Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 32
52 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAI 2000 Tilvera DV SinvtöWiðhansstendurEdda Björgvinsdótt/r, teíktona ogI No name stúlka ársms 1996_ j lí f iö E F T I . R' V ! 1«! N II Aukatónleikar Múlans Djassklúbburinn Múlinn stendur fyrir aukadjasskvöldi í tilefni af komu sænska djassgítarleikarans Ola Bendtson hingað til lands og hefjast tónleikamir kl. 21.30. Með honum spila þeir Hilmar Jensson gítarleikari og Sigurður Flosason saxófónleikari. Múlinn hefur sem fyrr aðsetur í Sölvasal Sólons Is- landus. Eins og áður er 1000 kall inn en 500 krónur fyrir nema og eldri borgara. Krár ■ STEFNUMOT A GAUKNUM Hin margfræga stefnumótasería Undir- tóna heldur áfram á Gauki á Stöng. Þetta er kvöld nr. 28 í röðinni og að venju verða rjómalagaðir gæöatónar á boðstólum. ■ UÚFT Á CAFÉ ROMANCE Sænski píanóleikarinn Raul Petter- son spilar fyrir gesti Café Romance. Myndlist d 3 svningar í Gerðarsafni. Þrjár sýningar standa nú yfir í Listasafni Kópavogs. í austursal sýnir Ragnheiður Jónsdóttir málverk og teikningar frá síöustu tveimur árum. í vestursal gefur að líta myndverk Arngunnar Yrar Gylfadóttur og ber sýning hennar titillinn Á enda timans. Á neðri hæð eru svo myndverk Hafdísar Ólafsdóttur. . Sýningin stendur til 21. maí. ■ 365 kaffibollaför nefnist sýning Gretars Reynissonar í Listasafni ASÍ, gryfju. Þessi sýning er sú þriðja í röð sýninga sem hófust T SÚM-sal Nýlistasafnsins 1998, en þar sýndi Gretar 365 platta með blýantsteikningum, einn fyrir hvern dag til ársins. Arið 1999 sýndi Gretar í Gallerí 18 afrakstur ársins 1998 en það voru 52 piattar, einn fyrir hverjaviku ársins ásamt 365 brauðum. Á sýningunni nú hafa plattarnir stækkað og eru 12, einn fyrir hvern mánuð ársins 1999, asamt tólf kaffibókum með 365 kaffiförum eftir kaffibolla, eitt far fýrir hvern dag ársins 1999. Sýningin stendur til 14. maí. ■ Nvlistasafnið Sólin, tunglið og stjörnurnar er heitið á sýningu þar sem 9 finnskir listamenn velta fyrir sér hvernig náttúruleg fyrirbæri tengjast umhverfinu og byggingarlist. ■ Listasafn íslands Birgir Andrésson er meö skemmtilega sýningu í Listasafni íslands. Annars vegar er þar að finna fána úr íslenskum lopa og hins vegar portrettmyndir af fólki. Síðustu forvöð ■ GALLERI NEMA HVAÐ Það er síðasti séns að kíkja á verk dönsku listakonunnar Sidsel Stubbe Schou f Gallerí Nema hvað, Skólavöröustíg 22 c. Yfirskrift sýningarinnar er: Some of the pepole I met in Reykjavík. Galleriið eropið frá kl. 14 til 18. Sport ■ MEISTARAKEPPNI EVROPU ^ Undanúrslitaleikur Bayern Miinchen og Real Madrid í Mejstaradeild Evr- ópu veröur sýndur á ísafold Sport- kaffi og hefst leikurinn kl. 18.40. F7---- Nýja andlitið Kogga eða Kolbrún Björgólfsdóttir \ skálar hér við Kristínu Stefánsdótt- ur, framkvæmda- \ stjóra No name. A léttu nótunum Mæögurnar Sóley Kristjánsdóttir, nemi og plötusnúöúr, og Anna Guiia fatahönnuöur spjalla viö fyrirsætuna Nönnu Guðbergsdótt- ur. Nanna var No name andlit ársins 1993. No name 2000 Val á No name stúlku ársins 2000 fór fram í íslensku óperunni á sunnudagskvöldið. Þar var fjöldi manns samankominn enda hefur þessa atburðar verið beðið með nokkurri eftirvæntingu ár hvert. Fyrir valinu í ár varð Kolbrún Björgólfsdóttir (Kogga) leirlistar- kona og bætist hún þar með í stór- an hóp íslenskra kvenna sem hafa orðið þessa heiðurs aðnjótandi á undanfórnum árum. Ráðherra setur athöfnina athöfnma Valgeröur Sverrisdottir viöskiptaráðherra setti athöfnina meö þvi a lesa ijóö Bftír skáldkonuna Olofu a Hlöðum. Hér er hun ásamt Önnu Olafsdott- ur, starfsmanm i við- skiptaráöuneytinu. DV-MYNDIR EINAR Vélaland 50 ára Véiaverkstæöiö og varahiutaversiunin Þ. Jónsson Vélaland hélt upp á 50 ára afmæli sitt í nýjum húsakynnum fyrirtækisins aö Vagnhöföa á laugardaginn. Siguröur Grétarsson, Grétar Árna- son, faöir Siguröar, Þórir Jónsson og Þorsteinn Einarsson. Þórir og Grétar stofnuöu Þ. Jónsson Vélaland fyrir hálfri öld ásamt Jóni Adolfssyni sem nú er látinn. Siguröur og Þorsteinn eru nú- verandi eigendur fyrirtækisins. Bíóborgin - The Limey: Á' ★ ★ Laugarásbíó/Stjörnubíó - Erin Brockovich: ★ ★ Soderbergh tvistur Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á VísMs Tvær nýjar myndir Steven Soder- bergh birtast okkur í kvikmynda- húsum þessa dagana. Það er ánægjulegt að þessi snjalli leikstjóri skuli vera kominn aftur upp á yfir- borðið, ef svo má að orði komast, eftir langa göngu í eyðimörkinni. Þetta er jú maðurinn sem með sex, lies and videotape fyrir ellefu árum gerbreytti óháðri kvikmyndagerð í Bandaríkjunum, kom Sundance-há- tíðinni á kortið, skaut fótunum und- ir Miramax framleiðslufyrirtækið og vann Gullpálmann í Cannes einna yngstur leikstjóra. Geri aðrir betur. Hann hefur að vísu gert myndir reglulega síðan en þær hafa farið fyrir ofan garð og neðan þar til hann gerði þá fínu mynd Out of Sight með George Clooney og Jenni- fer Lopez í hittifyrra. The Limey er angurvær dökk- mynd (film noir) sem gerir sér leik að minningum okkar úr kvik- myndasögunni. Þetta er hefndar- saga um breskan lágstéttarþrjót sem bregður sér til Los Angeles í þeim tilgangi að hefna fyrir dauða dóttur sinnar sem hann var aldrei í miklu samneyti við. Hún er sögð hafa lát- ist í bílslysi en gamli glæponin finn- ur lyktina af illu ráðabruggi vondra manna alla leið yflr pollinn. Skúrk- urinn er leikinn af Terence Stamp, þeim breska íkon sem var næstum í guðatölu á sjöunda áratugnum en hefur af einhverjum algerlega óskiljanlegum ástæðum verið lítið notaður á síðustu áratugum. Stamp er nokkurs konar ensk útgáfa af Sean Connery, gullfallegur á sinum yngri árum en líkt og Connery er hann jafnvel enn meira sjarmerandi á gamals aldri. Hann er auk þess stólpaleikari, með stingandi gráblá augu og seiðandi návist. Myndin fetar hárflna línu milli listrænna tilþrifa og tilgerðar en vegna þess að Soderbergh og sam- starfsmenn hans hafa til að bera sterka sannfæringu og tilfinningu fyrir spennumyndaforminu, fer hún aldrei út af sporinu. Þetta er vissu- lega póstmódernísk endurvinnsla en sem betur fer stýra væntum- þykja og samkennd kvikmyndagerð- inni. Andrúmsloft og ímyndir sjö- unda áratugarins svífa yfir, auk Stamp er til dæmis Peter Fonda í stórri rullu músíkmógúls sem varð goðsögn á hippatímanum og lifir enn á fomri frægð, skemmtileg vís- un í leikarann sjálfan og það sem hann stóð fyrir á þeim tíma; enn fremur notar Soderbergh atriði úr Poor Cow eftir Ken Loach frá 1967 þar sem Stamp er í hlutverki gal- gopalegs þjófs til að gefa okkur að- gang að minningum persónu Stamps um betri tíma með konu og bami, það virkar ákaflega vel. Síð- ast en ekki síst má nefna að The Limey sækir margt í Point Blank eftir John Boorman frá 1967, ekki bara hefndarminnið heldur einnig stílbrögð eins og uppbrot á tíma og stökkklippingu, en slíkar pælingar voru mjög uppi á sjöunda áratugn- um í myndum manna eins og Alan Resnais, Jean Luc Godard og Francois Truffaut. Þessi nálgun, þar sem fortíð, nútíð og framtíð renna saman I eitt, fellur vel að efninu og þeirri hugsun sem er þungamiðja sögunnar; hvemig tíminn rennur manninum úr greipum og hans eina skjól eru minningamar um það sem hefði getað orðið. Af allt öðrum toga er Erin Brockovich, réttlætisdrama um lausbeislaða einstæða móður sem uppgötvar gríðarleg umhverfisspjöll orkufyrirtækis í smábæ í Kalifom- íu. Hér er róið á frekar gamalkunn- ug mið, baráttu litla fólksins gegn vondum iðnaðarrisa og eins og oft áður er þetta allt byggt á sönnum at- burðum. En þrátt fyrir að gefa sig út fyrir að vera ádeila á tillitslausan auðhring sem skeytir engu um heilsu fólks er Erin Brockovich fyrst og síðast það sem þeir í Hollywood kalla „star vehicle“ eða stjörnuvagn, sérhannaður pakki utan um sjarma tiltekinnar kvik- myndastjömu. Og víst er að miklum ljóma stafar af ásýnd Juliu Roberts I þessari mynd. Hún leikur titilper- Julia Roberts í Erin Brockovich Sérhannaöur pakki utan um kvikmyndastjörnuna. Asgrímur Sverrisson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. sónu myndarinnar, blanka einstæða þriggja barna móður sem tekst að fá ritarastarf hjá lögfræðifirma með nokkurri útsjónarsemi. Fyrir tilvilj- un kemst hún að því að öflugt orku- fyrirtæki er að reyna að kaupa upp fjölda húsa í nágrenni við eina starfsstöð sína, þar sem jafnframt vill svo til að margir húseigenda og fjölskyldur þeirra glíma við alvar- lega sjúkdóma. Brockovich ákveður að leggja saman tvo og tvo og fær út mörg hundruð milljónir dollara í mögulegum skaðabótum. Upphefst auðvitað mikill slagur þar sem Erin þarf að halda mörgum boltum á lofti í senn, hafa börnin og kærastann góð, telja kjark I eiganda lögfræði- firmans, stinga upp í hrokafulla sendisveina orkurisans og berjast gegn fordómum gagnvart eigin per- sónu. Allt leikur þetta í höndunum á Júlíu sem satt að segja sýnir af- bragðstakta en fyrst og fremst sem skær stjama. Ekki spillir fyrir að hún klæðir sig þannig að glæsilegur vöxturinn fer ekkert milli mála, gjaman í stuttum kjólum og alltaf með flegið hálsmál. Þetta atriði mun þó vera byggt á manneskjunni sjálfri. Myndir á borð við þessa birtast okkur með reglulegu millibili og er skemmst að minnast A Civil Action með John Travolta sem sagði mjög svipaða sögu. Silkwood með Meryl Streep kemur einnig upp í hugann en þar var efnið höndlað á mun at- hyglisverðari hátt enda er aðals- merki Streep hversu vel henni tekst að verða þær persónur sem hún leikur og skilja ímyndina eftir í fjöl- miðlunum. Júlía reynir vissulega af lifs og sálar kröftum en hún er bara of mikil prinsessa, of glæsileg og of flegin í hálsinn til að hægt sé að gleyma stjömunni og taka mann- eskjuna sem hún er að túlka fylli- lega trúanlega. The Limey Leikstjóri: Steven Soderbergh. Handrit: Lem Dobbs. Aðalhlutverk: Ter- ence Stamp, Peter Fonda, Luis Guzman, Lesley Ann Warren. Erin Brockovich Leikstjóri: Steven Soder- bergh. Handrit: Susannah Grant. Aöal- hlutverk: Julia Roberts, Albert Finney, Aaron Eckhart.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.