Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Side 7
7
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000
JOV
Fréttir
DV,AKRANESl:_____________________
I september síðastliðnum kom
forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, í heimsókn til Akraness
ásamt Lennart Meri, forseta Eist-
lands. Þá heimsóttu forsetamir
Grundaskóla og Brekkubæjarskóla
og tóku þátt í athöfn í íþróttahúsinu
við Vesturgötu.
Lennart Meri hreifst af þessum
þætti heimsóknarinnar og í viðræð-
um við fulltrúa bæjarins kom fram
að hann vildi koma á fót sýnilegum
tengslum á milli æsku Eistlands og
Akraness. Á hans vegum hafa nú
borist fræ sem hefur verið sáð. í
haust verða trúlega litlar en öflugar
plöntur, sem þola íslenska veðráttu,
gróðursettar á lóðum grunnskól-
anna.
Ákveðið var að fela núverandi
fyrstu bekkingum grunnskólanna
það verk að sá hluta af þessum fræj-
um. Síðan eiga bömin að fylgjast
með trjávextinum þann tíma sem
þau stunda nám í grunnskólunum,
DVWVNDIR DANIEL V. ÓLAFSSON.
Sáðu eistneska fræinu
Krakkarnir sem tóku þátt í sáningunni ásamt kennurum sínum á föstudaginn. Fylgst veröur meö
trjávextinum næstu 9 árin.
Eistnesk fræ í
íslenska jörð
Samskipti við Eistland
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, Hrafnkell Proppé garöyrkjustjóri
og Jón Sigurðarson, ræöismaöur Eistlands.
eða næstu 9 árin. Athöfnin fór fram dag, að viðstöddum Jóni Sigurðs-
í skógræktinni síðastliðinn fóstu- syni, ræðismanni Eistlands. -DVÓ
I BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
I BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík
Skólavörðuholt - Austurbæjarskóli
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að
breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts. Tillaga er
um að reisa eina hæð ofan á spennistöð sunnan
Austurbæjarskóla fyrir kennslu-stofur og tengingu
þess húsnæðis viö skólann með yfirbyggðri brú.
Vesturhöfn
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að
breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar. Byggingar-
reitir á lóðunum Fiskislóð 14 og Grandagarði 103
breytast. Hámarks mænishæðir bygginga á lóðum nr.
32, 34-36 og 45 við Fiskislóð og nr. 103 við
Grandagarð breytast. Þá falla niður kvaðir um
hámarks vegghæðir bygginga á sömu lóðum.
Klettasvæði
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að
breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis. Lóðin Kletta-
garðar 5 stækkar og nýtingarhlutfali eykst.
Sameiginleg innkeyrsla verður frá Kletta-görðum fyrir
lóðirnar nr. 6 og 8-10. Lóðin Klettagarðar 9 minnkar.
Tillögurnar liggja frammi í sal Borgar-skipulag og
Byggingarfulltrúa Reykjavíkur, Borgartúni 3, 1. hæð,
virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 31. maí til 28. júní
2000.
Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflegatil
Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 12. júlí
2000.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan
tilskilins frests, teljast samþykkir.
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
sölutilkynningar
og afsöl
550 5000
Hinn 1. júní n.k. verður breyting á leiðakerfi Almenningsvagna bs.
Leið 57 ekur nú að Hrafnistu á leið sinni til og frá Álftanesi.
Leiðir 63 og 67 í Kópavogi aka um Gullsmára .
Nánari upplýsingar í nýju símaskránni og á heimasíðu okkar www.av.is
m
í sumar verður til reynslu heimilt að taka reiðhjól með í vagnana.
✓ i .✓
/ r
J:
j S3
Almenninqsvaqnar bs.