Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 1 Neytendur_________________________________________________________________________________X>V Verðkönnun DV á rjómaís: Nærri tvöfaldur verðmunur - á barnaís. Talsverður verðmunur er einnig á fullorðinsís Ódýrasti bamaisinn fæst hjá Olís á Selfossi en ódýrasti fulloröinsís- inn fæst í Söluturninum á Eiðis- torgi. Dýrasti barnaísinn í úrtaki DV fæst hjá Skalla í Hafnarfirði en dýrasti fullorðinsísinn fæst í ísbúð- inni í Kringlunni. Þetta eru helstu niðurstöður könnunar sem DV gerði á verði rjómaiss úr vél í nokkrum söluturnum og ísbúðum á landinu. Fimmtán sölustaðir 1 könnuninni lentu fimmtán sölu- staðir rjómaíss. Þeir eru: ísbúðin Laugalæk, Reykjavík, Söluturninn Eiðistorgi, Seltjamarnesi, Sölutum- inn Hringbraut, Hafnarfirði, Borg- arsalan Ráðhústorgi, Akureyri, Olis, Arnbergi, Selfossi, Toppís, Rangárseli, Reykjavík, Ábær, Sauð- árkróki, ísbúðin Dairy Queen, Hjarðarhaga, Reykjavík, Svarti svanurinn, Laugavegi, Reykjavík, Söluskáli Gunnars, Ólafsfirði, Olis, Neskaupstað, ísbúðin, Kringlunni, ísbúð Vesturbæjar, Skalli, Reykja- víkurvegi, Hafnarfirði, og ísbúðin Álfheimum, Reykjavík. Ódýrasti barnaísinn á Selfossi Spurt var um fjórar tegundir af ís úr vél. Þetta voru barnaís og full- orðinsís, meö og án dýfu. Ódýrasti bamaísinn í úrtakinu án dýfu fékkst hjá Olís á Selfossi en þar kostar hann 70 kr. Hjá Toppís og Sölutuminum Eiðistorgi kostaði hann 75 kr. en hjá Borgarsölunni kostaði hann 80 kr. Barnaísinn fæst á 85 kr. í ísbúðinni Álfheimum en hjá Olís í Neskaupstað og í Svarta svaninum kostar hann 90 kr. án dýfu. Þrír sölustaðir bjóða ísinn á 100 kr. Þetta eru tsbúðin Laugalæk, Söluturninn Hringbraut og ísbúð vesturbæjar. Hjá Dairy Queen kost- ar bamaísinn 110 kr. í Ábæ og Sölu- skála Gunnars kostar barnaísinn 120 kr. Næstdýrastur er ísinn í ts- búðinni í Kringlunni, 130 kr., en dýrastur er hann hjá Skalla, 135 kr. Verðmunurinn er mikill, eða tæp 93%. Barnaís dýrastur í Skalla Lægsta verð á barnais með dýfu var á tveimur stöðum í úrtakinu. Þeir voru Olís á Selfossi og Sölu- tuminn Eiðistorgi, þar sem hann kostar 90 kr. Næstódýrastur er ís- inn hjá Toppís, eða 95 kr. Þrjár verslanir bjóða bamaís með dýfu á 100 kr. Þetta em Svarti svanurinn, Borgarsalan og ísbúðin Álfheimum. Hjá Sölutuminum við Hringbraut, ísbúðinni Laugalæk, Olís Neskaup- stað og ísbúð Vesturbæjar kostar bamaís með dýfu 120 kr. Söluskáli Gunnars býður barnaís með dýfu á 125 kr. og Dairy Queen selur hann á 130 kr. Tvær búðir bjóða næsthæsta verðiö á bamaís með dýfu. Þær eru ísbúðin í Kringlunni og Ábær. Hæsta verðið er hins vegar hjá Skalla, eða 155 kr. Ódýrastur á Eiðistorgi Ódýrasti fullorðinsísinn fæst í Sölutuminum Eiðistorgi. Þar kostar hann 115 kr. Næstódýrastur er hann í Svarta svaninum og Toppís, eða 120 kr. Tvær verslanir selja fullorð- insís á 130 kr. Þetta eru ísbúðin Álf- heimum og Olís, Selfossi. ísbúð Vesturbæjar býður fullorðinsís á 135 kr. en í Söluturninum Hring- braut kostar hann 140 kr. í Isbúð- inni Laugalæk og Söluskála Gunn- ars kostar fullorðinsísinn 150 kr. Hjá Skalla kostar fulloröinsísinn 165 kr. Fjórir sölustaðir bjóða næst- hæsta verðið á fullorðinsís í könn- uninni, eða 170 kr. Þetta eru Olís, Neskaupstað, Dairy Queen, Ábær og Borgarsalan. Hæst er verðið þó hjá ísbúðinni Kringlunni, 190 kr. Mun- urinn á hæsta og lægsta verði er rúm 65%. 65% verðmunur Fullorðinsís með dýfu var ódýrastur í Svarta svaninum, þar sem hann kostar 130 kr. Næstó- dýrastur er hann í Söluturninum Eiðistorgi, á 135 kr. Hjá Toppís kost- ar hann 140 kr. en þrír sölustaðir bjóða fullorðinsís með dýfu á 150 kr. Þetta eru ísbúðin Alfheimum, ísbúð Vesturbæjar og Olís Selfossi. Sölu- turninn Hringbraut selur ísinn á 160 kr. en Söluskáli Gunnars býður hann á 170 kr. ísbúðin Laugalæk selur fullorðinsís með dýfu á 175 kr. en Dairy Queen og Skalli selja hann á 195 kr. ísinn kostar 200 kr. á þrem- ur stöðum. Þeir eru Ábær, Borgar- salan og Olís, Neskaupstað. Er það jafnframt næsthæsta verðið í könn- uninni. Dýrastur er fullorðinsís með dýfu í ísbúðinni í Kringlunni, á 215 kr. Verðmunurinn er svipaður og á verði fullorðinsíss án dýfu, eða um 65%. Þrjár stærðir Þessi könnun gefur vísbendingu um hvar er ódýrast að kaupa ís. Þó ber að slá varnagla við henni. í fyrsta lagi er ekki tekið tillit til þess hve mikið er veitt af ís í hvorum flokki um sig eða þjónustunni á staðnum. í öðru lagi bjóða fimm sölustaðir þrjár stærðir af ís og er þá einni tegund sleppt i samanburði á meðfylgjandi grafi. í ísbúðinni Álfheimum kostar risaís 200 kr. en 230 með dýfu. Smá- barnaís kostar 75 kr. í Söluskála Gunnars og 85 kr. með dýfu. 1 Sölu- turninum Eiðistorgi er millistærð á 95 kr. en 115 með dýfu. Millistærðin í Sölutuminum Hringbraut kostar 120 kr. og 140 kr. með dýfu. Loks er millistærðin í ísbúðinni Laugalæk á 125 kr. en með dýfu kostar hún 145 kr. Meginniðurstaðan er þó sú að verð á rjómaís er mjög misjafnt og getur borgað sig að hafa augun opin fyrir því. -HG ■ Samkeppni um Slysavarnafélagið Landsbjörg leitar eftir nafni á samtökin en við samruna Slysavarnafélags Islands og Landsbjargar á síðasta < samtökunum til bráðabirgða gefið nafnið Slysavarnafélagið Landsbjörg, landssamband björgunarsveita. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að efna til samkeppni og leita til islensku þjóðarinnar um nafn á samtökin. Keppnisreglur. ■ Öllum er heimil þátttaka. ■ Senda má eins margar tillögur og menn óska en merkja þarf tillögunar með nafni og simanúmeri. ■ Tillögur má einnig senda með tölvupósti á netfangið nafn@landsbjorg. is. ■ Skilafrestur tillagna er 10. maí næstkomandi. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir besta nafnið. Berist fleiri en ein tillaga að því nafni verður einn vinningshafi dregiq út en aðrir fá sérstaka viðurkenningu. Frekari upplýsingar um samkeppnina má finna á heimasíðu samtakanna www. landsbjorg.is Eftir sameininguna nýtist betur víbtæk þekking og reynsla vib björgunarstörf í harbbýlu landi, þar sem veöur geta verib válynd og náttúruhamfarir vofa yfir. Markmib samtakanna er fækkun slysa og björgun mannslífa og ab því vinnur harbsnúib lib sjálfbobaliba um allt land - í þágu þjóbarinnar. Rýmingarsala Herbalife Dermajetics-colour. 40-60% afsláttur. Intro ehf. Pöntunarsími 881 7719. r r ■ - 1 i- í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.