Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 Fréttir 1>V Aðalmeðferð stóra fíkniefnamálsins: Henti lelegu hassi og amfetamíni Margir þeirra sem ákærðir hafa verið i stóra fikniefnamálinu svo- kallaða virðast hafa fengið minnið aftur og áttað sig á að við yfirheyrslur lögreglu lugu þeir til um ýmist magn eiturlyfja sem flutt voru inn eða fjölda ferða, eða ásaka lögregluna um að setja sér orð i munn; magnið hafi verið minna og ferðirnar færri. Aðalmeðferð málsins hófst á mánudag. Nítján manns hafa verið ákærðir í þessum hluta málsins, sem fjallar um innfluting á gíf- urlegu magni eiturlyíja frá Hollandi, Danmörku og Banda- ríkjunum og hafa níu manns setið í gæsluvarðhaldi á Litla- Hrauni síðan í september í fyrra. Höfuðpaurum málsins, þeim Sverri Þór Gunnarssyni, Gunnlaugi Ingi- bergssyni, Herbimi Sigmundssyni, Andrési Ingibergssyni, Guðmundi Ragnarssyni, Ólafi Ágústi Ægissyni og Júlíusi Kristófer Eggertssyni, er gert að hafa notfært sér aðstöðu Samskipa og flutt efnin til íslands í gámum skipafélagsins, en þrír þeirra, Guðmundur, Gunnlaugur og Andrés, störfuðu hjá Samskipum. ákærðu segja magnið minna og ferðirnar færri Magnið sagt minna Flestir hinna ákærðu hafa viður kennt aðild sína að málinu, en lögreglan lagði hald á 24 kiló af hassi, 4 kíló af am- hafa flutt inn 171 kíló af kannabis til íslands á tæpum tveimur árum. Þessi tala er byggð á játning- um hinna ákærðu við yflr- heyrslur hjá lögreglu og Sakborningarnir eru ákærðir fyrir að hafa flutt inn 330 grömm af kókaíni frá Bandaríkjunum. 43 kíló afhassi, 17 kíló af marijúana, 5 kíló af amfetamíni, 2,3 kíló af kókaíni og 5.500 e-töflur frá Amsterdam; og 171 kíló af kannabis, 250 e-töflur og 100 g af amfetamíni frá Kaupmannahöfn. Settur saksóknari, Kolbrún Sævarsdóttir, hefur sagt þessar tölur byggiast á framburði sakborninga í lögregluyfirheyrslum. fetamíni, 1 kíló af kókaíni og 6000 e- töflur í september í fyrra, en heild- armagnið er talið mun meira. Sem dæmi er Gunnlaugi gefið að sök að dómara. Gunnlaugur sagði Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara hins vegar á mánudag að hann hefði einungis flutt inn um 25 kfló af kannabis á þessum tíma. Aðrir ákærðir neituðu einnig að magnið væri jafn mikið og ákæran á hend- ur þeim segir tU um. Rúnar Ben Maitsland sagði settum saksóknara Kolbrúnu Sævarsdóttur í gær að hann hefði keypt sex kUó af „lélegu hassi“ og „lélegu amfetamín" frá HoUandi, sem hann henti að mestu leyti vegna lakra gæða efnanna. Rúnar sagðist eiga kærustu í HoUandi og það sé ástæða mikiUar veru hans í Amsterdam. Hluti af málsskjölum setts sak- sóknara Kolbrúnar Sævarsdóttur eru símhleranir lögreglu á sím- um meintra höfuðpaura málsins, en lögreglan hafði hlerað síma þeirra í alUangan tíma áöur en mennimir voru handteknir. í fyrra hluta þessarar viku var flaUað um Danmerkurhluta máls- ins. í gær var svo byrjað á innflutn- ingnum frá HoUandi og síðan verð- ur átt við það sem kom frá Banda- ríkjunum. Tvær vikur eru frátekn- ar fyrir málið í Héraðsdómi Reykja- víkur. -SMK Nýr skírnarfontur í Grafarvogskirkju: Skírt í heiðargrjóti - staðsetningin hefur táknræna merkingu Það var glatt á hjaUa við Grafar- vogskirkju í gær. Tilefni gleðinnar var nýr skímarfontur sem til stend- ur að taka í notkun í þessari næst- stærstu kirkju landsins, þar sem jafnframt er flölmennasta sókn landsins. Farið var frá Grafarvogskirkju klukkan 10 í gærmorgun upp i Graf- arholt - Þúsaldarhverfið svokaUaða - og sótt þangaö rammíslenskt heiðargrjót sem til stendur að stað- setja við inngang kirkjunnar. Staðsetningin hefur táknræna þýðingu þar sem hægt verður að skíra böm við inngang kirkjunnar og halda síðan athöfnina inni í kirkjunni eftir að bömin hafa verið skírð. Kirkjan verður vígð 18. júní nk. -ÓRV Veðrið heima Gunnar Óskarsson rýnir i veðurathugunarstöðina sína. Sumargjöfin í ár: Veðurathugunarstöð í stofunni heima Sameining slökkviliða: Undirritun í slökkvibíl Það er engin venjuleg samninga- undirritun sem fram fer á brúnni á Arnameshæð í Garðabæ í dag. Um er að ræða samning sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins um stofnun byggðasamlags um slökkvUið þeirra. Sveitarstjórar munu mæta tU leiks á slökkvibflunum kl. 13. Þá munu flug- málasflóri og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri undirrita þjón- ustusamning um rekstur slökkvUiðs- ins á ReykjavíkurflugveUi. Á svæði slökkvUiðs höfuðborgar- svæðisins eru nú um 170.000 íbúar og tU að tryggja öryggi þeirra eru u.þ.b. 20 tU 28 slökkvUiðs- og sjúkra- flutningamenn á vakt. -HH „Þetta er sumargjöfin í ár og ég held að hver sem er ætti að geta splæst þessu á sig í góðærinu," sagði Gunnar Óskarsson hjá Samey í Garðabæ sem hefur flutt til landsins nokkrar litlar veðurathugunarstöðv- ar tfl notkunar í heimahúsum. „Stöð- in er ekki stærri að ummáli en eitt A-4 blað og er hægt að hengja hana upp á vegg eða þá bara að hafa á borði ef viU. Hún kostar ekki nema 80 þúsund krónur," sagði Gunnar. Veðurathugunarstöðin mælir hita- og rakastig, loftþrýsting, vindstyrk, vindátt og úrkomu og er með öUu þráölaus. Nemar utandyra senda upplýsingar í stöðina sem hægt er að lesa jafnharðan. Einnig er hægt að tengja stöðina við tölvu og fá þannig upplýsingar um veður á mismun- andi stöðum, tU dæmis í sumarbú- staðnum, á golfveUinum eða í hest- húsagirðingunni, en þá þarf veðurat- hugunarstöðin að vera þar. „Þá er einnig hægt að lesa þróun loftþrýstings úr þessum upplýsing- um en það gefur eigendum tækifæri til að spá um hugsanlegar veður- horfur næstu daga með töluverðri nákvæmni. Þetta er heimUistæki framtíðarinnar og verður bráðum jafnsjálfsagt og hrærivélin," sagði Gunnar Óskarsson. -EIR Sækist eftir Hrappsey Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar, sækist eftir því að kaupa Hrappsey, eina stærstu eyju Breiðaflarðar. Stöð 2 greindi frá. Olögleg málverkasala Fjórir Egyptar og einn Finni voru handteknir á Akureyri í gær þar sem þeir voru að selja olíumálverk án tU- skUinna leyfa. 27 verk fundust í bíl þeirra og 211 til viðbótar í sumarbú- stað sem þeir höfðu tekið á leigu. í fréttum Bylgjunnar var greint frá því að við yfirheyrslur lögreglu gáfu þeir þá skýringu að þeir hafi ætlað að gefa vinum og kunningjum verkin en gátu þó ekki bent á neinn vin. 50.000 vilja á Kristnihátíð Meirihluti íslendinga hefur ekki hugsað sér að mæta á Kristnihátíð á Þingvöllum, samkvæmt könnun GaUups, og flestir bera við áhuga- leysi eða ótta við umferðaröngþveiti. Um 17% aðspurðra reikna með að mæta og ef það gengur eftir stefnir í að hátt í 50.000 manns verði á hátíð- inni. Stöð 2 greindi frá. 1,3 milljónir í hásetahlut Togari Samherja, Margrét EA, er á leið tU Akureyrar með tæplega 500 tonn af grálúðu sem skipið fékk á Hampiðjutorginu út af Vestflörðum. í fréttum RÚV var greint frá því að aflaverðmæti er um 112 miUjónir króna eftir 24 daga veiðiferð. Þetta er eitt mesta verðmæti á úthaldsdag hjá íslensku skipi í sögunni. Hásetahlut- urinn í veiðiferðinni er um 1.300.000 kr. Mjög góð grálúðuveiði hefur ver- ið á þessum slóðum að undanfórnu. Clinton í Evrópu 1 BUl Clinton 18 Bandarikjaforseti j kom til Portúgal í H dag en það er fyrsti ú áfangastaður i Evr- *»► Jk ópuför hans. Clinton ‘ -%] mun einnig heim- ■ tt)T Jjtfj sækja Þýskaland, Rússland og Úkra- ínu. Þetta verður að öUum líkindum síðasta Evrópufór Clintons í embætti forseta. Ríkið biðst afsökunar íslenska ríkið hefur beðið konu af- sökunar fyrir að hafa haldið henni í gæsluvarðhaldi að ósekju en konan kærði varðhaldið tU Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Hún fær einnig 1,5 miUjónir króna í skaðabætur. Ríkis- sjónvarpið greindi frá. Fötluðum ekki unnið mein PáU Pétursson félagsmálaráðherra segir að ekki standi tU að vinna fötl- uðum mein með því að senda þá út í Hrísey, eins og skUja hefði mátt á yf- irlýsingum formanns Þroskahjálpar. Hann segir viðbrögð hans með ólík- indum. Mengunarvarnir Ríkisstjómin samþykkti á fundi sínum í morgun að verja um tveimur miUjónum króna í tengslum við E1 GriUo á Seyöisfirði í sumar. Koma á upp mengunarvamargirðingu fyrir ofan flakið tU að koma í veg fyrir að olía sem lekið hefur úr skipinu berist um nærliggjandi svæði. I haust verð- ur málið tekið fyrir á Alþingi og inn í flárlög. Allir hætta PáU Pétursson fé- lagsmálaráðherra hefur tilkynnt starfs- mönnum Skrifstofu jafnréttismála, áður Jafnréttisráðs, að starfsemin verði flutt út á land. AUir starfs- menn skrUstofunnar munu hætta við flutninginn. -jtr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.