Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 43 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason A&stoðarritstjóri: Jðnas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sírni: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstyórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ófagur samfélagsspegill Aðalmeðferð í hinu svokallaða stóra fíkniefnamáli sem upp kom i september á liðnu ári hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Málið er viðamikið og gert er ráð fyrir að meðferð þess fyrir dómi taki um hálfan mánuð. Rikissaksóknari ákærir nítján manns fyrir aðild að mál- inu og rúmlega tugur til viðbótar er ákærður af efnahags- brotadeild Ríkislögreglustjóra fyrir peningaþvætti. Meðferð þessa máls nú, sem og annars stórs fíkniefna- máls sem kennt er við e-töflur, beinir enn og aftur kast- ljósinu að fíkniefnamálunum, mesta samfélagsvanda sam- tímans og undirrót margra alvarlegustu afbrota sem fram- in eru, frá innbrotum og öðrum auðgunarbrotum til nauðgunarmála og jafnvel manndrápa. Þróun í fangelsismálum hefur breyst mjög vegna þessa alvarlega þjóðfélagsmeins. Fjórir af hverjum tíu saka- mönnum sem nú sitja inni í fangelsinu á Litla-Hrauni, annaðhvort í afþlánun eða gæsluvarðhaldi, eru þar vegna fíkniefnamála sem aðalbrots. Auk fyrri fíkniefnamála sitja nú um tuttugu manns í gæsluvarðhaldi vegna þess- ara tveggja mála og ákæruvaldið gerir ráð fyrir að heild- artala sakbominga og dóma i þessum tveimur málum verði um eða yfir fjörutíu. Fari svo er þess vart langt að bíða að annar hver fangi sitji inni vegna fíkniefnabrota. „Brotin sem um er að ræða endurspegla þjóðfélagið hverju sinni,“ segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðing- ur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Samstarf starfsmanna Ríkislögreglustjóra og Ríkistoll- stjóra hefur skilað góðum árangri og handtaka þeirra sem tengjast þessum stóru fikniefnamálum og lokun þeirra smyglleiða hafði greinileg áhrif á markaðinn fyrst á eftir. Ömurleg staðreynd er hins vegar að aðrir taka við kefl- inu, menn sem einskis svífast í von um skjótfenginn gróða og skeyta engu um ill örlög þeirra sem ánetjast eitrinu. Kostnaður hins opinbera við að ná tangarhaldi á fíknefnaþrjótunum er mikill enda er ómæld vinna að baki hverju máli, allt frá uppljóstrun og rannsókn máls að dómi og afplánun. Sú vinna kemur berlega í ljós í tengsl- um við stóra fíkniefnamálið þar sem viðamiklar símahler- anir, samvinna milli landa og fleira sýna að starfsemi glæpamannanna hefur lengi verið í athugun áður en til skarar var látið skríða. Upptaka eigna sem verða til fyrir fikniefnagróða er áhrifamikil aðgerð og á hana reynir í stóra fíkniefnamál- inu. Beita verður öllum ráðum til þess að koma í veg fyr- ir að fíkniefnasmyglarar, -salar og fjármögnunaraðilar haldi hinum illa feng. Hvergi má gefa eftir og raunar þarf að taka enn fastar á til þess að framhald verði á ágætum árangri í baráttu við sölumenn dauðans. Lögregla og tollgæsla hafa unnið mark- visst að því að góma eitursmyglara, hvort sem þeir koma sjálfir með efnin, nýta svokölluð burðardýr eða senda varninginn til landsins með öðrum hætti. En ekki er síður mikilsvert að reyna að komast að sölu- og dreifingaraðil- um í gegnum fíkniefnaneytendur sem kaupa efnin á mark- aði. Smæð samfélagsins ætti að auðvelda það starf. Stjórnvöld hétu auknu framlagi til baráttunnar gegn fíkniefnunum fyrir síðustu kosningar. Þar má betur ef duga skal. Staða ríkissjóðs er sem betur fer góð og hann aflögufær. Takist að draga úr innflutningi og sölu eitur- efnanna og koma höfuðpaurum undir lás og slá skila þeir peningar sem til þeirrar baráttu eru lagðir margfalt. Þá er ótalið það sem ekki verður mælt í peningum - líf, heilsa og hamingja fólks. Jónas Haraldsson DV Skoðun Leiguíbúðir nútímans Líklega ætti þessi hug- vekja aö heita „Leiguíbúðir ígildi eignaríbúða", sem er eins konar ákall um jafn- rétti, eðlilegt val á markaði. í þessu samhengi er íbúðin jafngild í einbýlishúsi eða fjölbýli, enda valið um um- ráðarétt á mismunandi eignargrunni, ekkert ann- að. Samningsbundinn um- ráðaréttur er kjarni máls- ins, ekki eignarhaldið; að sá sem tekur sér búsetu hafi átt þess kost að velja um eign eða leigu á sambærilegum for- sendum. Þeir sem þurfa stuðning til annars hvors njóti hans einnig á grunni sömu sjónarmiða. Leigumarkaðurinn Sá markaður leiguhúsnæðis sem nú er til er villtur og afvegaleiddur. Leigusalar og leigutakar eru án efa í meirihluta aö stunda óyndislega íþrótt; limbó um kjör, umgengni, leigutima, skatta og ekki síst öryggis- leysi beggja, þó einkum leigutaka. Ekki bætir úr skák að til eru Leigj- endasamtök, sem virðast hafa það sérstaka hlutverk að gráta upp leiguverð á markaðnum. Skilaboð þeirra til leigusala eru að hækka leiguna með fávíslegum upplýsing- um í fjölmiðlum um upphæð húsaleigu. Ástæða er til þess að gera athugasemdir við trúgirni fjölmiðlanna sem taka því fremur fegins hendi að hreppa hrikalegustu fréttir Leigjendasamtakanna en að grufla í leigumarkaðnum og leiða fram i dagsljósið raun- verulegt ástand og ástæður þess. Fasteignafélög Hingað til hefur ekki verið nægilega áhugavert fyrir fjár- festa í íbúðarhúsnæði að byggja það og reka sem leiguhúsnæði, almennt séð. Þetta kann að breytast. íbúðalánasjóður getur nú lánað leigusölum og ný teg- und fasteignafélaga er komin til skjalanna. Herbert Guðmundsson framkvæmdastjóri „Mér er þó Ijóst, eins fyrr hefur komið fram, að leigjendur eru í vondri stöðu, sama hjá hverjum þeir leigja, á meðan kerfið um leigu íbúðarhúsnœðis er ekki jafngilt kerfinu um eignarhúsnœð- ið í einu og öllu. “ - Á fundi Félagsstofnunar um húsnæðismál. Á nýafstöðu Mannvirkjaþingi Byggingarþjónustunnar lýsti Stefán Friðfinnsson, forstjóri ÍAV hf., þeirri skoðun að fast- eignafélög hefðu fullan hug á rekstri íbúðarhúsnæðis til út- leigu, að uppfylltum skilyrðum um jöfnun aðstöðu eigenda og leigjenda. Heimilislausir ieígjendur Eins og skilja má af framan- sögðu er ég ekki í trúarsöfnuði Leigjendasamtakanna, sem mér þykir að hafi ekki í frammi vænleg sjónarmið og séu frekar úrill út í allt og alla á opinber- um vettvangi. Það væri því ekki úr vegi að aðrir tækju kúrsinn fyrir leigjendur. Mér er þó ljóst, eins fyrr hef- ur komið fram, að leigjendur eru í vondri stöðu, sama hjá hverjum þeir leigja, á meðan kerflð um leigu íbúðarhúsnæðis er ekki jafngilt kerfmu um eign- arhúsnæöið í einu og öllu. í þennan spotta mætti kippa með snörpu átaki. Herbert Guðmundsson Spörum meira Þegar talið var, að Ástþór Magnús- son gæfi kost á sér í forsetaembætt- ið, skrifuðu nokkrir ísfirðingar und- ir áskorun til hans um að gera það ekki og spara með því þjóðinni kostnaö við forsetakjör. Ég vil ganga enn lengra og spara þjóðinni kostnað við forsetaembættiö. Eðlilegt væri að leggja embættið í núverandi mynd sinni niður og fela öðrum þær skyld- ur, sem forseti hefur. Þetta tengist að sjálfsögðu ekki nú- verandi forseta íslands, Ólafi Ragn- ari Grímssyni, enda setti ég hug- myndina fram þegar árið 1987 í lítilli bók um stjómarskrármálið. Forseti Alþingis gegni skyldunum Mikilvægustu skyldur forseta ís- lands eru að koma fram fyrir hönd þjóðarinncir. Þetta felur meðal ann- ars í sér, að hann tekur á móti þjóð- höfðingjum annarra landa og heim- sækir þá og veitir fjölda fólks viðurkenningu fyrir vel unnin störf, ýmist með því að hengja á það heiðurs- merki eða sækja samkomur þess, þótt hann sé valdalaus og ábyrgðarlaus á stjómar- athöfnum. Ég fæ ekki betur séð en forseti Alþingis gæti hæg- lega gegnt þessum skyldum til viðbótar núverandi starfi. Opinberar heimsókn- ir til íslands og frá því og út á land fara einmitt aðallega fram á sumrin, þegar Al- þingi situr ekki. Rökin fyrir slikri skipan eru þríþætt. Einfaldara og ódýrara í fyrsta lagi yröi þetta miklu ein- faldari og ódýrari en núverandi skip- an. Það yrði blátt áfram einni siiki- húfunni færra. Þótt gera mætti ráð fyrir, að kjör forseta Alþingis myndu batna talsvert við það, að hann yrði að axla skyldur forseta íslands, myndi það ekki vera neitt í líkingu við það, sem sparaðist. Eftir að skatt- fríðindi forseta og maka hans voru felld úr gildi á nýliðnu Alþingi, er við því að búast, að laun forseta verði hátt í tvær milljónir króna á mánuði eða nálægt hundrað milljón- um króna á kjörtímabili. Annar kostnaður af forsetaembættinu hefur einnig stóraukist í tíð þeirra Vigdís- ar Finnbogadóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar, enda hafa þau bæði ver- ið ferða- og veisluglöð. í samræmi við þjóðararfinn í öðru lagi yrði þetta miklu frekar í samræmi við þjóðararf okkar ís- lendinga en núverandi skipan. Forsetinn er í raun vandræðalegur staðgengill Danakonungs, eins og ég benti á í riti mínu árið 1987, þótt ísland hafi í öndverðu verið byggt fólki, sem vildi vera frjálst „af ágangi kon- unga og illræðismanna", eins og segir í Vatnsdæla sögu. Sá hugsunarháttur, sem birtist í djúpum hneiging- um fyrir valdsmönnum, hirðsiðum, titlatogi og ýmsu tildri er fjarlægur ís- lendingum, þótt hann kunni að veita ljósmyndurum og öðrum starfs- mönnum myndskreyttra vikublaða margvísleg verkefni. Svissland þykir til fyrirmyndar um stjómarfar, en þar vita fáir sem engir, hvað forset- inn heitir, enda skiptast ráðherrar á að gegna skyldum hans. Virðingarvottur við Alþingi í þriðja lagi væri það virðingar- vottur við Alþingi íslendinga, að for- seti þess væri jafnframt þjóðhöfö- ingi. Við íslendingar hreykjum okk- ur stundum af því að eiga elsta starf- andi þing heims. Og vissulega var is- lenska þjóðveldið um margt afar merkilegt. En er þá ekki rétt að vekja athygli á því með því að hefja Alþingi tÚ aukins vegs? Þær röksemdir, sem stuðnings- menn Ólafs Ragnars Grímssonar færðu einmitt fram 1 forsetakjöri fyr- ir fjórum árum, að forsetinn yrði að vera lífsreyndur maður, sem þekkti og skildi stjórnmál, eiga hér að minnsta kosti vel við. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Ég fœ ekki betur séð en forseti Alþingis gœti hœglega gegnt þessum skyldum til viðbótar núverandi starfi. Opinberar heimsóknir til íslands og frá því og út á land fara einmitt aðállega fram á sumrin, þegar Al- þingi situr ekki.“ Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor Með og á móti rr/ífiríM1 'ögin á höfuðborgarsvœðinu? Stærð er styrkur Fjölbreytileika í byggð J „Það eru engin landfræðileg rök ■ fyrir því að sveit- arfélögin séu átta. Skynsamlegra væri að hafa þau færri en svo geta menn deilt um hvað sé réttur fjöldi. Ég er ekki fylgjandi einu stóru sveitarfélagi því ég vil að borgarar geti gert saman- burð á þjónustu og sköttum. _________ Ég er ósammála því að sam- einingin sé ógnun við landsbyggðina og samkeppni okkar við nágranna- löndin um fólk er einnig mikilvæg. Guðlaugur Þór Þór&arson borgarfulltrúi Þeir sem trúa því að stærð sé styrkur hljóta að vera hlynnt- ir sameiningu. Hlutimir hafa líka breyst og ungt fólk sækir þjónustu þvert á landamæri. Ég get líka vel skilið við- horf bæjarstjórans á Seltjam- amesi sem finnst ekki fysileg- ur kostur að sameinast Reykjavík. R-listinn er náttúr- lega við völd og á meðan verð- ur erfitt að selja borgina en við skulum ekki gleyma því að valda- tima R-listans lýkur vonandi fyrr en varir.“ , / -:? „Meginmark- | miðið með starf- rækslu sveitar- r stjómarstigsins er að sú þjónusta sem sveitar- stjómir standa fyrir liggi sem næst íbúunum þannig að þeir geti haft áhrif á þjónustustig- ið og hvaða þjónusta er veitt. Þetta mikilvægi týnist í mjög stórum sveitarfélögum. Þá tel ég þann ávinning sem fæst með hagkvæmni stærðarinn- ar ofmetinn og hann gæti vel náðst með nánara samstarfi sveitarfélaga. Jönas Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Einnig held ég að sveitar- félag af þessari stærð yrði það stór eining að það myndi skapa mjög mikið misvægi við landsbyggðina. Með fleiri sveitarfélögum er miklu líklegra að menn geti verið með meiri fjöl- breytileika í byggð því fólk getur fundið sér búsetu mið- að við það umhverfi sem það vill búa í, með tilliti til þétt- leika byggðar og nálægðar við útivistarsvæði og fleira þar að lútandi." -jtr Umræðan um sameiningu sveitarfélaga hefur verið ofarlega á baugi upp á síðkastið og sýnist sltt hverjum. Smærri bæjarfélögln fá oft tilfinningu fyrir því að þau stærrl muni gleypa þau og skapast oft nokkur styrr þegar hugmyndin er reifuð. Ummæli Vinnutími og framleiöni „Með styttingu vinnuvikunnar náðist fram mikil- væg krafa, sem miðar að því að auka lífsgæði fé- lagsmanna, sem skila munu sér i auknum afköstum og aukinni framleiðni. Eins og oft hefur verið bent á, á þessum vett- vangi, er vinnutími á íslandi með því lengsta sem þekkist í heiminum. Framleiðni er hins vegar minni hér en í löndum þar sem vinnutíminn er mun styttri. Það eru skilaboð til að- ila vinnumarkaðarins." Magnús L. Sveinsson í forystugrein VR-blaðsins Samgöngukerfi og byggöaþróun „Samgöngukerfi þessara landshluta er hluti af sam- göngukerfi landsins og vegir eru ekki eingöngu fyrir íbúa þeirra landsvæða, sem þeir liggja um, heldur eru þeir fyr- ir alla landsmenn og þá umferð ferða- manna, innlendra og erlendra, sem fer sívaxandi með hverju ári... Ef byggða- þróun næstu ára verður sú sama og verið hefur þá mun þessi kostnaður aukast verulega á næstu árum. Nú- gildandi vegaáætlun sýnir ljóslega hvers er að vænta í þeim efnum.“ Jón Kristjánsson, form. fjárlaganefndar Alþingis, í Degi 30. maí Milliliðirnir - „al- vöru-f j árf estar “ „Nú heyrast raddir um mikla þenslu í þjóðfélag- inu... Hvað er að gerast í raun? Jú, sterk króna lækkar verð á innfluttum vörum sem er óeðli- lega hagstætt og er því mikið flutt inn... Hvað verður svo um lækkun vöruverðs sem ætti að leiða af því að gjaldeyririnn er seldur fyrir tombóluverð? Hún hverfur í milliliðina, sem nú eru kallaðir „al- vöru-fjárfestar“. Þeir nota umfram- gróðann til að kaupa hlutabréf, sem aftur styrkir krónuna, sem lækkar innflutningsverðið, svo þeir geti keypt enn þá fleiri bréf sem síðan styrkir krónuna o.s.frv. Og almenn- ingur og útflutningsfyrirtækin safna skuldum." Halldðr Bjarnason framkvstj. I Mbl. 20. maí Spönsk ásýnd Fyrir rúmum tveimur áratugum var haft viðtal í útvarpi við einn af forystu- mönnum saltfiskiðnaðarins um öflun markaða. Hann sagði frá ferðum sínum til Spánar um miðja öldina og fréttamaðurinn spurði þá nánar. „Já,“ svaraði spurð- ur, „flest kom mér þar spánskt fyrir sjónir!“ án þess að átta sig á því að hann hafði notað algengt og óbeint orðatiltæki en vita- skuld lítur Spánn spánskt út. En hvemig lítur ísland út í augum Spánverja? Ætli þeim detti ekki fyrst í hug bacalao (salt- fiskur)? Hér var á ferð fyrir skemmstu D. Jimenez-Beltran, forstjóri Umhverf- isstofnunar Evrópu (EB og EES). Af því tilefni var haldinn blaðamanna- fundur í Ráðherrabústaðnum en skýrsla um ástand umhverfis í Evr- ópu hefur verið gefin út og kynnti forstjórinn hana. Erlendar ábendingar bíta sárt Forstjórinn ræddi um umhverfis- vanda í Evrópu og sagði aö ástandið hefði ekki batnað mikið en „sjúk- dómsgreining" væri þó til orðin. Stefna í umhverfismálum er eitt en framkvæmdir annað; lönd EES settu sér oft markmið í umhverfismálum en stefnt væri síðan allt annaö í raun; til þess að ná árangri yröi að skoða atvinnulífið. Hann fór síðan yfir öll helstu atriði sem lúta að umhverfi eins og t.d. orkunotkun á hvem ein- stakling og hlutfall sjálf- bærrar orku. Á þessu sviði hefur ísland forréttindaað- stöðu en heildarorkunotk- un Islendinga er þó mest. En síðan sagði hann: „Hér sé ég eitt vandamál, upp- blásturinn!" „Þetta er einnig vandamál á Spáni, stundum mætast suðrið og norðrið með þessum hætti og er það erfitt viðfangs." í Ijósi þess að Sif umhverfisráðherra svaraði þessu ekki á umræddum fundi og hefur hvergi látið frá sér fara stafkrók opinberlega um gróður- eyðingu og uppblástur, og komist upp með það enn, er augljóst að hún verð- ur að taka afstöðu til þess. Það er mat mjög margra og sennilega flestra ís- lendinga, að þau mál séu mesta um- hverfisvandamál á íslandi. Ekki er nóg að þrástaglast á því í fjölmiðlun hvað við séum vistvæn og „sjá ekki bjálkann í eigin auga“. Hér kemur einfaldlega góður gestur frá Spáni og sér það sem Sif vill ekki sjá. Vandamálin verða ekki þöguð 1 hel og nú er sem oftar að íslendingar þurfa útlendinga til að segja sér hvemig hlutimir séu. Nýtt orðatO- tæki gæti verið: „Þetta kemur mér íslenskt fyrir sjónir," en hér er stærsta manngerða eyðimörk í Evr- ópu. Gróðurvísindamenn segja að uppblásturinn og eyðingin á afrétt- um og bithögum hafi ekki veriö stöðvuð. Bjálki í auga í síðustu ríkisstjórn var landbún- aðarráðherra einnig ráðherra um- hverfismála, ótrúlegt en satt. Reyknesingar hafa greinOega keypt köttinn í sekknum hvað Sif varðar vegna þess hve drýgindalega hún ræddi um umhverfismál fyrir kosn- ingar. Það sem hefur sést tO hennar er fálm í sambandi við olíuskipið E1 GrOlo og campylobacter í kjiöding- um. Ekki varð hún bergnumin á Eyjabökkum og kom þar síðan hvergi nærri þótt augljóslega hefði hún get- að tekið þátt í leit að málamiðlunum. Nýjustu breytingar á stefnu í þeim málum eru ekki hennar verk. Eina alvarlega efnamengun á land- inu eru spOliefnin, þungir málmar og þrávirk klórlífræn efnasambönd, sem eru nú þegar farin að hafa alvarleg áhrif á lífríki sjávar á nálægmn haf- svæðum. Þau mál virðast vera að komast i gott lag hvað ísland varðar. Venjulegt sorp er ekki alvarlegt nema á þeim stöðum þar sem því er brennt við lágan hita en þá geta myndast þrávirk efni. Vitaskuld er töluverð sjónmengun af venjulegu sorpi, en hún er aOs ekki varanleg. Umhverfisráðherrann var óvin- sælastur stjórnmálamanna síðsumars á liðnu ári; það sem hefur síðan gerst er vont efni til að fara í kosningar með. Ekki er sama metnaður og mekt. Dr. Jónas Bjarnason Dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur „Nýtt orðatiltœki gœti verið: „Þetta kemur mér íslenskt fyrir sjónir“, en hér er stœrsta manngerða eyðimörk í Evrópu. Gróðurvísindamenn segja að uppblásturinn og eyðingin á afréttum og bithögum hafi ekki verið stöðvuð. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.