Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000
Viðskipti_____________________________________________________________________________________________________________________________x>v
Umsjón: Víðskiptablaðið
rapc*.
42-70 milljarða
virði
- Búnaðarbankinn Verðbréf ber saman Telia
og Landssímann
Nú stendur yfir fyrsti hluti einka-
væðingar sænska símafyrirtækisins
Telia. Að mati sérfræðinga Búnaðar-
bankans Verðbréfa má segja að ef
áætlað markaðsvirði Telia er heim-
fært upp á Landssíma íslands má
ætla að Landssíminn sé 42-70 millj-
arða króna virði.
Sænska ríkið hyggst selja 20-25%
af hlut sínum í almennri áskriftar-
sölu til almennings. Fram hefur kom-
ið að áætlað virði þess hlutar er á bil-
inu 330-560 milljarðar íslenskra
króna. „Er um að ræða stærsta hluta-
íjárútboð sem haldið hefur verið á
Norðurlöndunum. Auk Svía geta
Danir, Norðmenn og Finnar skráð sig
fyrir hlut en athygli vekur að ekki er
gert ráð fyrir þátttöku íslendinga,"
sagði í frétt frá Búnaðarbankanum
Verðbréfum. Fram kom einnig að við
samanburð á Telia og Landssímanum
komi í ljós að fyrirtækin séu mjög
svipuð ef miðað sé við höfðatölu land-
anna, um 90% af tekjum Telia komi
frá Svíþjóð en Landssíminn hafi nær
eingöngu tekjur á íslensku markaðs-
svæði. Þá sé markaðshlutdeild Lands-
símans á farsímamarkaði nokkuð
meiri en hjá Telia.
Einnig sagði Búnaðarbankinn
Verðbréf þaö vera eftirtektarvert að
velta fyrirtækjanna á hvem íbúa er
næstum sú sama eða um 50 þúsund
íslenskar krónur. Sérfræðingar Bún-
aðarbankans Verðbréfa sögðu þá tölu
þó eingöngu vera til samanburðar því
hún miðist við heildaríbúafjölda
landanna. Miöaö við áætlað útboðs-
verðmæti Telia á bilinu 1.320-2.240
milljarða króna myndi sambærileg
verðlagning á Landssímanum vera á
bilinu 42-70 milljarðar króna. „Það er
umtalsvert hærri tala en rætt hefur
verið um við hugsanlegt útboð Lands-
símans, eða um 30 milljarðar. Þess
má svo geta að Landssiminn er svo
gott sem eina ríkissímafyrirtækið í
vestanverðri Evrópu sem ekki hefur
verið einkvætt eða sem hafin er
einkavæðing á,“ sagði í frétt Búnað-
arbankans Verðbréfa.
OECD telur líklegt að landsfram-
leiðsla hér á landi vaxi um 3,7% í ár
og 2,7% á næsta ári og að verðbólga
verði 5,5% í ár og 5,9% á næsta ári.
Það er mat OECD að íslenska hag-
kerfið sé enn þá ofþanið en þetta
kom fram í skýrslu stofnunarinnar
um efnahagsástandið í heiminum
sem kom út í gærmorgun.
í Morgunkorni FBA í gær er bent
á að OECD meti það sem svo að
hægari vöxtur raunlauna sé ein
meginástæða þess að það hægir á
hagkerfinu. Stofnunin gerir ráð fyr-
ir því að viðskiptahallinn nemi
7,6% af landsframleiðslu í ár og
6,2% á næsta ári. Að mati OECD
þarfnast þessi mikla verðbólga við-
bragða af hálfu stjórnvalda. Frekari
hækkun vaxta er nauðsynleg, að
mati stofnunarinnar, til að ná verð-
bólgunni niður. Þá segir í skýrslu
OECD að þrátt fyrir aö afgangur sé
á fjármálum hins opinbera þá muni
frekara aðhald ríkis og sveitarfélaga
bæta ástandið.
Gengisvísitala krónunnar hefur
hækkað jafnt og þétt og er nú í
kringum 108,85 en hækkun vísitöl-
unnar jafngildir veikingu krónunn-
ar. í markaðsyfirliti Viðskiptastofu
Landsbankans í gær sagði að nokkr-
ar skýringar væru á þessari þróun.
Þar kom fram að ólíklegt væri að
gengisvísitalan færi niður fyrir 108
á næstunni.
„Fyrst má nefna að almenn deyfð
er yfir innlendum fjármagnsmark-
aði og virðist sem ástandið á skulda-
bréfa- og hlutabréfamarkaði hafi
heldur dregið úr áhuga spákaup-
manna á gjaldeyrismarkaöi. Einnig
er athyglisvert að þrátt fyrir mikinn
vaxtamun virðast fjárfestar ekki
vera tilbúnir að opna nýja skipta-
samninga þar sem tekin eru erlend
lán og fjárfest í krónum. Þessir
samningar valda gjaldeyrisinn-
streymi og styðja við gengi krón-
unnar. Talsvert er um að skipta-
samningum sé lokað og á tiltölulega
„þunnum" markaði hefur þetta
Verulegur
hjá Tanga
afkomubati
Hagnaður af rekstri Tanga hf.
fyrstu þrjá mánuði ársins nam 27,4
milljónum króna á tímahilinu og
var hagnaður af reglulegri starf-
semi 29,4 miiljónir króna. Tap af
reglulegri starfsemi félagsins nam
6,7 miUjónum króna á sama tímabili
árið 1999.
Velta Tanga jókst um rúmlega
29% frá sama tímabili 1999 og mun-
ar þar mest um umtalsverða aukn-
ingu í loðnu- og hrognafrystingu,
auk þess sem aukið magn kom til
bræðslu í fiskimjölsverksmiðju fé-
lagsins. Hagnaður fyrir afskriftir og
fjármagnsliði nam 81,6 milljónum
króna sem er aukning um 83,2% á
milli ára. Veltufé frá rekstri nam
51,8 milljónum króna en var 24,8
milljónir króna á fyrstu þremur
mánuðum sl. árs. Fjármagnsliðir
voru afar hagstæðir á tímabilinu
sem um ræðir þar sem nokkur
gengishagnaður varð af lánum, auk
þess sem reiknaðar tekjur vegna
verðlagsbreytinga eru háar. í frétt
frá félaginu er áréttað að rekstur
Hagkerf iö enn
ofþanið
Landssíminn
Krónan veikist jafnt
og þétt
þrýst gengisvísi-
tölunni upp á við.
Einnig má nefna
að Seðlabankinn
hefur ekki hækk-
að vexti eins og
búast hefði mátt
við í kjölfar
vaxtahækkana
erlendis en mark-
aðsaðilar höfðu
að hluta til verðlagt nýja hækkun
stýrivaxta í gengi krónunnar. Tals-
verð óvissa ríkir um framhaldið.
Árstíðabundið gjaldeyrisinnstreymi
vegna útflutnings sjávarafurða fer
minnkandi en það sem skiptir þó
meira máli er að fjárfestar sem veðj-
að hafa á vaxtamun og styrk krón-
unnar bíða margir eftir tækifæri til
að loka stöðum sínum. Lokun
skiptasamninga veldur aukinni eft-
irspum eftir erlendum gjaldeyri og
getur aukið við veikingu krónunn-
ar. Rétt er þó að benda á að vaxta-
munurinn freistar enn fjárfesta og
því er líklegt að markaðurinn leiti í
jafnvægi á nýjan leik. Þó er ólíklegt
að gengisvísitala krónunnar fari
niður í 108 á næstunni,“ sagði í
markaðsyfirliti Landsbankans.
Tanga hf. er að öllu jöfnu betri á
fyrri hluta ársins heldur en þeim
síðari.
Á fyrstu þremur mánuðum yfir-
standandi árs tók Tangi hf. á móti
36.300 tonnum af loðnu og
kolmunna. Þar af voru fryst u.þ.b.
3.400 tonn af loðnu og að auki 240
tonn af loðnuhrognum. Ágæt af-
koma varð af loðnufrystingu hjá fé-
laginu á tímabilinu. Þá gekk rekst-
ur fiskimjölsverksmiðjunnar ágæt-
lega, að teknu tilliti tÚ aðstæðna á
afurðamörkuðum, og rekstur
Sunnubergs sömuleiðis. Sunnuberg
hóf kolmunnaveiðar að loðnuvertíð
lokinni og hafa þær gengið þokka-
lega. Óvissa á afurðamörkuðum fyr-
ir mjöl og lýsi veldur þó enn áhyggj-
um og hefur verð á lýsi haldist afar
lágt, að því er fram kemur í frétt fé-
lagsins.
Agæt afkoma varð af loðnufrystingu hjá félaginu á tímabilinu.
„Afkoman fyrstu þrjá mánuðina
er í samræmi við það sem við var
að búast m.v. það hvernig loðnuver-
tíöin gekk fyrir sig,“ segir Friðrik
M. Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Tanga hf. „Rétt er að taka
fram að það tímabil sem um ræðir
er að jafnaði einn besti hlutinn úr
árinu í rekstri eins og okkar. M.v.
að veiðar úr norsk-íslenska síldar-
stofninum gangi fram með eðlileg-
um hætti og að kolmunninn haldi
áfram að veiðast er ég hóflega bjart-
sýnn á árið í heild," segir Friðrik.
cg| Smáauglýsingar
DV
vantar þig félagsskap?
550 5000
HEILDARVIÐSKIPTI 206 m.kr.
Hlutabréf 97 m.kr.
Húsbréf 109 m.kr.
MEST VIOSKIPTI
: 0 Nýherji 16 m.kr.
; Marel 14 m.kr.
© Opin kerfi 14 m.kr.
MESTA HÆKKUN
O Opin kerfi 4,3%
O Marel 4,1%
O Baugur 3,9%
MESTA LÆKKUN
O Jarðboranir 4,8%
O Þorbjörn 4,5%
©Tæknival 2,2%
Úrvalsvísitalan 1.563 stig
Breyting O +1,16%
Hagnaður Hugvits
8 milljónir
Hugbúnaðarfyrirtækið Hugvit hf.
var rekið með 8,1 milljónar króna
hagnaði á síðasta ári í stað 4,4 milljóna
króna hagnaðar árið 1998. Þetta kemur
ffam í útboðs- og skráningarlýsingu
Talentu - Hátækni. Hugvit er í hópi
stærstu fyrirtækja í Evrópu á sviði
hópvinnulausna og starfar ásamt dótt-
urfyrirtækjum í Danmörku, Þýska-
landi og Bretlandi, auk íslands, og eru
mörg stærstu fyrirtækja Evrópu meðal
viðskiptavina Hugvits.
síöastliöna 30 daga
O íslandsbanki 348.252
£ Eimskip 344.665
i © Össur 294.116
Búnaðarbanki 249.022
; Q FBA 232.630
siöastliöna 30 daga
; O Fiskiðjus. Húsavíkur 23 %
© Samvinnuf. Landsýn 21%
© Samvinnusj. íslands 9%
; O Frumherji 8%
© SR-Mjöl 6%
O siöastliöna 30 daga
Q Þorbjörn 31%
© Fiskmarkaöur Breiðafjarðar 26%
1 © Stálsmiðjan 25%
© Tæknival 20%
; © Þróunarfélagið 19%
France Telecom kaupir Orange
France Telecom hefúr fest kaup á
breska farsímafýrirtækinu Orange
PLC fyrir jafnvirði 2.840 milljarða ís-
lenskra króna. í kjölfar kaupanna mun
franska ríkið minnka eignarhlut sinn í
France Telecom úr 61% í 54%. Orange
var i eigu Vodafone AirTouch sem
eignast hlut í France Telecom fyrir
vikið. France Telecom hyggst sameina
sína eigin farsímastarfsemi við Orange
og skrá fyrirtækið á markað í London,
Paris og New York í lok þessa árs eða
í byrjun árs 2001.
10527,13 O 2,21%
16332,45 O 0,64%
1422,45 O 3,22%
3459,48 O 7,94%
6416,00 O 0,89%
7196,12 O 1,08%
6389,53 ■ : 1,01%
Náðu
forskofl í
vtðsklpfum
á VísB.is