Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 Fréttir DV Biskup hryggur Voðalega leiðinlegt ástand hefur skapast vegna Kristnitökuhátíðar- innar á Þingvöllum og eru menn ofsalega hrygg- ir, það er að segja þeir í sem ekki eru ákaflega sárir eða jaínvel undr- andi og hugsanlega aðeins reiðir. Karl Sigurbjömsson biskup segir t.d. að það hryggi sig mjög að hin mismunandi trú- arfélög skuii ekki þiggja það að vera í Hestagjá með sínar uppákomur en þar áttu þeir einnig að hafa sína útikamra eða borga aðgangseyri að fínu salernum hinna „alvörukristnu" í völlunum sjálf- um. Árni Bjöm Guðjónsson, sem var á lista Kristilega lýðræðisfiokksins fyrir alþingiskosningamar, hefur m.a. lýst yfir óánægju með að frikirkjur og önnur félagasamtök eigi að vera í Hestagjánni með hommum og lesbíum. Þetta fer e.t.v. að vera spuming um hvort flytja á hommana og lesbiumar inn í Bolabás þannig að kyrrð komist á. Kærleikar litlir Þórsarar á Akureyri eru í mörg ár búnir að vera reiðir KA-mönnum fyrir að hafa jafnan hirt til sín flesta hestu ungu handboltastrákana úr Þór, sem komið hafa upp i meistaraflokk, og ein afieiðingin hefur verið sú að KA hefur verið í toppbaráttu efstu deildar en Þórsarar fastir í neðri deildinni. Nú virðist hins vegar sem hlutirnir séu að breytast, fyrst fór liðsstjóri KA um ára- bil til Þórs, sem er hans gamla félag, og svo fóra leikmennirnir að tínast úr KA í Þór, einn af öðrum. Gamlir Þórsarar em að fara heim en einhverjir „alvöru" KA-menn munu einnig ætla í Þór. Við- ræðum um að félögin sendu eitt sameig- inlegt liö í handboltanum var slitið af Þórsurum að sögn KA-manna og er nú óhætt að segja að kærleikamir, sem aldrei hafa verið miklir milli félaganna, séu í sögulegu lágmarki. Ekkí Frasier Kolbrún Bergþórs- dóttir, blaðamaður á Degi, lýkur gjaman fjöl- miðlapistlum sínum í blaðinu á kröfunni um að þættimir um sálfræð- inginn Frasier verði teknir til sýninga að nýju í sjónvarpi (nýir þættir væntan- lega). Nú hefur „samblöðungur" Kol- brúnar, Friðrik Þór Guðmundsson, tekið undir kröfuna rnn Fraiser og er farinn að enda sína fjölmiðlapistla á sama hátt og Kolbrún með kröfunni um Frasier á dagskrá. Þau Kolbrún og Friðrik takast hins vegar á um það hvort „heitbindingartilkynning“ Ólafs Ragnars og Dorritar hafí verið gert of hátt undir höfði í fjölmiðlum lands- ins, enda er það stórmál sem öllum fjöl- miðlungum ber beinlínis að hafa ákveðna skoðun á. Sandkornsritari dagsins neyðist þó til að viðurkenna að honum er alveg sama og einnig að hann vill ekki Frasier aftur á skjáinn, þann leiðindagaur. Útvarpsþættir í sjónvarpi Og fyrst er verið eyða í það plássi hér, að minnast á dagskrárliði sjónvarpsstöðva, er til- valið að ræða aðeins um útvarpsþættina „Maður er nefndur" sem maður er farinn að halda aö framleiddir hafi verið í hundraðatali hjá Ríkissjónvarpinu. Leitt er fyrir landsmenn alls kyns fólk sem hefur varla unnið sér neitt til ágætis umfram aðra en er ágætisfólk og borgar- ar. Svo situr spyrill gegnt svaranda og rætt er og rætt út í eitt um ekki neitt. Þama er dæmigerður útvarpsþáttur á ferðinni. Þætti eins og „Þetta helst“ (hét hann það ekki), sem var vinsælasti þátt- ur Sjónvarpsins samkvæmt áhorfsmæl- ingum, var hins vegar á sama tíma kastað út og leikmyndin rifin. Rúnar Gunnarsson dagskrárgerðarforstjóri kemst svo bara upp með það aö neita að svara spumingum fjölmiðla um hvað valdi þessu, rétt eins og hann sé að reka sína einkastöð. Norræn ráðstefna um almenningssamgöngur: Milljón króna aögjöf FuUtrúar nemenda við Mennta- skólann við Sund afhenda i dag Bamaheillum eina milljón króna að gjöf. Gjöfln er afrakstur verkefnis sem um 600 nemendur skólans tóku þátt í fyrr á árinu er þeir gáfu vinnu sína í einn dag til styrktar samtök- unum. Fjáröflun nemendanna var hluti af dagskrá í skólanum, þar sem þeir kynntu sér málefni þróunarlanda og aðstoð við þau. Sú góða raun sem þessi tilraun menntaskólanemanda gaf hefur orð- ið til þess að forráðamenn nemenda hafa ákveðið að halda áfram á sömu braut næsta vetur. DV-MYND JÚLÍA IMSLAND. Bættu úr brýnni þörf Ragna og Olgeir segja aö mikiö hafi veriö aö gera á nýju bílaþvottastööinni, sem er hin eina á löngu feröalagi fólks um landiö. Með þeim er Gunnar sonur þeirra. Nakamichi Bíltæki þ- Hátalarar ► Magnarar ► fekPAakorrichí « r»w«- coMB*75 Ekkert magasín, ekkert vesen! 6 diskar í tækið að framan! HLJÓMTÆKI T H E I M A B I Ó T B I L T Æ K I Ármúla 38 - Sími 588-5010 Holdum gula litnum - rafrænt greiðslukerfi í skoðun, segir forstjóri SVR „Með vaxandi umferð og nei- kvæðum áhrifum af völdum hennar hefur orðið viðhorfsbreyting til um- ferðarmála á Norðurlöndum og ekki síst í Bandaríkjunum.“ Þetta sagði Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, í gær, að nýlokinni 420 manna nor- rænni ráðstefnu sem fyrirtæki hennar hélt. Höfuðborgir Norður- landanna skiptast á að halda ráð- stefnuna en 10 ár eru síðan hún var haldin seinast hér á landi. Lilja sagði þjóðirnar mjög samstiga í þessum málum og að mikil aukning Heyskerar og tjaldvagnar vinsælir DV. STYKKISHÓLMI: Tjaldvagnaleigan Stykkishólmi er nýtt fyrirtæki hjónanna Agnars Jónassonar og Svölu Jónsdóttur og er hún til húsa að Neskinn 7. Agnar sagði í samtali að hann væri kominn með þrjá vagna, þriggja til sex manna, og ætti von á tveimur í viðbót. Mikið væri spurt um leigu. Næsta tjaldvagnaleiga er á Akranesi og svo í nágrenni Reykjavíkur. Sagði Agnar að þau hefðu hugsað sér að bjóða einnig upp á leigu á tjaldstæðinu. Þá gæti fólk bara kom- ið í Hólminn og vagninn biði upp- settur á tjaldsvæðinu og þau tækju svo saman eftir veru gestanna. Agnar hefur verið með sjálfstæð- an atvinnurekstur í nokkur ár, hef- ur m.a. smíðað og selt heyskera. Sagði hann að sér hefði aldrei dott- ið í hug að þeir yrðu svo vinsælir sem raun ber vitni. Hann hefði aug- lýst á sínum tíma og væri nú búinn að selja áttatíu stykki á liðlega einu og hálfu ári. -DVÓ/ÓJ Strætisvagnar Reykjavíkur Innan tiöar veröur jafnvel hægt aö borga fariö meö greiösiukorti. væri í notkun almenningssam- gangna um leið og áhersla er lögð á að draga úr notkun einkabíla. Hún sagði það hafa vakið athygli meðal erlendu fyrirlesaranna sem prófuðu vagna SVR hversu öflugt og gott leiðakerfí er í borginni miðað við gífurlega bílaeign landsmanna. Auk tilrauna með vetnisvagna árið 2002 er fram undan endurnýjun talstöðva í öllum vögnum og segir Lilja nýja fjarskiptatækni bjóða upp á mikla möguleika. Einnig er raf- rænt greiðslukerfi fyrir vagnana í skoðun þannig að í nánustu framtíð væri e.t.v. hægt að stökkva upp í strætó með kort í stað klinks. „Gula litnum ætlum við hins vegar að halda,“ segir forstjóri SVR. -HH Ný bílaþvottastöð á Höfn bætir úr brýnni þörf: Sú eina á 900 kíló- metra löngum kafla DV, HOFN I HQRNAFIRDI: Smur og dekk á Höfn opnaði í vor nýja bílaþvottastöð og er hún sú eina á Suður- og Austurlandi, það er á svæðinu frá Selfossi til Akureyr- ar, en vegalengin þar á milli er rúm- ir 900 kílómetrar ef ekið er austur um. Þvottastöðin flutti í nýtt hús við Bugðuleiru í vor og eru eigend- ur fyrirtækisins hjónin Ragna Pét- ursdóttir og Olgeir Jóhannesson. -JI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.