Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 DV Vildi í sjónvarp Lögregla leiöir norska gíslatöku- manninn burt eftir uppgjöf hans. Skipulagði gísla- tökuna til að koma í sjónvarp Norski faðirinn sem tók 25 börn og tíu fullorðna í gíslingu í leik- skóla í Hjelmeland á mánudag skipulagði agerðir sínar með hlið- sjón af því að komast í þátt á sjón- varpsstöðinni TV2. „Mér skilst að hann hafi notað þetta sem aðferð til að komast í sjónvarpið," sagði lögmaðurinn Odd Forsell í samtali við norska blaðið Aftenposten. Forsell gætir hagsmuna hins 39 ára gamla manns í forsjárdeilunni sem varð kveikjan að gíslatökunni á mánudag. Niu dögum fyrir gíslatökuna sendi maðurinn bréf til TV2 þar sem hann ítrekaði ósk um að mál hans yrði tekið fyrir í ákveðnum þætti. Sjónvarpsstöðin talaði síðan við gíslatökumanninn i leikskólan- um og fLutti beint. Vilja ekki danska biskupa í fær- eyskar kirkjur Fjöldi færeyskra kirkna vill ekki fá danska biskupa sem gestapredikara þegar 1000 ára afmæli kristnitöku verður fagnað í Færeyjum um hvítasunnuna með Margréti drottningu í fararbroddi. Samkvæmt frétt Kristilega dagblaðsins eru Færeyingar að mótmæla því að danskir biskupar skuli hafa gert blessun kirkjunnar yfir staðfestri sambúð mögulega, 1997. Fyrirhugað hafði verið að allir dönsku biskuparnir myndu predika á kristnitökuhátíðinni. í virðingarskyni við látna Konur leggur blóm í virðingarskyni viö þá sem fórust í Enschede. Enschede: Ekki vitað um hundruð íbúa Ekkert er vitað um afdrif 200 til 300 íbúa hollensku borgarinnar Enschede í kjölfar sprenginga í flug- eldasmiðju og eldsvoða sem varð að minnsta kosti tuttugu manns að bana á laugardag. Yfirvöld sögðu að fólkið kynni að dvelja hjá ættingjum eöa vinum og hvatti það til að láta vita af sér. Enn er leitað að líkum í rúsum húsanna sem eyðilögðust og verður leit haldið áfram næstu daga. _ Fótboltabullur í átökum á Strikinu í gærkvöld: Stuðningsmaður Arsenal stunginn Að minnsta kosti sjö manns, þar af einn lögregluþjónn, voru fluttir á sjúkrahús í Kaupmannahöfn í gær- kvöld eftir að til átaka kom milli stuðningsmanna breska knatt- spymuliðsins Arsenal og hins tyrk- neska Galatasaray í miðborginni. Lögreglan handtók níu ólátabelgi. Mikill fjöldi breskra og tyrk- neskra knattspyrnuáhugamanna er nú saman kominn í Kaupmanna- höfn þar sem fram fer úrslitaleikur UEFA-bikarkeppninnar milli Arsenal og Galatasaray í kvöld. Ólætin hófust við veitingahúsið Absalon á Strikinu þegar stór hópur tyrkneskra aðdáenda safnaðist þar saman og lenti í átökum við breska aðdáendur sem voru fyrir inni á veitingahúsinu. Fljótlega upphófust hörkuslags- mál þar sem flöskur, götusteinar og reiðhjól flugu um loftið. Þegar lög- reglan reyndi að skakka leikinn varð foringi laganna varða fyrir Slagsmál í Köben Alblóöugur aödáandi Arsenal eftir átök viö tyrkneskar fótboltabullur. grjóti svo blæddi úr augabrún hans. Slagsmálin breiddust fljótlega út um allt Ráðhústorgið og inn á Vesterbrogade þar sem enn einn hópur Breta hafði komið saman á krá. Þrátt fyrir fjölda lögregluþjóna kom enn á ný til slagsmála milli Bretanna og Tyrkjanna og fór svo að einn Bretinn var stunginn með hnífl í bakið og lá í blóði sínu á göt- unni. Maðurinn var úr allri lífs- hættu í morgun en lögreglunni hafði ekki enn tekist að hafa hend- ur í hári stungumannsins. Þegar tvær klukkustundir voru liðnar frá upphafi slagsmálanna tókst lögreglunni loksins að ryðja Vesterbrogade. Bretarnir héldu drykkjunni áfram inni á kránni sinni en Tyrkirnir voru reknir út á Ráðhústorg. Þegar breska liðið Leeds lék gegn Tyrkjunum í Tyrklandi fyrir skömmu var einn stuðningsmaður liðsins myrtur í Istanbúl. Indíánar berjast viö skógarelda Slökkviliösmenn af ættbálki Crow-indíána frá Montana eru gengnir til liös viö slökkviliösmenn í Nýju-Mexíkó sem berjast þar viö gífurlega skógarelda í nágrenni bæjarins Los Alamos. Indíánarnir fengu þaö hlutverk aö sjá til þess aö eldurinn kæmist ekki yfir læk og í vinsælt og fallegt gljúfur. Límdu sprengju um hálsinn á bóndakonu Skæruliðar marxista í Kólumbíu límdu á mánudaginn sprengju mn hálsinn á konu sem gert hafði upp- reisn gegn kúgun þeirra. Sex klukkustundum siðar lést konan er sprengjan, sem var vafin um háls konunnar eins og hálsfesti, sprakk. Lögreglumaður, sem reyndi að losa sprengjuna, lét einnig lífið. Þrír aðrir sprengjusérfræðingar særð- ust. Talsmenn lögreglunnar sögðu að skæruliðarnir hefðu notað sterkt lím til bess að festa sprengjima við húð Elviru Cortes Gil eftir að þeir brutust inn á heimili hennar í Boyaca í dagrenningu. í yfirlýsingu frá hemum sagði að Elvira Cortes Gil, sem var 52 ára, hefði rekið búgarðinn Esperanza ásamt eiginmanni sínum austan við Bogota. Skæruliðarnir hefðu dregið hana út og framið ótrúlegt Sorg í Kólumbíu Salomon Pachon viö útför eiginkonu sinnar sem skæruliöar myrtu á hroöalegan hátt. hryðjuverk þar sem fjölskyldan hafði neitað að greiða skæruliða- samtökunum FARC fé. Skæruliðamir hurfu af vettvangi þegar nágrannar gerðu hernum viðvart. Sprengjusérfræðingar lög- reglunnar og hersins komu á stað- inn en þeim tókst hvorki aö gera sprengjuna óvirka né losa hana. Lögreglumaðurinn Yair Lopez og hermaður misstu báðir handlegg er sprengjan sprakk. Lopez blæddi út áður en hann komst á sjúkrahús. Skæruliðasamtökin FARC hafa tekið þátt í friðarviðræðum við stjómvöld síðan i janúar í fyrra. Þeir kúga fé af bændum í Boyaca- héraðinu og hafa rænt fjölda þeirra. Skæruliðamir hótuðu ný- lega að innheimta skatt af öllum þeim sem eru virði yfir 80 milljóna islenskra króna og ræna þeim sem ekki borga. Sankoh gripinn Uppreisnarleið- toginn Foday San- koh í Sierra Leone hefur verið hand- tekinn í Freetown, afklæddur og flutt- ur í herskála, að því er sjónarvottar greindu frá í morg- un. Sankoh hafði síðast sést 8. mars síðastliðinn 1 skothríð við heimili sitt. Vaxtahækkun Bandaríski seðlabankinn hækk- aði í gær vexti á skammtímalánum um hálft prósentustig til þess að reyna að draga úr þenslu. Bretar á norðurpólinn Bresku landgönguliðarnir Alan Chambers og Charlie Paton, sem komust á norðurpólinn í í nótt, eru fyrstu Bretamir sem komast þangað frá Kanada án stuðnings. Nauðlending í Liverpool Bresk Advance-skrúfuþota nauð- lenti í gær með 44 farþega og 4 flug- liða á flugvellinum í Liverpool vegna bilunar í lendingarbúnaði. Öllum um borð var skjótt bjargað út um neyðarútgang. Vélin var á leið frá Manchester til Belfast á N- írlandi. 3 tonn af kókaíni Öryggissveitir í Kólumbíu fundu í gær 3 tonn af kókaíni grafin í jörðu á afskekktri strönd. Á svæð- inu eru stöðvar dauðasveita hægri- manna sem grunaðar eru um aðild að fikniefnasölu. Nyrup gagnrýndur Varaformaður Venstre í Dan- mörku, Lars Rasmussen, gagn- rýnir Poul Nyrup Rasmussen forsæt- isráðherra fyrir að standa í viðræðum við Kína en ekki Austurríki. Segir varaformaðurinn það hræsni að Nyrup skuli syngja karaoke í Peking og sýna valdhöf- um þar vináttuhót en frysta sam- tímis Austurríki. 6 milljónir með alnæmi 6 milljónir Suður-Afríkubúa verða smitaðir af alnæmi fyrir lok þessa árs. Áður höfðu yfirvöld spáð því að fjöldi smitaðra yröi ekki 6 milljónir fyrr en árið 2005. Prodi rangtúlkaður Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandins, segir nú að Danir geti vel hætt við evruna þó svo að þeir samþykki hana í atkvæðagreiðslu í september. Prodi segir að hann hafi verið rangtúlkaður í síðustu viku þegar hann sagði að ekki væri hægt að hoppa inn og út. Viðræður um gíslana Samningamenn stjórnvalda á Filippseyjum taka á ný upp viðræður við mannræningja á morgun eða fóstudag um lausn gísla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.