Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 17
r ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 17 s x>v Menning Tónlíst DV-MYND E.ÓL Einsöngvarar og Fóstbræöur á æfingu á Codex Calixtinus Fóstbræöur skiluöu sínum hlut með miklum sóma, kraftmiklir og þéttir, en mest mæddi þó á einsöngvurunum sex. Messa heilags Jakobs Borgin Santiago de Compostela á Norðvestur-Spáni hefur verið vin- sæll viðkomustaður pílagrima síðan á miðöldum. Ástæðuna fyrir því er að finna í Codex Calixtinus sem er einnig þekkt undir nafninu Bók heilags Jakobs og var skrifuð á 12. öld i Frakklandi. Handritið er geymt í Dómkirkjunni i Santiago og greinir meðal annars frá lifi og kraftaverkum postulans Jakobs sem stýrði trúboði á Spáni í lifanda lífi. Þar segir einnig frá baráttu Karla- magnúsar við að frelsa landið und- an ofríki hinna íslömsku Mára, auk þess sem það geymir leiðarvísi fyrir pílagríma um hvernig þeir eigi aö koma sér til staðarins. Það er sem sagt ein fyrsta túristahandbókin. Handritið hefur mikið sógulegt og tónlistarlegt gildi þar sem það er læsilegt og heillegt og hefur að geyma eitt elsta dæmi um fjölrödd- un sem vitað er um. Okkar sam- bærilega verk væru Þorlákstíðir en handritið að þeim var ritað um tveimur öldum seinna og ekki er langt síðan einnig var pússað af því rykið. Tónlistin úr Codex Calixtinus Bókmenntir hljómaði í Hallgrímskirkju nú á laugardaginn i samvinnu menning- arborga Evrópu. Nokkrir pólskir tónlistarfræðingar höfðu veg og vanda af undirbúningi verksins en fulltrúi íslands í verkefninu var Karlakórinn Fóstbræður sem Árni Harðarson hafði undirbúið og var hann einnig stjórnandi verkefnisins hér á landi. Mest mæddi þó á þeim sex söngvurum sem hingað voru komnir frá Póllandi og Frakklandi. Allir eru þeir sérmenntaðir í flutn- ingi gamallar tónlistar eins og auð- heyrt var strax í upphafi tónleika sem var afar magnað; virtist söngur- inn berast frá altarinu eins og frá öðrum heimi með hjálp hljómburð- ar kirkjunnar. Verkið er í 16 hlutum og tók rúm- lega eina og hálfa klukkustund í ör- uggum og glæsilegum flutningi. Fóstbræður skiluðu sínum hlut með miklum sóma, kraftmiklir og þéttir, og bar þar hvergi skugga á. Sex meðlimir Fóstbræðra fóru með skemmtilegt hlutverk í Sekventí- unni Gratulemur et letemur og skil- uðu því afbragðsvel. Söngvararnir sex, undir forystu Damiens Pois- blaud, listræns stjórnanda, voru einkar samstiga i oft á tíðum flók- inni og vandmeðfarinni tónlistinni, bæði hvað varðaði rythma og fjöl- röddun, til dæmis i þekktasta hluta verksins, Congaudeant catholici, sem var frábærlega útfærður. Tónlistin kom manni sífellt á óvart. Á meðan sumir töldu sig greina þar hljóm írskra þjóðlaga og aðrir óljósan íslenskan tón í fjöl- rödduninni leitaði hugur minn lengra austur á bóginn. Eflaust höfðum við öll eitthvað til okkar máls enda er þetta sameiginlegur tónlistararfur okkar. Endalaus fjöl- breytileiki tónlistarinnar hélt manni vel við efnið; allt flúr virkaði mjög sannfærandi, söngurinn hreinn og flytjendur samkvæmir sjálfum sér allan tímann. Það eina sem hefði gert þessa upplifun sterk- ari hefði verið betur viðeigandi um- hverfi, að minnsta kosti rökkur og kertaljós. Þetta hógværa lúterska umhveríi um hábjartan daginn dró heldur úr þeim dularljóma sem tón- listin er sveipuð. Arndís Björk Ásgeirsdóttir Glaumgosi deyr í nýjasta kiljupakkanum frá Máli og menningu er skáldsagan Frjálsar hendur eftir ítalann Carlo Lucarelli. Hún er kynnt á freistandi hátt aftan á kápu, höfundur er einn fremsti sakamálahöfundur ítala, stendur þar, hann velur sér að sögusviði síð- ustu ár fasismans í heimalandi sínu og fyrstu árin eftir heimsstyrjöldina síðari og hefur verið gefinn út í mörgum löndum. Það er því með talsverðri eftirvæntingu sem áhuga- maður um spennusögur grípur bók- ina. Reglum bókmenntagreinarinnar er vandlega fylgt með hefðbundinni atburðarás. Þekktur en dularfullur glaumgosi, meðlimur í fasista- flokknum, finnst myrtur heima hjá sér. Áður en söguhetjan, De Luca lögregluforingi, nær að yfirheyra húsvarðarhjónin eru þau bæði drep- in fyrir honum. Þjónustustúlka hins myrta finnst ekki. Ástkonur hins myrta ýmist tæla lögregluforingj- ann til ásta eða fremja sjálfsmorð. Þetta lofar góðu en því miður er lausnin fremur ófullnægjandi eftir þessa markvissu uppbyggingu. Kannski er lífið klisja, en hið sér- stæða við bókina hlýtur þá að liggja í öðru en niðurróðun söguefnis. De Luca lögreglufor- ingi er leikinn af Humphrey Bogart; þetta er lifsþreyttur maður sem á bágt með svefn og er óhamingju- samur að eðlisfari. Hann þarf að bæta við sig fáeinum dráttum á dýptina til að maður lesi bók númer þrjú. Umhverfi hans er það sem gerir söguna sér- stæða, staður og þó einkum tími, en nokk- uð erfitt er að átta sig á hvoru tveggja í sög- unni. Óljóst er hvers konar starfi De Luca hefur gegnt fram að sögutíma. Ýmsir sem sagt er frá i sambandi við rannsókn morðmálsins eru líka óþægilega óljósir og veit lesandi ekki alveg af hverju það stafar. Annars vegar get- ur verið að Lucarelli sé aö skrifa fyrir fólk sem er betur inni i ástand- inu á ítalíu fyrir 55 árum en íslensk- ur lesandi nú. Hins vegar getur ver- ið að þýðandinn hafi ekki skilið frumtextann nógu vel til að skila honum fullburða á íslensku. Sú til- finning verður áleitin á köflum allt fRJÁLSAR HENDUR frá fyrstu blaðsiðu. Víða er til dæmis eins og þýðandi hafi kapp- kostað að þýða óll orð- in í stað þess að láta þau bara segja það sem höfundur ætlaðist til. Við þetta verða setningar of orðmarg- ar og stíllinn langdreg- inn sem ekki er æski- legt í spennusögu. Setningin: „Kom inn," sagöi rödd með áhersl- um sem gáfu til kynna sardínískan hreim væri til dæmis betri einfaldari: „...sagði rödd með sardinískum hreim". ís- lenskan er heldur ekki alls staðar jafnfalleg; til dæmis eru „hurðir" ýmist opnar eða lokaðar, menn geta „fallið í svefn" og meira að segja gamla þýðingarklisjan „er ekki svo" skýtur upp kollinum. Carlo Lucarelli á skilið að næsta bók verði lesin betur yfir. Silja Aðalsteinsdóttir Carlo Lucarelli: Frjálsar hendur. Þýoing: Kolbrún Sveinsdóttir. Mál og menning 2000. Carlo Lucarellj Þrándur í götu ...annarra í umferðinni Úr 3. málsgrein 27. greinar umferðarlaga nr. 50/1987 Lögreglan í Reykjavík • Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því á gangstétt eða gangstíg, nema annað sé ákveðið. • Sama á við um umferðar- eyjar og svipaða staði. Bflastæðasjóður ATAKSFUNDUR Landssamtaka hjartasjúklinga verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal, í dag þriðjudaginn 2. maí 2000, kl. 17.00. Landssamtök hjartasjúklinga (LHS) standa fyrir merkjasölu (landssöfnun) þann 4., 5. og 6. maí n.k. undir kjörorðunum „Eflum endurhæfingu - Tökum á tækin vantar". Tilgangur söfnunarinnar er að afla fjár til kaupa á tækjum til endurhæfingar fyrir hjartasjúklinga. DAGSKRA Setning Gísli J. Eyland, formaður LHS, setur fundinn. Fundarstjóri Jón Þór Jóhannsson. Ávarp Sigurður Guðmundsson, landlæknir. Afhending fyrstu merkjanna Karlakór Reykjavíkur Eldri kórfélagar flytja nokkur lög. Kynnlng á HL-stöðvum Tóniistarflutningur Rúnar Júlíusson og fjölskylda. Allir velkomnir. LANDSSAMTOK HJARTASIUKLINGA Landsamtök hjartasjúklinga eru opin öllum. Hægt er að skrá sig í samtökin alla virka daga milli kl. 9 og 17. Aðalskrifstofan er til húsa að Suðurgötu 10, 101 Reykjavík. Símar 552 5744 og 562 5744. Netfang hjarta@sibs.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.