Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Side 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 I>V Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Fáll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Oræn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar<g>ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Uppgjör kynslóðanna Af langvinnri umræðu í fjölmiðlum um kjör aldraðra mætti halda, að þjóðfélagið hafi hlunnfarið þennan ald- urshóp umfram aðra aldurshópa í þjóðfélaginu. Er þá vísað til þess, að síðustu ár hafa kjör aldi’aðra batnað nokkru hægar en annarra hópa þjóðfélagsins. Eflaust er nærri lagi, sem sagt hefur verið, að tekjur eftirlaunafólks hafi lækkað hlutfallslega árin 1995-1998 úr 61% í 54% af tekjum vinnandi fólks. Einnig er ef- laust nærri lagi, að eftirlaunafólk þurfi um 67% af fyrri vinnutekjum til að halda óbreyttum lífsstíl. Þetta segir hins vegar engan veginn alla söguna. í fyrsta lagi hafa kjör aldraðra batnað, þótt þau hafi batn- að minna en annarra í hinni miklu uppsveiflu kjara, sem varð á síðari hluta tíunda áratugarins. Afstæðar tölur um lifskjör eru ekki sama og rauntölur. í öðru lagi er brýnt að hafa hliðsjón af öllu kjaraupp- gjöri kynslóðanna. Slíkt uppgjör er vel þekkt í hagtöl- um frá vestrænum löndum, en hefur ekki farið fram í neinni alvöru hér á landi. Lausleg athugun bendir þó til óhagstæðrar stöðu ungra og ófæddra. Ríkisvaldið er sífellt að flytja fé milli kynslóða. Með því að byggja upp varanlega innviði á borð við vegi og hafnir er það að þjóna komandi kynslóðum. Með því að skulda þessar framkvæmdir er það aftur á móti að fresta greiðslunum yfir til komandi kynslóða. Með því að skoða heildardæmi skattheimtu í þjóðfé- laginu, eflingu innviða þess til langs tíma og breyting- ar á skuldastöðu hins opinbera til langs tíma er með nokkuð flóknum reikningi hægt að segja, hvert fjár- magnið sé að renna í uppgjöri kynslóðanna. Á þriðja fjórðungi síðustu aldar var uppgjörið afar óhagstætt ungum og ófæddum. Þá var óðaverðbólga og fullorðið fólk eignaðist skuldlausar íbúðir með undra- skjótri brennslu á verðgildi skuldanna og varð aldrað á vildarkjörum á kostnað komandi kynslóða. Undir lok aldarinnar hafði þetta lagazt töluvert. Rík- isvaldið var hætt að safna skuldum til að eiga fyrir rekstri liðandi stundar. Sá ósiður hafði að mestu aflagzt aö senda reikning óskhyggjunnar til skattgreiðenda framtíðarinnar. Núna er sú aðferð lítið notuð. Samkvæmt lauslegu kynslóðauppgjöri er ísland 8% frá kynslóðajafnvægi. Skattar þyrftu að hækka um 8% til að borga niður sameiginlegar skuldir, svo að þær lendi síður á ungum og ófæddum. Þetta er alls ekki mikið ójafnvægi í fjölþjóðlegum samanburði. Ástandið er skelfilegt í sumum löndum, einkum þeim, sem búa við gegnumstreymi lífeyris á vegum rík- isins, en ekki uppsöfnun hans á vegum lífeyrissjóða, sem við þekkjum hér á landi. Svíar eru með 42% skekkju frá kynslóðajafnvægi og Frakkar 64%. í samanburði milli vestrænna landa erum við vel sett með lífeyrissjóði okkar og aðeins 8% skekkju frá kyn- slóðajafnvægi. Með nýjum reglum um sparnað í þjóðfé- laginu er uppsöfnun lífeyris enn að batna hér á landi, þannig að senn verða kjör aldraðra prýðileg. Þegar öldruðum dugar ekki uppsöfnun eigin lífeyris og umboðsmenn þeirra fara með háværar kröfur á hendur ríkinu, verður að hafa í huga, að ríkið þarf einnig að gæta hagsmuna ungra og ófæddra í heildar- uppgjöri peningastraums milli kynslóðanna. Hinir ungu og ófæddu eiga sér hins vegar ekki þraut- reynda og harðskeytta talsmenn eins og hinir öldruðu, sem láta í sér heyra á nánast hverjum degi. Jónas Kristjánsson Þýsk hermálastefna Frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafa Þjóðveijar stuðst við „borgaraleg- an her“ í stað sjálíboðahers: I ljósi þeirra hörmunga, sem nasisminn leiddi af sér var talið að „almenn her- skylda" tryggði að herinn yrði ekki ríki í rikinu. Stéttarök voru einnig færð fyrir því: Það yrðu ekki aðeins lágstéttimar sem tækju þátt í hugsan- legum stríðsrekstri. Reyndar hefur slíkt fyrirkomulag ekki komið í veg fyrir stéttamismun í þeim stríðum, sem háð hafa verið undanfama ára- tugi. En það breytir því ekki, að mun líklegra er sjálfboðaliðar gangi í her- inn af efnislegri nauðsyn. Á þessum áratug hafa vestræn ríki leitast við að breyta áherslum sínum í hermáium. Þetta er liður í hermálastefhu sem gengur út á að bregðast við hættuá- standi utan heimalandsins í stað þess að verja það fyrir innrás. Forsendan er vitaskuld sú að eftir hrun Sovétríkj- anna er engin bein hemaðarógn úr þeirri átt. Afnám herskyldu? En meðan verið er að hverfa frá al- mennri herskyldu er enn mjög mikil andstaða gegn því í Þýskalandi að koma á sjálíboðaher að hætti Banda- rikjamanna og Breta. Nú virðist sem þetta mál standi í vegi fyrir víðtækum breytingum á skipulagi þýska hersins. Nefnd undir forsæti Richards von Weizsácker, fyrrverandi forseta Þýska- lands, hefur lagt fram tillögur um að fækka hermönnum úr rúmlega 320.000 í 240.000 og að meginhluti þýska hers- ins, 190.000, yrði skipaður sjálfboðaher- mönnum. Engin sátt er um stefnuna í samsteypustjóm sósíaldemókrata og græningja. Meirihluti sósíaldemókrata er and- vígur því að koma á sjálfboðaher, þar á meðal Rudolf Scharping vamarmála- ráðherra. Scharping er heldur ekki reiðubúinn að sætta sig við eins mik- inn niðurskurð í herafla og nefndin leggur til og vill setja mörkin við 277 þúsund hermenn. Á hinn bóginn vilja græningjar afnema herskyldu og telja að nægilegt sé að halda uppi 200 þús- und manna her. Þetta mál er á mjög viðkvæmu stigi en flest bendir til þess að tillögur nefndarinnar nái ekki fram að ganga og strandi einkum á hug- myndinni um að koma upp atvinnu- her. Breytt sjálfsmynd Eftir að kalda stríðinu lauk var það ekki þýskum stjómvöldum kappsmál að gera skipulagsbreytingar á þýska hemum. Af sögulegum ástæðum var almennt talið að þýski herinn mundi ekki taka þátt í stríðsátökum utan heimalands síns. Þátttaka þýska hers- ins í hemaðaríhlutun NATO í Bosníu árið 1995 og í Kosovo-stríðinu á síðasta Rudolf Scharping, varnarmálaráðherra Þýskalands. Komið hafa fram tillögur um róttækar breytingar á skipulagi þýska hersins, þar sem m.a. ergert ráö fyrir því aö reiöa sig mun minna á herskyldu og meir á sjálfboöaher. Fátt bendir þó til þess aö þær nái fram aö ganga af póli- tískum og sögulegum ástæöum. ári breyttu þeim forsendum. Á afmæl- isfundi NATO í Washington á síðasta ári samþykkti stjóm Schröders að leggja sitt af mörkum til að minnka bilið milli Bandaríkjanna og Evrópu í hemaðartækni. Með virkri aðild Þjóð- verja að loftárásum NATO á Júgóslavíu tóku þeir á sig mun meiri ábyrgð í sameiginlegum aðgerðum vestrænna ríkja en áður hafði verið talið mögulegt. Því var Weiszacker- nefndinni gert að skila niðurstöðum sínum fyrr en til stóð enda var skipu- lag þýska hersins enn að mörgu leyti reist á kaldastríðsforsendum. Eitt af því sem kom glögglega í ljós í Kosovo- stríðinu var hve Þjóðveijar og önnur Evrópuríki stóðu illa að vígi að því er varðar birgðaflutninga og njósnaflug. Á þessu sviði vom Evrópuþjóðimar gjörsamlega háðar Bandaríkjamönn- Scharping er nú bundinn í báða skó: Hann veröur að einhverju leyti að taka tillit til sjónarmiða græningja í vam- armálum, ekki síður en flokksbróður síns, Hans Eichels fjármálaráðhema Valur Ingimundarson stjórnmála- sagnfræöingur Erlend tíöindi sem vill draga enn frekar úr útgjöldum til hermála. Hins vegar hafa Þjóðverj- ar skuldbundið sig til að leggja meiri áherslu á endumýjun hergagna og - búnaðar í samræmi við samþykkt NATO í fyrra og taka þátt í stofhun 60 þúsund manna Evrópuhers á vegum Evrópusambandsins. Bæði Weizsacker-nefiidin og þýska vamar- málaráðuneytið vilja gera þýska hem- um kleift að taka þátt í takmörkuðum aðgerðum, þar á meðal friðargæslu, til að bregðast við hættuástandi á tveim- ur stöðum samtímis. Það mundi kalla á víðtækar breytingar á skipulagi hersins og leiða til þess að fjölmörgum herstöðvum yrði lokað í Þýskalandi í óþökk ýmissa stjómmálamanna, sem eiga hagsmuna að gæta i kjördæmum sínum. Allt bendir til þess að Scharp- ing reyni að feta milliveginn: halda f almenna herskyldu og leggja minni áherslu á beinar skipulagsbreytingar hersins. Að öðrum kosti yrði pólitísk- ur fómarkostnaður of hár. í ljósi sög- unnar er það umhugsunaratriði hve sjálfsmynd Þjóðverja í hermálum hef- ur breyst eftir að kalda stríðinu lauk. Það er vissulega litill áhugi á því í Þýskalandi að feta í fótspor Breta og Frakka sem vilja vera í stakk búnir tfi að senda herlið á átakasvæði hvar sem er i heiminum. En allar þær tillögur um breytingar á skipulagi þýska hers- ins sem komið hafa fram gera ráð fyr- ir að taka þátt í hemaðaraðgerðum utan Þýskalands. Svo pú cetlar að eyða 2 milljörðum í nýja ímynd? En þú hvattir til að slíkar auglýsingar yrðu bannaðar? Pess vegna þarfég |f að búa til nýja ímyndl --

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.