Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 29
49 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 I>V Tilvera 1 Bianca á afmæli Afmælis- barn dagsins [\ er þokkagyðj- an Bianca Jag- ger. Bianca er í hópi þeirra sem er eigin- lega bara fræg fyrir það að vera fræg. Hún átti í stormasömu hjónabandi með stórrokkaranum Mick Jagger, for- sprakka hljómsveitarinnar Rolling Stones, um árabil. Bianca kaus að halda Jaggernafninu þrátt fyrir skilnaðinn. Stjörnuspá Tvíburarnlr 12 <C‘ Gildir fyrir miövikudaginn 3. maí Vatnsberinn <20. ian.-18. febr.l: 1 k Það er óróleiki í kring- tr um þig sem stafar af óleystu deilumáli. Reyndu að komast að niðurstöðu um breytingar sem fyrst. nskarnir(19 febr.-20. mars): Viðskipti ættu að Iganga vel og þú ert V T~ heppinn i samningum. Andstæðingur þinn ber mikla virðingu fyrir þér. Hrúturinn (21. mars-19. apríH: . Vertu á verði gagnvart ’ manneskjum sem eru þér ósammála. Þær gætu reynt að beita brögðmn til að fá sínu framgengt. Nautið (20. april-20. maí): Nú er gott tækifæri til að koma hugmyndum þínum á framfæri, sér- staklega varðandi nýj- xmgar. Happatölur þinar eru 7, 13 og 34. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúní): Einhver persóna, sem ' hefur verið þér ofar- lega í huga, kemur þér mjög á óvart. Það verður breyting á einhverju heima fyrir. Krabbinn (22. iúní-22. iúm: Dagminn verður I skemmtilegur og þú tekur þátt í áhugaverð- ____ um umræðum. Eitt- hvað sem þú hefur beðið efdr lengi gæti gerst í dag. Liónið (23. iúlí- 22. áeústt Morgunninn verður annasamur og þú átt fullt í fangi með að Ijúka verkefnum sem þér eru fengin. Mevian (23. áaúst-22. sept.i: Fjölskyldan kemur mikið við sögu í dag. V\^^.Þú ættir að eyða meiri ^ r tima með henni og huga að loforöi sem þú gafst fyrir stuttu. Vogin (23. sept.-23. okt.l J Þú færð efasemdir um heiðarleika eða ein- &lægni einhvers. Þú átt r Jy rétt á að fá skýringu á því sem þú áttar þig ekki á. Sporðdreki (24, okt.-2l. nóv.): ■ Ákveðin manneskja gerir eitthvað sem þér gremst og þú átt erfitt með að sætta þig við. Astandið batnar með kvöldinu. Bogamaður (22. nðv.-21. des.l: ^ar-.Það verður mikið um að vera fyrri hluta w dagsins. Láttu ekki \ freistast þó að fólkiö í kringiun þig sé kærulaust. Haltu þig við áætlun þina. Steingeitin (22. des.-19. ian.): Þú færð einhverjar óvæntar fréttir og veist líklega ekki alveg hvemig þú átt að túlka þær. Þú ættir bara að bíða og sjá hvað verður. Ricky Martin Poppstjarnan Ricky Martin er hér í latneskri sveiflu eins og hans er von og vísa á tónleikum í Madríd á miðvikudaginn. Hann hefur nú hafið tónleikaferð sína sem ber heitið „Livin' la vida loca“. Chad lifir á Leikarinn Chad Lowe er himinlifandi yfir árangri eiginkonu sinnar, Hilary Swank, sem hlaut óskarsverðlaunin í mars fyrir leik sinn í myndinni Boys Don’t Cry. Chad er alls ekki afbrýðisamur heldur þvert á móti. Hann er ánægður með að konan skuli fá mörg verkefni þvi þá þarf hann ekki að vinna jafn mikið, „Það hefur verið erfitt að finna jafnvægið á milli listarinnar og viðskiptanna," sagði Chad Lowe í nýlegu viðtali. Hann getur nú leyft sér að afþakka hlutverk. Eiginmaður Hilary Swank er þekktastur fyrir leik sinn í fjölda sjónvarpsmyndaflokka og í sjónvarpsmyndum. Eins og er bíður hans ekkert verkefni. Hann hlakkar til að fara með Hilary til Evrópu í sumar þar sem hún verður við kvikmyndaleik. Chad hættir ekki við Evrópuferðina nema hann fái hlutverk sem hann getur ekki hafnað. Lowe Hilary Á leið í kvöldveröarboö Hilary Swank og Chad Lowe „Hvað getur eiginlega verið betra en að dvelja með Hilary þrjá mánuði i Prag og París,“ sagði hann. Upplýst kynfæri eins og eldur um sinu Já, það er svo sannarlega ekkert heilagt í kvikmyndaborginni Hollywood nema ef vera skyldi leik- aramir sjálfir. Nýtt æði hefur grip- ið um sig meðal kvenpeningsins þar í borg en það er „lýtaaðgerð" af all- nýstárlegum toga. Hringir og annað skart í kynfærum ásamt húðflúrum em ekkert nýmæli og skemmst er að minnast brasilíska parsins sem festi trúlofunarhringana við kyn- færi sín. En þetta er ekki gaman lengur og menn halda áfram að finna upp á einhverju nýju. Mörg- um kvenmanninum þar vestra mun um þessar mundir vera í nöp við dökkan húðtón kynfæra sinna og því hefur verið gripið til þess ráðs að nota eins konar bleikiefni til að ná rjómahvítum húðtóni í kringum kynfærin. Fer bleikingaræðið eins og eldur um sinu meðal leikaranna og nú þykir ekki stætt á öðru en að kynfærin séu hvít sem mjöll. Er bleikingaraðferðin sögð vera af sams konar toga og Michael Jackson gekkst undir hér um árið þegar hann laug því til að hann hefði „lýst“ upp af sjálfu sér. Lara Flynn Boyle, unnusta Jacks Nichol- sons er ein af þeim sem hefur nýtt sér þessa undraverðu tækni. Héldu fram hjá meö vinnunni David Copperfield tjáði sig nýlega um samband hans og Claudiu Schiffer í við- tali. Sagði hann að þau hefðu haldið fram hjá hvort öðru. „Við áttum sex góö ár saman en þá fórum við að halda fram hjá hvort öðru - með vinnunni," segir sjónhverfinga- maðurinn. „Ég og Claudia erum góðir vinir. Við við erum í stöðugu sambandi en ég á nýja kærustu núna. Hún er mjög indæl. Þetta er allt í góðum farvegi." Copp- erfield segist ekki hafa verið vitund hissa þegar hann fretti að Claudia væri þegar búin að trúlofast Tim Jeffries. Gunnar Jónsson húsasmíðameistari Gunnar Jónsson húsasmíða- meistari, Böðvarsgötu 5. Borgar- nesi, er fertugur í dag. Starfsferill Gunnar fæddist í Reykjavík en ólst upp i Borgarnesi og hefur búið þar. Hann lauk námi í trésmíði frá Iðnskólanum í Borgamesi 1981 og hlaut meistararéttindi 1986. Gunn- ar er einnig lærður múrari. Hann starfaði við smíðar til ársins 1998 er hann hóf störf hjá Norðuráli á Grundartanga. Gunnar lék knatt- spyrnu og körfuknattleik með meistaraflokki Skallagrims í fjölda ára. Þá lék hann knattspyrnu með meistaraflokki ÍA árið 1981 og 1988. Gunnar þjálfaði knattspymulið Vík- ings í Ólafsvík sumarið 1990 og lið Hvatar á Blönduósi sumarið 1991. Fjölskylda Gunnar kvæntist 1.10. 1994 Helgu Halldórsdóttur, f. 2.9. 1962, skrif- stofumanni í Borgamesi og bæjar- fulltrúa í bæjarstjóm Borgarbyggð- ar. Faðir Helgu, konu Gunnars, var Halldór Ásgrímsson f. 1931, d. 1998, bóndi á Minni-Borg í Miklaholts- hreppi. Móðir hennar er Inga Guð- jónsdóttir, nú búsett i Borgarnesi. Böm Gunnars og Helgu eru Haf- þór Ingi, f. 15.9. 1981, nemi í Fjöl- brautaskólanum á Akranesi, Hall- dór Óli f. 1.4. 1988, nemi og íris, f. 15.9. 1990, nemi. Foreldrar Gunnars eru Jón Þórð- arson f. 22.2. 1935, mjólkurbílstjóri í Borgamesi og kona hans, Inga Ingv- arsdóttir, f. 17.7. 1937, húsmóðir í Borgarnesi. Systkini Gunnars eru Þórður f. 1959, starfsmaður Olís í Borgarnesi, Garðar f. 1962, málara- meistari á Akranesi, Sesselja f. 1965, húsmóðir í Vestmannaeyjum, Finnbogi, f. 1977 vörubilstjóri á Akranesi. Ætt Jón er sonur Þórðar Jónssonar, bónda í Krossnesi í Álftaneshreppi, og konu hans, Kolfinnu Jóhannes- dóttur. Inga er dóttir Ingvars Jakobsson- ar, bónda á Geitafelli í Kirkju- hvammshreppi, og konu hans, Sess- elju Ólafsdóttur. Gunnar verður i óvissuferð á af- mælisdaginn. Uósmvndastofa Reykjauíkup Hverfisgötu 105-2. hæð 101 Reykjavík, Sími 562 1166-862 6636 E-mail: arnah@tv.is Fínnbogi Marinósson Ljósmyndari Meðlimur í Ljósmyndarafélagi íslands naust Sími 535 9000 nr \ ■V X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.