Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 28
NÝR NISSAN PATROL
/ j . ■ wm. v. 1 V
m mm 'ngvar
|U HHgjson hf.
FR ETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000
Þjófiiaöur í verslun
Enn hafa starfsmenn 10-11-verslunar
veriö staönir aö stuldi. Aö þessu sinni
geröist þaö í 10-11 í Grímsbæ. Nú
voru vörur teknar í staö peninga áöur.
Starfsmaöurinn hefur veriö rekinn.
Enn þjófnaður í 10-11 verslun:
Vaktstjóri rek-
inn fyrir stuld
Komist hefur upp um þjófnað hjá
vaktstjóra í versluninni 10-11 í
Grímsbæ. Hann var staðinn að því
að stela vörum sem síðan voru seld-
ar utan verslunar. Ekki er ljóst hve
verðmæti þýfisins er mikið en það
nemur hundruðum þúsunda króna.
Vaktstjórinn hefur verið rekinn.
Málið er til rannsóknar hjá rann-
sóknarlögreglunni.
Upp komst um þetta mái fyrr i
mánuðinum. Þetta er þriðja þjófnað-
armálið sem kemst upp um á
skömmum tíma i 10-11-verslunum. í
fyrri málunum, sem bæði áttu sér
stað í 10-11 í Fjarðargötu í Hafnar-
firði, var um að ræða kreditkorta-
misferli og þjófnað úr peningaköss-
um fyrirtækisins. Vaktstjórinn í 10-
11 í Grímsbæ er fjóröi starfsmaður-
inn sem rekinn er úr starfi á
skömmum tíma vegna stuldar.
Umræddur vaktstjóri tók tóbaks-
vörur, sælgæti og snakk og kom því
fyrir fyrir utan verslunina. Þangað
var það sótt af utanaðkomandi aðila
eða aöilum. Einungis voru teknar
vörur sem auðvelt er að koma í
verð. Jón Lindsay innkaupastjóri
staðfesti þetta í samtali við DV en
vildi ekki tjá sig frekar um málið.
-JSS
Smáauglýsingadeild DV er lokuð
á uppstigningardag. Opið er sam-
kvæmt venju fóstudaginn 2. júní frá
kl. 9-22. Þá er tekið á móti smáaug-
lýsingum i helgarblaðið til kl. 17.00.
Blaðaafgreiðsla DV er iokuð á
uppstigningardag, opið frá kl. 9-20
fostudag, 2. júní.
Sími fréttaskots er 550 5555.
DV kemur næst út fostudaginn 2.
júní.
■ ■ i i I
t" •' r* 2rFr~~~st ’Æ
DV-MYND KOLBRÓN SVERRISDÓTTIR
Jóhanna Sigurðardóttir
Fundaö hefur veriö í þingflokki Samfylkingarinnar á ísafiröi undanfarna daga. Heimsóttu þingmenn m.a. heilsuræktina
Studio Dan þegar hlé vargert á fundum og þar sýndi Jóhann á sér nýja hliö og viröist síöur en svo árennileg meö
boxhanskana.
Eldsvoði
á Fiskislóð
Eldur kom upp á vélaverkstæðun-
um Austnes og Bílaverkstæði TM á
Fiskislóð síðdegis í gær.
Fólk var á verkstæðinu er eldur-
inn kom upp. Það forðaði sér og
engin slys urðu á fólki. Slökkvilið-
inu í Reykjavík gekk greiðlega að
slökkva eldinn en töluverðar reyk-
skemmdir urðu á verkstæðunum.
Lögreglan í Reykjavík rannsakar
nú upptök eldsins. -SMK
Lögmaður Þróttar segir fullreynt að ná samkomulagi um veitingar á Elton-tónleikum:
Vínbann á Elton
- höfum engar áhyggjur af lögbannskröfum Þróttar, segja tónleikahaldarar
DVTHYND BG
Skál!
Þróttarar hyggjast bregða fæti fyrir vínsölu á tónleikum Eltons Johns á morgun.
„Við reyndum til þrautar að ná
samkomulagi við tónleikahaldara í
gærkvöld og gerðum þeim tilboð
sem var mjög hagstætt fyrir báða
aðila. Þeir kusu að hafna því og
meginástæðan var að Ragnheiður
Hanson gerði það skilyrði að samið
yrði við fyrirtæki fjölskyldu hennar
um kaup á vínveitingum," segir Vil-
hjálmur H. Vilhjálmsson, lögfræö-
ingiu- Þróttar, en samkomulag sem
knattspymufélagið og tónleikahald-
arinn virtust vera að gera í gær fór
út um þúfur.
Þróttur hefur einkaleyfi á veit-
ingasölu á Laugardalsvelli á þessu
ári og gerði upphaflega kröfu til tón-
leikahaldaranna að fá 2,5 milljónir
króna fyrir að gefa eftir alla veit-
ingasölu á tónleikunum. Þessi krafa
var siöar lækkuð í 1,2 milljónir en
við henni var ekki orðið.
Ekkert vín án Þróttara
Vilhjáimur segir lokatilboð tón-
leikahaldaranna hafa hljóðað upp á
að Þróttur sæi um almennu veit-
ingasöluna en tónleikahaldarar um
sölu á vínveitingum og ef hagnaður
yrði af tónleikunum myndi Þróttur
kannski fá ágóðahlut af sölunni.
„Það gefur augaleið að þetta til-
boð var algjörlega óaðgengilegt fyr-
ir Þrótt þar sem það er alveg skýrt í
samningi Þróttar og KSÍ að Þróttur
sér um alla veitingasölu á öllum
viöburðum sem selt er inn á á Laug-
ardalsvelli. Sá skilningur hefur ver-
ið staðfestur í bréfi lögmanns KSÍ til
lögmanns fónleikahaldara. Það felst
í orðanna hljóðan að vínveitingar
falla undir hugtakið veitingar. For-
svarsmenn KSÍ hafa staðfest þetta
og sagt að það verði engar vínveit-
ingar nema í samvinnu við okkur.
Næsta skref er að leggja fram lög-
bannsbeiðni hjá Sýslumanninum í
Reykjavík í dag. Það lögbann mun
ná fram að ganga því okkar réttur
er skýr og ótvíræður," segir Vil-
hjálmur.
Ölgerðin heldur slg fjarri
Þróttur hefur samning við Vífil-
fell um sölu á Coca-Cola á Laugar-
dalsvellinum en Elton John er hins
Laxveiðin:
Byrjar í fyrramálið
Það eru ekki nema nokkrir
klukkutímar, Þangað til fyrstu-
veiðimennirnir, renna fyrir
fyrstu laxa sumarsins . En í
fyrramálið opna Norðurá og
Straumarnir í Borgarfirði.
Það er stjóm Stangaveiðifé-
lags Reykjavikur og fyrrverandi
formenn félagsins sem munu
opna Norðurá. Kristján Guðjóns-
son formaður Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, mun taka fyrsta
kastið við Laxfossinn á mínút-
unni sjö í fyrramálið.
vegar með auglýsingasamning við
Pepsi Intemational. Því hefur verið
í undirbúningi samkomulag við Öl-
gerðina um sölu á Pepsi en sam-
kvæmt heimildum DV hyggst fyrir-
tækið nú hins vegar alls ekki semja
um gos- eða bjórsölu vegna tónleik-
anna. Jón Erling Ragnarsson. sölu-
stjóri Ölgerðarinnar, sagðist í morg-
un ekkert vilja láta hafa sér um
málið.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
náðist ekki í Ragnheiði Hanson tón-
leikahaldara í morgun en Guðrún
Kristjánsdóttir, sem stendur að tón-
leikunum með Ragnheiði, sagði það
skilning þeirra að Þróttur hefði eng-
an rétt til vínveitingasölu á tónn-
leikunum enda væri íþróttafélögum
óheimilt að selja áfengi. Hún sagðist
því ekki óttast yfirvofandi lögbanns-
kröfu Þróttar. „Við höfum engar
áhyggjur,“ sagði Guðrún í morgun.
-GAR
SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES
SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT
PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI
D
O
I
D
-j
—
LU
>
SÍMI581 1010
SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA