Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 DV Fréttir Ungur fyrrverandi eiturlyfjaneytandi: 14 ára sprauta sig - fólki misþyrmt standi það ekki í skilum við dópsala DV-MVND ÞÖK Bjartara fram undan Ungi maðurinn sem hefur kynnst hinum myrka heimi eiturlyfja og glæpa segir að hver sem ergeti endað i þessum heimi. „Dópsalar lána fólki oft eiturlyf og handrukkarar sjá um að þeir fái borgað. Fólki er hótað, það er lamið og fer í felur til þess að komast hjá ofbeldi," segir tvítugur fyrrverandi eiturlyfjaneytandi sem DV ræddi við. Hann er hraustlegur á að líta og gæti verið einn af þeim sem eru að ljúka stúdentsprófl í vor. En hann tók sér frí í skóla í eitt ár eftir að hann kláraði grunnskólann og end- aði í vítahring eiturlyfjaneyslu og fjáröflunar. Hann var forvitinn krakki og vildi prófa nýja, spenn- andi hluti. Það var töff að reykja hass og það voru ekki allir sem þorðu það. „Svo kemst maður að því að þetta er ekki eins töff og maður heldur.“ Hann hefur verið edrú i fjóra mánuði og þótt hann viiji ekki koma fram undir nafni þá er hann tilbúinn að segja sögu sína. Reykti hass daglega Hann er uppalinn í Reykjavik og er úr afar venjulegri fjölskyldu. Móðir hans drekkur ekki áfengi, faðir hans drekkur sjaldan og bróð- ir hans hefur ekki lifað svona lífi eins og hann sjálfur. Eins og flestir krakkar var piltur- inn forvitinn um áfengi og eiturlyf. Hann drakk fyrst 13 ára gamall á útihátíð og sama ár prófaði hann hass í fyrsta sinn og segir að flestir unglingar prófi eiturlyf. „Þetta getur komið fyrir hvern sem er... Maður bara fiktar fyrst. Svo fer þetta að verða oftar og oft- ar,“ sagði ungi maðurinn sem var farinn að reykja hass nærri daglega þegar hann var 15 ára gamall. „Svo notaði maður hitt þegar maður hafði efni á því. Ég bara át það sem ég komst í,“ sagði hann og bætti við að hann hefði notað nærri öll eiturlyf sem til eru á markaðnum á íslandi. Síðan hann fyrst kom við sögu eiturlyfjaheimsins hefur hann tekið eftir því að yngri krakkar leið- ast fyrr út í alvarlegri eiturlyf. „Það er fullt af 14 ára krökkum sem sprauta sig og þannig var þetta ekki fyrir sex árum.“ Harður heimur Það þarf að gjalda keisaranum það sem keisarans er og peningum er reddað með einhverju móti. Hann hefur unnið öðru hvoru seinustu fimm árin en oft fjármagnaði hann neysluna með þjófnaði. Hann braust inn í hús og búðir og stal því sem auðvelt var að selja aftur. Eins stal hann oft frá foreldrum sínum. Lögreglan var farin að taka hann ef hún sá hann þar sem hann var alltaf með annaðhvort dóp eða þýfi á sér. „Það fer allt, samviska og þannig. Fólk verður meira til í að gera verri hluti... Fólk grípur til örþrifaráða. Það er alveg sama hvaðan peningurinn kemur, þú bara vilt fá pening og réttlætir þetta fyrir þér.“ Hann veit ekki hversu miklu hann hefur eytt í neysluna seinustu fimm árin en það skiptir milljónum. í desember sl. eyddi hann til dæmis 300 þúsund krónum. Hætti fyrir jói Hann hefur farið í meðferð tvisvar sinnum áður. Núna er hann búinn að vera edrú síðan í desem- ber þegar hann fór í meðferð hjá Götusmiðjunni, sérhæfðu meðferð- arheimili fyrir ungt fólk.l og ætlar sér að halda því áfram. Hann byrj- aði i þriðju meðferðinni tveimur dögum fyrir jól því hann var orðinn svo ruglaður og hafði fengið nóg. Seinustu fjórir mánuðirnir hafa ekki verið auðveldir en hann hefur trú á sjálfum sér. Framtíðaráform unga mannsins eru að fara í skóla og að vinna fyrir skuldum sem söfn- uðust upp á meðan hann var í neyslu. -SMK Fíklar á íslandi: Barnshjarta á bak viö grimma mynd - segir Mummi í Mótorsmiðjunni Mummi í Götusmiðjunni Þessi kynslóð sem er að koma núna, yngri en 25 ára, er sú kynslóð sem mun kippa okkur hvað harkalegast inn í stórborgina. Mummi í Götusmiðjunni, sér- hæfðu meðferðarheimili fyrir ungt fólk í fíkniefnavanda, þekkir vel unga manninn sem sagði sögu sína í greininni hér á undan og segir að hann sé skólabókardæmi um ung- an islenskan fíkil. „Þetta unga fólk gerir nákvæm- lega það sama og við fullorðna fólkið. Þegar skórinn kreppir svíkjum við undan skatti og löbb- um á grasinu og forum með is i strætó. Heimur ungmennanna er nákvæmlega eins. Þegar fíknin er búin að ná þeim á sitt band þá er ekkert til sem heitir siðarammi lengur. Þau raunverulega gera bara það sem þau þurfa til að lifa af,“ sagði Mummi. „Á bak við þessa grimmu mynd sem þau birta samfélaginu er nær undantekningarlaust lítið barns- hjarta sem er skíthrætt. Og þvi meiri töffarar sem birtast hér á götunum því hræddara hjarta er á bak við hana.“ Mörg þessara ungmenna eru til- finningalega vannærð og þau leita eftir spennu, sagði Mummi. Sjálfs- öryggi þeirra eykst þegar þau eru undir áhrifum, þeim finnst þau þá vera einhvers virði, og þannig verða þau fíklar án þess að ætla sér það. „Svo það er eðlilegt að ung manneskja í þessu ástandi geri allt, bókstaflega allt, sem þarf til að lifa af og ná sér í þessi efni því þau eru sjálfsvirðingin hennar,“ út- skýrði Mummi. Eins og í stórborgum „Þessi kynslóð sem er að koma núna, yngri en 25 ára, er sú kyn- slóð sem mun kippa okkur hvað harkalegast inn í stórborgina. Enda hefur reynslan sýnt það hverjir eru að drepa fólk, hverjir eru að handrukka, hverjir eru í skipulögðu vændi," sagði Mummi og bætti því við að ef ekkert yrði gert mundi ofbeldi á götum íslands aukast og verða grófara. 1 gegnum vinnu sína hefur hann til dæmis heyrt um hópnauðganir sem hand- rukkun fyrir eiturlyf. Þetta lagast ekki af sjálfu sér og Mummi segir að tími sé kominn til að islensk stjómvöld geri eitthvað í þessu og að fólk opni augun fyrir því sem er að gerast í lífl ungs fólks á íslandi. Allir flklar sem hafa verið í ár eða meira í þessum heimi vilja komast úr honum en kunna það ekki, sagði Mummi. Þeir þuifa hjálp og stuðning sem þjóðfélagið verður að veita þeim. Hann bætti því við aö þaö væri ódýrara að hjálpa unglingunum áður en eitthvað alvarlegt gerðist og dómskerflð þyrfti að taka við þeim. -SMK _________ Umsjón: Gyifi Kristjánsson netfang: sandkom@ff.is Við erum líka til Guðjón A. Krist- jánsson, þingmaður Frjálslynda flokks- ins, bað um orðið á Alþingi við upphaf | þingfundar sl. j fimmtudag og var allnokkuð pirraður. | Bað hann fbrseta Alþingis að vekja athygli forráðamanna Ríkisútvarps- ins á því að á Alþingi séu flmm þingflokkar en ekki fjórir eins og virðist álitið þar á bæ. Ástæða beiðni Guðjóns var án efa að í „barnahominu" Kastljósi í Sjón- varpinu kvöldið áður var umræðu- þáttur talsmanna þingflokkanna en þar var enginn fuhtrúi frá frjáls- lyndum kallaður til. Guðmundur Árni Stefánsson, sem sat í forseta- stól á Alþingi þegar þetta kom upp, lofaði að koma fjölda þingflokk- anna á framfæri við þá hjá Sjón- varpinu. Er heitur Guðmundur Rafn Geirdal nuddari, sem helt- ist úr lest fram- bjóðenda fyrir síð- ustu forsetakosn- ingar vegna skorts á meðmæl- endum, segist „heitur" fyrir framboði í sumar. Sjálfur er hann ekki viss um að af framboðinu verði en segir þó aldrei að vita nema hann helli sér i slaginn í kosningunum að fjórum árum liðn- um. Þetta þykja eflaust mörgum tíðindi en ýmsir fyrirvarar eru á forsetaframboði nuddarans. Hann mun t.d. ekki ætla að leita eftir stuðningi í þjóðfélaginu heldur á stuðningur við hann að verða „sjálfsprottinn", eins og nuddarinn orðar það. Frambjóðandinn hugs- anlegi lét það svo fylgja með að „margir hefðu haft samband við hann“ vegna þessa máls. Ástþór önugur Ástþór Magnús- son, sem tapaði svo eftirminnilega í for- setakosningunum á sínum tíma, virðist hins vegar önugri þessa dagana en nuddarinn Guð- því að hann gerir sér grein fyrir þvi að hann verður aldrei forseti íslands eða af öðrum orsökum. Ást- þór, sem var vongóður og ánægður með Ólaf Ragnar í embætti til að byrja með, flnnur honum nú flest til foráttu og segir hann hafa staðið sig illa. Hann hafi t.d. skoðað myndir af Andrési önd með Clin- ton Bandaríkjaforseta í staö þess að ræða við hann friðarmál, og fleira mætti nefna. En þrátt fyrir þetta flnnur Ástþór „vanmátt" sinn og ætlar ekki í framboð. Engir gæöingar Opinber rann- sókn mun vera að hefjast vegna sölu á íslenskum hest- um til Þýskalands á undanförnum árum og kemur hún í kjölfar rannsóknar lög- reglu- og tollayfir- valda þar í landi. Þannig mun mál- um háttað að samkvæmt uppgefnu söluverði á íslenskum hrossum til Þýskalands undanfarin ár hafi varla nokkur almennilegur hestur verið seldur þangað heldur einung- is „truntur“ sem allt eins hefði mátt setja í salt hér heima. Mun nokkur titringur vegna rannsókn- arinnar sem er að hefjast og fullyrt að einhverjir hafi óhreint mjöl í pokahominu - mun meira hafi ver- ið greitt fyrir hestana en gefið hafi verið upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.