Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 25
+
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000
wm
DV
Tilvera
f iö
F T I R V I tl II IJ
lí
\ - j
*• “ - a vi» m
f- >A
■#' . *
Útgáfutónleikar
Gréta Sigurjónsdóttir, gitar-
leikari Dúkkulisanna sálugu,
gefur út diskinn Glópagull og
heldur hún útgáfutónleika á
stuðstaðnum Grand Rokki. Að
þessu tilefni munu Dúkkulísurn-
ar koma saman aftur og spila
fyrir tónleikagesti. Upphitim-
aratiðið verða þeir Radíusbræð-
ur og mimu þeir hefja gaman-
mál kl. 21. Nú er bara að spreyja
sítt-að-aftan-greiðsluna á sinn
stað og fara í litskrúðugu
eighties-fotin sín. Nostalgía,
nostalgía, nostalgía.
Klúbbar
■ FRUMSYNINGARPARTI A
ASTRO Kvikmyndin 101 Reykjavík
veröur frumsýnd og á eftir veröur
heljar partí á Astró. Allt fræga og
fallega fólkið á svæöinu.
■ 360' Á 22 Hin víðfrægu
360"kvöld halda áfram á 22. Aö
þessu sinni eru það plötusnúðarnir
Bjössi, Exos og Tommy Hellfire
sem þeyta skífur og hefst djammið
kl. 21. 300 kall inn, 500 eftir 23.
■ DEEP HOLISE Á THOMSEN Þeir
Herb Legowitz og Tommi White
berja deep house í liðið á barnum á
Kaffi Thomsen. Aðaldansgólfið inni-
heldur síðan þéttan pakka af góöri
tónlist. Opið fram á morgun.
Leikhús
■ BANNAÐ AÐ BLOTA I BRUÐAR-
KJOL Alheimsfrumsýning verður í
kvöld klukkan 20 á glænýju verki
Gerðar Kristnýjar, Bannað að blóta
í brúðarkjól. Það er einn af efnilegri
leikurum yngri kynslóðarinnar sem
ber uppi þennan einleik, Nanna
Kristín Magnúsdóttir. . Leikstjórn er
í öruggum höndum Ingunnar As-
dísardóttur og það er Rannveig
Gylfadóttir sem sér um leikmynd og
búninga.
■ SjÐASTj SNORKO Það þarf varla
að kynna verölaunaleikritið Abel
Snorko býr einn fyrir neinum. Þetta
stykki er búið aö ganga fyrir fullu
húsi tvö leikár og í kvöld er 90. sýn-
ing. Hún er jafnframt síðasta sýn-
ingin. Eins og áður er hún á stóra
sviðinu í Þjóðleikhúsinu, ki. 20.
■ HÆGAN. ELEKTRA Hrafnhildur
Hagaiín er soldið sniöug. Hún skrif-
aöi leikritið Hægan, Elektra þar sem
Steinunn Ólína og Edda Heiðrún
Backman fara á kostum meö hjálþ
margmiðlunartækni. Sýnt á litla
sviði Þjóöleikhússins kl. 20.30.
Bíó
■ 101 REYKJAVIK Mynd Baltasars
Kormáks, 101 Reykjavík, er frum-
sýnd með pompi og pragt í kvöld.
Margir hafa beðið hennar með eftir-
væntingu, sérstaklega þeir sem lásu
samnefnda bók Hailgríms Heigason-
ar sem handritiö er skrifað eftir. í
myndinni leika m.a. Hilmir Snær,
Victoria Abril og Ólafur Darri. Það
er erfitt að redda sér miöa á sýning-
una í kyöld þar sem allir aöstand-
endur flykkjast á hana. Hins vegar
má alltaf reyna að svindla sér inn,
t.d. með því aö kaupa sér miöa í
annan sal.
Stórtónleikar á Laugardalsvelli:
Styttist í Elton
- hlakkar til aö spila fyrir íslendinga
Stórstjarnan Elton John mun sem
kunnugt er halda tónleika á Laugar-
dalsvelli á morgun, uppstigningardag.
Guðrún Kristjánsdóttir er einn skipu-
leggjandi tónleikanna og hefur undir-
búningurinn gengið vel að hennar
sögn: „Það er komin fln mynd á svið-
ið. Starfsmenn Eltons hafa verið að
koma í hollum til að vinna að upp-
setningunni. Hluti þeirra kom um
helgina, aðrir í dag og þeir síðustu
koma með Elton sjálfum." Guðrún
sagði að ekki væri komin nákvæm
tímasetning á það hvenær Elton lenti
hér á landi en gerði ráð fyrir að það
yrði upp úr hádegi á morgun.
Miðasala hefur að sögn gengið mjög
vel upp á síðkastið: „Ég hef að vísu
ekki aílra nýjustu tölur en seinast
þegar ég frétti voru seldir miðar að
nálgast 5000.“ Segist Guðrún engu að
síður búast við ótrúlegum fjölda á
Laugardalsvöllinn en alls tekur hann
18000 manns: „Ég á von á því að marg-
ir kaupi á síðustu stundu. Það er hefð
fyrir því bæði hér á landi og erlendis.
Þar að auki er spáin mjög góð og ís-
lendingar spila mikið eftir veðri þó að
það hafl ekki úrslitaáhrif."
Engin hljómveit fylgir Elton John
hingað til lands heldur verður hann
einn við píanóið allan tímann. „Hann
stendur alveg undir því,“ segir Guð-
rún, „hann talar þar að auki mikið
við fókið og segir sögur enda er hann
mikill húmoristi." Að sögn Guðrúnar
leggst íslandsfórin vel í kappann: „Ég
heyrði viðtal við hann á BBC um dag-
inn þar sem hann sagðist hlakka mik-
ið til að spila á íslandi. Hann vissi
reyndar ekki hvemig íslendingar
væru sem áhorfendur en hann væri
vanur að aðlaga sig mismunandi
áhorfendahópum svo að það ætti ekki
að koma að sök.“
Röltir Elton niður Laugaveginn?
Stórstjörnur hafa oft ýmsar kenjótt-
Fjölskyldumál
Reginald Dwight öðru nafni Elton John
E/ton þykir mjög gðöur sviðsmaður hvort heldur hann er einn á sviðinu eða
með hljómsveit á bak við sig.
ar sérþarfir í fæðuvali, aðbúnaði og
öðru slíku. Elton John er að sögn
Guðrúnar blessunarlega laus við allt
slíkt: „Hann hefur ósköp venjulegar
þarfir. Hann þolir að vísu ekki lykt af
liljum þannig að við verðum ekki með
þær í búningsherberginu." Ekki er
komið á hreint hversu lengi Elton
John dvelur hér á landi en Guðrún
kveðst hafa tilbúna dagskrá fyrir
kappann ef ske kynni að honum gæf-
ist tími til að skoða sig um: „Við höf-
um allt opið og erum með plan B, plan
C og plan D ef því er að skipta. Sjálf
vildi ég helst koma karlinum upp á
jökul en svo væri líka gaman að fá
hann til að rölta niður Laugavegirm.
Þá fyrst kæmist hann í hóp sannra Is-
landsvina.“
Fyrir tónleikana á morgun verður
Elton John haldið hanastélsboð á
Baldurshaga og verður þar margt
góðra gesta að sögn Guðrúnar. Meðal
annars verður þeim sem keyptu svo
kallaðan VIP miða á tónleikanna boð-
ið að heilsa upp á stjörnuna en af öðr-
um gestum má nefna Damon Albam,
Victoriu Abril, Ólaf Ragnar Grimsson
og Dorrit Moussaief.
Þegar Guðrún var spurö hvernig
sálarástandið væri þessa seinustu
daga fyrir tónleikana sagðist hún ekki
haggast: „Ég gæti haldið Ólympíuleik-
ana næst. Þetta er vissulega pínulítið
stress og ýmis vandamál sem koma
upp en það gerir ekkert til svo fram-
arlega sem maður leysir þau. Til þess
eru líka vandamálin." -EÖJ
Klisjur um fjölskyldumál
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
+
Að undanfömu hefúr nokkuð verið
flallað um „klisjur" í fjölmiðlum. Mig
langar af því tilefni til þess að rifja upp
nokkrar „klisjur" um fjölskyldumál.
„Klisja" þýðir samkvæmt orðabók
orðasamband sem er margendurtekið
og útþvælt. Allar þær „klisjur" sem
hér verða nefndar bera nafn með rentu
því þær hafa borið á góma aftur og aft-
ur í umræðunni. En þó þær séu þannig
margþvældar, standa þær fyrir sínu
því það er eins og ekkert haggi þeim.
Fyrsta „klisjan" sem ég vil nefna er
sú að það em ótrúlega margar fjöl-
skyldur sem eiga í erfiðleikum hér á
landi. Það er margt sem gerir fjölskyld-
um erfitt uppdráttar þrátt fyrir góðæri
í landinu og vaxandi velmegun. Önnur
„klisjan“ tengist þeirri fyrstu og er um
vinnuálagið. Mikið vinnuálag einkenn-
ir flestar fjölskyldur til sjávar og
sveita. Það er sérstaklega áberandi sé
lengd vinnudags hér á landi borin sam-
an við vinnudaga annarra Evrópu-
þjóða. Það er margt sem veldur því að
vinnudagurinn er svona langur en
fyrst og fremst sú staðreynd að laun
em mun lægri hér en í nágrannalönd-
um okkar og nauðsynjavörur heimilis-
ins dýrari. Lengri vinnutima þarf því
til að endar nái saman. Þriðja „klisjan"
bendir á að langur vinnutími komi
niður á sambandinu innan fjölskyld-
unnar. Þetta er sérstaklega eftirtektar-
vert hjá ungu fólki sem er að koma
undir sig fótunum eins og það er kall-
að, eignast húsnæði, börn, bíl og
mennta sig i leiðinni. Fjórða „klisjan"
er um lánin sem tekin era til að fjár-
magna þetta allt. Þau eru verðtryggð
og því margfalt dýrari en gengur og
gerist á meginlandinu. Fimmta „klisj-
an“ tengist bamabótunum. Af því að
foreldrarnir þurfa að vinna baki
brotnu fyrir fjölskyldunni til að standa
undir afborgunum og daglegum rekstri
era þau fljót að fara yfir þau tekju-
mörk sem veita rétt til bamabóta.
Barnabætumar era þá skertar og enn
meiri vinnu er þörf. Sjötta „klisjan“ er
sú að foreldrar hafa aðins rétt á sjö
veikindadögum á ári vegna veikinda
barna sinna, hvort sem bömin eru eitt
eða fleiri. Á Norðurlöndunum hafa for-
eldrar rétt á 90-160 daga veikindaorlofi
vegna veikinda barna.
Sjöunda „klisjan" er afleiðing af hin-
um sex. Hún vekur upp spuminguna
um hjónin sem skilja þrátt fyrir að allt
sé gott á yfirborðinu. Og hvers vegna?
Jú, vegna þess að þau vora svo upptek-
in af því að standa sig i öllu og kröf-
urnar á þau voru svo miklar að þau
gleymdu að standa sig hvort fyrir ann-
að. Það er ekki brennivínið eða fjár-
málin sem fara með sambandið. Hjón-
in þekkjast einfaldlega ekki lengur.
Samskiptaleysið innan flölskyldunnar
er líka rótin að mörgum þeim vanda
sem að unglingunum steðjar og þá
eram við komin að áttundu „klisj-
unni“. Foreldrar hafa ekki tíma til að
sinna bömunum sínum eins og vera
skyldi. Afleiðingin liggur fyrir. Sýna
ekki skoðannakannanir að mikill
meirihluti unglinga á aldrinum 13-16
óttast ofbeldi í umhverfi sínu? Ofbeld-
ið stafar aftur á móti af agaleysi sem
„Foreldrar hafa ekki tíma til að
sinna bömunum sínum eins og vera
skyldl," segir Þórhallur Heimisson
m.a. í pistll sínum.
Þórhaliur
Heimisson
skrifar um
fjölskyldumál
á miövikudögum
Fátækt ríkir því miður orð-
ið víða í samfélaginu okkar.
Fátœkt gerir það að verk-
um að foreldrar geta ekki
veitt bömunum sínum
jafnstöðu á við önnur börn,
geta ekki veitt þeim sjálf-
sagða hluti eins og t.d. tón-
listarmenntun eða tann-
réttingar.
aftur byggist á afskiptaleysi hinna full-
orðnu. Níunda „klisjan“ er síðan um
fjölskyldur sem eru í erfiðri stöðu í
þjóðfélaginu. Margar fjölskyldur eiga í
miklum erfiðleikum bæði fjárhagslega
og félagslega. Ekki þarf að fjölyröa um
stöðu öryrkja. Fólk sem missir heils-
una í langan tima og fer á sjúkradag-
peninga missir líka grandvöllinn und-
an framfærslu heimilisins. Fátækt rík-
ir því miður orðið víða í samfélaginu
okkar. Fátækt gerir það að verkum að
foreldrar geta ekki veitt bömunum
sínum jafnstöðu á við önnur börn, geta
ekki veitt þeim sjálfsagða hluti eins og
td. tónlistarmenntun eða tannrétting-
ar. Og þá er komið að tíundu og verstu
„klisjunni". Hún er um þá foreldra
sem undir lok mánaðarins knýja dyra
hjá prestum og hjálparstofnunum í leit
að aðstoð, því ekki er til matur á heim-
ilinu handa börnunum. Þetta eru
vissulega allt margtuggnar „klisjur"
eins og ég sagði í upphafi. En hér gild-
ir eins og svo oft áður að sjaldan er góð
„klisja" of oft kveðin. Því einn góðan
veðurdag verður „klisjan" e.t.v. til þess
að tekið verður á þeim vanda sem að
fjölskyldunum steðjar og hér hefur ver-
ið rifjaður upp - enn einu sinni!
SfHJIlEH m
w>ru:m:
vísir.isi