Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 12
12 ________________MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 Skoðun I>V Hefurðu farið í Grasagarðinn í Laugardalnum? Kristín Eiríksdóttir, búsett í Noregi: Nei. Jóhanna Jónsdóttir nemi: Nei, en gæti hugsaö mér þaö. Davíð Ólafsson nemi: Nei, en kannski í sumar. Þóra Hrund Bjarnadóttir nemi: Já, hann er voöalega flottur. SHf Um Stutlrntara> t> Rtttindi t> L4naxjó>urmn t' Húmæ>úmi>lun Þ Stúdentujóiur t' StuHrntabla>i> Þ Nínemar Tcnglar ^ Aaltin VonO :000 sirelLð !)*i Topp IQvorakl keiuuun sjast Ivet SHI Stúdentaráó Háskóh Ishnds Einkunnaskil komin á vefinn Fðfíuáagu.12$ mci 2000 Studentua> tekut t dag t notkun n*)a hcmtasi'U sem s*nu etnkunnasktl t raunskeuum t HaskoUnum. fr t nu>ut vtll oft djagnst »> kennatat sluli emkunnunt en fieu hafa saxnkv«mt íeglugit tun Haskolann fljjai vtktu fra ptoft tilo gew fl«> Hetmast an et hugsu> til flesc a> flx^sta • ketutata túaiskilaemkunnumogeuuiJgttluppl^smgR fytu nemendut um fla> hvenug ptofasktlum et hatta>. Heunasi-tuuu «i sktpt tu>ut eflu detldum og flu tt Ivrgt a> nalgast uppl^smpu um Ir.-ett eutasta ptof • vctmissen 2000. m a lr.-en.tt ptofw vu tekw. hvetsu matgu tóku fla>, frvCtt bui se a> slda eml-.unmuu og fla htn.vt Vefutmn ei vuuunn t nanu samstaifi statfsfoU. ntmendasktat Hentendui esu h-.-attu ttl *• fylgjast me> a tuvstu dógtun, en hstuut vet>tu uppfemu daglega (i bk dags) Smellw bsx tU a> fua a si una Stúdentalíf - glæsileg föstudagsdagskrá Ný heimasíöa Stúdentaráös Stúdentar orönir langþreyttir á seinagangi kennara í HÍ. Einkunnaskil kennara við Háskóla íslands Eiríkur Jónsson, form. SHÍ, og Haukur Þór Hannesson, fram- kvæmdastj. SHÍ, skrifa: Stúdentar, sem eru nú orðnir langþreyttir á seinagangi kennara i Háskóla íslcinds vegna einkunna- skila þeirra, hafa nú sett einkunna- skil þeirra á Netið. Stúdentaráð hefur tekið í notkun nýja heimasíðu (hverrar slóð er: www.shi.hi.is.) þar sem finna má einkunnaskil í öllum námskeiðum í Háskólanum. Ástæða heimasíðunn- ar er óánægja stúdenta með það hve margir kennarar Háskólans draga að skila einkunnum þótt skýrlega sé kveðið á um það í reglu- gerð Háskóla íslands að þeir skuli gera það innan þriggja vikna frá því að próf fór fram. Margir kenn- arar virða því ekki reglumar og „Á listanum má finna ótrú- legar tölur, t.d. próf sem komið er 29 daga fram yfir frestinn! - Kennarinn er sem sagt búinn að hafa 60 daga til að fara yfir prófið. “ þeim hefur ekki verið fylgt nægi- lega eftir af hálfu háskólayfirvalda. Á heimasíðunni má finna upplýs- ingar um öll próf á vormisseri 2000, hvenær próflð var lagt fyrir, hversu margir tóku það og hversu lengi kennarinn er að fara yfir prófið. Þau próf sem komin eru fram yfir 3 vikumar eru rauðletruð og einnig er hægt að sjá áætlun á því hve marga klukkutíma kennari var að fara yfir hvert prófeintak. Síðast en ekki síst er birtur „topp tíu listi“ yfir þau próf sem lengst eru komin fram yflr frestinn. Á listanum má finna ótrúlegar tölur, t.d. próf sem komið er 29 daga fram yfir frestinn! - Kennarinn er sem sagt búinn að hafa 60 daga til að fara yfir prófið. Ætlunin með heimasíðunni er að setja aukinn þrýsting á kennara til að skila einkunnum sínum, enda eru nemendur orðnir langþreyttir á því hvað það vill dragast óhóflega. Nemendur eiga mikið undir því að einkunnum sé skilað á réttum tíma, m.a. fjárhagslega afkomu sína þar sem Lánasjóður íslenskra náms- manna greiðir ekkert út fyrr en all- ar einkunnir eru komnar. - Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 862 5097. Kerlingarhland fyrir austan fjall Hrafnhildur Arnórsdóttir nemi: Já, en þaö er mjög langt síöan. Hreiðar Oddsson atvinnuleikari: Já, þaö er mjög fallegt þar. Baldur Hermannsson skrifar: Það er lítils að tóra þegar kafflð vantar, eins og kellingin sagði, og það er mála sannast að þar eiga ís- lendingar enn þá talsvert ólært. í Reykjavik hafa að vísu sprottið upp ágæt kaffihús með úrvali af ang- andi veigum en allt of mörg kaffi- hús og söluskálar víða um landið bjóða dösuðum ferðalöngum upp á ódrekkandi sull og misjafnt með- læti. Þetta er auðvitað afar bagalegt, því ekkert er jafn vel til þess fallið að hressa upp á lúinn ökuþór og einmitt sterkt og bragðgott kaffi. Nýlega skellti ég mér á Þing- vallahringinn, og hugöi gott til glóðarinnar að endurlífga sálartetr- „í Reykjavík hafa að vísu sprottið upp ágœt kaffihús með úrvali af angandi veig- um en allt of mörg kaffihús og söluskálar víða um land- ið bjóða dösuðum ferða- löngum upp á ódrekkandi sull og misjafnt meðlœti. “ ið á krá einni á Selfossi, sem vissu- lega gefur fogur fyrirheit um ljúf- fengt kaffl, því heiti hennar er einmitt „Kaffl krús“. Ég pantaði espressó-kaffi með girnffegri kirsuberjatertu sem fór strax vel í eftirvæntingarfulla bragðlaukana en sár urðu von- brigðin þegar kom að kaffinu - hví- líkt kerlingarhland! Það vita allir að espressó-kaffi á að vera dúndursterkt, hálfgert dínamit fyrir hjarta og blóðrás, en þetta ömurlega, útþynnta sull lét ekkert eftir sig annaö en óbragð í munni og dapran huga. Ég vil þó endurtaka að tertan var ágæt - og verðlagið eins og tíðkast á bestu stöðum í höfuðborginni! En vill nú ekki einhver dugnað- arkokkur á þessum slóöum taka sig til og verða sér úti um eitthvað gott á könnuna þvi illt er til þess að hugsa að næst þegar leiðin liggur austur yflr fjall skuli maður neyð- ast til að hafa með sér heimalagaö kaffi á brúsa. Dagfari__________________________________________________________________________ . Leikhúsrisarnir orðnir fjórir Krosstré íslensks leikhúss- og afþreying- arlífs virðast svo sannarlega ekki ætla að bregðast okkur nú frekar en endranær. Gamla Iönó er nú enn eina ferðina komið á flug og með samruna viö Loftkastalann og Hljóðsetningu er búið að setja saman félag sem slagar hátt í stóru leikhúsin, Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið. Hlýtur þetta að vekja gleði leikhús- glaðra íslendinga. Eitt skilur Dagfari þó ekki alveg. Var ekki Borgarleikhúsið reist vegna þrengsla í Iðnó? Með flutningi í nýtt hús átti væntanlega að sjá fyrir leikhús- þörfum um langan aldur. Nú er litla Iðnó- leikhúsið orðið að stofnun í stóru húsi, líkt og Þjóðleikhús, en upp er sprottinn nýr kjami í gömlu Iðnó sem hyggst bjóða stórveldum í íslensku menningarlífi byrginn. Ef litið er til sögunnar þarf vart að búast viö því nú frekar en endranær að leikhúsrisi rúmist í gömlu Iðnó. Því þurfa menn ekkert að kippa sér upp við það að endurvakin verði sjóðsstofnun um verkefnið „við byggjum leik- hús“. Nýtt Borgarleikhús hlýtur að vera rökrétt framhald af þessari sameiningu. Einu gleyma þó forkólfar hins nýja leikhús- risa, og kannski ekki skrýtið, því forystumenn Alþingi íslendinga er sívinsæll leikhúsrisi sem taka mœtti upp líflegri leiktilburði. hinna stóru leikhúsanna hafa heldur ekki haft hátt um málið. Með stofnun nýju samsteypunnar eru þeir ekki þrír, risamir sem keppast um leik- húsgestina á markaðnum, heldur fjórir. Fjórði risinn er trúlega sá eini sem aldrei þarf að hafa áhyggjur af peningamálum og almennir kjósendur á íslandi sjá um að skipta út leikhússtjóranum þegar henta þykir. Þetta leikhús stendur við Austurvöll og er hið eina sanna Þjóðleikhús. Þar eru sýntngar hvern einasta dag vikunnar frá morgni til kvölds, nema þegar leik- arar em í jóla-, páska- eða sumarfríi. Þar er iðkað sýningarform sem ég hef hvergi séð skilgreiningu á i lærðum leikhúsritum. Allt er þar mjög formfast og látbragð takmarkað við handapat og andlitsæfíngar. Það merkilega er að þetta leikhús nýtur samt gríðarlegra vinsælda og fær langtum meiri umfjöll- un í fjölmiðlum en nokkur hinna leik- húsrisanna. Eigi að síður virðist vera farið að gæta nokkurrar þreytu á þessu leik- listarformi. Dagfari leggur því til að leitað verði í smiðju Breta og ítala í þessum efnum. Taka mætti upp líflegustu leiktilburði þar- lendra og kenna okkar ágætu leikurum við Austurvöll. Þá þyrftu menn ekkert að vera að velkjast með lagafrumvarp um box, það yröi að sjálfsögðu innifalið í hinum nýja bresk-, ítalsk-ís- lenska leikstil. r> . VAAXATt. Fólkið spókar sig í sólinni - líka fyllibyttur og dópistar. Fjarlægja þarf fyllibyttur Kristinn Sigurðsson skrifar: Nú þegar blíðuveður hefur verið hér í höfuðborginni og flestar götur fullar af af fólki sem spókar sig í sól- inni, og þar á meðal erlendir ferða- menn, er allt of mikið af því að dópistar og fyllibyttur séu venjuleg- um borgurum til ama. Fyllibyttur á tafarlaust að fjarlægja úr miðborg- inni. Reykjavík getur engan veginn kallast menningarborg þegar hópur fyllibytta og dópista er á rangli í mið- bænum um hábjartan daginn. Ég skora á lögreglustjóraembættið að vakna af dvala og láta verkin tala. Hreina borg án útigangsfólks. Rétt áfengis- pólitík? Ólafur_ Ólafsson skrifar: Er einhver vitglóra í áfengispólitík okkar - þegar þess er gætt að það eru alkóhólistamir sem giskað hefur ver- ið á að séu nálægt 10% af þjóðinni sem neyta ca 70% af því áfengi sem drukkið er í landinu? Allir eru sam- mála um að alkóhólismi sé sjúkdóm- ur. En hugsunin á bak við álagningu á áfengi er að áfengi sé lúxusvara og álagning því til samræmis við það. Og einmitt vegna þess að alkóhólismi er sjúkdómur hafa áfengiskaup forgang hjá alkóhólistum, matarkaup mæta af- gangi, ísskápurinn oftast galtómur og bömin svöng. Algengasta orsök skiln- aða er oftast fjármálin sem era yfir- leitt hrunin. Lítill munur er milli landa á því hve alkóhólismi er út- breiddur þrátt fyrir gifurlegan verð- mun á áfengi. Pólitík sú aö verðleggja áfengi sem lúxus er því eins röng og nokkur pólitík getur verið röng. Flugleiðir og fjárfestar Björn Sveinsson skrifar: 1 frétt í Mbl. sl. föstudag segir að fjárfestar séu svartsýnir á rekstur Flugleiöa þessa dagana. Mikil sam- keppni á Ameríkuleiðinni, óhagstæð gengisþróun og hátt olíuverð gefi tii- efni til að ætla að rekstur Flugleiða gangi iila. Vantrú fjárfesta er sögð veruleg á að umsnúningur verði í rekstri félagsins á næstu árum. Reynist væntingar fjárfesta réttar muni hagkvæmara að leysa upp fé- lagið og selja eignir þess verði ein- hver markaður fyrir eignimar á ann- að borð. - Mörgum hefur áreiðanlega bmgðið við að lesa þessa frétt í Mbl. sem byggð er á Morgunkomi FBA. Langeinkennilegast er þó að engir íjölmiðlar vilja eða þora að kryfja málið frekar!! Ömurleg mynd á forsíðu Gyða hringdi: Einn daginn í sl. viku barst mér Morgunblaðið ásamt bæklingum og sérblöðum sem Morgunblaðið telur einhverra hluta vegna hagstætt að senda áskrifendum sínum. Ég les þessa aukabæklinga aldrei og hendi þeim oftast. En við að sjá ömurlega forsíðumynd á aukablaðinu 24.7. af stúlku sem virtist vera veik og hafa allar heimsins áhyggjur 1 andlitinu, varð mér svo um aö ég henti öllum Mogganum meö. Það er illa gert að birta svona myndir, sama í hvaða tilgangi það er gert. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReyKiavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.