Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Side 13
13
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000
DV
í anddyri Hallgrímskirkju hanga nú uppi fjög-
ur geysistór og ögrandi málverk eftir Sigurð Ör-
lygsson sem hafa verið mikið rædd meðal kirkju-
gesta. Einkum bregður útlendingum mjög við
þær. „Hanga þær virkilega héma alltaf?" spurði
einn, vemlega skekinn. Sýningin heitir „Til-
brigði við kvöldmáltið" og myndimar hafa aug-
ljósar trúarlegar vísanir; á einni er borð búið til
kvöldmáltíðar, á annarri situr drengur við borð
með brauðhleif fyrir framan sig, á tveimur eru
skýrar vísanir í krossfestingu. Um leið em mynd-
imar afar persónulegar því á þremur þeirra má
þekkja fólk úr nánasta umhverfi listamannsins,
hann sjálfan, son hans og foreldra.
Listvinafélag Hallgrimskirkju, með Þóru Krist-
jánsdóttur listfræðing í broddi fylkingar, bauð
Sigurði að halda vorsýninguna í kirkjunni og var
upphaf þess að hann tók þátt í sýningu þar á
Kirkjulistahátíð fyrir þremur ámm á tiilögum að
myndlistarverkum í nýjar kirkjur í Reykjavíkur-
prófastsdæmi. Er ein myndin á sýningunni nú,
Kvöldmáltíð, stærri útfærsla á hugmyndinni að
altaristöflu í Hjallakirkju í Kópavogi sem Sigurð-
ur sýndi þá. Tillögunni var reyndar hafnað enda
hefði altaristaflan orðið ógnarstór eins og Sigurð-
ur hugsaði sér hana og geysilega dýr í fram-
leiðslu þvi ætlunin var að útfæra hana í mósaík.
Uppeldisáhrifin langæ
„Ég er trúleysingi sjálfur en ég hef gaman af að
velta trúarlegum atriðum fyrir mér,“ segir Sig-
Sigurður Orlygsson: Hugboð
Nakti drengurinn á myndinni sér ekki og getur ekki talaö og sakramentin eru hrifsuö frá honum, en
næmar taugar hans taka viö boöum frá fjarlægum foreldrunum.
Trúaður trúleysingi
í raun og veru. Kannski lítur drengurinn undan
af því hann getur ekki hugsað sér að kyngja
brauðinu.
Hér hélt ég áfram með svipað þema,“ segir Sig-
urður svo og gengur að næsta málverki sem heit-
ir „Hugboð". í miðju þess er nakinn unglings-
drengur sem Sigurður segir að sé sjálfsmynd sín
þegar hann var 10-11 ára. „Ég kem frá erfiðu
heimili en er þó ákaflega bundinn æsku minni.
Það sem maður elst upp við er alitaf héma í koll-
inum á manni. Þetta eru foreldrar minir hvort
sínum megin á myndinni eins og þau voru ung.
Það var alltaf erfitt samband milli þeirra."
Unglingurinn stendur á milli foreldranna á
myndinni og gegnum særðar hendur hans liggja
taugar til þeirra beggja. Hinn endi tauganna ligg-
ur inn í brjóstmynd af Sigurði fullorðnum neðst
á myndinni. „Ég er að hlusta á sjálfan mig á
myndinni - hlusta á fortíðina," segir Sigurður.
Yfir myndinni allri hvílir stemning krossfesting-
ar.
„Það var mjög óþægilegt að mála þessa mynd,“
segir Sigurður einlæglega, „bæði vegna efnisins
og svo var hún tæknilega erfið í útfærslu. Ég
margmálaði hana, skipti um lit á bakgrunni, mál-
aði hana alla upp aftur og aftur og aftur. Ætli ég
sé ekki búinn að vera með hana í vinnslu í upp
undir ár.“
- Árangurinn er líka sterk mynd.
„Ég vona það. Þó langar mig til að halda enn
áfram við hana.“
Stórar myndlr hafa slagkraft
Beint á móti hangir málverkið „Golgata“ þar
sem enn má sjá Sigurð sjálfan og foreldra hans,
nú fullorðna, og í kringum fólkið eru ýmis jarð-
vinnslutól, hakar og skóflur. „Þau eru eins kon-
ar tákn þess hvað ég hef verið að grafa mikið í
fortíðinni undanfarin ár - pæla í henni. Svo eru
margir hissa að sjá strút á myndinni en hann er
tákn konu minnar - hún var svo fljót að hlaupa
að hún var kölluð Stella strútur," segir Sigurður
og kona hans tekur undir hláturinn. Hjá strútn-
um liggur naglbítur og naglar sem við skiljum
sem svo að hún hafi dregið naglana úr hinum
krossfesta, enda segir Sigurður að hún hafi
hjálpað sér mikið við að græða þessi erfiðu sár
frá bernskuárunum. Stiginn á myndinni er tákn
upprisunnar svo að það er meiri von í þessari
mynd en „Hugboði".
- Þú málar geysilega stórar myndir, segir
blaðamaður sem sér í sjónhending að þær kom-
ast ekki einu sinni inn um venjulegar útidyr á
íbúðarhúsum.
„Já, mér flnnst myndirnar fá meiri slagkraft
við það,“ segir Sigurður. „Þú gengur inn í þær
eins og inn á leiksvið frekar en þær séu til að
rýna i. Ég er svo öfgakenndur að ég get ekki mál-
að þessa normalstærð, annaðhvort mála ég pínu-
lítið eða mjög stórt!“
- Þú gerir fólki svolítið erfitt um vik að setja
þetta upp á veggi heima hjá sér...
„Já, ég veit það, en ég hugsa ekki um það. Ég
verð bara að gera hlutina eins og ég vil hafa þá.
Ég er að mála tvær myndir núna sem eru helm-
ingi stærri en þessi hér! Auðvitað er gaman að
selja myndir en maður getur ekki látið það
stjóma sér.“
Næst á dagskrá hjá Sigurði er þátttaka í sam-
sýningu í Laxárvirkjun sem verður opnuð um
miðjan júní; þar sýnir hann afbrigði af Kvöld-
máltiðinni, tólf diska á borði og tölvuskerm i
miðjunni. Mestu vandræðin voru að ákveða
hvað ætti að vera á skerminum og Sigurður mát-
aði ótal hluti inn á hann, bæði texta og myndir.
Endirinn varð eitt kerti - á Netinu. „Kertið er
það sem lýsti okkur áður fyrr en tölvan er skil-
getið afkvæmi rafmagnsins," segir Sigurður.
Að lokum er Sigurður spurður hvort hin
mikla kvöldmáltíð hans fái virkilega ekki að
gegna hlutverki sinu sem altaristafla í kirkju, en
ekki virðast miklar líkur á þvi.
„Hún verður sett upp í öðru musteri i stað-
inn,“ segir Sigurður og brosir, „Kaupþing keypti
hana.“
Sýning Sigurðar stendur til 1. júní sem er uppstigningar-
dagur. Kirkjan er opin kl. 9-18 daglega.
urður og bendir á að á málverkinu sem hann kail-
ar „Steinbrauð" hafi hann tekið miðhlutann úr
stóru altaristöflunni og stækkað hann. Innan við
borðið hefur hann komið syni sínum fyrir fram-
an við brauðhleif en hérna megin við borðið er
auður stóll, hálfdreginn frá borðinu, við tóman
disk. „Drengurinn horfir ekki á brauðið heldur
lítur undan," segir Sigurður. „Það hefur lengi
verið deiluefni kaþólikka og mótmælenda hvort
brauðið og vínið breytist í líkama Krists og blóð
DV-MYND E.ÓL.
Slgurður Örlygsson myndlistarmaður
„Þaö sem maöur elst upp viö er alltaf hérna í
kollinum á manni. “
Dramatískur ljóðalestur
Nordvest Musik er nafnið á nýrri tónleikaröð sem
mun standa yfir í sumar í hinum svokölluðu vest-
norrænu löndum, sem eru fsland, Grænland og Fær-
eyjar. Röðin á að stuðla að tíðari heimsóknum nor-
rænna tónlistarmanna til landanna þriggja, og er
þannig vonast til að menningarsamstarf landanna
muni aukast. Undirbúningur hefur staðið yfir í
meira en ár og voru fyrstu tónleikar raðarinnar hér
á landi haldnir í íslensku óperunni á sunnudags-
kvöldið. Þar komu fram þau Sólrún Bragadóttir
sópran og píanóleikarinn Einar Steen-Nekleberg og
á efnisskránni voru lög eftir ýmis norræn tónskáld.
Fyrst á dagskránni var hugljúft lag eftir Carl Niel-
sen, Æbleblomst, sem Sólrún söng að mörgu leyti
fallega, túlkun var innileg og grípandi en framburð-
ur hefði mátt vera skýrari. Sama var uppi á teningn-
um 1 næstu tveimur lögunum sem voru eftir Emil
Sjögren, Du schaust mich an mit stummen Fragen
opus 12. Nr. 1 og Ich möchte schweben úber Tal und
Húgel opus 12 nr. 6. Söngurinn hljómaði einlægur,
en orðin skildust ekki nægilega vel til að flutningur-
inn gæti talist fuilnægjandi.
Hið þekkta lag Tonerna eftir Carl Sjögren var
næst á dagskrá og söng Sólrún það hægt, sem kom
vel út, því textinn skildist ágætlega. En í tveimur
lögum Sibeliusar, Sáf, sáf susa og Var det en Dröm,
stal píanóleikarinn senunni með glæsilegum tilþrif-
um, fingraspilið var skýrt og greinilegt og engin
óhófleg pedalnotkun til að breiða yfir getu- og kunn-
áttuleysi. Einar Steen-Nokleberg er einn fremsti pí-
anóleikari Norðmanna og sýndi það berlega að hann
er ekki síðri undirleikari en einleikari.
Nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson var flutt á
tónleikunum, Útsær við ljóð Einars Benediktssonar.
Það er ekki iag á borð við þau sem Atli Heimir er
hvað þekktastur fyrir heldur er tónlistin nokkurs-
konar dramatíseraður ljóðaupplestur þar sem tón-
hæð raddarinnar og fjölbreytilegir effektar píanós-
ins ráðast af efni textans hverju sinni. Hér þarf
framburður söngkonunnar að vera afar skýr ef tón-
listin á ekki að virka sundurlaus, það er textinn sem
skiptir meginmáli, tónlistin er aðeins rammi þar
utan um. Margt fallegt bar fyrir eyru en nokkuð
vantaði upp á frammistöðu söngkonunnar, fram-
burðurinn var ekki nógu greinilegur og skilaði ljóð-
ið sér þvi illa til áheyrenda. Er þetta mjög leiðinlegt,
því við fyrstu áheym virtist tónlistin áhugaverð og
vel skrifuð.
Eftir hlé fluttu þau Sólrún og Einar lagaflokkinn
Haugtussu opus 67 eftir Grieg, og síðan fjögur lög
eftir Ture Rangström. Lög Griegs voru með því
besta á efnisskránni og skildist textinn þar af ein-
hverjum ástæðum betur; sömuleiðis var píanóleik-
urinn glæsilegur, blæbrigðaríkur og skáldlegur. Sól-
rún Bragadóttir er óneitanlega góð söngkona með
fallega rödd, en hún mætti opna munninn betur til
að skiljast almennilega; annað aukalaganna,
Draumalandið fræga, var eins og misheppnað
búktaisatriði, framburðurinn var svo bjagaður að
draumalandið gat ailt eins verið „daufa blandið" eða
„draugalandið". Kannski hefði textinn átt að fylgja
með í efnisskránni, það hefði gert tónleikana meira
spennandi. Þó er ekki víst að það hefði dugað, þvf
svo dimmt var í salnum að maður sá ekki einu sinni
hendumar á sér.
Jónas Sen
_________________Menning
Umsjón: Silja A&alsteinsdóttir
Immanúel
í síðasta mán-
uði voru liðin
fjörutíu ár síðan
Söngsveitin Fíl-
harmónía hélt
sína fyrstu tón-
leika í Þjóðleik-
húsinu og flutti
Carmina Burana
í fyrsta skipti hér
á landi. í tilefni þessara tímamóta
fékk stjórn Söngsveitarinnar Þorkel
Sigurbjömsson tónskáld til þess að
semja stórt kórverk fyrir sig um
leið og hún legði sinn skerf fram til
þess að minnast þúsund ára kristni
í landinu. Þorkell samdi verkið
Immanúel fyrir kór, einsöngvara og
hljómsveit sem verður frumflutt
annað kvöld á tónleikum Söngsveit-
arinnar og Sinfóníuhljómsveitar-
innar. Tónleikamir hefjast kl. 20.
Texti verksins er valinn úr Biblí-
unni af biskupi íslands hr. Karli
Sigurbjömssyni sem spann við
hann út frá stefinu „Immanúel, Guð
er með oss“. Kristnihátíðamefnd og
M-2000 veittu veglegan styrk til
verkefnisins. Samtals æfa um 100
manns verkið og lagði Selkórinn
Söngsveitinni lið svo kórinn næði
þeirri stærð. Samningur var gerður
við Sinfóníuhljómsveit íslands um
frumflutning verksins og fer vel á
því þar sem Söngsveitin var upphaf-
lega stofnuð til þess að flytja stór
kórverk með sinfóníuhljómsveit.
Auk Immanúels verður flutt
hljómsveitarverkið Sinfonia Sacra
eftir pólska tónskáldið Andrezej
Panufnik sem hann samdi í tilefni
kristnitökuafmælis 1 Póllandi.
Stjómandi tónleikanna verður
Bernharður Wilkinson sem stjómað
hefur Söngsveitinni frá árinu 1996.
Á morgun kemur líka út afmælis-
rit Söngsveitarinnar þar sem stikl-
að er á stóru í sögu kórsins og birt
yfirlit yfir verkin sem hann hefur
flutt frá upphafi.
Svona er ísland
í dag
Háskólaútgáf-
an hefur gefið út
óvenjulega og
frísklega kennslu-
bók í íslensku
fyrir erlenda
námsmenn eftir M.E. Kentta,
Gabriele Stautner og Sigurð A.
Magnússon: Svona er ísland í dag.
Bókin er saman sett úr fjölda smá-
frétta með myndum úr Morgunblað-
inu sem varða daglegt líf landans og
er þeim raðað niður eftir efni í bók-
inni. Þær eru birtar á íslensku og
um leið og þær gefa upplýsingar um
lífsstíl íslendinga og áhugamál eiga
þær að gefa lesendum hugmynd um
venjulegan islenskan texta nú á tím-
um - texta sem ekki er sérsaminn
fyrir útlendinga. Á undan og eftir
hverjum kafla er stuttur texti á
ensku til skýringar. í sérhluta aftast
er svo þýðing Sigurðar á fréttunum.
Fréttimar eru allar nema ein frá
síðustu fimm árum en þær eru ekki
dagsettar í bókinni. Þessi eina eldri
frétt er frá 1968 og segir frá ísbirni
sem sást til á ísjaka við mynni
Norðfjarðar þar sem hann sat í
makindum og horfði út á hafið.
Kentta dvaldi hér á landi með móð-
ur sinni á þeim tíma og segist aldrei
hafa gleymt þessari frétt.
Greer nakin
Uppreisnar-
maðurinn og of-
urrauðsokkan,
Germaine Greer
(höfundur The
Female Eunuch
frá 1970), hefur
látið mynda sig
nakta til að mót-
mæla síhækkandi
upphæðum sem fólk eyðir í undir-
fót. Myndina tók Polly Borland og
hún verður á sýningunni „Australi-
ans“ sem verður opnuð í National
Portrait Gallery í London 25. maí.
Germaine svindlar svolítið því eftir
lýsingu notar hún hendur og hand-
leggi í undirfata stað á myndinni,
en boðskapurinn er: Brenndu þinn
wonder-bra og láttu þér líða vel!