Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 43
I - I p 8 i | É •Kr ár ■ DISKÓTEKARAVEISLA Á HARD ROCK Hard Rock Café er opið eins og venjulega frá 11.30 til 23.30 þrátt fyrir Skírdaginn. Sítrónan verður á sínum stað en nú verður breytt orlítið útaf vananum og boðið uppá diskótekaraveislu í stað lifandi tónlistar. ■ LAND OG SYNIR ÓRAF- MAGNAÐIR Sportkaffi býð- ur upp á óraf- magnaða tón- leikar með Landi og Sonum og hefjast þeir kl 21 og standa tii 23.30.____________________________ ■ VARÐSKIPIÐ THOR Heiðursmenn og Kol- brún mæta á Varðskipið Thor sem liggur við Hafnarflarðarhöfn. Matur, vín og dans. ■ KAFFl REYKJAVÍK Kaffi Reykjavík opnaði með pomp og prakt um síðustu helgi. Staðurinn hefur heldur betur breytt um útlit og verið poppaður upp. Barinn hefur verið færður og komið er nýtt dansgólf. Niðrí kjallaranum er einnig búið að taka koníakstofuna giörsamlega í gegn. Sjón er sögu ríkari. Dj Reynir sér um tónlistina á dansgólfinu og spilar heitustu danstónlistina. •Djass ■ GRANPROKK Dixielandssveit Árna ísleifs- sonar veröur meö stórtónleika á Grandrokk og býöur sumariö velkomiö á ógleymanlegan hátt. •K1ass í k ■ FRÓNSK KÓRTÓNUST Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju flytja franska kórtónlist á tónleikum í Langholtskirkju á skír- dag klukkan 17. Einsöngvarar eru Bergþór Pálsson, Dóra Steinunn Ármannsdóttir, Guð- ríður Þóra Gisladóttir og Regína Unnur Ólafs- dóttir. Orgel: Claudio Rizzi - Harpa: Monika Abendroth. Stjórnandi: Jón Stefánsson ■ KAMMERKÓR SUÐURUNDS Kl. 16 flytur Kammerkór Suðurland Pergolesi og Bach í Skálholtskirkju. Á tónleikunum verða fluttir átta þættir úr Stabat Mater eftir G. B.Pergolesi (1710 -1736) og Kantatan .Gottes Zeit ist die allerbeste Zeit" (Actus tragicus) BWV 106 eftir J. S. Bach (1685 -1750). •Sveitin ■ BÍTLASÝNING Á AKUREYRI Bítlasýningin verður endurtekin á Oddvitanum Akureyri. Um er að ræða skemmtikvöld með Karlakór Akureyr- ar/Geysir, hljómsveitinni Bítlar+ og valinkunn- um einsöngvurum eins og Pálma Gunnars og Helenu Eyjóifsdóttur. Skemmtunin byrjar kl. 21. I KK OG MAGGI A ISAFIRPI Þeir tónlistarfé- | lagar KK og Magnús Eiríks- son verða með þrenna tónleika á Hótel isafirói um páskahelg- ina og veröa þeir fyrstu í dag kl. 20. ■ SKÍTAMÓRALL Á DÁTANUM Skrtamórall og útvarpsstöðin Mono 87,7 fara vítt og breitt um landið og spilað og sprellað fyrir landann. Á veg- um Mono eru stjórnendur morgunþáttarins sjö-tíu þeir Simmi og Jói, og ofurgoðið Gummi Gonzalez. Vitanlega staldra þeir við á Dátanum, Akureyri, til að æra óstöðuga og gleðja glaða. Dúndurgleði. ■ Á MÓTI SÓL I ÍSAFJARÐARSJALLA Hljóm sveitin Á móti sól lætur Ijós sitt skina í Sjalln- anum á Isafirði, algjðrlega „unplugged". ■ ÁTTAVILLT Á SIGLÓ Unglingar Siglufjarðar sameinast á unglingaballi með Áttavillt í Bíósalnum Siglufirði. @L e i k h ú s ■ DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT Þjóðleikhúsið frumsýnir Shakespeareleikritiö Draumur á Jóns- messunótt á stóra sviðinu og þess má geta að verkiö er frumsýnt á 50 ára afmælidegi leikhúss- ins. Annars fjallar verkið f stórum dráttum um elskendur sem flýja út í skóg á Jónsmessunótt og stunda galdra og töfra. Leikstjóri er Baltasar Kor- mákur og meðal fjölda leikenda eru Atli Rafn Sig- urðarson, Bergur Þór Ingólfsson, Brynhildur Guð- jónsdóttir, Bjöm Jörundur, Hilmir Snær og Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir. Því miður er uppselt en miöapantanir eru í sima 5511200. ■ STJÓRNUR Á MORGUNHIMNI Rússneska nútímaverkið Stjömur á Morgunhimni veröur sýnt klukkan 20 í Iðnó. Höfundur er Alexander Galin en hann hefur aldeilis hitt á þjóöarsálina því verk- iö rokgengur hérlendis. Meðal leikenda eru Sigrún Edda Björnsdóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Miðapantanir eru í sima 530 3030. ■ TOBACCO ROAD Leikfélag Akureyrar sýnir b 1 ó m í dag fagnar Þjóðleikhúsið 50 ára starfsafmæli sínu. Af því tilefni hefur blómaskreytinga- hópurinn Nanus, í samvinnu við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000, gert veggskúlptúr úr blómum og hengt utan á Þjóðleikhúsbygginguna. Listaverkinu er jafnframt ætlað að heiðra minningu Guðjóns Samúelssonar sem var arkitekt hússins. Þjóðleikhúsið blómum skreytt Hér er Nanus-hópurinn búinn að flétta saman greinarnar sem mynda grindina sem verður skreytt með páskaliljum. Faglært blómaskreytingafólk er þjóðflokkur sem maður hittir ekki á hverjum degi. Það er hins vegar hægt við Þjóðleikhúsið í dag þar sem blómaskreytingahóp- urinn Nanus fagnar veggskúlptúr sínum, Vorinu. Samstilltur hópur í Nanus-hópnum er blóma- skreytingafólk brautskráö frá blómaskreytingabraut Garðyrkju- skóla ríkisins i Hveragerði vorið 1998 og einn kennari þess. Hópur- inn hefur staðið að nokkrum viðamiklum blómaskreytingar- verkefnum, bæði á námstímanum og eftir að námi lauk. Nanus-hóp- inn skipa Boga Kristín Thorlaci- us, Björg Sigtryggsdóttir, Bríet Einarsdóttir, Christine Gísladótt- ir, Hrönn Óskarsdóttir, Jón Þröst- ur Ólafsson, Uffe Balslev og Val- gerður Jóndís Guðjónsdóttir. „Þetta er mjög samstilltur hóp- ur og samstarfið hefur gengið frá- bærlega,“ segir Hrönn Óskars- dóttir. „Á sínum tíma bauðst okkur að fara til Svíþjóðar í hálfsmánaðar námsferð. Þar sem það var kær- komið tækifæri söfnuðum við pen- ingum fyrir ferðina með því að skreyta veislusali fyrir fyrirtæki og fengum þannig góða æfingu. Þegar til Svíþjóðar var komið feng- um við m.a. að skreyta veislusali í Grand Hótel í Lundi.“ Hugmyndir sem þá vöknuðu hjá hópnum um blómaskreytingar utan á fallegri og virðulegri bygg- ingu hafa nú verið fluttar heim. Tveggja ára fæðing Veggskúlptúrinn á Þjóðleik- húsinu nefnist Vorið og er unn- inn í samsíða stíl þar sem reynt er að láta „geometrisk" form njóta sin. Hann samanstendur af ca 15 metra löngum og 1,5 metra þreiðum skreytingum, sinni hvorum megin við aðalinngang- inn, og einnig á veggjum fyrir ofan svalir framhliðarinnar. Veggskúlptúrinn er gerður úr greinum sem eru bundnar sam- an i grind og páskaliljulaukum sem grindin er skreytt með. Á svalahandrið koma einnig skreytingar með laukum. Við inngang eru ker með kúluform- um mynduðum úr greinum sem blómstrandi vorlaukar brjótast fram á milli. „Við vinnum alfarið með efni sem er ræktað hér á landi,“ seg- ir Hrönn, „annars vegar fjöl- hreyttum greinum í ýmsum lit- um, mörgum komnum í vorbún- ing með fallegu brumi, og hins vegar páskaliljum, stórum Narcissus og smágerðu afbrigði sem er kallað Téte A Téte. Okk- ur fannst tilvalið að hafa verkið vorlegt og ef veðrið helst gott áfram fær það vonandi að njóta sín sem lengst." Verkið er búið að vera i bígerð frá því að hópurinn útskrifaðist úr Garðyrkjuskólanum fyrir tveimur árum. „Við lögðum þessa hugmynd inn hjá Reykjavíkurborg sumar- ið ‘98 þegar hún auglýsti eftir verkefnum fyrir Menningarborg- ina. Þá vorum við mjög stór- huga, nýútskrifuð úr skólanum. Þetta gekk eftir og við völdum Þjóðleikhúsið af því að þetta er mjög fallegt hús með skemmti- legum arkitektúr, í hjarta mið- borgarinnar," segir Hrönn og heldur áfram að vinna í Vorinu. leikritiö Tobacco Road eftir Erskine Caldwell klukkan 20. Þetta er sígildur gamanleikur um allt sem manninum er kært og frábær saga með einstaklega skrautlegum og skemmtileg- um persónum. Það er kreppa í Suöurrikjum Bandarikjanna og bændur flosna upp. Jeeter Lester á erfitt með að sjá fyrir fjölskyldu sinni - engin uppskera og engir peningar. Leikstjóri er Viðar Eggertsson en meðal leikenda eru Þrá- inn Karlsson, Hanna Maria Karlsdóttir, Árni Tryggvason, Sunna Borg og Agnar Jón Egils- son. Miðapantanir eru í síma 462 1400. ■ ÍSLANDSKLUKKAN íslandsklukkan eftir Halldór Laxness gerir það gott í Borgarfiröinum og áhorfendafjöldinn nálgast óðum töluna 800. Sýningin hefst klukkan 21 í félagsheimilinu Brautarholti, Lundarreykjadal. •Kabarett ■ AFMÆLISVEISLA í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Sem kunnugt er hefur allt þetta leikár í Þjóðleikhúsinu veriö helgað hálfrar aldar afmæli þess og svo mun verða áfram allt til loka þessa árs. En nú er hinn eiginlegi afmælisdagur runninn upp, 20. apríl 2000. Þá eru nákvæmlega 50 ár liöin frá því að Þjóðleikhúsið var opnað við hátíðlega athöfn með fyrstu sýningu af þremur hátíðarsýningum, Nýársnóttinni eftir Indriða Einarsson. Hinar sýn- ingarnar tvær voru íslandsklukkan eftir Halldór Laxness og Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjóns- son. I tilefni þessara merku tímamót verður vegleg hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu á Stóra sviðinu klukkan 16 á sumardaginn fyrsta sem er á skír- dag. Rutt verða ávörp og afmæliskveðjur og fjöl- breytileg skemmtidagskrá. Þessi hátíðarstund er fýrst og fremst ætluð fýrir starfsfðlk Þjóðleikhúss- ins í gegnum tíðina og ýmsa þá sem tengjast starfsemi þess á einhvern hátt. Þegar er húsfyllir á afmælishátíðina, sem lýkur með léttum veiting- um á Kristalssal. ■ LADDI 2000 LADDI 2000 er samantekt á persónum sem Laddi hefur skapað í gegnum tíðina og er sett upp í skemmtilegt kabarett- form með hjálparkokkunum Halla bróður og Steini Ármanni. Einnig spilar fimm manna hljómsveit Laddalög undir styrkri stjórn Hjartar Howser. Sýningin Laddi 2000 er í Bíóborginnl og miðapantanir eru í síma 551-1384. ¥ GARÐYRKJUSKÓUNN OPNAR DYRNAR Það verður opið hús í Garðyrkjuskóla ríkissins. Hveragerði i dag. Starfsemi skólans verður kynnst f \ fyrir gestum og gang- í \ I andi og þeim boöið aö x. / Y j heimsækja hitabeltis / Á ) v/ gróðurhús(bananahús- N—) ið)sem og pöttaplöntu-1 ) )—' húsið og uppeldishúsið. í gróðurskála eru fjölskrúöugar plöntur sem eru farnar að blómstra. Bangsím- on og félagar úr Leikfélagi Hverageröis heim- sækja skólann milli kl. 13.30 og 15 og spjalla viö yngri gestu sem fá auk þess gefins is. Einnig verður hægt að kaupa kaffi og meðlæti á vægu verði. •Opnanir ■ ÞJÓÐMENNINGARHÚSH) OPNAÐ Nýtt Þjóð- menningarhús verður opnað við Hverfisgötu. Allt árið munu lengri og skemmri sýningar prýöa veggi hússins en einnig er þar funda- og fyrir- lestraaðstaða auk veitingastofu. Landsbóka- og Þjóðskjalasafnið var áður til húsa þarna. I tilefni af opnuninni veröur sýningin Landafundir og ragnarök opnuð. ■ BARNALIST 6-11 ára börn opna myndlistarsýn- ingu i safnaðarheimiiinu Borgum Kópavogi kl.12. Á sýningunni er að finna verk sem hafa trúarlega skírskotun. Sýningin stendur til 30. apríl. ■ KAFFIHÚSH) VH) ÁRBAKKANN Myndlistarkon- an Sigurrós Stefánsdóttir opnar myndlistarsýn- ingu í kafflhúsinu Viö árbakkann á Blöndósi kl. 14. Yfirskrift sýningarinnar er Húnavökustemming Sigurrósar. Þetta er 10 einkasýning Sigurrósar og eru verkin unnin í olíu á striga og blönduð tækni. ■ USTASAFN AKUREYRAR Listasafnið á Ak- ureyrl opnar sýninguna „Sjónauki II, Bamæska í íslenskri myndlist" klukkan 14. Sýningin verður opin alla páskana um eftirmiðdagsleytið og stund- um fram á kvöld. Hlutverk Sjónaukanna er að Ijá gestarýnum tækifæri til að koma á framfæri sjón- armiðum sínum með því að velja myndir á sýningu og fjalla um þær á fræðilegan hátt. Að þessu sinni tóku þrir starfsmenn kennaradeildar Háskðlans á Akureyri, Chia-jung Tsai listfræðingur, Guðmundur Heiðar Frimannsson heimspekingur og Kristján Kristjánsson prófessor í heimspeki, aö sér aö kanna hvort sömu tilhneiginga gætti við lýsingar á börnum í íslenskri myndlist og alþjóðlegri. Niður- staða þeirra er að svo sé. í Vestursal Listasafns- ins getur að líta afrakstur af listrænni vinnu barna sem lýstu sjálfum sér í starfi og leik. Þessi sýning „Bamið: Ég“ skapar fróðlegt mótvægi við Sjón- auka II, um barnaesku í íslenskri myndlist. Auk barnanna eiga 30 listamenn verk á sýningunni en þeir eru: Alfreð Flóki, Anna Líndal, Ásgrimur Jónsson, Ásmundur Sveinsson, Barbara Árnason, Birgir Snæbjörn Birgisson, Bragi Ásgeirsson, Erró, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hörður Ágústs- son, Jón Stefánsson, Jóhann Briem, Jóhann L. Torfason, Jóhannes S. Kjarval, Jónína Lára Ein- arsdóttir, Kristján H. Magnússon, Magdalena Margrét, Muggur, Nína Tryggvadóttir og Þórarinn B. Þorláksson. Sýningin stendur til sjóunda maí. •Fundir ■ ÁRSTÍÐIRNAR í NÁTTÚRU ÍSLANDS Magn- ús Einarsson veröur með litskyggnusýningu í Norræna húsinu kl. 14.30, Sýndar eru 420 lit- skyggnur af náttúru Islands með fjórum slide- sýningarvélum. Sýningin stendur í 53 mínótur og kostar 1000 krðnur inn. ■ FIMMAURASTIKK OG FALUN SPYTA Kl.16 mun Pétur Pétursson þulur rifja upp bernsku- og æskuminningar sínar á gaman- saman hátt frá 3. og 4. áratug 20. aldar á sýningu Borgar- skjalasafns Reykjavíkur „Mundu mig ég man þig" á 6. hæð Grófarhússins, Tryggva- götu 15. Pétur mun m.a lýsa leikjum barna, segja frá leikfélögum og skólafélög- um og eftirminnilegu fólki þess tíma. Sýningin er opin I dag frá 13-18 og er abgangur ókeypls bæði á sýninguna og erindi Péturs. •Sport ^ ■ EVRÓPUKEPPNIN Á SPORTKAFFl Seinni leikur Leeds og Galatasaray er sýndur á ísafold Sportkaffi. Nánari upplýsingar á staðnum. •Feröir ■ GÓNGUFERÐ Á BÚRFELL Útivist ætlar aö ganga á Búrfell í Grímsnesi og er brottför frá BSÍ kl.10.30. Búrfellið er tiltölulega auðvelt uppgöngu og það er mjög gott útsýnisfjali svo það er ekki eftir neinu aö biða. ■ GÓNGUTÚR UM GAMLA LEH) Ferðafélag Is- lands stendur fyrir göngutúr um Ámastíg sem er gömul leið úr innri Njarðvík. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ. Verð kr. 1400. Frítt fýrir börn í fylgd með ftill- orðnum. Upplýsingar í sima 5682533. ■ JEPPAFERÐ Jeppadeild Útivistar blæs til^ jeppaferðar noröur fyrir Hofsjökul dagana 20 24.apríl. Gist i skálum. ■ LANDMANNALAUGAR Ferðafélag íslands stendur fyrir páskaferð í Landmannalaugar. Far- ið er i dag og komiö aftur 22. april. Upplýsing- ar í síma 5682533. ■ SKfÐAÐ Á JÖKLUM Útivist býður ferðalag á Fimmvöröuhálsinn dagana 20. - 24. aþril. Skíöaferð á Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul.Gist i Rmmvöröuskála og Básum. t Mf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.