Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 Húsavík: Sniff endaði með slysi Fimmtán ára piltur á Húsavík brenndist iila á hendi eftir að hafa misst meðvitund við gaskút sem var búið að opna fyrir. Tildrög slyssins eru, að sögn lögreglu á Húsavík, þau að hópur unglingspilta tók gaskút ófrjálsri hendi við höfnina og var ætlunin að nota gasið til að komast í vímu. Pilturinn sem slas- aðist prófaði gasið fyrstur og missti við það meðvitund. í sömu andrá mun bifreið hafa ekið hjá og félagar piltsins tóku þá til fótanna. Fólkið í bílnum varð einskis vart en þegar félagarnir sneru aftur sáu þeir að hönd piltsins var föst við kútinn en þegar fljótandi gas kemst í snert- ingu við andrúmsloftið myndast frost og hlaut drengurinn annars stigs bruna á handarbaki. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar þar sem gert var að sár- um hans en honum mun ekki hafa orðið meint af sniffinu. Lögregla á Húsavík segir piltinn hafa verið heppinn að ekki fór verr og beinir þeim tilmælum til fólks að það láti ekki gaskúta liggja á glámbekk. -aþ Mölvaöi rúöu á lögreglustöö Lögreglumaöurínn á myndinni heldur á gangstéttarsteini sem maður nokkur notaði tii að brjóta rúðu i lög- reglustöðinni við Hverfísgötu aðfara- nótt sunnudagsins. Maðurinn var afar æstur og þurfti lögregla að beita gasúöa til að hemja hann. Rúöubrjóturinn var færður á slysa- deild þar sem gasúðinn var skolaður úr augum hans og þvínæst var fariö með hann í fangageymslu. Dalvík: Tveir teknir á ofsahraða Tveir menn voru teknir á ofsa- hraða á veginum milli Dalvíkur og Akureyrar í gær. Annar ökumann- anna, sem mun ungur að árum, mældist á 145 kílómetra hraða og hinn á 130. Að sögn lögreglu á Dal- vík var umferð mikil á þessari leið um helgina og auk fyrmefndra öku- manna þurfti lögregla að hafa af- skipti af fleiri ökumönnum sem virtu ekki reglur um hámarks- i j > hraða. -aþ Kveikt í skóla Slökkvilið var kallað aö Fellaskóla í gærkvöld en þar logaði eldur í skúr á skólalóöinni. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. DV-MYND KK Fellaskóli: Rúðubrot og íkveikja Þrjár rúður voru brotnar í Fella- skóla og kveikt í skúr á skólalóðinni í gærkvöld. Slökkviliðinu í Reykja- vík barst tilkynning um eldsvoðann á níunda tímanum í gærkvöld og var þá talið að börn væru innan- dyra í skúmum. Svo reyndist ekki vera því skúrinn var mannlaus þeg- ar slökkvilið kom á staðinn. Greið- lega gekk að ráða niðurlögum elds- ins en töluverðar reykskemmdir urðu inni í skúmum. Að sögn lög- reglunnar í Reykjavík leikur grun- ur á íkveikju og er málið í rann- sókn. -aþ Stungumaður í gæsluvarðhald Kraflst hefur verið gæsluvarð- halds til 10. maí yfir manninum sem réðst á vegfaranda í miðbæ Reykja- víkur aðfaranótt laugardagsins. Árásarmaðurinn lagði til mannsins með stómm hnífi með þeim afleið- ingum að hann hlaut djúpt stungu- sár í kviðinn. Hinn særði var flutt- ur á slysadeild og gekkst hann und- ir aðgerð í gær. Að sögn vakthaf- andi læknis er líðan hans góð eftir atvikum. -aþ Fyrsti maðurinn á húsvíska undirskriftalistanum heimsækir foreldra fórnarlambs: Biðst fyrirgefningar „Við höfum fengið hringingar alls staðar af landinu og utan úr heimi og fólk lýsir yfir stuðningi við okkur. Það er til dæmis nýfarin frá okkur kona sem var á þessum fræga lista með bréf í höndunum sem hún ætlar að birta í næstu Dagskrá þar sem hún ætlar að viðurkenna að hún hafi gert mistök, það hafl verið logið í hana,“ segir móðir stúlkunnar sem nauðgað var á Húsavík. Konan sem móðirin nefnir var ein þeirra sem rituðuð nafn sitt á lista til stuðnings húsvíska piltinum sem dæmdur var fyrir að nauðga skólaystur sinni. Fyrir sunnan í sárum „Kona sem hringdi í okkur, og var alin upp hér á Húsavík, sagðist hafa verið misnotuð kynferðislega og ekki kært það en verið flæmd burt af svæðinu vegna málsins og gæti ekki hugsað sér að snúa aftur. Hún sagðist vera að segja okkur hluti sem hún hefði aldrei sagt nein- um frá áður en að sig dauðlangaði til að opna sig núna,“ segir faðir stúlkunnar sem nauðgað var. „Við höfum heyrt um nauðganir hér á Húsavik sem stúlkur hafa ekki þor- að að kæra. Okkur þykir miður að samfélagið skuli taka svona á máli dóttur okkar og senda skilboð til ungra stúlkna um að kæra ekki.“ Faðirinn segir konuna á undir- skriftalistanum hafa komið með bréflega og undirskrifaða afsökun- arbeiðni í gærkvöld og beðist afsök- unar á því að hafa tekið afstöðu án þess að hafa til þess nokkrar for- sendur frekar en aðrir sem á listan- um eru. „Ég sagði að við tækjum bréflð því aðeins gilt að hún setti það í Dagskrána á sama hátt og við fengum orðsendinguna frá henni ásamt fleirum. Hún sagðist mundu gera það og við treystum því. Við tökum ekki við neinni afsökunar- beiðni nema menn setji hana í Dag- skrána á sama hátt og við fengum svívirðingamar yfir okkur,“ segir hann. Því miður náðist ekki í um- rædda konu í gærkvöld. „Dóttir okkar er enn þá fyrir sunnan í sárum. Hún er ekki hrifln af þessu en við höfum verið að segja henni að þetta sé til hagsbóta fyrir hana. Það er ekki hægt að fara verr með hana en þegar hefur verið gert. Ef rétta á hennar hlut er ekki hægt að gera það nema svona,“ segir móðir stúlkunnar. -GAR Útgerðarmenn ætla að sigla Talsmenn útgerða sem DV ræddi við í gær sögöu að frystitogaramir yrðu vafalaust látnir sigla með afl- ann ef verkfall farmanna á kaup- skipaflotanum drægist á langinn. Hætta væri á að verkfallið skaðaði viðkvæm viðskiptasambönd erlendis. „Það gerist ekkert hjá okkur tvær næstu vikurnar," sagði Gísli Her- mannsson hjá útgerðarfélaginu Ög- urvík við DV í gær. Þá var togarinn Freri að koma að landi af Reykjaneshrygg með aflaverðmæti upp á ríflega 90 milljónir fob. „Við löndum ekki aftur fyrr en í júní,“ sagði Gísli. „Hins vegar herðir kannski að með peningana af því að maður liggur með afurðina. Hvað varðar markaðina þá veit maður aldrei fyrr en eftir á hversu alvarleg áhrif verkfaU af þessu tagi hefur á þá. En mér finnst sjálfsagt að klára Fullfermi Frystitogarinn Freri kom með fullfermi að landi í gær. Hann kemst aöeins einn túr standi verkfall farmanna. verkfallið þótt það taki nokkrar vik- ur. Við látum togarana hiklaust sigla ef til þarf.“ „Verkfallið kemur fyrst og fremst niður á okkur þegar frystigeymsl- umar fyllast og við náum ekki að senda frá okkur afurðirnar," sagði Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa, sem er með tvo frystitogara í rekstri sem stendur. „Hjá okkur eru einhverjar vikur í það þannig að við vonum að verkfallið verði leyst áður.“ Guðbrandur sagði vafalítið að togaramir yrðu látnir sigla ef verk- fallið leystist ekki innan fárra vikna. „Ástandið er óvenjulega gott núna því það selst allt jafnóðum og það er framleitt. Frystigeymslu- plássið í landinu er talsvert. Hins vegar hefur þetta slæm áhrif á markaðsmálin. Maður er að vinna upp ákveðna samninga í samvinnu við ákveðna kaupendur. Það er mjög bagalegt þegar kemur hnykk- ur á eitthvað sem á að berast viku- lega eða mánaðarlega. ÖO frávik í viðskiptum eru fljót að segja til sín.“ Sjá nánar á bls. 2. -JSS Biðjist opinberlega afsökunar „ Við tökum ekki við neinni afsökun- arbeiðni nema menn setji hana í Dagskrána á sama hátt og við feng- um svívirðingarnar yfir okkur, “ segir faðir fórnarlambs nauðgunarinnar á Húsavík. SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ ÞINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FVRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.