Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 12
12 BIFREIÐASTILUNGAR Utlönd ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 DV ifipmiNiAfl Á K LÆ Ð I SÍMI555 3986/897 6666 HJALLAHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI OPIÐ MÁNUDAGA - FIMMTUDAGA13 -18 FÖSTUDAGA13 -16 í gerð einangrunarglers fyrir íslenskar aðstæður. Glerborgargler er framleitt undir gæðaeftirliti Rannsóknastofriunar bygging;iriðnaðarins. Dalshrauni 5 220 Hafnaríirði Súni 565 0000 Dalbrekku 22, slml 544 5770. ^ar bústaðae/g^ Brunastigar, fyrir lífið, kr. 4.8Ó0 Gas-viðvörunartæki, kr. 5.800 Innbrotsfælitæki, kr. 2.800 Vatnsþrýstibyssa m/sápuhólfi, kr. 2.800 Fjórhjól og jeppar, 12 voít. Amerísk leiktæki, sambyggð. Gott verð Sól- og öryggisfilmur á glerið, 300% sterkara Blóðugar róstur í Berlín og London Tugir lögreglumanna og mótmæl- enda særðust i átökum nýnasista og andfasista í Berlín í gær á hátíðis- degi verkalýðsins. Hundruð nýnas- ista höfðu fengið leyfi til göngu í gegnum borgarhlutann Hellersdorf í Berlín. Þegar andfasistar kölluðu að nýnasistar skyldu hafa sig á brott brutust út átök milli fylkinganna. Lögreglan skarst í leikinn en yflr 2 þúsund lögreglumenn voru á verði í Hellersdorf. Yfir 200 manns voru handteknir í kjölfar átakanna. Lögreglan var með mikinn við- búnað í Berlín og voru um 6 þúsund lögreglumenn í viðbragðsstöðu í borginni. Nýnasistarnir í Hellers- dorf voru flestir á aldrinum 16 til 25 ára. Þeir báru borða með áletrun- inni: „Þjóðverjar sitji fyrir við út- hlutun starfa." Talsmaður nýnas- ista sagði að þeir vildu leggja áherslu á vanmátt Evrópusam- bandsins til þess að sinna þörfum Þýskalands. Hörð átök urðu einnig í Hamborg aðfaranótt 1. maí þegar mótmælend- ur köstuðu grjóti í banka, brutu rúður í verslunum og kveiktu í bh- um. I London barðist óeirðalögregla við grímuklædda mótmælendur. Níu lögreglumenn særðust í átökun- um og fékk einn þeirra múrstein i andlitið. Yfir 20 menn höfðu verið handteknir í gærkvöld. Gerð var árás á veitingastað McDonald’s og flýði starfsfólkið i skelfingu. Um 5 þúsund óeirðalögreglumenn voru kallaðir á vettvang. Hundruð mótmælenda streymdu í fjármálahverfi New York og Chicago í Bandaríkjunum í gær og mótmæltu Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um og Alþjóðabankanum. Átök urðu milli mótmælenda og lögreglu í Zúrich í Sviss í gær. Beitti lögreglan táragasi og gúmmí- kúlum gegn mótmælendum sem brutu rúður og skemmdu bíla í sýn- ingarsal BMW. í Belgrad í Serbiu tóku þúsundir þátt í mótmælagöngu. Kröfðust göngumenn afsagnar Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta. Sam- tök óháðra stéttarfélaga sögðu for- setann halda Serbum í einangrun frá umheiminum. Vesturlönd beita Serbíu viðskiptaþvingunum á með- J3an Milosevic er við völd. I Downingstræti Óeiröalögregla í London setti upp vegatálma í Downingstræti. Um 200 manns fleygöu fiöskum um götuna í gær. Hneyksli afstýrt: Eiginkona borgarstjórans er hætt við leik sinn wmjmœrmm Hnífjöfn barátta Fréttin um að borgarstjóri New York, Rudolph Giuliani, væri með krabbamein, hefur ekki haft áhrif á stuðning kjósenda við hann. Sam- kvæmt skoðana- könnun sem birt var í gær er enn hnífjafnt á miUi Giulianis og Hill- ary Clinton í baráttu þeirra um sæti öldungadeildarþingmanns fyrir New York. Hlýtur Hillary 46 prósent atkvæða en Giuliani 44. Giuliani ætlar að ákveða á næstu tveimur vikum hvort hann býður sig fram. Sprengt í Teheran Nokkrum sprengjum var varpað að opinberri byggingu í Teheran í íran i gær. Fréttastofan IRNA sagði að sex manns hefðu særst í árásinni. Stjórnarandstöðusamtök- in Mujahedin Khalq lýstu ábyrgð á árásinni. Mótmæli í Simbabve Þúsundir stjómarandstæðinga í Simbabve söfnuðust saman utan við Harare, höfuðborg landsins, til mótmæla gegn stjórn landsins. Of- beldi gegn hvítum bændum er hald- ið áfram þrátt fyrir tilmæli tals- manna uppgjafahermanna um að það verði stöðvað. Hvítir bændur eru örvæntingarfullir vegna ákvörð- unar Mugabe forseta um að reka þá af búgörðum þeirra á næstu tíu dög- um. Kynnir sér utanríkismál George Bush, forsetaframbjóð- andi repúblikana, eyðir nú miklum tíma í aö kynna sér utanríkismál sem ekki hafa verið hans sterkasta hlið. Leiðbeinandi for- setaframbjóðand- ans er Condoleezza Rice sem starfaði í þjóðaröryggis- ráðinu í stjórnartíð Bush eldri. Hún ræðir við Bush í klukkustund í viku hverri um það sem efst er á baugi. Auk þeirra tekur starfsmað- ur vamarmálaráðuneytisins þátt í viðræðunum. Viöurkennir njósnir Talsmaður dómstóls í Shiraz á ír- an sagði i gær að einn hinna 13 gyð- inga sem grunaðir eru um njósnir hefði viðurkennt að hafa fengið þjálfun hjá ísraelsku leyniþjónust- unni Mossad. Gíslar biðja um frelsi Erlendu ferðamennimir sem eru í gíslingu múslíma á Filippseyjum báðu í gær um að þeir yrðu frelsað- ir skjótt er þeir fengu heimsókn af lækni og fréttamönnum. í gær til- kynntu hennenn að þeir heföu heyrt bamsraddir í jarðgöngum. Talið er að þar sé annar hópur sem mannræningjar hafa haldið í gísl- ingu í 40 daga. Donna Hanover, eiginkona borg- arstjóra New York, Rudolphs Giuli- anis, tilkynnti í gær að hún hefði frestað leik í hinum umdeilda -gcun- anleik, The vagina monologues. Donna, sem er leikkona og sjón- varpsfréttamaður, sagði í yfirlýs- ingu í gær að hún hefði frestað þátt- töku af persónulegum ástæðum. Frumsýna á gamanleikinn á ný þann 30. maí næstkomandi. Giuliani tilkynnti á fimmtudag- inn að hann væri með krabbamein í blöðruhálskirtli. Donna tekur sjald- an þátt í opinberum athöfnum með eiginmanni sínum. Hún hefur ekk- ert sést með honum opinberlega síð- an kosningabarátta hans gegn Hill- ary Clinton, forsetafrú Bandaríkj- Eiginkonan hætti við Rudolph Giuliani, borgarstjóri New York. anna, hófst. Hillary og Giuliani sækjast bæði eftir sæti öldunga- deildarþingmanns fyrir New York. Borgarstjórinn hefur þó ekki til- kynnt framboö sitt formlega. Mikill titringur var í ráðhúsinu í New York vegna væntanlegs leiks borgarstjórafrúarinnar í leikritinu. í því eru kynfæri kvenna nefnd yfir hundrað sinnum og þykir það bein- línis kennslustund í líffærafræði. New York-búar voru farnir að hlakka til að heyra borgarstjóra- frúna segja ákveðin orð og stóðu í biðröð eftir miðum. Höfundur leikritsins, Eve Ensler, er stuðningskona Hillary Clinton. Þótti allt málið enn alvarlegra vegna þeirrar staðreyndar. Enn flokkur Haiders Susanne Riess-Passer, sem í gær tók formlega við formennsku Frels- isflokksins í Austurríki af Jörg Haider, sagði að flokkurinn væri enn hans. Haldið yrði áfram á sömu braut og hingað til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.