Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 Útlönd DV Bill Clinton Fundar meö leiötogum EB í dag. Óvíst um lausn ágreiningsmála Óvíst er hvort Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, og leiötogar Evr- ópusambandsins muni jafna stig- vaxandi ágreining ríkjanna á fundi þeirra í Portúgal í dag. Hins veg- ar mun verða reynt eftir fremsta megni að leggja drögin að baráttu gegn sjúkdómum i fátækari og van- þróaðri ríkjum heimsins. Clinton hafði áður sagt frétta- mönnum að hann vonaðist til að leysa ágreining þjóðanna á við- skiptasviðinu, þ. á m. um útflutning Bandaríkjanna til Evrópu, bann Evrópusambandsins við innflutn- ingi á hormónabættu nautakjöti og evrópskar reglur varðandi banana- innflutning. Fram hefur komið að bandarískir embættismenn vænta ekki of mikils af viðræðunum. Laxinn í Norður- Atlantshafi í út- rýmingarhættu Villti laxastofninn í Norður-Atl- antshafi er í útrýmingarhættu vegna ofveiði og samkeppni um klakstöðvar i ánum við frændur þeirra sem hafa sloppið úr laxeldis- stöðvum. Náttúruverndarsamtökin WWF sögðu i gær að villti laxastofninn hefði aldrei verið minni en nú. Neytendur gerðu sér hins vegar ekki grein fyrir ástandinu þar sem framboð á eldislaxi hefði aldrei ver- ið meira. Laxveiði í Norður-Atlantshafinu nam 2.170 tonnum í fyrra en hún nam 12 þúsund tonnum um miðjan áttunda áratuginn. WWF segir að laxverndunarsamtökin NASCO, sem funda í næstu viku í Kanada, ættu að ganga harðar fram. Kampavínið horfið Karl Bretaprins lét stela af sér kassa af forláta kampavíni. Kampavíni stolið frá Karli prinsi Karl Bretaprins kallaði til lög- regluna fyrir þremur vikum eftir að kassa af kampavíni var stolið úr einkaskrifstofum hans, að sögn breska blaðsins Mirror í morgun. Ríkisarfinn brást, að sögn, ákaf- lega reiður við þegar þjófnaðurinn uppgötvaðist fljótlega eftir að komið hafði verið með kassann á skrifstof- ur hans í St. James’s höll. Prinsinn ætlaði að bjóða kampavínið gestum í einkaveislu. Að sögn Mirror hafa rannsóknar- lögreglumenn útilokað innbrot. Tugir starfsmanna hallarinnar hafa verið yflrheyrðir vegna þjófnaðar- ins þar sem talið er að innanbúðar- maður kunni að hafa staðið fyrir honum. Repúblikanar velja sér andstæðing Hillary: Lazio talar undir laginu úr Rocky Repúblikanar i New York til- nefndu fulltrúadeildarþingmanninn Rick Lazio sem andstæðing Hillary Clinton forsetafrúar í kosningunum til öldungadeildarinnar í haust. Lazio kemur í stað Gudys Giulianis, borgarstjóra í New York, sem varð að draga sig í hlé af heilsufarsá- stæðum og vegna vandræðagangs í kvennamálum. Lazio, sem er ekki nema 42 ára gamall, ávarpaði samkomu flokks- bræðra sinna í Buffalo með titillag- ið úr kvikmyndinni Rocky sem und- irleik. Hann sagðist vera ólmur í að hella sér út í baráttuna við forseta- frúna sem er mun þekktari en hann og hefur miklu meira fé handa á milli. „Ég geri mér engar grillur um þessa kosningabaráttu. Ég er lítil- magninn í þessu kapphlaupi," sagði Lazio sem hefur verið þingmaður Long Island I New York i fjögur kjörtímabil. „Hún kemur til New York með stuðningi allra vinstrisinnuðu sér- Tll í slaginn Fulltrúadeildarþingmaöurinn Rick Lazio er tilbúinn til aö berjast viö FHiiary Clinton forsetafrú um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. hagsmunahópanna, frá innanbúðar- mönnum í Washington til flna fólks- ins í Hollywood. Ég hef eitt umfram hana. Ég get verið ég sjálfur. Ég er New York-búi.“ Lazio var með bólgna vör á fund- inum í Buffalo í gærkvöld. Þing- maðurinn varð fyrir því að hrasa í skrúðgöngu í New York á mánudag. Frambjóðandi repúblikana lýsti yfir stuðningi sínum við lægri skatta, minni ríkisumsvif og sagði nauðsynlegt að tvinna saman per- sónulega ábyrgð og aðstoð við þurfalinga. Lazio sagði fundarmönnum að hann væri stoltur af því sem hann hefði afrekað i fulltrúadeildinni. Hann er talinn hófsamur í skoðun- um. Hann er andvígur því að fóstur- eyðingar séu greiddar af almannafé og hann er á móti skráningu á byss- um. Hillary er á hinn bóginn fylgjandi því að fóstureyðingar séu greiddar af almannafé og hún er hlynnt hert- um reglum um eftirlit með byssum. Móðir og barn að leik Þau voru heldur makindaleg, hvíta trígrismamman og unginn hennar þar sem þau léku sér í dýragaröinum í Kalkútta á Indlandi í gær. Sex hvítir tígrar eru nú í dýragaröinum, og er þá unginn á myndinni meötalinn. EEEE 33 Andúð í garð Oxford William Hague, formaður breska íhaldsflokksins, hefur gagnrýnt Verkamannaflokk- inn fyrir að sýna viljandi i verki andúð í garð Ox- ford- og Cambridge- háskólanna. Gagnrýnin kemur í kjölfar þess að flokkurinn gagn- rýndi skólayfirvöld í Oxford fyrir að meina stúlku aðgang að skólanum sem sagði að henni hefði verið mis- munað þar sem hún kæmi úr ríkis- reknum skóla. 17 farast í bílslysi í Afríku Sautján létust i bilslysi í Suður- Afríku í gær þegar vörubíll með fólk á palli fór út af veginum. Framtíð Sankohs rædd Stjómvöld í Sierra Leone hafa enn ekki ákveðið hvort leiðtogi upp- reisnarmanna, Foday Sankoh, verði leiddur fyrir dómara þar í landi eða erlendis. Sankoh verður m.a. ákærður fyrir striðsglæpi og fyrir valdaránstilraun. Vikingar í haldi Sænska víkingaskipið sem ætlar að sigla áleiðis til Ameríku í tilefni af landafundunum hefur verið stöðvað á leið sinni. Yfirvöld í Gautaborg vilja kanna hvort menn og búnaður sé í lagi áður en haldið er áfram. Methækkun á Nasdaq Methækkun varð á hlutabréfum á Nasdaq-markaðinum í New York í gær, meðal annars vegna skýrslu um gott útlit hjá helstu hátæknifyr- irtækjunum. Dregur úr spennu Terje Röd-Lar- sen, sendifulltrúi SÞ í Mið-Austur- löndum, sagði í gær að dregið hefði úr spennu við landa- mæri ísraels og Líb- anons. Sérfræðingar kanna enn hvort ísraelar hafi farið yfir landa- mærin með alla menn sína. Eþíópar vilja breytingu Eþíópsk stjórnvöld hafa beðið Einingarsamtök Afríku um að breyta áætlunum sínum um enda- lok striðsátakanna við Erítreu vegna sigra á vígvellinum. Valdaránið á Fídjieyjum: Speight unir illa við nýjan forsætisráðherra landsins Hermálayílrvöld á Fídjieyjum veittu uppreisnarmanninum George Speight viðnám í gær og skipuðu nýjan forsætisráðherra. Speight hafði fram að þessu haldið gísla í þinghúsinu í Suva. Útvarpsstöðvar sendu frá sér til- kynningEir og vöruðu fólk við því að vera á ferð nálægt þinghúsinu eftir að stuðningsmenn Speights hófu grjótkast og tóku leigubíla í eigu Indverja eignamámi. Sem kunnugt er tók Speight völd- in í sínar hendur 19. maí síðastlið- inn steypti þáverandi stjórn. Meðal gísla Speights var fyrsti forsætisráð- herra eyjanna sem er indverskur að uppruna. Frank Bainimarama, yfirmaður hermála, sem kom herlögum á í landinu á mánudag síðastliðinn eft- ir stigvaxandi átök á götum úti, George Spencer Fytgismenn hans eru margir hverjir ósáttir þó hálfur sigur sé unninn. sagðist myndu halda fast við þá ákvörðun sína að skipa fyrrum her- mann og diplómat, Ratu Epeli Nailatikau, sem forsætisráðherra landsins til bráðabirgða. Fyrir ligg- ur að Spencer er ósáttur við valið á Nailatikau. Spencer sagði í útvarpsviðtali að stjórn hans liti á þessa ákvörðun hersins sem bil sem skapast hefði milli þessara tveggja aðila þrátt fyr- ir góðan ásetning beggja í fyrstu. Samt sem áður hefur Bainimara- ma látið undan sumum af kröfum Spencers, þ. á m. einni af grundvall- arkröfum hans sem kvað á um að eldri stjómarskrá landsins yrði tek- in aftur í gildi en hún gerir inn- fæddum hærra undir höfði. Eitt af því sem Spencer hefur gagnrýnt hvað harðast er réttleysi innfæddra gagnvart Indverjum. Pútín róar landsbyggð Vladímír Pútín Rússlandsforseti reyndi að róa lands- byggðarmenn i gær með því að segja að fyrirhugaðri skipt- ingu landsins í sjö héruð væri ætlað að styrkja lög og reglu en ekki þrengja að sveitar- stjórnum. Barak hittir Clinton Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Bill Clinton Bandarikja- forseti hittast 1 Berlín á morgun til að ræða leiðir til að þoka friðarum- leitunum ísraela og Palestínu- manna eitthvað áleiðis. Friðarvið- ræður eiga að hefjast aftur í dag fyr-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.