Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 8
8 Til væntanlegra frambjóðenda í forsetakosningum 24. júní 2000 Yfirkjörstjóm Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 16. maí 2000, kl. 16.00, til að gefa vottorð um meðmælendur forsetaframboða skv. 4. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör til forseta islands. Þess er óskað að frambjóðendur, ef unnt er, skili meðmælendalistum með nöfnum meðmælenda úr Reykjavík til trúnaðarmanns yfirkjörstjómar, Gunnars Eydal, Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjamargötu 11, Reykjavík, föstudaginn 12. maí, svo unnt sé að undirbúa vottorðsgjöf yfirkjörstjómar.Reykjavík 2. maí 2000 f.h. yfirkjörstjómar í Reykjavík Jón Steinar Gunnlaugsson fAuglýsing eftir styrkumsóknum Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavík-Tórshavn auglýsir eftir styrkumsóknum. Reykjavíkurborg gerðist aðili að sjóði þessum á síðasta ári og nú er í fyrsta sinn auglýst eftir styrkumsóknum hér á landi. Sjóðurinn hefur að markmiði að efla skilning og samstarf milli þessara borga, íbúa þeirra, samtaka og stjórnmálamanna. Sjóðurinn veitir fjárstyrki til verkefna sem þjóna þessum markmiðum. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til verkefna sem tengjast samskiptum milli bæjanna og efla tengsl þeirra með einhveijum hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta. í umsókn skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega, fyrirkomulagi þeirra, tímasetningu og kostnaði. Skriflegri umsókn skaf beint til: Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Tórshavn b.t. Jón Bjömsson Ráðhúsi Reykjavíkur 101 Reykjavík ísland Aðeins umsóknir sem hafa borist fyrir dagslok 26. maí nk. koma til afgreiðslu. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða. Æskilegt, en ekki nauðsynlegt, er að umsókn fylgi þýðing á dönsku eða ensku. Upplýsingar veitir Jón Bjömsson, Ráðhúsi Reykjavíkur, s. (354) 563 2000. Stjórn sjóðsins mun afgreiða umsóknir á fundi sínum í Reykjavík í júní nk. Reykjavík, 26. apríl 2000 Borgarstjórinn í Reykjavík ..það sem fagmaðurinn notar! j úrval af múrfestingum Verkfræ&ingar, tæknifræ&ingar, hönnuðir! ..þi& getiS sótt hönnunarforrit _ _.......___ fyrir múrfestingar á heimasi&u 'gjSgT:- okkar sem er www.isol.is " Ármútt 17, lOB Reyhjavih síml: 533 1333 fax, 55B 0393 322 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 DV Viðskipti DV-MYND DANÍEL ÓLAFSSON Hugumstórir Borgfirðingar Stefán Kalmansson, bæjarstjóri í Borgarbyggö, kynnir umhverfisstefnuna sem ber vott um mikla framsýni í umhverfismálum. Borgarbyggð í fararbroddi í umhverfismati með framtíðarsýn: Fjölskylduvænt og eftirsótt bæjarfélag Umsjón: Viðskiptabla&ið DV. BORGARBYGGD: Dagur umhverfisins var haldinn um allt land á þriðjudag. Þetta mun vera í annað sinn sem sér- stakur dagur er tileinkaður um- hverfismálum samkvæmt ákvörð- un ríkisstjórnarinnar. Borgar- byggð hefur unnið að gerð um- hverfisstefnu sem var kynnt á Degi umhverfisins. Auk þess voru af þessu tilefni kynnt nokkur umhverfistengd verkefni í íþróttahúsinu í Borgar- nesi þar sem teikningar, kort og ýmsar upplýsingar verða til sýnis næstu daga. í umhverfisstefnu Borgarbyggðar er tekið fram að Borgarbyggð verði í fararbroddi meðal íslenskra sveitarfélaga í umhverfismati og verður fylgt í hvívetna ákvæðum laga og reglu- gerða um þennan málaflokk. Sjálf- bær þróun verður höfð að leiðar- ljósi við ákvarðanatöku. Með því verði sveitarfélagið eftirsótt til bú- setu sem fjölskylduvænt svæði með heilnæmt og aðlaðandi um- hverfi. Sveitarfélagið og stofnanir þess munu af fremsta megni leitast við að nota endumýttar auðlindir í starfsemi sinni. Þá er lögð áhersla á verndun lífríkisins og varðveislu líffræðilegrar íjölbreytni. Sérstök áhersla verður lögð á að jarðgera lífrænan úrgang sem fellur til í sveitarfélaginu, Kappkostað verð- ur að tryggja íbúum umhverfi til búsetu og útivistar þar sem loft- mengun og hávaðamengun er í lágmarki, gætt verði þess að ljós- mengun utan svæðis verði í lág- marki. Þá verður komið á innra eftirliti með vatnsveitu sveitaifé- lagsins og vatnsverndarsvæði skil- greind og varin. Á næstunni munu ibúar Borgarbyggðar fá nýjar plastsorptunnur sem leysa munu af plastpokana og ný gámastöð verður tekin í notkun í sumar. -DVÓ Skútuklöpp ehf.: Saltfiskur er sérgreinin DV, FASKRÚÐSFIRÐI: Skútuklöpp ehf., nýtt fiskvinnslu- fyrirtæki, tók til starfa nýlega á Fá- skrúðsfirði. Þar verður flakaður og saltaður fiskur, auk þess sem fyrir- tækið mun reka aðgerðarþjónustu. Skútuklöpp ehf. er í 230 fermetra ný- endurbyggðu húsnæði en þar var áöur rekin skipasmíðastöð. Eigendur eru Páll Óskarsson vinnuvélastjóri, Grétar Amþórsson verkstjóri, Guðni Ársælsson og Lukka ehf., útgerðarfyr- irtæki á Stöðvarfirði. Starfsmenn verða 3-5 í fyrstu en verður fjölgað þegar fyrirtækinu vex fiskur um hrygg. -ÆK DV-MYND ÆGIR KRISTINS5UN Mjór er mikils vísir Á myndinni eru þeir Páll Óskarsson, Grétar Arnþórsson og Guöni Ársælsson, eigendur fiskvinnslufyrirtækisins. Fyrirtækiö veitir strax nokkra atvinnu og ætlunin er aö auka viö enda er mjór oft mikils vísir. Vilja fá Íslandsbanka-FBA í Hólminn: Bjóða lóð á besta stað í bænum dvTstykkishólmi: A síðasta fundi bæjarstjórnar Stykkishólms lögðu þeir Aðal- steinn Þorsteinsson, Davíð Sveinsson og Erling Garðar Jón- asson fram tillögu um að bjóða ís- landsbanka-FBA lóð á góðum stað í bænum undir starfsemi sina í Stykkishólmi. I bréfi til Íslandsbanka-FBA er bent á að vestra sé rúm fyrh slíkt fyrirtæki, góðar samgöngur séu til allra átta og bærinn reyndar í landfræðilegri miðju hins vænt- anlega norðvestur-kjördæmis. Á Snæfellsnesi sé rekin öflug at- vinnustarfsemi og sóknarfæri séu á ýmsum sviðum, ekki síst með tilkomu jarðhita sem menn hafa nú uppgötvað sem heilsulind. Bent er á öflug ferðaþjónustufyr- irtæki, auk þess sem áform séu uppi um stóra sumarhúsabyggð í landi bæjarins. Enn hafa engin svör borist frá Íslandsbanka-FBA samkvæmt heimildum DV. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.