Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 7
7 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 I>V Fréttir Rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi: Helmingsfækkun í flotanum - kvótinn á færri hendur og nýir útgerðarmenn komast ekki að Rækjuveiöum í ísafjarðardjúpi lauk formlega 1. maí. Var þá búið að veiða þann kvóta sem Hafrann- sóknastofnun hafði lagt til, eða 1.600 tonn. Upphafskvóti í haust var 600 tonn en kvótinn er nú veiddur af mun færri bátum en áður. Leyfð veiði á liðinni vertíð var umtalsvert minni en í bestu árum þegar afli fór í 3000 tonn. Kenna sjó- menn helst mikilli fiskgengd í Djúp- inu á undanfornum árum um minnkandi rækjustofn. Hjalti Karlsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofnunarinnar á ísa- flrði, segir mikla fækkun hafa átt sér stað í rækjubátaflotanum. Fyrir um tíu árum stunduðu ríflega 30 bátar rækjuveiðar i Djúpinu og fyr- ir rúmum tuttugu árum voru að jafnaði um 40 bátar við rækjuveiðar í þessari gullkistu á vetrum. Á ný- liðnum vetri voru bátamir hins vegar ríflega helmingi færri eða 18 talsins. Nýliöun í greininni útilokuö Að sögn Halldór Magnússonar, skipstjóra á Húna frá ísaflrði, er þessi fækkun báta m.a. afleiðing af því að einstakir útgerðarmenn hafa verið að kaupa upp kvóta á undan- förnum árum. Þá á rækjuverksmiðj- an Miðfell um 27 prósent alls rækju- kvóta í Djúpinu en Miðfell fékk m.a. rækjukvóta Básafefls sem nú er hætt rekstri vestra. Húni ÍS var áður í eigu Básafefls. Halldór keypti hann og hugðist hefla rækjuveiðar en kvóti bátsins fór aftur á móti yfir á Miðfell. Halldór segir þessa sam- þjöppun kvótaeignar útiloka að- gengi skipstjóra og útgerðarmanna sem vilja komast inn í þessa grein. Á sama tíma hafa heyrst raddir um að þeir sem eru komnir með mestan kvóta ráði oft varla við að veiða hann. Þeir freistist því til að veiða meira af smárækju en góðu hófi gegnir til að klára skammtinn. Hjalti Karlsson segist ekki kann- ast við að aukin kvótaeign ein- stakra útgerðaraðila hafi aukið sókn í smárækju. Segir hann hlut- fall smárækju í aflanum á seinni hluta vertíðar hafa verið nokkuð hátt sem sé að vissu leyti ánægju- legt. Stærð rækjunnar ráðist af styrk og samsetningu árganga og undanfarin ár hafi ekki orðið nein Öxarf j arðarheiði: Opnað mán- uöi fyrr DV, AKUREYRI: „Það er búið að blása af heið- inni en þar er enn þá vatn og drulla þannig að það dregst í nokkra daga að heiðin verði opn- uð,“ segir Guðni Oddgeirsson, verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins á Þórshöfn, um opnun vegarins um Öxarflarðarheiði, mifli Öxarflarð- ar og Þistilsflarðar, að þessu sinni. Segja má að heiðin sé lokuð frá því í fyrstu snjóum á haustin og fram á sumar. Þá þarf að fara fyr- ir Melrakkasléttu á leiðinni frá Þórshöfn til Akureyrar og leiðin lengist um 70 km. „Núna lítur þetta þannig út, ef ekkert óvænt kemur upp á, að við opnum veg- inn um heiðina í næstu viku. Gangi það eftir er það um það bil mánuði fyrr en venja er en stund- um hefur reyndar verið komið langt fram í júní þegar það hefur verið hægt og stöku sinnum hefur það dregist fram í júlí,“ segir Guðni. -gk DV-MYND S Lagt ólöglega fyrir framan brunahana Ökumaöur þessa bíls hefur llklega ekki velt fyrir sér möguleikum á eldsvoöa er hann lagöi fyrir framan brunahanann á Suöurlandsbraut í gærdag en ekki heföi veriö hægt aö tengja slöngur slökkviliösins í hanann fyrir bílnum. MYNUASAÞN UV Gissur hvíti ÍS Þessi mynd var tekin 1992 eftir góöan rækjuróöur á ísafjaröardjúpi. Síðan þá hefur bátum fækkaö verulega. veruleg frávik frá því sem menn eiga að venjast á svæðinu. Hann segir minni veiði undanfarnar ver- tíðir að verulegu leyti skýrast af því að engin rækjuveiði hefur verið í Jökulflörðum undanfarin ár. Jökul- firðir gáfu oft af sér drjúga veiði á árum áður en þar voru einnig stundaðar skelveiðar sem nú eru aflagðar. -HKr. Mikið fjárfest í íbúðarhúsnæði: 46 milljarða aukning - allt tekið að láni og rúmlega það sino SQjOOO 26000 20000 66000 lODOO Verðhækkanir á fasteignamark- aði virðast hafa orsakað aukna veðsetningu íbúðarhúsnæöis. Svo er nú komið að öll flárfesting í íbúðarhúsnæði er tekin að láni. Þetta kemur m.a. fram í mánað- arskýrslu Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins fyrir maimánuð. Þar segir enn fremur að hér á landi hafl lán íbúðalánasjóða, flfeyris- sjóða og innlánsstofnana til íbúð- arkaupa, aukist um 46 milljarða króna á síðasta ári. Þetta er mikil uppsveifla eftir nokkuð jafnan 20 milljarða vöxt á ári nær aflan ní- unda áratuginn. Athygli vekur að flárfesting í íbúðarhúsnæði var ekki nema rif- lega helmingur þessarar auknu veðsetningar, eða 22 milljarðar króna. Þetta þykir benda til að verðhækkanir á íbúðarhúsnæði hafi leitt til vervflega aukinna veð- setninga, bæði í nýju og gömlu húsnæði. Nær allan tíunda áratug- inn jukust flárfestingar í íbúðar- húsnæði hér á landi. Jafngilda miklar veðsetningar því nú að öll flárfestingin og rúmlega það sé tekin að láni. Hlutfall veðsetninga á íslandi af íbúðarhúsnæði hefur vaxið ört i samanburði við önnur lönd. Tók hlutfallið stökk úr 36 prósentmn 1990 í 50 prósent af landsfram- leiðslu árið 1998. Er ísland þar komið í sæti með Svíþjóð en flögur Evrópulönd eru þar fyrir ofan. fSS^l Tróna frændur okkar Danir efst á toppnum með 69 prósenta veðsetn- 1995 1996 1997 1998 1999 ingar á íbúðarhúsnæði sem hlut- fall af landsframleiöslu. -HKr. Veðsetning f íbúðarhúsnæði (aukning á mílli ára) Fjárfesting í ibúðarhúsnæðl 1991 1992 1993 1994 Noröurland eystra: Fangelsisdóm- ur fyrir „skalla“ DV, AKUREYRI: Rúmlega tvitugur Akureyringur hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á skemmtistað i bænum í mars. Maðurinn „skallaði" jafnaldra sinn harkalega í andlitið með þeim afleiðingum að tvær tennur í efri góm gengu inn og niður úr tannhol- unum, auk þess sem fórnarlambið bólgnaði mikið. Fyrir dómnum ját- aði maðurinn brot sitt tafarlaust. Hann hefur frá 18 ára aldri hlotiö fimm refsidómna, oftast vegna brota á ávana- og flkniefnalöggjöf. Dómurinn hljóðaði upp á 40 daga fangelsisvist en refsingin var skilyrt og fellur niður haldi maðurinn al- mennt skilorð í tvö ár. Þá var hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostn- aðar en skaðabóta var ekki krafist. -gk DV-MYND S Framleiða raforku með hauggasi Valgeröur Sverrisdóttir, iönaöar- og viöskiptaráöherra, veitti í gær Metan hf. leyfi til aö framleiöa raforku meö notkun hauggass. Er þetta í fyrsta skipti sem veitt er virkjanaleyfi fyrir raforkuframleiöslu sem kemur ekki þeint frá heföbundinni auölind. Raforkufram- leiðsla meö notk- un hauggass Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, veitti í gær Metan hf. leyfl til raforkufram- leiðslu með notkun hauggass. Er þetta i fyrsta skipti sem veitt er virkjanaleyfi fyrir raforkufram- leiðslu sem kemur ekki beint frá hefðbundinni auðlind. Samkvæmt orkulögum þarf leyfi ráðherra til að reka 200-2000 kW raforkuver, en raf- orkuver Metans hf. verður 1000 kW. Gasmagnið sem fyrirtækið hefur nú til umráða er um 400-500 rúmmetr- ar á klukkustund. Ef það gas yrði eingöngu nitað til raforkufram- leiðslu myndi það samsvara um 8 GWh á ári í raforku. Vel þekkt er að nota hauggas til framleiðslu á raf- orku þó svo að slíkt hafi hingað til ekki verið gert hérlendis. Við fram- leiðsluna er notuð gasvél sem knýr rafal. Hérlendis er metani safnað á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi, en eigendur Metans hf. eru Sorpa og Aflvaki hf. -hdm Lokaáfangi kirkjugöngu Lokadagur vetrarvertíðar á Suður- landi og 45. afmælisdagur Kópavogs- bæjar var í síðustu viku og af því til- efni var lokaáfangi kirkjugöngu Reykjavíkurprófastdæma farinn. Kirkjugangan hófst frá Seltjarnarnes- kirkju í október í fyrra og á leiðinni var komið við í öllum kirkjum þjóð- kirkjunnar ásamt flestum kirkjum annarra kristinna safnaða. Lokaá- fanginnn hófst á göngu frá Kópavogs- kirkju að höfninni á Kársnesi og var siglt þaðan fyrir Seltjarnarnes til Reykjavíkurhafnar. Frá höfninni var svo gengið til Dómkirkjunnar þar sem göngunni lauk með guðsþjónustu. Ókeypis var í ferðina tóku margir þátt og skemmtu sér hið besta. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.