Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 13
13
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000
J3V
Seiöandi tregi
Cesaria Evora hefur alla tíð
haldið tryggð við fæðingarstað
sinn, en hún er fædd á Sao
Vincente sem tilheyrir Grænhöfða-
eyjum og býr þar enn. Hún byrjaði
ung að syngja í sínum heimabæ, en
hún var heimakær og þótt flestir
tónlistarmenn aðrir yfirgæfu eyj-
amar og freistuðu gæfunnar ann-
ars staðar þá sat hún sem fastast.
Það var því ekki fyrr en á seinni
hluta níunda áratugarins sem
fyrstu plötur hennar voru teknar
upp í Portúgal og stórstjama verð-
ur hún ekki fyrr en upp úr 1992, en
eftir vel heppnaða tónleikaferð um
Evrópu fóru plötur hennar að selj-
ast vel um allan heim.
Cesaria heillaði Listahátíðar-
gesti með söng sínum síðastliðið
mánudagskvöld. Tónlist hennar er
að mestu svokallaðir morna-söngv-
ar, sem eru tregaljóð eða blús af
hennar heimaslóð, með seiðandi
hryn. Þótt tónlistin sé að öllu leyti
lífleg þá er söngur hennar heill-
andi sorglegur. Hún hefur aíl-
sterka og fyllta rödd, rennir sér
gjaman lítið eitt upp í hærri tón-
ana og oft niður úr þeim líka, og út
kemur þessi sérstaki tregahlaðni
söngstíll.
Cesaria byrjaði tónleikana á
nokkram af þekktustu lögum sín-
um, s.s. „Sodade" og „Sangue De
Berona", og var ekki annað að
heyra en áheyrendur könnuðust
yflrleitt við lögin. Cesaria virðist
því vel kynnt hérlendis eins og
einnig má sjá á aðsókninni að tón-
leikunum. Hrynurinn er yfirleitt
keimlíkur í lögunum, og var yfirleitt eins og
trommuleikarinn væri að eltast við tempóið
fremur en að fylgja því, en allir meðlimir
hljómsveitarinnar voru prýðilegir fagmenn.
DVA1YND HILMAR ÞÓR
Cesaria Evora
„Hún hefur allsterka og fyllta rödd, rennir sérgjarnan lítiö eitt upp í hærri tónana og oft niöur úr þeim líka, og út
kemur þessi sérstaki tregahlaðni söngstíll. “
Þeir voru ellefu talsins: tvær fiðlur, selló, pí-
anó, tveir gítarar og eitt annað minna strengja-
hljóðfæri, saxófónar, rafbassi, slagverk og
trommusett.
Viðtökumar sýndu að landinn varð ekki fyr-
ir vonbrigðum, og eftir dúndurklapp, blístur og
hróp i lokin uppskám áheyrendur „Besame
Mucho“. Ársæll Másson
Bíógagnrýni
Bíóhöllin, Háskólabíó og Nýja Bíó - 101 Reykjavík ★★★
Meinfyndin Reykjavíkursaga
____________________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Annaö skáldakvöld
Fyrsta skáldakvöldið í
Þjóðmenningarhúsinu í til-
efni af sýningunni Islands
þúsund ljóð á Listahátíð
heppnaðist svo framúr-
skarandi vel að ekki voru
nægir stólar fyrir alla. Því
hafa víðtækar ráðstafanir
verið gerðar til að fjölga
stólum í Þjóðmenningarhúsinu fyrir næstu
skáldavöku sem verður kl. 20 annað kvöld.
Enn verða lesin ljóð undir fyrirsögninni
„Ástin blómstrar". Að þessu sinni lesa úr
verkum sínum þau Pétur Gunnarsson (á
mynd), Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Kristín
Ómarsdóttir, Sigurður Pálsson og Ingibjörg
Haraldsdóttir. Þá mun Tinna Gunnlaugsdótt-
ir leikkona lesa ljóð eftir Theodóru Thorodd-
sen og Huldu. Kynnir er Hrafn Jökulsson.
Dagskráin stendur í um það bil klukkustund
og er aðgangur ókeypis.
Blíðfinnur til
Bertelsmanns
Snæbjöm Amgrímsson hjá bókaútgáfunni
Bjarti ræður sér ekki fyrir kæti þessa dagana
því þýska stórforlagið Bertelsmann (stærsta
bókaforlag í heimi) hefur ákveðið að gefa
bamabókina Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt
kalla mig Bóbó eftir Þorvald Þorsteinsson út
haustið 2001. Segir Snæbjöm að Bertelsmann
hafi lofað mikilli kynningarherferð og ætli að
gefa bókina út fyrst innbundna en síðan sem
kilju.
I bókinni segir Þorvaldur yndislega og
margslungna sögu af vængjuðu verunni Blíð-
finni sem eignast besta vin í heimi í Barninu
og verður harmi lostinn þegar Bamið hverf-
ur allt í einu. En hann lætur ekki bugast
heldur leggur af stað í langa ævintýralega
ferð til að leita vinar síns.
Samningurinn við Bertelsmann greiðir
leið Blíðfinns til annarra landa og hafa bóka-
útgáfur í Englandi, Svíþjóð, Noregi, Frakk-
landi, Danmörku og Ítalíu þegar sýnt áhuga á
bókinni.
Caput í kvöld
Ekki hefur farið fram
hjá unnendum nútímatón-
listar að í kvöld kl. 20.30
era tónleikar Caput-hóps-
ins í Salnum í Kópavogi á
vegum Tónskáldafélags ís-
lands og Listahátíðar. Þar
verða frumflutt verk eftir
Áskel Másson, Finn Torfa
Stefánsson, Þorkel Sigur-
björnsson (á mynd) og Hauk Tómasson og
enn fremur verður leikið verk eftir Úlfar Inga
Haraldsson. Verk Áskels og Þorkels eru bein-
línis samin af þessu tilefni.
Svo segir mér hugur aö árið
2000 verði lengi í minnum haft
sem byltingarár í íslenskri
kvikmyndagerð. Það hófst með
frumsýningu á Englum al-
heimsins þar sem Friðrik Þór
Friðriksson skilaði líklega
sinni bestu mynd. Ekki var síð-
ur ánægjulegt að lítt þekktur
leikstjóri og handritshöfundur,
Ragnar Bragason, skyldi fylgja
á eftir með frumraun sem átti
ekkert skylt við titilinn Fíaskó.
Og nú er komið að mynd leik-
húsjöfursins Baltasars Kor-
máks, 101 Reykjavík. Og það
verður ekki annað sagt en að
veislan haldi áfram.
Söguhetja myndarinnar,
Hlynur (Hilmir Snær Guðna-
son), býr á heimili móður sinn-
ar (Hanna María Karlsdóttir)
miðsvæðis í Reykjavík. Hann
er hinn íslenski fulltrúi X-kyn-
slóðarinnar. Hann gæti gert
eitthvað af „viti“ en sér ekki til-
ganginn í þvi og er því þrátt
fyrir andleysið ávallt á ystu nöf
andlega. Hlynur er á atvinnu-
leysisbótum og hefur því næg-
an tíma fyrir góðan svefn, sjón-
varpsgláp og netvafur. Um
helgamar ræður næturlífið
ríkjum, bjór og kvennafar með
félögunum Þresti (Baltasar Kormákur) og
Marra (Ólafur Darri Ólafsson). Líf Hlyns er í
þessum fostu skorðum allt þar til vinkona móð-
ur hans (Victoria Abril) kemur í heimsókn og
úr verður sérstæðasti ástarþríhymingur ís-
lenskra kvikmynda.
Hilmir Snær Guðnason er afbragðsgóður í
hlutverki Hlyns. Hann er reyndar það sjarmer-
andi að Hlynur verður aldrei sú andhetja sem
persónunni er ætlað að vera - og kannski eng-
in ástæða til að gráta það. Hanna María Karls-
dóttir leikur móðurina Berglindi og gerir það
einkar vel. Líkt og alkunna er leikur Victoria
Abril vinkonuna Lolu og verður ekki séð að
það þjóni sögunni á nokkum hátt að hafa hana
erlenda og þar af leiðandi stóran hluta myndar-
innar á ensku. Þetta kemur þó alls ekki niður
á myndinni og slík markaðssetning því auðfyr-
irgefanleg. Stjaman stendur sig ágætlega líkt
og helstu aukaleikarar. Þrúður Vilhjálmsdóttir
er þó þeirra best sem Hófi vinkona Hlyns. Þótt
ekki sé við Þröst Leó Gunnarsson að sakast var
persónan Brúsi bæði misheppnuð og óþörf.
Enn verra var þó samræðisatriði undir lok
myndarinnar þar sem leikkonan var
greinilega valin vegna takmarkaðrar
spéhræðslu en ekki leikhæfileika.
Eins er „How do you like Iceland"
brandarinn orðinn afskaplega þreytt-
ur.
Þótt góður leikur eigi stóran þátt í
ágæti myndarinnar stendur hún og
fellur með framlagi Baltasar Kor-
máks. Hann leikstýrir, leikur, fram-
leiðir (ásamt Ingvari H. Þórðarsyni)
og skrifar handritið eftir samnefhdri
skáldsögu Hallgríms Helgasonar.
Kvikmyndir leikhúsfólks vilja oft
verða sviðslegar en því er ekki fyrir
að fara hér. Uppbyggingin er kvik-
myndalegs eðlis og tímaskiptingarnar
heppnast mjög vel. Einnig er oft
klippt á heillandi máta á milli sena
með fagmannlegri beitingu hljóðs og
myndar. Það kann að hljóma ótrúlega
en það er helst i leikniun, nánar til-
tekið framsögninni, sem Baltasar mis-
tekst, því á köflum er erfitt að skilja
hvað hann segir. En eflaust er hægara
sagt en gert að leikstýra sjálfum sér.
Útlit myndarinnar er vellukkað þar
sem myrkar Reykjavíkursenur kallast
á við gulleitar innisenur. Tónlist Ein-
ars Amar og Damon Albam er ágæt
og frábær hugmynd að gera lag hljóm-
sveitarinnar Kinks að leiðarstefi (i
nýjum útfærslum) en inntak þess kall-
ast skemmtilega á við umfjöllunarefni
myndarinnar.
101 Reykjavík liggur mikið á hjarta en
gleymir aldrei því hlutverki að skemmta áhorf-
endum. 101 Reykjavík er íslensk og alþjóðleg
mynd í senn, og hún er með á nótunum. Það er
ekki brokkað á milli bæja í 101.
Bjöm Æ. Norðfjörð
Leikstjórn og handrit: Baltasar Kormákur. Framleió-
endur: Ingvar H. Þóröarson og Baltasar Kormákur. Aö-
alhlutverk: Hilmir Snær Guönason, Hanna María
Karlsdóttir og Victoria Abril. Lengd: 90 mln.
Píanósnillingur
Finnski píanósnillingurinn Olli Mustonen
heldur tónleika í Háskólabíói annað kvöld,
kl. 19.30, á vegum Listahátíðar í Reykjavík.
Hann hefur vakið heimsathygli fyrir leik
sinn þó að hann sé ekki nema rúmlega þrí-
tugur, þykir búa yfir óvenjulegri tækni og
vera einstaklega frumlegur og djarfur túlk-
andi.
Roehr, Rinke og
Serra
Á myndbandasýningum Listasafns Islands
á morgun, kl. 12 og 15, verða sýnd verk eftir
Peter Roehr: Filmmontagen 1-7 frá 1965. Pet-
er fæddist 1944 og lést 1968, tæplega 24 ára.
Fjölmargar sérsýningar á verkum hans hafa
verið haldnar víða um heim. Einnig verða
sýnd verk eftir Klaus Rinke, Egon Bunne og
Hank Bull / Eric Metacaife.
Á fóstudaginn á sama tíma verður sýnt
verkið Hand Catching Lead eftir Richard
Serra og verk eftir Douglas Davis, en á laug-
ardaginn verk eftir Bruce Naumann.
Athugið að allan sunnudaginn, frá 11-17,
verða sýnd myndbandsverk eftir Steinu Va-
sulka sem einnig á stóra verkið Myndhvörf á
sýningunni Nýr heimur - Stafrænar sýnir.
Margslungnasta
mótetta Bachs
Á morgun, uppstigningardag, kl. 17, verður
í fjórða sinn efnt til tónlistarguðsþjónustu í
Hallgrímskirkju á hinu mikla Bachári 2000,
þegar 250. ártíðar tónskáldsins er minnst. Að
þessu sinni verður ein lengsta og veigamesta
mótetta meistarans, Jesu, meine Freude, flutt
af Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn
Harðar Áskelssonar, kantors kirkjunnar.
Tilgangur tónlistarguðsþjónustanna í Hall-
grímskirkju er að færa tímalausa tónlist Jo-
hanns Sebastians Bachs inn í lifandi helgi-
hald á íslandi.