Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 4
4
Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000
I>V
Foreldrar kyrrsetta drengsins í Bandaríkjunum bíða úrskurðar:
Löng bið í kvíða og ótta
- eru staddir heima til að leysa upp heimili sitt á Keflavíkurflugvelli
Foreldrar litla drengsins sem
barnaverndaryfirvöld kyrrsettu í
Portsmouth fyrr i þessum mánuði
eru nú staddir hér á landi. DV fékk
tækifæri til að hitta þau Ragnar
Davíð Baldvinsson og Ryan en þau
eru á forum til Portsmouth aftur.
Hingað eru þau komin til að leysa
upp heimili sitt á Keflavíkurflug-
velli, þar sem Ryan starfaði sem
tölvunarfræðingur hjá sjóhemum.
Herinn hefur fyrirskipað henni að
flytjast til Portsmouth í kjölfar at-
burða siðustu vikna. Ragnar Davíð
missti vinnu sína í bandaríska
sendiráðinu vegna þeirra, eins og
DV hefur greint frá. Hann fer út
meö Ryan, þar sem við tekur „löng
bið í óvissu og kvíða“ eins og þau
orða það. Þau hafa enn ekki fundið
íbúð í Portsmouth þrátt fyrir leit.
„Þjófavarnarkerfi" á barnið
Upphaf málsins er í stuttu máli,
að sonur þeirra, Tiaman Smári,
sem er nýorðinn fjögurra mánaða
er haldinn sjaldgæfum sjúkdómi,
goldenhar-heilkenni. Að mati lækna
leiðir sjúkdómurinn hann til löm-
unar fyrir neðan mitti innan fárra
vikna verði ekki gerð aðgerð á
hrygg hans. Þá hefur sjúkdómurinn
ýmsa fylgikvilla. Herlæknar í Kefla-
vík fyrirskipuðu Ryan að fara með
drenginn til rannsóknar í
Portsmouth en sjálfir höfðu foreldr-
arnir verið búnir að ákveða að fá ís-
lenska lækna til að annast hann.
Þegar barnið hafði verið rannsak-
að ytra sögðust læknarnir hafa
fundið mar á innanverðri höfuðkúp-
unni á báðum gagnaugum. Glæpa-
rannsóknadeild sjóhersins tók for-
eldrana til yfirheyrslu og þarlend
barnaverndaryfirvöld voru kölluð
til. Málið fór til úrskurðar fyrir
dómstólum eins og tíðkast í Banda-
ríkjunum. Foreldrarnir voru sviptir
forræðinu og litla drengnum komið
fyrir á fósturheimili. Ragnar Davíð
og Ryan fengu aðeins að sjá hann
undir eftirliti herlögreglu og siðan
barnaverndaryfirvalda. Áður hafði
starfsfólk spítalans sett „þjófavarn-
arkerfi" á barnið sem virkaði
þanngi að allar útgönguleiðir læst-
ust sjálfkrafa ef farið var meö það út
af stofunni.
íslenska utanríkisráðuneytið og
bamaverndaryfirvöld eru komin
með málið á sitt borð.
Sálfræöirannsókn
„Ég er niðurbrotin," sagði Ryan,
móðir Tiamans Smára, þegar DV
hitti foreldrana að máli. Hún átti
sýnilega mjög erfitt með að ræða
um litla drenginn og þá atburðarás
sem Ijölskyldan var hrifin inn í fyr-
ir aðeins fáeinum vikum.
„Við þurfum að gangast undir sál-
fræðirannsókn þegar við komum
Kristleifur Kristjánsson:
Einkenni goldenhar
Gera má ráð fyrir að
einstaklingur með gold-
enhar-heilkenni fæðist á
íslandi á hverju ári eða
annað hvert ár, að sögn
Kristleifs Kristjánssonar á
göngudeild erfðaráðgjafar
á Barnadeild Landspítal-
ans í Fossvogi. Kristleifur
hefur skoðað nokkra
þeirra einstaklinga sem
fæðst hafa með umrætt
heilkenni hér, veitt upplýsingar
um í hverju það felist, við hverju
fólk megi búast hvað varðar rann-
sóknir og að heilkennið sé ekki
ættgengt. „Sjúkdómurinn er mjög
breytilegur," sagði hann við DV.
„Sumir einstaklingar sýna mjög
væg einkenni þessa meðan
aðrir geta sýnt mjög mikil
einkenni. Það sem ein-
kennir sjúkdóminn fyrst
og fremst eru ágallar í
andliti, þar sem annar
helmingur neðri kjálka er
rýrari og vanþroskaður.
Ytra eyrað er oft einnig
vanþroskað og aflagað og
stundum vantar hlustina
alveg. Separ eru á kinnum,
oft sömu megin en geta verið báð-
um megin. Ágallar geta verið í
augnumgjörð og lítill æxlisvöxtur
á hvitunni. Þá geta verið ágallar í
hrygg. Talað er um að allt að helm-
ingur þessara sjúklinga séu með
hjartagalla af einhverri gerð. -JSS
Kristleifur
Kristjánsson.
út,“ sagði Ragnar Davíð. „Síðan
verða réttarhöld eftir tæpan mánuð.
Við vitum ekkert hvemig málinu
lyktar fyrr en eftir þau. Hitt vitum
við, að við höfum ekki misþyrmt
barninu okkar eins og við erum
ásökuð um. Þeir hafa ekki haft sam-
band við neinn hér heima, hvorki
foreldra mína né aðra. Við gistum
þó hjá foreldrum mínum um páska-
helgina en læknarnir segja að Ti-
arnan hafi fengið þessa marbletti
þá. Þá helgi umgengumst við fjölda
fólks i boðum. Þá var drengurmn í
dagvist á leikskóla hersins á Kefla-
víkurflugvelli.
Við fengum ekki að vita um að
við værum ákærð fyrr en fimm dög-
um fyrir réttarhald. Lögfræðingur-
inn okkar hafði ekki nema tvo daga
til að undirbúa sig. Við hefðum
þurft að hafa hann allt frá byrjun.
En þá vissum við ekki að verið væri
að blekkja okkur með því að halda
drengnum okkar á spítala og að
staðlaus ákæra vofði yfir okkur.“
Spurning um ástæðu
Aðspurð um hvort litli drengurin
hafi verið í einhverjum rannsókn-
um hér heima áður en farið var með
hann út segir Ragnar Davíð svo
hafa verið.“ Hann fór t.d. í heyrnar-
próf 17. apríl sl. Þá voru sett raf-
skaut á enni hans og bak við eyrun.
Áður var húðin nudduð með grófum
pappír til að þynna homlagið,
þannig að skautin næðu betri
virkni. Síðan voru sett á hann alltof
stór heymartól sem skröltu á hon-
um. Drengurinn grét mikið og það
þurfti að halda honum kyirurn m.a.
með því að hafa finguma á gagnaug-
um hans. Ég spurði í réttarhöldun-
um ytra hvort marblettimir hefðu
hugsanlega orsakast af þessu. Þeir
sögðu það ekki vera.“
Fallin á tíma
Ragnar Davíð og Ryan hafa lagt
mikla vinnu í að kynna sér sjúk-
dóminn goldenhar frá því að litli
drengurinn fæddist. Þau hafa veriö
í sambandi við ýmis hjálparsamtök
og stuðningshópa á Netinu. Þau
hafa einnig haft samband við gold-
enhar sjálfan, þann sem fyrstur
lækna einangraöi sjúkdóminn. Þá
hafa þau lesið mikið um sjúkdóm-
inn því Tiamans litla biða margar
aðgerðir. Foreldrarnir segjast vilja
að hann fái bestu hugsanlega lækn-
ishjálp. Þau verða að láta lækna á
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Foreldrarnir flytja
DV hitti Ragnar Davíö og Ryan, foreldra kyrrsetta drengsins, í gær. Þau voru
þá aö búa sig undir aö pakka saman búslóö sinni og rýma íbúð þá sem þau
hafa haft til afnota á Keflavíkurflugvelli. Aö því búnu liggur leiöin aftur til
Bandaríkjanna þar sem þau halda áfram baráttu sinni til aö hreinsa sig af
áburöi sem þau segja ósannan og fá barniö sitt aftur.
hersjúkrahúsi gera aðgerðina á
honum. Vegna undangenginna at-
burða eru þau „fallin á tírna" til að
geta komið honum heim í tæka tið
eins og Ragnar Davíð orðaði það,
þar sem aðgerðar þarf við áður en
úrskurðurinn verður kveðinn upp.
Þau sögðust m.a. hafa aflað sér upp-
lýsinga um að umræddur sjúkdóm-
ur geti valdið heilablæðingum.
Þessa vitneskju og íleira muni lög-
fræðingurinn hafa í farteskinu í
næstu réttarhöldum.
Ryan hefur haldið úti veglegri
heimasíðu um Tiarnan Smára frá
því að hann fæddist. Þar eru m.a.
vefslóðir ýmissa foreldrasamtaka og
fræðsluefnis. Þar segir einnig í
sjúkrasögu drengsins: „Tiaman er
mjög hamingjusamt bam ... Ég er
glöð yfir að vandamál hans skuli
vera leysanleg, erfið fyrir okkur öll,
en engu að síður leysanleg ... Við
forum til Bandaríkjanna 30. apríl...
Ég bæti nýjustu upplýsingum inn
þegar við komum til baka.“
Ferðalagi litla drengsins er ólokið
enn. -JSS
Veöriö í kvöld
Sunnanátt austanlands
Dálítil súld eða slydda á Vestfjörðum og við
Breiðafjörð síödegis en súld með köflum
sunnantil í kvöld og nótt. Hæg sunnanátt og
léttir til austanlands síðdegis. Hiti um
frostmark í fyrstu en 3 til 10 stiga hiti
síödegis, hlýjast sunnanlands.
Sólargangur og sjávarföli
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólariag í kvöld 23.29
Sólarupprás á morgun 03.21
Síödcglsflóö 16.55
Árdeglsflóö á morgun 05.14
23.15
03.03
21.28
09.47
Skýringar é va&urtéknum
J*°'-VIN0ÁTT ♦—HITI
-10°
VINDSTYRKUR N.PR0ST
á‘
A
I metrum á sokúnríu
&
HEIÐSKÍRT
IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
V.V w
RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÖK0MA
o W
ÉUAGANGUR ÞRUMU' VEÐUR SKAF- RENNINGUR Þ0KA
Voglr á kkyggAum avwAum
•ru loUftlr þar tll ann«A
v*r 6ur auglýst
Hálkublettir á heiðum
Veriö er aö hreinsa Hellisheiöi eystri.
Hálkublettir eru á Axarfjarðarheiði,
Möörudalsöræfum, Fjaröarheiöi og
Vatnsskarði eystra. Annars eru allir
helstu þjóövegir landsins greiöfærir, en
hálendisvegir lokaöir.
LbLtllMIU
Svalt á morgun
Gert er ráð fyrir hægri breytilegri og síöar vestlægri átt og fremur svölu
veðri á morgun. Búast má viö smáskúrum sunnan- og vestanlands en
björtu veöri annars staðar.
Föstud Igur Laugarda Sunnud;
Vindur:
5-10 m/»
Hiti 6“ tll 12°
Vindur: \
7-12 ra/* ' -ío
Hiti 6* til 14* '
Vindur:
5-10m/. >
Hiti 8° til 12° 4 » «
Vestlæg átt og skúrir
sunnan- og vestanlands en
bjart veöur austan tll. Hitl
6 tll 12 stlg, mlldast
austanlands.
Suölæg átt. Súld meö
kóflum suövestanlands en
bjart veöur á Noröur- og
Austurlandl. Hltl 6 tll 14
stlg, hlýjast austan tll.
Búlst er vlö suöaustlægri
átt. Veöur veröur heldur
vætusamt, einkum
sunnanlands og fremur
hlýtt.
AKUREYRI léttskýjaö 0
BERGSTAÐIR léttskýjaö 0
BOLUNGARVÍK snjóél 1
EGILSSTAÐIR 0
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 1
KEFLAVÍK léttskýjaö 2
RAUFARHÖFN alskýjaö 0
REYKJAVÍK léttskýjaö 0
STÓRHÖFÐI skúrir 3
BERGEN skúrir 6
HELSINKI skýjaö 9
KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 10
OSLÖ léttskýjaö 9
STOKKHÓLMUR skúrir 8
ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 5
ÞRÁNDHEIMUR skúrir 6
ALGARVE heiöskírt 22
AMSTERDAM léttskýjaö 10
BARCELONA þokumóöa 18
BERLÍN léttskýjaö 12
CHICAG0 léttskýjaö 23
DUBUN skýjaö 8
HAUFAX þokumóöa 7
FRANKFURT rigning 10
HAMBORG léttskýjaö 10
JAN MAYEN skafrenningur -1
LONDON skýjaö 9
LÚXEMBORG skýjaö 9
MALLORCA léttskýjaö 20
M0NTREAL heiöskírt 16
NARSSARSSUAQ alskýjaö 3
NEW YORK alskýjaö 11
ORLANDO skýjaö 21
PARÍS alskýjaö 12
VÍN rigning 13
WASHINGT0N léttskýjaö 6
WINNIPEG léttskýjaö 5
■ifflWMBiiiimLm'.H.-MM.wanifliii.m’iiw