Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIDJUDAGUR 2. MAÍ 2000 DV Fréttir Kópavogsbúi játar að hafa gert afsteypur af verkum Guðmundar frá Miðdal: Falsaðar myndastyttur seldar í Kolaportinu - er ákærður fyrir fjársvik ásamt konu sem tók að sér að selja verkin Karlmaður í Kópavogi og kona úr Garðabæ hafa bæði verið ákærð fyrir íjársvik með því að hafa haft samráð um að hagnýta sér óljósar hugmyndir fólks um að það væri að kaupa leir- styttur eftir listamanninn Guðmund Einarsson frá Miðdal. Hér er ekki á ferðinni sakamál sem snýst beinlínis um umtalsverða fjármuni enda eru engar fjárhæðir nefndar í ákæru. Hins vegar telur Sýslumannsembætt- ið í Hafnarfirði að höfundarréttarbrot hafi m.a. verið framin með þvi aö af- steypur úr gifsi voru gerðar af tveim- ur leirverkum listamannsins og þær seldar kaupendum í Kolaportinu und- ir því yfirskini að um væri að ræða verk eftir Guðmund frá Miðdal. Maðurinn hefur viðurkennt athæfi sitt. Konan sem seldi verkin tvö í Kolaportinu neitar á hinn bóginn sök - að hafa blekkt fólk - enda segist hún ekki hafa vitað að verkin væru fölsuð. Upphaf málsins er að umræddur maður, sem er kunnáttumaður á sviði listaverka, gerði afsteypur af leirstytt- um að verkunum „Móðir hafsins" og „Vatnsberinn" eftir Guðmund frá Miðdal. Umrædd kona seldi síðan stytturnar í Kolaportinu. Aðra seldi hún konu þann 1. apríl á síðasta ári en hina, „Vatnsberann", seldi hún annarri konu rúmum tveimur vikum síðar. Kaupandinn að síðarnefndu stytt- unni varð mjög fLjótlega var við að hér var ekki um upprunalegt verk eft- ir Guðmund frá Miðdal að ræða enda var það úr gipsi máluðu með lakki. Viðkomandi aðilum var gert viðvart, fagmönnum á sviði listaverka en einnig fjölskyldu listamannsins. Mál- ið fór síðan í rannsókn hjá til lög- reglu. Við rannsókn var að vonum vit- að hver seldi verkin en þá kom einnig í ljós hver hafði gert afsteypumar. Maðurinn viðurkenndi sinn hlut en konan neitar að hún hafi verið að hag- nýta sér á ólögmætan hátt rangar og óljósar hugmyndir viðskiptavina sinna í Kolaportinu. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa greypt í eftirlikingamar einkennisstafinn „GE“ sem Guð- mundur frá Miðdal notaði við merk- ingar verka sinna. Þannig er mannin- um gefið að sök að hafa blekkt aðra í viðskiptum. -Ótt DV-MYND S Viöbúnaöur björgunarmanna Björgunarsveitir, kafarar Slökkviliös Reykjavíkur og þyrlusveit Landhelgisgæsl- unnar voru kallaöar aö Kieifarvatni um hádegisbil á sunnudag. Eftir nokkurra stunda leit fannst maöurinn sem leitað var aö; hann var þá látinn. Kleifarvatn: Maður drukknaði við köfun Banaslys varð í Kleifarvatni skömmu eftir hádegi á sunnudag þegar tæplega fertugur Suður- nesjamaður lést við köfun í vatn- inu. Maðurinn hafði verið við köf- unaræflngar ásamt félaga sínum en þeir urðu viðskila. Félagi mannsins kallaði eftir hjálp og voru kafarar frá Slökkviliði Reykjavíkur, auk björgunarsveit- armanna og þyrlusveitar Land- helgisgæslunnar, kallaðir á vett- vang. Um þrjúleytið fannst maður- inn á nokkru dýpi um 40 metra frá landi og var þá látinn. Maðurinn sem lést hét Baldur Baldursson, til heimilis að Klapp- arstíg 10 í Njarðvík. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unga dóttur. -aþ Nauðgunardeilan á Húsavík: Hlýtur að fara að linna - segir Kristján Ásgeirsson bæjarfulltrúi „Ég hef ekki nokkra trú á því að við fórum að hafa nein afskipti af þessu máli. Ég get ekki séð að þaö sé hægt að segja meira en búið er að segja,“ segir Kristján Ás- geirsson, bæjarfull- trúi á Húsavík, um hugsanlegt innlegg bæjarstjórnar Húsa- víkur til að setja niður deiluna vegna umtalaðs nauðgunarmáls sem skipt hefur hluta bæjarbúa í tvær andstæðar fylkingar. Upphaf málsins var það að 113 Húsvíkingar undirrituðu stuðningsyfirlýsingu við ungan mann sem dæmdur hafði verið i undirrétti fyrir nauðgun. Stuðningsyfírlýsingin var auglýst í bæjarblaðinu á Húsavík. Hæstirétt- ur staðfesti dóm undirréttar í vetur en hækkaöi bætur til hennar. i síð- ustu viku birtu síðan foreldrar stúlkunnar sem nauðgað var harð- orða yflrlýsingu þar sem því var lýst að dóttir þeirra hefði flúið bæ- inn vegna þessa máls. „Þessu hlýtur bara að fara að linna. Manni finnst ákaflega leitt að þetta skuli hafa farið þessa leið. Málið lá ljóst fyrir og búið að dæma. Að mínu mati er þetta eiginlega verst fyrir þá sem urðu fyrir því að þetta gerðist. Þar á ég við þessi ung- menni tvö,“ segir Kristján. -GAR , Krístján Ásgeirsson: „ Verst fyrir ungmennin. “ Vedriiö íi HíröHdl Bjart veöur fyrir noröan og austan Gert er ráð fýrir suðvestlægri átt og björtu veðri norðan og austan til en vaxandi suöaustanátt með rigningu suövestan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 12 stig, mildast austanlands. Soliargamg'iiiit ®g sjjávaitföil REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 20.26 20.14 Sólarupprás á morgun 06.34 06.16 Siðdegisflóö 18.02 22.35 Árdeglsflóö á morgun 06.16 10.49 Skýringar á veðurtáknum ) *~-.ViNDATT ^-0°*—HITI -10“ ^VINDSTYRKUR Nfrost í metrum á sckúndu KUb í HEIÐSKÍRT IÉTTSKÝJAO HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ :Ö ALSKÝJAÐ *a» RIGNING SKÚRIR w SLYDDA w SNJÓKOMA W ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR ir SKAF- RENNINGUR ÞOKA Fær.'öi Allir helstu þjóövegir færir í dag eru allir helstu þjóðvegir landsins færir. Vegna aurbleytu hafa þó verið öxulþungatakmarkanir víðast á Vestfjöröum, Noröurlandi eystra og Austfjörðum. Sama er aö segja um Meöallandsveg og á Mosfellsheiöi. (XlGREIÐFÆRT hbÞUNGFÆRT nKÁLT ÓFÆRT insssiinininsEai Rigning eöa skúrir Á morgun er gert ráð fýrir suðvestanátt, 10 til 15 m/s. Sunnan- og vestanlands veröa skúrir eða rigning en skýjað meö köflum á Norðausturlandi og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 7 til 18 stig. Vindur: J yV lo-is -tfy Vindur: J { 13-18 W W Hiti 4°til 12° Hiti 6°til 14° Á fimmtudag er gert ráö Á föstudag veröur fyrir suövestan- og suövestlæg átt ríkjandi. vestanátt. Skúrir veröa Vætusamt veröur um vestan til og viö landiö sunnan- og noröurströndina. vestanvert. Hlýjast Léttskýjaö fyrlr austan. noröaustan tll. LaHgafi'dla'^w Vindun 13-18 ■ / i mja) Hiti 6°tii 14° Á laugardag er gert ráö fyrlr áframhaldandi suóvestlægrl átt. Vætusamt veröur á Suöur- og Vesturlandl. Líf og flör Tívolíiö enn og aftur á leiö til landsins. Sumarið nálgast: Tívolí á leiðinni Árlegt sumartívolí Jörundar Guð- mundssonar, rakara og skemmti- krafts, verður sett upp á Akureyri 17. júní næstkomandi. Þaðan fer það til til Hafnarfjaröar og Keflavíkur en verður síðan sett niður í allri sinni dýrð og endurbættri útgáfu á hafnar- bakkanum í Reykjavík 8. júlí þar sem það verður fram til 7. ágúst. „Við ákváðum að byrja á Akureyri í ár og færa okkur síðan suður. Þama verða ný tæki sem aldrei fyrr hafa sést hér á landi,“ sagði Jörundur Guð- mundsson í gær þar sem hann var staddur í London í samningaviðræð- um við þarlenda tívolímenn. -EIR Eskifjörður: Hrafnkell fékk gullmerki DV, ESKIFIRÐI Fyrsti mai var hald- inn hátfðlegur að vanda á Eskifírði. Kl. 15 hófst hátíðardag- skrá í félagsheimilinu Valhöll. Sigurður Freysson, formaður Verkamannafélagsins Hrafnkell A. Árvakurs, setti sam- Jónsson komuna og stjórnaði Heiðraöur til enda af röggsemi. maL Hann hélt jafnframt hátlðarræðu dagsins. 15 manna Kirkjukór Eskifjarðar- kirkju söng nokkur fjörug lög við und- irleik Daníels Arason organista. Þá sungu og spiluðu 3 ungir og efnilegir eskfirskir tónlistarmenn hressileg lög og slagara. Sigurður Freysson formaður heiðr- aði Hrafnkel A. Jónsson, fyrrverandi formann Árvakurs, með gullmerki fé- lagsins. Hrafnkell var sem kunnugt er kröftugur formaður um árabil en gegnir nú starfi skjalavarðar Minja- safns Austurlands á Egilsstöðum. Um 90 manns, að börnum meðtöld- um, sóttu samkomuna og þáðu kaffi- veitingar í boði Verkamannafélagsins en hótelhaldarahjónin, Arnfinnur Bragason og Anna Sigurbjörg Sævars- dóttir, önnuðust uppvartingamar af miklum rausnarskap. -Regína Veðrið kl„ 12 í: gær,' -'i AKUREYRI léttskýjaö 12 BERGSTAÐIR skýjaö 10 BOLUNGARVÍK skýjaö 8 EGILSSTAÐIR 8 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 8 KEFLAVÍK úrkoma 8 RAUFARHÖFN skýjaö 8 REYKJAVÍK skúrir 8 STÓRHÖFÐI úrkoma í grennd 7 BERGEN léttskýjað 18 HELSINKI skýjaö 10 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 20 OSLÓ úrkoma 21 STOKKHÓLMUR 15 ÞÓRSHÖFN skýjaö 9 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 20 ALGARVE skýjaö 15 AMSTERDAM þokumóöa 13 BARCELONA skýjaö 19 BERLÍN léttskýjaö 27 CHICAGO léttskýjaö 7 DUBLIN léttskýjaö 14 HALIFAX rigning 5 FRANKFURT mistur 17 HAMBORG þokumóöa 15 JAN MAYEN þoka 0 LONDON skýjað 14 LÚXEMBORG skýjaö 16 MALLORCA skýjaö 23 MONTREAL léttskýjaö 6 NARSSARSSUAQ snjókoma 2 NEWYORK skýjaö 13 ORLANDO þokumóða 17 PARÍS léttskýjaö 19 VÍN hálfskýjaö 18 WASHINGTON léttskýjaö 23 WINNIPEG skýjaö 11 MaZBCTESSEgB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.