Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 Útlönd Bandaríkin draga úr gagnrýni sinni á kosningu Fujimoris í Perú: Toledo segir að refsiað- gerðir bjargi lýðræðinu Alejandro Toledo, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Perú, sagði í gær að refsiaðgerðir þjóða heims gætu bjargað lýðræðinu í landinu. Banda- rísk stjómvöld drógu hins vegar úr gagnrýni sinni á framgang síðari umferðar forsetakosninganna á sunnudag. Alberto Fujimori forseti var kjör- inn til að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti en Toledo dró framboð sitt til baka af ótta við að brögð yrðu í tafli. Erlendir eftirlitsmenn hurfu einnig á brott af sömu ástæðu. Ónafngreindur embættismaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði á mánudag að sigur stjórnar Fujimoris yrði ekki viðurkenndur og að hann væri ógn við lýðræðið í þessum heimshluta. Annað hljóð var komið í strokkinn í gær þegar talsmaður utanríkisráðuneytisins lýsti kosningunum sem göUuðum en sagði ekki að þær væru ógUdar. Misjöfn hrifning af Fujimori íbúar í Perú voru misjafnlega hrifnir eftir endurkjör Albertos Fujimoris í emb- ætti forseta landsins á sunnudag. í útlöndum var hrinfningin líka misjöfn. „Ekkert hefur verið ákveðið hvað verður gert og við erum heldur ekki að grípa tU einhliða aðgerða," sagði talsmaðurinn, Philip Reeker. Samtök Amerikuríkja (OAS) fá í dag skýrslu frá eftirlitsnefnd sinni fyrir Perú. Bandarísk stjórnvöld vUja að ríkin í þessum heimshluta komi sér saman um viðbrögð í stað þess að vera ein á báti, að sögn Reekers. Aðrar þjóðir i Rómönsku Amer- íku hafa verið varkárar í yfirlýsing- um sínum um Perú. Toledo sagðist ekki myndu fara fram á efnahagslegar refsiaðgerðir þar sem þær myndu skaða almenn- ing. Fujimori hefur ítrekað sagt að síðari umferð kosninganna, þar sem hann fékk 51 prósent atkvæða, hefði farið heiðarlega fram og að utanrík- isráðherra hans myndi leggjast í ferðalög tU að sanna það. David Trimble Sætir gagnrýni af hálfu DUP. Harðlínumenn mótmælenda inni Harðlínumenn mótmælenda á ír- landi hafa gefið frá sér yflrlýsingu þar sem þeir segjast munu sitja í ríkisstjórn Norður-Irlands. Þeir vara þó jafnframt við of mikiUi bjartsýni fyrst um sinn og hafa gef- ið skýrt í Ijós að þeir muni ekki una við setu Sinn Fein, stjómmálaarms IRA, í stjóminni. Lýðræðislegi Sambandssinna- flokkurinn, DUP, gaf einnig í skyn að hann myndi ekki gera David Trimble, leiðtoga sambandssinna, UUP, auðveldara fyrir, sérstaklega í ljósi þess að hann hefur nýtt sér sterka stöðu sina innan flokksins tU að hafa áhrif á friðarferlið. DUP er þó bjartsýnn á framtíðarhorfur. Sígarettan hlekkjuö niöur Reyklausi dagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. Austur í Bangkok í Taílandi komu rúmlega fimm þúsund manns saman frammi fyrir risastórri sígarettu sem hafði verið hlekkjuð niður. Gro Harlem Brundtland, forstöðumaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir að bann við tóbaksauglýsingum geti komið í veg fyrir að unglingar venji sig á þann ósið sem reykingar eru. Friðrik krónprins. 2500 kílómetrar að baki. Friðrik kominn yfir jökulinn Friðrik krónprins af Danmörku og félagar hans í Síríus 2000 leiðangrin- um náðu settu marki fyrr í morgun er þeir luku við 2500 kUómetra göngu yfir þveran Grænlandsjökul. Klukk- an 1.30 í nótt komu þeir að Daneborg á Norður- Grænlandi, að því er fram kemur á heimasíðu þeirra félaga. „Það er ótrúlegt að þessi langa ferð skuli nú loks vera á enda. Þátttak- endur og hundarnir þeirra eru þreyttir og þarfnast hvUdar. Síðan ég sá þá síðast í mars hafa þeir aUir grennst," sagði Jeppe Handwerk myndatökumaður um félagana í leiðangrinum. iAiww.romeo.is Stórglæsileg netverslun! Frábært verö! Ótrúleg tilboö! í gerð einangrunaiglers fyrir íslenskar aðstæður. Glerborgargler er íramleitt undir gæðaeftiriiti Rannsóknastoftiunar byggingariðnaðarins. Dalshrauni 5 220 Hafnarfirði Súni 565 OOOO M. Benz E 240 A Elegance, árg. 1998, ekinn 26. þús. km, blásans., toppl., XENON, leður, rafdr. sæti, Benz GSM, 17“ álfelgur, 10 diska magasín, Avantgarde fjöðrun o.m.fl. Verð kr. 4.400.000. Sveiflutilboð kr. 3.790.000. BMW 740 iA, árg. 1995, ekinn 160. þús. km, gásans., leður, rafdr. sæti, 18“ Artec- felgur, Verð kr. 3.600.000. Sveiflutilboð kr. 2.990.000. M. Benz E 230 A Classic, árg. 1998, ekinn 69 þús. km, rafdr. rúður, spólvörn, 17“ ,AMG“ álfelgur o.fl. Verð kr. 3.790.000. Sveiflutilboð 3.290.000. VW CADDY, árg. 1998, ekinn 17 þús. km, hvítur, 1400 cc, 5 gíra. Verö kr. 1.120.000. Sveiflutilboð kr. 940.000. OPEL COMBO, árg. 1998, 30 þús. km, rauður, 1400 cc, 5 gíra, áhv. 600. þús. Verð kr. 1.100.000. Sveiflutilboð kr. 920.000. TOYOTA 4 RUNNER, árg. 1990, ekinn 169 þús. km, bfll með öllu, s.s. 44“, GPS, leitarljósi, CB o.m.fl. Breyttur fyrir rúmu ári. Verð kr. 2.100.000. Sveiflutilboð kr. 1.790.000. jHöfum í umboðssölu 18“ álfelgur og dekk undir BENZ - BMW og AUDI. Getum útvegað felgur undir flestar gerðir bifreiða. Ótrúlegt sveifluverð frá kr. 130.000 gangurinn m. dekkjum. KAWASAKI VULCAN 1500, árg. 1989, ekið 15 þús. km, mótor ekinn 7 þús. km. Verð kr. 590.000. Sveiflutilboð kr. 490.000. M. BENZ E 220 A, árg. 1994, ekinn 124 þús. km, svartsans., rafdr. rúður, toppl., álfelgur o.m.fl. Verð 1.980.000. Sveiflutilboð kr. 1.690.000. BMW 520 iA STEPTRONIC, árg. 1997, ekinn 97 þús. km, rafdr. rúður, spólvörn, 18“ álfelgur o.m.fl. Verð kr. 3.150.000. Sveiflutilboð kr. 2.790.000. TOYOTA HILUX, árg. 1989, ekinn 232 bús. km, 38“ dekk, flækjur, veltigrind, læsingar o.m.fl. Verð kr. 1.090.000. Sveiflutilboð kr. 890.000. PONTIAC GRAND PRIX GTP, árg. 1998, ekinn 4 þús. km, leðurinnr. CD, toppl., allt rafdr., 17“ álfelgur o.m.fl. Verð kr. 3.220.000. Sveifluverð kr 2.890.000. Ja nú er SVEIFLA W J II %0 1 . w W ■■ 1 I Rbhh jÉTtL sími 567-3131 • Fax 587-0889 Bíldshöfða 12 Opið virka daga kl. 10-19, laugardaga 12-17. www.bilasalinn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.