Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAl 2000______________________________ 1>V______________________________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir DV-MYND BRYNJAR GAUTI Nína Björk Arnadóttir skáld Eitt sérsvið hennar voru nýstárlegar „íslendingasögur“ um manneskjur á ystu nöf. Skáld lífsóttans Nína Björk Árnadóttir er lútin; sérstœó rödd hennar í íslenskri Ijóóagerð þögnuö. En Ijóö hennar lifa; til þeirra má leita um ókomin ár þegar viö þurfum aö heyra raust þeirra sem hún gaf mál og höfðu sumir aldreifengið rödd í íslenskum Ijóöum fyrr. í mörgum Ijóöum sín- um og leikritum kannar hún á opin- skáan hátt tilfinningalíffólks á ystu nöf, einkum kvenna sem aö mati samfélagsins eru sjúkar á geöi. Ástríður og hamsleysi einkenna strax fyrstu bók Nínu Bjarkar, Ung ljóð (1965), sem gæti verið svar ungrar konu við fyrstu Ijóðabókum Dags Sigurðarsonar sem hafði kom- ið fram fáeinum árum áður. Þar er ort um ástir, ástarþrá og ástar- nautn á erótískan hátt frá sjónar- hóli konu. En ef til vill þurfti ekki Dag til að leysa ástríður hennar úr höftum klisjanna þvi Stefán frá Hvítadal var ömmubróðir hennar í fóðurætt, sá sem fyrstur talaði skýrt um ástaratlot í íslenskum skáldskap. „Svo heyrðirðu köll mín og komst / tókst mig og tæmdir mína þrá“ segir hún undirgefm í ljóðinu „Núna“: Núna hvísla hendur þínar leyndarmálum aö líkama mínum. Núna lít ég augu þín uppfull af tárum tárum, sem frjósa í fœöingu. Núna feröu skjálfandi frá mér og löngun þín seiðir leikandi skaut mitt. í flestum bókum sínum lýsir Nína Björk og veltir fyrir sér flókn- um samskiptum kynjanna í ljóðum sem voru líkamlegri en áður hafði sést í ljóðabókum kvenna. Konan í ljóðum Nínu tjáir allan tilfinninga- skalann, frá blíðu og ástríðu til sorgar, en hún getur líka verið of- beldisfull og í orðaforða ljóðanna eru frá upphafi áberandi hin þungu og dimmu orð, blóð, tár, sár og sárs- auki, myrkur og ótti - „því lifsótt- inn / tók mig svo unga / í fang sér“ eins og hún segir í sinni síðustu ljóðabók, Alla leið hingað (1996). Þessi ótti má heita leiðarstef í öllu höfundarverki Ninu Bjarkar, djúp- ur persónulegur ótti sem hún ýmist gefst upp fyrir eða býður birginn. Þessi ótti býr í myrkrinu í sam- ræmi við hefðina í fyrstu ljóðabók- um Nínu Bjarkar; seinna flytur hann sig stundum út í birtuna og daginn þar sem manneskjan verður berskjölduð fyrir honum en myrkriö verður þá felustaður henn- ar og skjól. Maníó-depressjón Svartur hestur í myrkrinu (1982) kallast beint á við Ung ljóð með eró- tfk sinni og hamslausri tilflnn- ingatjáningu en er bæði þroskaðri bók og frumlegri. Eiginlega er fyrri hluta hennar best lýst með því að kalla hann maníó-depressívan, svo vel lýsa ljóðin geðsveiflum sem jaðra við sturlun. „Allt verður mér að sársauka" segir þar og ljóðið „Fugl óttans breytir sífellt um lög- un“ birtir niðurstöðu ævilangra rannsókna: Fugl óttans er stór hann tekur manneskjuna í klœrnar ogflýgur meö hana langt svo langt frá gleöinni en hann er lika lítill þá flýgur hann inn í brjóstin og veinar og veinar þar Seinni hluti þeirrar bókar „ger- ist“ á geðsjúkrahúsi og segir sögu nokkurra sem þar dveljast. Þetta eru frásagnir, stundum með samtöl- um en oftar úr hugskoti, allar í þriðju persónu. Sumar eru fyndnar i hryllingi sínum, fleiri eru hjarta- skerandi túlkun á mannlegri þján- ingu. Þetta eru nýstárlegar „íslend- ingasögur" sem sumar gefa glögga mannlýsingu þótt stuttar séu. Lengst nær Nína Björk í sínum sérkennilegu ævisögum i prósanum „Ég fékk að vera“ í Engli í snjónum (1994), listilega gerðum texta þar sem kona segir í fyrstu persónu sögu sína og samskipta sinna við þrjá karlmenn og dregur upp lif- andi mynd af kjörum sínum og sambýlisfólksins fyrr og nú. Les- andinn sækir ósjálfrátt í sápuóp- erubrunn sinn úr bókum og sjón- varpi og saga sem hægt hefði verið að segja í þriggja binda verki eða tíu þátta seríu verður sprelllifandi á aðeins tveimur blaðsíðum! Jóhannes úr Kötlum segir í um- sögn um aðra ljóðabók Ninu Bjark- ar, Undarlegt að spyrja mennina, að heildarblær hennar lýsi sér „í átak- anlegu umkomuleysi þess sem ann og þráir í veröld, þar sem eldtunga djöfulsins dregst aldrei saman nema andartak". Svo næm á and- rúmsloft tímans var Nína Björk alla tíð. -SA 15 TRIMFORM - STRATA Hverafold 1 - Sími; 567 8676 V8 vél, 4,7, 7 manna, leður. Verð kr. 3.900.000 ^ 4x4 dísil, leðurklæddur, CD. Nýr bíll. VePð. kP 3.950.000 Grand Cherokee limlted podge Dakota ss., V8 vél, 4,7, 4x4, 4 dyra. Nýr bíll. Verð kP. 2.950.000 Dodge Durango SLTPIus 4,7 vél, Quadro-drive, sóllúga, CD. Nýr bíll. VePð kP. 4.650.000 Laramy SLT Plus Dodge Ram Quad Cab 2500 árgerð 2000 Ræsir hf., Skúlagötu 59 Verður þjónustuaðili Egill Vilhjálmsson ehf. Bílaverkstæði Friðfinns Halldórssonap, Funahöfða, s. 587-1480 með varahluti og Smiðjuvegi 1 Hefur séphæft sig viðgerðarþjónustu. í þjónustu á þessum bifpeiðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.