ ENN SPRETTIR Á KRINGLUKRÁ Allir staðir verða opnir á miðnætti í kvöld og er Kringlukrá- In þar engin undantekning. Hljómsveitin Léttlr sprettir ætlar aö sjá til þess að það verði þess virði að kíkja I krús í musteri Mammons. ■ CAMMURINN Á NAUSTINU Það er bar og koníaksstofa á Naustinu viö Vesturgötu þar sem söngkonan Liz Gammon fer hamförum viö þíanóið, gestunum til mikillar ánægju. I Böl 1 ■ SKÍTAMÓRALL í LEIKHÚSKJALLARANUM Skítamórall og útvarpsstöðin Mono 87,7 fara vítt og breitt um landið og spila og sprella fyrir landann. Á vegum Mono eru stjórnendur morg- unþáttarins sjö-tíu, þeir Slmmi og Jói, og ofur- goðiö Gummi Gonzalez. Vitanlega staldra þeir við í Leikhúskjallaranum í Reykjavík til að æra óstööuga og gleðja glaða. Dúndurgleði. • Sve i tin ■ KAFFl AKUREYRI Það er diskódlskódlskó- stemnlng á Kaffi Akureyri. ■ BÆJARBARINN, ÓLAFSVÍK Diskótekið og þlötusnúðurinn Skugga-Baldur sér um fjörið á Bæjarbarnum, Ólafsvlk. 500 kall inn. Ljósa- dýrö, þoka og tónlist síðustu 50 ára. ■ KAROKE Á DALVÍK Café Mennlng á Dalvík opnar dyrnar á miönætti og býður upþ á karoke að hætti hússins. Allir með nú!16“ m/4 á 1000,-12“ m/4 á 850,-9“ m/4 á 750,- ■ KK OG MAGGI Á ÍSAFIRÐI KK og Magnús Elríksson verða með tónleika á Hótel ísafirðl kl. 16. Á tónleikunum verða einnig sérstakir gestir, rakararnir landskunnu, Villl Valll og Sammi. ■ ODDVITINN AKUREYRI Hljómsveitin Byltlng sér um að allir sem mæta á Oddvitann, Akur- eyri, brenni af sér páskasúkkulaðinu. ■ PIZZA 67 ESKIFIRÐI Trúbadorinn Arnar Guömundsson leikur til kl. 4 á Pizza 67 ESKI- FIRÐI. Miöaverð 500 krónur en frítt inn fýrir kl.l. 18 ára aldurstakmark. ■ Á MÓTI SÓL Á KRÚSINNI Hljómsveitin Á móti sól lætur Ijós sitt skína á Krúslnnl, ísafiröi. ■ ÁTTAVILLT í EYJUM Áttavillt spilar á þrusu- balli á Höfðanum, Vestmannaeyjum. ■ SÓLDÓGG í EGILSBÚÐ Rosafjör í Egilsbúð. Súkkulaðitöffararnir í Sóldögg rokka á páskadans- leik frá miðnætti til kl. 4.15 hundruð kall fyrir þá sem eru eldrt en 18 ára, hinir mega ekki koma. ■ TRÚBADOR Á ESKIFIRÐI Á miðnætti lifnar trúbadorinn Arnar Guðmundsson við og spilar á Pizza 67 á Eskifirði. 5 hundruð kall eftir kl. 1 fyrir 18 og eldrt. •Síöustu forvöö ■ LISTASAFN ASÍ Nú standa yfir í Listasafni ASÍ að Freyjugötu 41 sýningar tveggja lista- manna: í Ásmundarsal er sýning á verkum Kjartans Ólasonar sem ber heitiö „Sjónrænar mlnningar“. Þar fjallar listamaðurinn um for- gengiieika þeirrartáknmynda sem sjálfsmynd íslendinga er að einhverju leyti byggð á nú und- ir aldarlok. I Gryfjunni sýnir Þórarinn Óskar Þór- arinsson Ijósmyndir sem teknar voru ásl. ári, þar sem Ijósmyndarinn fylgdi stórhljómsveitinni Stuðmönnum á reisu þeirra um landið. Sýning- in ber heitið „Aö morgni nýrrar aldar". Síðasti sýningardagur beggja sýninganna er páskadag- ur, sem sagt í dag, og eru sýningarnar opnar alla páskavikuna frá kl,14.00-kl. 18.00. ■ UÓSMYNDIR OG TEIKNINGAR Sýningar á verkum Kjartans Ólasonar og Þórarlns Óskars Þórarlnssonar lýkur i Listasafni ASÍ við Freyju- götu. Kjartan sýnir verk sín í Ásmundarsal. Á sýningunni eru teikningar og þrívíðlr hlutir unn- ið t mismunandi efni. Þórarinn er með Ijós- myndasýningu í Gryflunni, myndirnar eru tekn- ar á síöastliönu ári þar sem Ijósmyndarinn fylgdi stórhljómsveitinni Stuðmönnum eftir á reisu þeirra um landið. Ljósmyndirnar eru hluti af bók sem fyrirhugað er að gefa út á árinu. Safnið er opið frá kl. 14-18 alla daga vikunnar, nema mánudaga. ■ MYNDIR FRÁ PARÍS Biargev Ólafsdóttlr lýkur sýningu sinni sem er í samvinnu við Krtstján Eld- jám og ber nafnið Ljúfar sælustundir í París, í gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5, Reykjavík. Sýningin er skyggnumyndasýning sem sýnir brot úr lífi tveggja norrænna stúlkna í París og undir ómar þýð tónlist Kristjáns Eldjárns. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18. •Sport ■ BRETTAMÓT OG PÁSKAEGGJALEIKUR Sktðasvæðið i Stafdal, Seyðisfirði, er opið um páskana frá kl. 10-17. Nægur snjór og ýmislegt verður t boði, svo sem brettamót og pása- keggjaleikur. Nánari uppl. t stma 8781160. •Krár ■ BLÁI ENGIUNN Blái engilllnn, litli barinn t Austurstræti, býður upp á karaoke og back- gammon. Syngjum sumarið inn! Opiö til kí.l. ■ CAFÉ ROMANCE Breski píanóleikarinn Simone Young hamrar á píanóiö af öllum lífs og sálar kröftum. ■ EIKIN Á OAUKNUM Á Gauknum verða stór- tónteikar með Eikinni sem átti comeback árs- ins einmitt á Gauknum eftir 25 ára hlé um dag- inn. Hljómsveitin hefur engu gleymt og mixar saman gamla hippann í fönkaöa nútíöl! Ath. Þetta er! stðasta sinn sem sveitin kemur sam- an, a.m.k t bili. ■ NAUSTH) Liz Gammon skemmtir gestum i Naustlnu. ■ SPORTKAFFI Stðasti sjens að djamma burt páskana. Þór Bæring er pikkfastur i búrinu á Sport- kaffi og sér um að gleðin vart fram eftir nóttu. ■ GR Á KRINGLUKRÁ Það er enginn annar en GR Lúðvtksson Ewing sem setur á sig kabboja- hatt og talar um stjórnun olíufyrirtækja á milli þess sem hann trúbadorast á Krínglukránni. •Sveitin ■ BUTTERCUP Á HÓTEL SELFOSSI Páskaslútt hljómsveitarinnar Buttercup verður á Hótel Sel- fossl á stórdansleik meö Sállnnl. Dansiö páskakalorturnar i burtu, gleðjist meö glööum og mætiö á EKTA páskabal! meö Stebba Hilmari og co, Buttercup og páskahéranum. ■ SKÍTAMÓRALL í NJÁLSBÚÐ Skítamórall og útvarpsstóðin Mono 87,7 fara vítt og breitt um landið og spila og sprella fyr|r landann. Á veg- um Mono eru stjórnendur mórgunþáttarins sjö- tiu, þeir Simmi og Jói, og ofurgoðið Gumml Gonzalez. Vitanlega staldra þeir viö i Njálsbúð í Landeyjum til aö æra óstööuga og gleöja glaöa. Dúndur-sveitaballagleði en þess má geta að hljómsveitin Dead Sea Apple verður einnig meö i Njálsbúö. L e i k h ú s É ÉQSÉ EKKI MUNINN Leikfélagiö Hugleikur sýnir leikverkiö Ég sé ekki muninn i Möguleik- húsinu klukkan 20. Þór Tulinus leikstýrir verk- inu sem er byggt á Hávamálum og hafa fjórtán hugleiskir höfundar túlkaö þau og fært forna speki i nútímabúning á gamansaman hátt. •Síöustu forvöö ■ MYNPUSTARVOR í EYJUM Það er síðasti séns að kíkja á verk Vignis Jóhannssonar t Gallerí Áhaldahúsinu á horni Græöisbrautar ogVesturveg- ar. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18 t dag. ■ SVARTA PAKKHÚSH) KEFLAVÍK Siguröur Þórir lýkur sýningu sinni á teikningum við Ijóð Þórs Stefánssonar t Svarta pakkhúsinu Hafnar- götu 2, Keflavtk. B í ó ■ EASTIS EAST Kvikmyndaklúbburinn Filmundur fer hamförum i aö kynna landanum gæðamyndir. i kvöld er það breska myndin East Is East sem er sýnd í Háskólabíói kl. 20. Það er enginn maður með mönnum nema hann tékki á Filmundi. ■ ÓPERAN PARSIFAL Það hefur skapast sú hefö hjá Richard Wagner félaginu á íslandi að sýna óperuna Parsifal af myndbandi á páskun- um. Að þessu sinni verður sýningin I dag kl. 14 t Norræna húsinu og verður þá sýnd allóvenju- leg útgáfa af þessu verki.Um er að ræða 90 mínútna bíómynd Tony Palmers, sem ber heit- ið Parsifal - The Search for the.Grail. i myndinni leiðir sögumaður (Placido Domingojokkur i gegnum söguna um Parsifal með brotum úr óp- erunni sem tekin eru upp í Ravello á Ítalíu. Að- gangur að sýningu er ókeypis og öllum heimill. •Sport ■ ENSKI BOLTINN KL 10.40 eigast Man U og Chelsea við og hægt er að sjá þennan leik í beinni, m.a á Sportkaffi, Þingholtsstræti 5. •Krár ■ CAFÉ ROMANCE Breski píanóleikarinn Simone Young hamrar á píanóiö af öllum lífs og sálar kröftum. ■ ÍSLENSKT Á GAUKNUM Sein, Suö og Sval- barði eru með athyglisverða tónleika fyrir sanna áhugamenn um islenska tónlistarsköp- un á Gauki á Stöng. •Kabarett ■ UMHVERFISDAGUR Á AKUREYRI i dag er dag- ur umhverftsvina á Akureyrl og þar veröur margt i boöi í tilefni dagsins. Opiö veröur í Lystigarðinum og Gróörarstööinnni viö Aöalstræti og þar er hægt aö skoöa allar stæröir og gerðir af plöntum. Kl. 10 í Kjarnaskógi verð- ur kynnt trjáklipp- ing og grisjun og sýnd ræktun trjá- plantna. Allarupp lýsingar um líf- rænan úrgang veröur aö finna á Ráðhústorginu milli kl. 13 og 17. í Krónunni verður opið hús á 5. og 6. hæöinni milli kl. 13 ogl6 og þar gefst fólki kostur á aö fræöast um rannsóknir á náttúrunni. Hægt er aö ræöa viö Vtsindamenn og líta i smásjár. Kl. 20 byrjar svo ör- stutt kvöldganga meö leiösögn um neðsta hluta Glerárgils. Gangan byrjar á bílastæðinu við Glerár- skóla. Kl. 20 flytur Þröstur Eysteinsson, fagmála- stjóri Skógræktar rtkisins erindi með myndum sem heitir Skógrækt á íslandi i hnattrænu samhengl. Allir eru velkomnir á þessa dagskrá. ■ UMHVERF1SPAOUR7 FJARÐABYGGÐ kT 20-23 býður Náttúrustofa Austurlands fólki að koma og hlýða á fyrirlestra i nýjum húsakynnum í austurenda Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Þar mun m.a veröa fjallað um fuglalíf í Fjarðabyggð, ástand lands og forn- mlnjar. Nánari upplýsingar á www.sim- net.is/na. Dagurinn ! dag er jafnframt upphafs- dagur aöheilsudögum í Fjaröabyggð þar sem félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki standa fyr- ir dagskrá fram eftir vori. ■ UMHVERFISDAGUR í HAFNARFIRDI í Hafn arfiröi verður ýmislegt á döfinni í tilefni þess að dagurinn í dag er tileinkaður umhverfinu. M.a munu bæjarfulltrúar afneita einkabilum sinum, umhverflsnefnd Hafnarfjarðar veitir umhverfis- verðlaun og fjölmargir leikskólar standa týrir ruslatinslu, náttúruskoðun og bíllausum degi. ■ UMHVERFISDAGUR í HVERAGERÐI Kl. 13 verður fariö í gönguferð um Hverageröi. Byrjað verður á hverasvæðinu og lýkur ferðinni í Garð- yrkjuskólanum en þar verður fræösla um líf- ræna ræktun kl. 15. Þema ferðarinnar er aö benda á kosti þess að rækta lífrænt. Hvera- gerðisbær mun afhenda umhverfisverðlaun. ■ UMHVERFISDAGUR í REYKJAVÍK Viöur kenningfrjáisra félagasamtaka á sviði umhverf- ismála og náttúruverndar tii einstaklings fyrir einstakt framlag til náttúru- og umhverfismála verður afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16.30. Forsetl íslands afhend- ir viðurkenninguna. •Fundir ■ HVAÐ ER PÓSTMÓPERNISMI? Mattías Viðar Sæmundsson, bókmenntafræöingur og dósent við Háskóla islands, flytur erendið Alda- mótin og póstmódernisminn kl. 12.05 á há- degisfundi Sagnfræðingafélagsins í Reykjavík- urakademiunni í JL-húsinu, 4. hæö. Miðvikudagur 26704 : •Krár É CAFÉ ROMANCE Breski píanóleikarinn Simone Young hamrar á píanóið af öllum lifs og sálar kröftum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.