Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 14
14 _____________________ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 Skoðun I>V Til umhugsunar fyrir tölvuher Eflingar: Konan og litla barnið hennar Dagbjört Gunnarsdóttir nemi (Einar): Já, það er svo mikil sól. Auður Hallgrímsdóttir afgreiðsludama: Já, sótin skín og ég er aö fara í frí. Pagfari Bára skrifar: Ég vil spyrja Halldór Björnsson, formann Eflingar, hvort hann treysti algjörlega öllum sínum her af sérfræðingum og öllum tölvuút- búnaðinum til að reikna út hvað einstæð móðir þarf í laun til þess að hún og barnið hennar lifi mann- sæmandi lífi. Húsaleiga 40 þúsund, matur 25 þúsund, rafmagn og hiti, kannski sími og sjónvarp, 15 þúsund, enginn bíll, en strætó 5 þúsund, fot 4 þús- Þessi kona má ekki við neinum aukaútgjöldum, eins og tannviðgerðum eða lœknisþjónustu hvað þá að hún veiti sér eða barni sínu nokkuð aukreitis. und, leikskólagjald 10 þúsund. Þetta er allt á lágu nótunum, en gerir samt 99 þúsund krónur. Þessi kona má ekki við neinum aukaútgjöldum, eins og tannvið- gerðum eða læknisþjónustu hvað þá að hún veiti sér eða barni sínu nokkuð aukreitis, til dæmis kemur tónlistarskóli ekki til greina hvað þá heldur íþróttir. Þessi móðir má heldur ekki flytja oft, því það kostar stórfé. Ég býst ekki við að allur herskar- inn af tölvum og tölvuspekingum geti komist að niðurstöðu um þessa konu og litla barnið hennar, því til þess þarf mannlegt hjarta og sam- kennd. Finnst þér sumarið vera komið? Guörún Sveinbjörnsdóttir kennari: Já, en þaö er svolítiö kalt enn þá. Sigmar Hákonarson, 7 ára: Já, ég er farinn aö spila fótbolta úti og svona. Sindri Már Erlingsson smiöur: Já, þaö er kominn fiöringur í mann. Garöar Viöarsson sjómaöur: Já, veöriö er svo gott. Sunnudagsbíltúrinn Fjölskyldan á ferðalagi í góðum bíl við bestu aðstæður innan bíls sem utan. Hraðinn í umferðinni er orsök flestra slysa - stærð bílsins skiptir þá litlu eða engu máli. Imyndað öryggi í umferðinni Mér blöskrar óskammfeilni ým- issa innflytjenda bifreiða hér á landi. Þeir koma fram í fjölmiðlum og fullyrða að stór- ir bílar séu fjöl- skylduvænni og leiði til færri slysa en minni bílar. Það vita það allir sem vilja vita að um- ferðarslys verða hvort heldur menn aka um á litlum eða stórum bíl. Þeir sem vilja losna við umferðarslysin aka gætilega og taka aksturinn sem ábyrgðarstarf. Menn eiga ekki, í hagnaðarskyni, að selja dýra bíla á fólskum forsendum. Slysin í umferðinni eru þvi miður allt of mörg í okkar litla landi og þegar hvert slys er krufið inn að „Bíll er ekki leiktœki, hann er nánast eins og vopn ef hann er misnotaður. “ beini kemur í ljós að það stafar af of hröðum akstri, of lítilli varkámi þess sem heldur um stýrið, of mik- illi streitu í umferðinni. Okkur ís- lendingum ætlar seint að lærast að aka bíl eins og siðmenntað fólk. Að- eins frumstæðustu þjóðir aka bílum eins og við gerum. Því miður hefur ökukennsla ekki lagast mikið í áranna rás og nýleg dæmi benda til að ungt fólk með ný ökuskírteini í höndum sýni ekki þá ábyrgð sem krefjast verður af hverj- um einasta ökumanni og ekki síst hinum yngstu sem nýlega eru búnir að fá allan nauðsynlegan undirbún- ing. Bíll er ekki leiktæki, hann er nánast eins og vopn ef hann er mis- notaður. Svo virðist sem öku- kennsla markist oft meira af pen- ingagræðgi en raunverulegum metnaði fyrir því að útskrifa hæfa ökumenn. Á ferðum mínum um borgina sé ég margt ljótt til ökumanna. Þeir fara nánast ekkert eftir umferðarskiltum og virða fæstir hraðamörk. Frekja og dónaskapur veður uppi. Maður sér unglinga sem hanga vel hálflr út um glugga á bílum sem ekið er á fleygi- ferð, þetta gerðist eitt kvöldið í síð- ustu viku beint fyrir framan lög- reglustöðina í Breiðholti. Lögreglan þar eins og annars staðar er sofandi og sést hvergi, skiptir sér af fáu og tekur óbeinan þátt í hrakfórum okk- ar í umferðinni með því að sinna ekki skyldustörfum sínum en hangir þess í stað inni á stöðvunum. Jón Birgir Pétursson skrifar: Þá vakna mussuliö og bomsudrengir Víð gætum rétt ímyndað okkur þá skelf- ingu ef einhverjum aumum trillukörlum hefði verið hleypt í auðlindir hafsins. Þeir hefðu örugglega glutrað þessum verðmæt- um niður í tóma vitleysu. Nú er öfundarliðið enn eina ferðina að vakna upp á Alþingi. Kunnugir segja að þetta gerist alltaf þegar líður að þinglokum. Þá vakna mussulið og bomsudrengir upp af vetrardvalanum og fara að kvarta. Það viröist reyndar engu skipta yfir hverju er verið að fárast, bara að orðaflaum- urinn falli sæmilega að flokksstefnunni. Já, flokksstefnu, vel á minnst - maður á ekki að segja þetta ógrátandi. Hver veit t.d. hvemig flokksstefna Vinstri grænna er, svo ekki sé talað um Samfylkingar? Þetta lið hefur ekk- ert vit á hagstjóm, peningum og hagræð- ingu. Það getur til dæmis ekki með nokkru móti komið því inn í sinn heimska haus að Landssími íslands verður ekki seldur öðruvísi en í heilu lagi. Það þarf bara ekkert að ræða það meir. Rök virðast bara ekki duga á þetta grængula bomsulið. Það heldur áfram að rövla og rífa kjaft eins og ekkert sé sjálfsagðara. Steingrímur J. vill ekki einu sinni selja draslið. Svo vilja aðrir fá fyrir þetta dót morð fjár. Hvers eiga Þórarinn V. og aðrir vinir mínir gjalda? Ég bara spyr! Það er búið að vinna að því baki brotnu að koma þessu í hendur á heiðvirðu fólki með vit á peningum. Slíkt fólk er sko ekki aldeilis gripið upp af götunni. Það má nefna fleiri dæmi. Við gætum rétt ímyndað okkur þá skelflngu ef einhveijum aum- um triUukörlum hefði verið hleypt í auðlindir hafsins. Þeir hefðu örugglega glutrað þessum verðmætum niður í tóma vitleysu. Þá hefðu ekki orðið til allir þeir nýju milljarðamæringar sem við getum nú horft á með stolti, akandi um göt- ur á almennilegum bílum - ekki einhverj- um austantjaldsdruslum öllum til skamm- ar. Nei, loksins þegar íslensk þjóð er að öðl- ast sjálfsvirðingu og komin með góða for- ystusveit þá koma niðurrifsöflin skríðandi úr hverju skoti. Meira að segja Sverrir Hermannsson og Addi Kitta Gauj láta eins og kjánar. Þetta voru einu sinni miklir sómamenn með fálkamerki nælt í jakkaboðung. Nú er engu líkara en þeir hafi misst vitið. Sverrir hundskammar Halldór okkar Ásgrímsson úr ræðupúlti Alþingis. Svo leyfir hann sér að ráðast á Þorstein Pálsson - sendiherra og sóma íslands. Er maðurinn virkilega orðinn svona ut- angátta? Getur verið að hann muni ekki eftir að Þorsteinn er nú að gæta hagsmuna okkar í borg Bretadrottningar. Ja, sveiattan. Ég fæ ekki betur séð en þetta mussubomsulið sé gjörsamlega búið aö ganga fram af Davíð okk- ar Oddssyni. Maður er alveg hættur að heyra til hans fyrir þessum bévaða hávaða og látum. Hann virðist heldur ekki hafa geð í sér að láta sjá sig lengur. - Eða fór hann kannski til Kanarí...? _ n , VAgfAfc Slæm þjónusta í Glasgow Hún er ekki til að hrópa húrra fyrir þjónustan sem innt er af hendi í nafni Flugleiða á flug- vellinum við Glas- gow. Þar virðist verktaki að nafni Servis Air sinna félaginu án þess þó að starfsfólkið sé vel upplýst um Flugleiðir og þjónustu þess. Skosk kona starfar á vegum þessa félags við móttöku farþega og brottfarir. Hún ber merki Flugleiða í barmin- um en kveðst aðspurð ekki á launa- skrá Flugleiða. Konan vann fyrir Loftleiðir áður fyrr en skrifstofunni í Glasgow var lokað fyrir 20 árum. Farþegafjöldi í Glasgow hefur margfaldast og þörfln á betri og víö- tækari þjónustu hefur aukist. Það er full þörf á að Flugleiðir íhugi að nýju að ráða íslenska starfskrafta til Glasgow og veita fína þjónustu eins og i London. í Leifsstöð eru starf- andi fjölmargir góðir kraftar sem gætu annast vel um hag farþeganna þegar þeir koma til Skotlands og fara þaðan, fólk sem er rómað fyrir lipurð og góða framkomu. Var Leifur þá norskur? GG hringdi: Jæja, var Leifur svo heppinn að vera norsk- ur? Ég er með DV í höndunum og les að Haraldur kóngur í Noregi hafi fíallað mikið um hetju- dáðir Leifs Eiríkssonar vestur í Am- eriku á fimmtudaginn. Hann hafi hins vegar ekki nefnt á nafn að Leif- ur hafi verið norskur. Nú telja Norð- menn sem sé að lýðum sé ljóst að Leifur hafi verið Norðmaður - það þurfi einfaldlega ekki að taka það fram! Annars eiga íslendingar ekki til- kall til Leifs heldur, hann var Græn- lendingur, sonur islensks landnáms- manns sem varð að flýja til Græn- lands. En Norðmenn vita að ljúgi þeir nógu oft og nógu víða þá tekst þeim að gera landafundina á Vín- landi að sínum afrekum og það hafa þeir gert - óréttilega. Leifur heppni - þjóðerni enn í lausu lofti. Dómstóll götunnar Ama hrlngdi: Maður er undrandi á því að í sam- félagi fólks skuli annað eins gerast og á Húsavík í vetur - að fólk taki sig saman i múgsefíun vegna nauðg- unarkæru, safni undirskriftum og knýji á um sýknu ákærðs manns. Vissulega er það alltaf álitamál hvað er nauðgun og hvað ekki. Ekki þekki ég málsforsendur og auðvitað finn ég til með því unga fólki sem þama átti í hlut. En það sem mér finnst ámæl- isvert er þegar einshvers konar dóm- stóll götunnar tekur að sér að ýta á dómarana og reyna að hafa áhrif á niðurstöður þeirra. Dómstólar eiga að fá að starfa i friði án afskipta al- mennings. Að á annað hundrað manns í fámennu þorpi skuli taka þátt í að gerast dómstóll götunnar nær engri átt. PV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn I síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.