Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 18
18 39 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorstelnsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgrei&sla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmlölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmi&ja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af jteim. Verkálýðshreyfingin á krossgötum íslensk verkalýöshreyfing er á krossgötum. Hægt og bítandi flæðir undan heföbundnu hlutverki samtaka launamanna. Ef svo fer sem horfir mun verkalýös- hreyfingin veröa svipuð að afli og launþegasamtök í Bandaríkjunum - vanmáttug og fremur áhrifalítil um þróun þjóðmála. Verkalýðshreyfingunni hefur ekki tekist að aðlagast breyttum aðstæðum á vinnumarkaði þar sem stöðugt fleiri launamenn taka sjáífir að sér að semja um kaup og kjör við vinnuveitandann. Að vísu hefur Verslunar- mannafélag Reykjavíkur sýnt að þar skynja menn nýja tíma og með nýgerðum markaðslaunasamningum fyrir hluta félagsmanna hefur félagið reynt að vera í takt við breytta tíma. Aukin menntun og auknar kröfur til starfsmanna hefur hins vegar gert fleiri en áður kleift að standa vörð um hagsmuni sína og semja beint um kaup og kjör. Samkeppni um hæfileika starfsmanna hefur einnig leitt til þess að staða launamanna með góða menntun er allt önnur en áður. Þá hafa fyrirtæki í eigu einkaaðila haslað sér völl á sviðum þar sem hið opin- bera sat eitt að vinnu margra stétta. íslensk erfðagrein- ing hefur til dæmis brotið upp launakerfi heilbrigðis- stétta sem margar hverjar voru settar upp við vegg þar sem vinnuveitandinn var einn - launin voru í réttu hlutfalli við samkeppnisleysi um vinnuaflið. Því miður hefur íslensk verkalýðshreyfing reynt að tryggja samkeppni um vinnuaflið. Og raunar hafa mörg samtök launamanna unnið skipulega gegn því að sam- keppni um starfsmenn kæmist á. Hugmyndafræðin er fremur sú að tryggja einhver sérréttindi sinna félags- manna en að vinna að heilbrigöu umhverfi á vinnu- markaði. Samtök kennara hafa þannig aldrei áttað sig á þeirri staðreynd að samkeppnisleysið um starfskrafta kennara er ein helsta skýring á slökum kjörum. Og einmitt þess vegna hafa faglegar kröfur vikið til hliðar fyrir geldri kjarabaráttu um sérréttindi og laun. Þegar kennarar fara að verja kröftum sínum til að bæta gæði menntunar og koma á samkeppni um starfskrafta þeirra mun staða þeirra í kjarabaráttunni batna sjálf- krafa. Fátt bendir til að samtök launafólks átti sig á þeim breytingum sem eru og hafa orðið á íslenskum vinnu- markaði, þó merkja megi nýja strauma innan Verslun- armannafélags Reykjavíkur - strauma sem margir leið- togar launamanna hafa, með stuðningi atvinnurek- enda, reynt að berjast gegn. Verkalýðshreyfing sem skynjar ekki breytingar og hefur enga löngun til að breyta starfsháttum er dæmd til að visna upp - verða áhrifalaust nátttröll sem litlu skiptir. Verkefni samtaka launafólks á komandi árum geta verið mörg. Barátta fyrir samkeppni á öllum sviðum með auknu frjálsræði mun leiða til betri kjara en nokk- uð annað. Varðstaða um rétt einstaklingsins til að semja beint og milliliðalaust um kaup og kjör dregur úr meðalmennsku miðstýrðra kjarasamninga. Og barátta fyrir því að launafólk fái sjálft að stýra sínum eigin líf- eyrissjóðum er eitt mesta réttlætismál síðari tíma. Óli Björn Kárason ++ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 DV Skoðnn Hugleiðingar í Hong Kong Leiðtogar svonefndra ný- frjálsra þjóða komu á dög- unum saman í Havana á Kúbu og samþykktu enn einu sinni að kenna ný- lendustefnu Vesturlanda- búa um allt það, sem miður fer í ríkjum þeirra. Mér varð hugsað til þeirra, þeg- ar ég sat að tedrykkju í and- dyri Peninsula-gistihússins i Hong Kong einn rigning- ardaginn í aprillok. Líklega minnir ekkert þar í borg eins á nýlendutímann breska og þetta aldna og virðulega gistihús. En hvernig stendur á því, ef nýlendustefnunni er að kenna um fá- tæktina í hinum svonefnda þriðja heimi, að Hong Kong býr þá við miklu meiri velmegun en flest önnur svæði í Austurálfu? Og hvers vegna áttu íbúar Hong Kong flestir þá ósk heitasta að fá að búa áfram undir „oki“ Breta í stað þess að sameinast Kínaveldi, eins og þeir gerðu fyrir þremur árum? Mál Elians Gonzalezar Tvö fréttamál sýna einmitt hinn hola hljóm í yflrlýsingum leiðtog- Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor anna í Havana. Annað teng- ist gestgjafanum þar, Fídel Kastró. Það er mál kúbverska drengsins Elians Gonzalezar. Ég skal að vísu játa, að ég ætti úr vöndu að ráða, væri ég dómari, sem þyrfti að skera úr þvi erfiða og flókna máli. Slíkur dóm- ari yrði að vega og meta saman tvennt. Annað er sú eðlilega regla, að foreldrar hafi forræði bama sinna, og sé annað þeirra látið, þá fái hitt forræðiö. Hitt er sú staðreynd, að móöir drengsins hafði hætt lífi sínu og raunar týnt því í til- raun til að flýja undan Kastró. Er ekki eitthvað bogið viö stjómarfar, sem tíundi hluti þjóðarinnar hefur flúið undan? Og hvaða trygging er fyrir því, að hugur fylgi máli fóður drengsins, þegar allir vita, að ein- ræðisstjómir geta jafnan haft marg- vísleg tök á þegnum sínum? Sorgarsaga Mál hins unga Elians leiðir hug- ann að því, að saga kúbversku þjóð- arinnar frá því að Kastró hrifsaði völd árið 1959 er fullkomin sorgar- „Sannleikurinn er sá, að leiðtogamir, sem komu á dög- unum saman í Havana á Kúbu, geta langflestir kennt sjálfum sér um fátœktina í löndum sínum, hversu oft sem þeir gera hróp að Vesturlandabúum. “ saga. Eftir fjöldaaftökur stofnuðu Kastró og menn hans lögregluríki og þjóðnýttu allt, sem hönd á festi. Af- leiðingin varð sú, að Kúba er orðin eitt fátækasta land í Vesturheimi. Það er kaldhæðni örlaganna, að bylt- ingin á Kúbu var gerð til að steypa Bandaríkjadal úr stóli, en hinir sár- fátæku íbúar Kúbu virða nú ekkert annað en Bandaríkjadal, eins og allir Vinstri glundroðinn er sprelllifandi Man einhver þegar vinstri menn stigu á stokk, börðu sér á brjóst og sögðust ætla að sameinast? Man ein- hver þá gengnu tíma þegar vinstri- menn dreymdi drauma um einn - segi og skrifa aðeins einn - vinstri- manna flokk? Ótrúlegt en satt. Það eru bara lið- in fáein misseri frá þessari stundu. Þó er farið að snjóa yfir þennan tíma enda eru menn staddir óravegu frá þessari draumkenndu sýn. Nú eru menn að vakna upp af draumi sem í dag er bæði fjarstæðu- kenndur og fáránlegur í ljósi stað- reyndanna. Löngu er horfin vonin um einn öflugan flokk. Allt farið í sama farið. Komnir í nýja vist Að sönnu eru fulltrúar vinstri- flokkanna nú komnir í nýja vist. Það hefur verið stokkaö upp í spila- stokknum. í stað Alþýðuflokks og Al- Einar K. Gu&finnsson, alþingismaður fyrir Sjélfstæöisflokkinn á Vestfjöróum. „Heilan dag mátti gervallur þingheimur sitja undir lát- lausum skömmum flokksmanna vinstri flokkanna um hvern annan. Deilan sem allt snerist um var einföld. Hver hafði sýnt meira fmmkvœði eða hafði verið fyrri til að leggja fram þingmálin sín!“ þýðubandalags eru komnir tveir álíka stór- ir flokkar - Samfylk- ingin og Vinstri græn- ir. Það er nú allt og sumt. Ekki er annað um þessi tímamót að segja. Vinstri grænir hafa reynt að taka upp fánann rauða þar sem gamla Alþýðubandalag- ið lét hann niður falla. Samfylkingin stefhir í að safna að sér sem flestum af baráttumál- um Alþýðuflokksins; daðra við ESB-aðild, forystumenn- imir lýsa yfir stuðningi við vestrænt lýðræöissamstarf og fleira mætti nefna. Hér á það sannarlega við sem stundum er sagt. Það er gamalt vín á nýjum belgjum. Heiftarlegar deilur í vetur hafa skýrst og skerpst hin- ir andstæðu pólar sem endurspeglast í þessum flokkum. Pólitískar um- ræður snúast oftar en ekki upp í heiftarlegar deilur í miflum vinstri flokkanna. Glundroðinn - einkenni og aðalsmerki vinstri manna - hefur endurspeglast sem aldrei fyrr. Þessir flokkar hafa með verkum sínum sýnt það og sannað að þeir eru ekki merkilegur sameiginlegur valkostur í íslenskum stjómmálum. Á dögunum var rætt um framfara- mál varðandi smábátaútgerðina í landinu. Framlag vinstri flokkanna var að hnakkrífast og hnotabítast hver út í annan. Efni umræðunnar lá að mestu á milli hluta. Heilan dag mátti gervallur þingheimur sitja undir látlausum skömmum flokksmanna vinstri flokkanna um hvem annan. Deilan sem allt snerist um var einfold. Hver hafði sýnt meira frumkvæði eða hafði verið fyrri til að leggja fram þingmálin sín! Það var því ekki að undra að þingmönnum annarra flokka fyndist sér hreinlega vera of- aukið í þessu gestaboði, þar sem allt var farið í hund og kött á milli hinna gömlu félaga. Sprelllifandi glundroði Sama gerðist raunar í sjónvarps- þætti kvöldið áður þar sem við full- trúar fjögurra flokka ræddum stjóm- málaviðhorfið. Sá þáttur varð eftir- minnilegur fyrir harðvítugt rifrildi Vinstri grænna og Samfylkingar. Ókunnugum hefði tæplega dottið í hug að þarna færu félagar úr stjóm- arandstöðu. Hvað þá að um væri að ræða fulltrúa sem í alvöru töluðu um að þeir hygðust starfa í einum og sama stjómmálaflokki í framtíðinni. Þannig ber þetta allt að sama brunninum. Vinstri glundroðinn lif- ir góðu lífi; er sprelflifandi. Hann birtist okkur að vísu núna í gervi nýrra flokka. En taktamir eru hinir sömu, vinnubrögðin eins og pólitísk- ur trúverðugleikinn ekki til staðar, frekar en forðum. Og er þá ekki vel við hæfi að rifja upp orð gamla Marx: Sagan endur- tekur sig. Fyrst sem sorgarleikur (tragedía) og síðan sem grín (farsi). Einar K. Guðflnnsson Með og á móti WmmwA WTf fí W^stui $ Tut % / ? /f «• • / á Snœfellsnesi? Miklu betra samfélag eftir sameiningu Sameiningin hefur ekki gefið góða raun J „Ef svæði eins /iyis og Snæfellsnes ætl- K ar að byggja upp og verða það afl sem það þarf að vera í nútímasam- félagi þá þurfum við í það minnsta að standa saman um þjónustu sem hægt er að byggja upp í stóru samfélagi. í litlum samfélögum er ekki hægt að halda úti ýmissi þjón- ustu sem þá verður að sækja annað. Þetta eru fyrstu rökin fyrir sameiningu - að geta boðið íbú- um svæðisins betri þjónustu og betra mannlíf. Með sameiningu yrði til um 4 þúsund manna sveitarfélag. Samgöng- ur eru að batna og eiga eftir að batna Kristínn Jónasson, bæjarstjóri Snæfeiisbæjar. og munu gera okkur þetta kleift. Þróunin i íbúafjölgun er að verða okkur í vil; við teljum okkur hafa verið að laða fólk til okkar. Við sjáum fyrir end- ann á þvi skeiði þegar erfltt var að halda í fólk á Snæfefls- nesi. Hér er mikill uppgangm og uppbygging á svæðinu og á eftir að aukast með samein- ingu. Ferðaþjónustan er að verða geysisterk eftir að göng- in komu - Snæfellsnesið er að taka við af Þingvaflahringnum. Sam- eining sveitarfélaganna gerist ekki á morgun en hún er framtíðin. Sam- vinna okkar er með ágætum og eykst stöðugt sem er okkur öllum til góðs.“ <<iaih«pi«» „Maður verður WU aö sjá að samein- ing gefi íbúum r svæðisins eitthvað. Það sér maður ekki í dag. Stað- reyndin er sú að allar kannan- ir sem hafa verið gerðar um sameiningarmál eru túikaðar þannig að mikill hagur sé að sameiningu. Þetta hefur þó ekki gengið eftir. Það er staðreynd máls- _________ ins. Þess vegna er ég á móti því að farið verði út í könnun. Slík könnun mundi leiða til ákveðins þrýstings. Ég vil heldur að við, þessi sveitarfélög, vinnum saman og sköp- um grundvöll til að vinna saman og Guðni E. Hallgrímsson, bæjarfulltrúi í Grundarfiröi. leysa viss verkefni sem við sjá- um i hendi okkar að muni gagnast okkur öllum. En í sjáifu sér fæ ég ekki séð að sameining í heild sinni sé neinn hagnaður fyrir sveitar- félögin. Sameining ein og sér gerir ekkert en meðan við vinnum saman og stöndum saman erum við enn þá sterk- ari. Einingar austur á fjörðum, sem hafa sameinast, hafa ekki skilað því sem vonast var til. Spamað- urinn varð ekki sá sem lagt var upp með. Þvert á móti jókst kostnaðurinn og allt reyndist þungt i vöfum. Ég vil ekki rasa um ráð fram í þessu." Sameining er töfraoröiö í dag. Stórar stjórnsýsluelningar hafa orðlð tll á Reykjanesi, Arborgarsvæðinu, á Austfjörðum og víðar. Nú vilja Snæfelllngar sam- elna Snæfellsbæ (Ólafsvík og Hellissand), Grundarfjörö, Helgafellssveit og Stykkishólm. Á manndrápstækjum ..altént er ljóst að prófdómarar og öku- kennarar hafa þrátt fýrir það sem þeir þykjast sjá í hendi sér ekki staðið sig nógu vel við að greina hafrana frá sauðunum - það liggur í augum uppi af þeirri staðreynd einni að meöal nýrra ökumanna eru allt of margir sem valda slysum. En þrátt fyrir að ökúkennslu megi bæta þá liggur skýringin á slysunum þó tæp- ast öfl í því að unglingarnir kunni ekki hin tæknilegu handtök nógu vel. Sumir eru einfaldlega glannar og þykjast þvílíkir karlar í krapinu komnir undir stýri á öfluga bílnum hans pabba eða mömmu..." Illugi Jökulsson í morgunþætti Rásar 2 Innihaldslaus kok- hreysti Samfylkingar „Athyglisvert er hvað fjölmiölar eru að mestu áhugalitlir um það sem aðstandendur Samfylkingar segja merkustu pólitísku tíð- indi um aldamót, sem er augljóslega afgreitt sem innihalds- laus kokhreysti. Þeir hafa talað held- ur máttleysislega við formannsefnin og siðan varla söguna meir, ef frá er talin gagnrýnislaus umfjöllun Dags sem getur ekki leynt tilhlökkun sinni og von um betri daga hjá sínum eftir- lætisflokki.“ Kristín Halldórsdóttir, fyrrverandi alþingiskona, í grein í Morgunþlaðinu Sameining er góö „Svarið er jákvætt. Við það tel ég að náist fram mikil hagkvæmni og sameinuðum sveit- arfélögum mun gefast kostur á því að takast á ný við spennandi verkefni i krafti stærðar sinnar. Ég óska nágrönnum okkar velfarnaðar og vona að þeir nái saman.“ Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi vill sjá sameiningu sveitarfélaga í kringum borgina. Lítilmannleg stefna Bandaríkjanna „Stefna Bandaríkjanna gagnvart Kúbu hefur áratugum saman ein- kennst af lítilmennsku og fjandskap sem hófst þegar byltingin á Kúbu hrakti burt bandaríska mafíósa og auðmenn og pólitísk handbendi þeirra. Alla tíð síðan hafa bandarískir ráða- menn lagt sig í lima við að eingangra og eyðileggja kúbverskt samfélag." Elías Snæland Jónsson í ritstjórnargrein Dags vita, sem sótt hafa landið heim. Það er önnur kaldhæðni, að sömu menn- imir og segja, að nýfrjálsar þjóðir tapi jafnan á viðskiptum við Vestur- landabúa, kenna viðskiptabanni Bandaríkjanna um fátækt Kúbverja! Mál Mugabes í Zimbabwe Hitt málið er tilraun Mugabes, leiðtoga Zimbabwe, sem hét raunar Suður-Ródesía á nýlendutímanum, til að siga óaldarlýð í landi sinu á hvíta bændur og taka jarðir af þeim bótalaust. Nærri má geta, hvaða af- leiðingar það hefði að stökkva burt einu mönnunum, sem kunna til bú- verka þar syðra. Þá myndi Zimbabwe fljótlega sökkva niður í sama fátæktardíkið og flest önnur ríki Blálands hins mikla, eftir að þau fengu „frelsi“. Sannleikurinn er sá, að leiðtogamir, sem komu á dögun- um saman í Havana á Kúbu, geta langflestir kennt sjálfum sér um fá- tæktina í löndum sínum, hversu oft sem þeir gera hróp að Vesturlanda- búum. Þeir ættu að reyna að læra eitthvað af sögu Hong Kong síðustu fimmtíu árin, sem borgin var undir stjóm Breta. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Ummæli Póstmódernismi íslendingar höfðu haft veður af því, meðal annars frá Bretlandi og Nýja-Sjá- landi, að illa kynni að fara þegar Pósti og síma yrði sundrað og fyrirtækið einka(vina)vætt í formi tveggja hlutafélaga. Fyrir röskum tveimur árum var gerð gangskör að því að mynda þessi hlutafélög, sem eru eftir sem áður í eigu ríkisins, þannig að hluthafafundi verður sam- gönguráðherra að halda i einmmi, en með hinu nýja fyrir- komulagi getur hann skipað yfir- menn að eigin vild og er undanþeg- inn þeirri kvöð að veita hinu háa Al- þingi upplýsingar um kaup og kjör starfsmanna eða annan rekstur fyr- irtækjanna. Silkihúfa á silkihúfu ofan Skipaðir hafa verið forstjórar og margir framkvæmdastjórar, sem all- ir hafa til afnota lúxusbíla í eigu fyr- irtækjanna. Launin eru áreiðanlega ekki skorin við nögl, úrþví báðum samgönguráðherrum hefur verið svo umhugað um að fara með kjör þeirra einsog mannsmorð. Flestar eða allar munu þessar silkihúfur vera með til- skildar háskólagráður og rétt flokks- skírteini, en færri sögum fer af reynslu þeirra eða kunnáttu, þó til sanns vegar megi færa að merkin Sigurður A. Magnússon rithöfundur sýni verkin. Hér skal einungis vikið að íslandspósti sem er talandi dæmi um hvað ger- ist þegar reynslulítið og gráðugt forstjóraveldi, sem lætur eigin laun og hlunn- indi sitja í fyrirrúmi fyrir þörfum neytenda, hefur ráðskast með stofnunina hálft fimmta misseri. Að viðbættum ríflegiun launum yfirmanna hefur verið lagt í óheyrilegan áróðurskostnað með litrík- um bæklingum og veggspjöldum í því skyni að sannfæra neytendur um, að allt sé í sómanum og betri tíð sé í vændum, þó hvert mannsbam, sem notast þarf við póstþjónustuna, viti að allt er þetta eintómt prump. Á veggspjöldunum stendur meðal ann- ars: „Hraði, öryggi, þjónusta", „Pant- aðu, sendu, njóttu", „Fáðu pakkann heim að dyrum með Póstinum" og „íslandspóstur hf gefur nýjan tón“. Kannski er síðasta slagoröið óvart sannleikanum samkvæmt. Er þetta póstmódernismi? Hvernig horfir svo dæmið við neytendum? Um síðustu áramót hækkuðu póstburðargjöld um 15%. í Reykjavík hefur póststofum fækkað um tvær eða fleiri og þær sem eftir eru verið minnkaðar. Póstafgreiðsl- an í Pósthússtræti er ekki nema svipur hjá sjón miðað við fyrri ár, enda eru langar biðraðir þar dagleg þraut árið um kring. Er yfirmönnum póstþjónustunnar kannski ókunnugt um, að neytendum er tíminn líka peningar? Svipaða sögu er að segja af landsbyggðinni: hvarvetna er samdráttur í mannahaldi og þjón- ustu, en þeim mun meira af litskrúð- ugum og vitagagnslausum bækling- um og veggspjöldum. Og að sjálf- sögðu kappnóg af silkihúfum í topp- stöðum. Hraði, öryggi, þjónusta? í þrígang á liðnum fimm mánuðum hafa mér borist í pósti boðskort einum eða tveimur dögum eftirað allt var um garð gengið! Póstmódemismi er umdeilt hug- tak í heimi lista og heimspeki. Sam- kvæmt orðanna hljóðan felur það í sér eitthvað sem kemur þegar sam- tíminn er liðinn. Kannski má að breyttu breytanda heimfæra það uppá íslensku póstþjónustuna. Hún miðast ekki við þarfir samtíma- manna, neytendanna hér og nú, heldur við dagdrauma þeirra dæmi- gerðu uppa, sem sterkastan svip setja á samfélagið nú um stundir, dagdrauma um að láta ímyndina (plakötin og bæklingana) yfirskyggja blákaldan veruleikann og geta í leiö- inni auðgast í snatri með réttum samböndum og blindri þjónkun við markaðsöflin. Sigurður A. Magnússon „Hraði, öryggi, þjónusta? íþrígang á liðnum fimm mánuðum hafa mér borist í pósti boðskort einum eða tveimur dögum eftirað allt var um garð gengið!“ +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.