Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Qupperneq 2
2
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
Fréttir
Tíð umferðarslys og óhöpp vekja spurningar:
Meira en lítiö að
- segir Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðaráðs
Mörg dauðsföll ferðamanna
Fleiri útlendingar hafa látist i
umferðinni undanfarið en saman-
lagt í mörg ár. Ferðaþjónustan lýsir
yfir miklum áhyggjum. Fimm er-
lendir ferðamenn hafa á skömmum
tíma látist í slysum hér á landi, íjór-
ir í bílslysum og einn á vélsleða.
Dagur sagði frá.
Undanfarnar vik-
ur hafa alvarleg
umferðarslys verið
mjög áberandi hér
á landi og fjöldi lát-
inna á árinu er nú
orðinn 2. í sumar
hefur íjöldi óhappa
og slysa þar sem
rútur og stærri bíl-
ar koma við sögu
vakið sérstaka athygli og nú síðast
þegar lá við stórslysi í rútu sem
lenti í Jökulsá á Fjöllum. Þar var
ekið inn á lokaðan vegarkafla vegna
þess að bílstjóri taldi það óhætt.
Ýmsar spumingar vakna í þessu
sambandi og þá þá m.a. hvemig
ökukennslu er háttað, ekki síst
varðandi meirapróf. Óli H. Þórðar-
son, framkvæmdastjóri Umferðar-
ráðs, segir að þar á bæ hafi menn
einmitt verið að spyrja þessara
sömu spuminga og hvort nægilega
sé brýnt fyrir ökumönnum hvemig
meta eigi aðstæður.
„Við höfum eftirlit með þeim
skólum sem kenna til aukinna öku-
réttinda. Við munum nú taka sam-
an hvemig þessu er háttað og ná-
kvæmlega hvemig staðið er að öku-
kennslunni. Ef við sjáum þar ein-
hvem Akkilesarhæl, þá verður að
bæta úr því. Það er mikill vilji hér
innan Umferðarráðs að taka á þess-
um málum og skoða hvað hefur
virkilega farið úrskeiðis. Maður
spyr sig: er ef til vill eitthvað sem
ekki hefur verið gert rétt í undir-
búningi og öðm? Á móti kemur að í
hópi þeirra ökumanna sem hafa
verið að lenda í slysum og óhöppum
eru þrautreyndir bílstjórar. Þetta
eru ekki allt menn sem nýkomnir
eru úr ökunámi. Við ætlum okkur
aö skoða þá þætti sem víð getum
haft áhrif á.
Það er eitthvað meira en lítið að
þegar þarf að taka menn á miðjum
aldri fyrir aö aka á 162 km hraða
eftir öll þessi slys úti á vegum
landsins." -HKr.
Grænmeti hverfur úr skólagörðum barnanna í Breiðholtinu:
Fullorðnir stela uppskeru barna
- ömurlegt, segir leiðbeinandi barnanna
Ferðamenn veltu bíl:
Banaslys í
Þorskafirði
Banaslys varð i Þorskafirði
skömmu fyrir klukkan þrjú í gær
þegar fólksbíll með tveimur erlend-
um ferðamönnum fór út af veginum
og valt. Mennimir voru þýskir feðg-
ar. Maðurinn sem lést var ungur
maður en faðir hans, sem var öku-
maður bílsins, var fluttur alvarlega
slasaður með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar til Reykjavíkur. Þyrlan var í
eftirlitsflugi yfir Snæfellsnesi þegar
kallað var eftir aðstoð hennar og
kom hún því fljótt á slysstað.
Einbreitt bundið slitlag er á veg-
inum þar sem bíllinn valt og að
sögn lögreglunnar á Patreksfirði er
ekki vitað um tildrög slyssins.
Rannsóknamefnd umferðarslysa fór
á slysstað í Þorskafirði í gær til þess
að kanna aðstæður.
Þetta er 21. fómarlamb umferðar-
innar á árinu 2000.
-SMK
Komið með slasaðan Þjóöverja. dvwynd s.
Þýskir feögar veltu bíl sínum í Þorskafiröi um þrjúleytiö í gærdag meö þeim afleiöingum aö sonurinn, sem var farþegi í
bílnum, lést. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fööurinn, sem ók bílnum, á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.
Innanlandsflugið hækkar
Flugfélag íslands hækkar almenn
fargjöld sín í innanlandsflugi að
meðaltali um tæplega 10%. Meginá-
stæður hækkunarinnar eru sagðar
eldsneytisverðhækkanir og aukin
skattheimta hins opinbera á seinni
hluta ársins.
Spáir 5,6% verðbólgu
í nýrri verðbólguspá gerir Seðla-
bankinn ráð fyrir 5,6% verðbólgu
yfir árið 2000 í stað 5% í maí (og
3,8% í janúar). Versnandi horfur
stafa að sögn bankans aðaflega af
því aö gengi krónunnar sé yfir 5%
lægra en í maíspánni. Seðlabankinn
segir það valda áhyggjum að verð-
bólguvæntingar yfir 5% virðist vera
aö festast í sessi.
Níu kæra kísilgúrinn
Níu, einstaklingar og félagasam-
tök, hafa kært ákvörðun Skipulags-
stjóra um að heimila frekara kísil-
gúmám úr Mývatni, en fleiri kærur
kunna þó að vera í pósti. Úrskurður
umhverfisráðherra verður að liggja
fyrir innan átta vikna frá lokum
kærufrests. Sjónvarpið sagði frá.
Amma of tekjuhá
Þórhildur Líndal,
umboðsmaður
bama, segir marga
galla á framkvæmd
laga um bamabæt-
ur og fagnar áform-
um stjórnvalda um
að endurskoða
barnabótakerfið.
Dæmi eru um að stúlkur undir lög-
aldri sem eignast börn fái ekki
barnabætur vegna þess að afi og
amma barnsins eru með of háar
tekjur. Sjónvarpið sagði frá.
Tjón ferðamanna bætt
Ábyrgðartrygging ökutækja bæt-
ir að fullu tjón ferðamannanna sem
lentu í hrakningum í Jökulsá á
Fjöflum þótt ökumaður hafi virt að
vettugi merki um lokun. RÚV sagði
frá.
„Það er enginn vafi á að það er full-
orðið fólk sem gengur hér um garð-
ana að næturlagi og stelur frá börn-
unum. Fólkið getur varla borðað allt
það magn sem stolið er né heldur
geymt það. Annaðhvort er þetta selt á
veitingahús eða í verslanir," sagði
Inga Rósa Sigurjónsdóttir, leiðbein-
andi hjá Skólagörðum Reykjavíkur í
Dalbæ við Vatnsveituveg, í samtali
við DV.
Bömin voru að ljúka sumarstarf-
inu í rigningu og roki í fyrradag eftir
góða sumardaga við ræktunina. Upp-
skera barnanna virðist freista
ófrómra borgara sem i skjóli nætur
laumast í garða þeirra og velja sér
þar hnúðkál sem er dýrt og lítið
þekkt á íslandi enn sem komið er.
Engin skemmdarverk hafa verið unn-
in á görðunum að öðm leyti.
„Það er búið að stela úr öllum görð-
um sem hægt var að stela úr, meira að
segja kennaragarðinum. Það er einn
garður sem ekki var stolið úr og það
er af því að stelpan hætti svo snemma
að það vom bara kartöflur eftir í hon-
um,“ sagði Rebekka Riviere, 10 ára
Börnln og garöagróðurinn dv-mynd einar j.
Þau voru aö Ijúka sumarstarfinu, krakkarnir í Dalbæ, í fyrradag. Veöriö var
verra en þaö var mestan partinn í sumar en þau létu ekki deigan síga í upp-
skerustörfunum.
gömul stúlka úr Breiðholtinu, sem er
ein þeirra barna sem stolið var frá.
Þjófarnir hafa komið nokkrar næt-
ur, fyrst um verslunarmannahelgina,
síöan um síðustu helgi og aftur að-
faranótt miðvikudagsins. Þeir fara í
gróðurreiti hvers bams og leita að
hnúðkáli og spínati og hirða það. Lög-
reglan var látin vita en hefur ekkert
getað aðhafst annað en að hafa augun
hjá sér.
„Þetta er alltaf sama tegundin af
káli sem þjófarnir taka, hnúðkál, sem
lítið er ræktað af á íslandi og fáir
þekkja, en líka nokkuð af spínati.
Hnúðkálið þykir mjög gott í austur-
lenska rétti sem nú eru vinsælir. Við
erum að tala um tiu kíló af kálinu
sem stolið hefur verið frá bömunum,
sem er talsvert magt,“ sagði Inga
Rósa.
„Þetta er ömurlega leiðinlegt. Hér
eru átta til tólf ára krakkar sem hafa
mætt í allt sumar til að reita arfa,
vökva og hlúa að gróðrinum, síðan
kemur að uppskerunni og þá er henni
að hluta stolið," sagði Inga Rósa Sig-
urjónsdóttir. -JBP/SMK
Reykjavíkurmaraþon:
Hlaupið um götur
borgarinnar
Fyrirkomulag og framkvæmd
Reykjavíkurmaraþons var kynnt
í vikunni á hádegisverðarfundi
þar sem boðið var upp á spínat og
aðra hollustu. DV er einn af aðal-
styrktaraðilum Reykjavíkur-
maraþons og fá áskrifendur
blaösins afslátt af þátttökugjöld-
um.
Skráning hefst í dag kl. 18.00 i
Skautahöllinni. Pastaveisla verö-
ur á staðnum til kl. 21.
Alvarlega
slasaður
Maður slasaðist alvarlega við
vinnu sína á trésmíðaverkstæði á
Selfossi klukkan rúmlega fimm í
gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar
var kölluð til og var hún komin á
staðinn kl. 18.15. Maðurinn var flutt-
ur á Landspítalann í Fossvogi þar
sem hann gekkst undir aðgerð og
liggur nú á gjörgæsludeild. Hann
hafði hlotið lífshættulega áverka á
kviðarholi, að sögn læknis á slysa-
deild. Slysið bar til með þeim hætti
að vél skaut frá sér trélista sem
hæfði manninn.
Kárahnjúkavirkjun færist nær
Skipulagsstofnun
hefur með athuga-
semdum og fyrir-
vörum fallist á til-
lögu Landsvirkjun-
ar að áætlun um
mat á umhverfisá-
hrifum Kára-
hnjúkavirkjunar.
Skipulagsstofnun segir tillöguna ná
til allra helstu þátta sem taka þarf á
í mati á umhverfísáhrifum. Mbl.
sagði frá.
Mikið sölutap íbúða
Sveitarfélögin innleystu um 140
félagslegar íbúðir í fyrra og seldu
aftur á markaðsverði, þar af hátt í
90 á höfuðborgarsvæðinu. Söluhagn-
aöur á höfuðborgarsvæðinu rann í
Varasjóð viðbótarlána sem bætir
þaö sem á vantaði úti á landi. Al-
gengt var að sveitarfélög á lands-
byggðinni þyrftu að selja íbúðimar
með um 2 milljóna tapi. Dagur sagði
frá.
Ekki næturklúbbar á Akureyri
Bæjarstjóm Akureyrar hefur
hafnað ósk veitingastaðanna Seturs-
ins og Venuss um að staðimir verði
flokkaðir sem næturklúbbar og fái
því að hafa annan afgreiðslutíma en
aðrir veitingastaðir. Bæjarstjómin
hefur takmarkað afgreiðslutíma
vínveitingastaða í bænum frá því
hann var gefinn frjáls fyrir fáum
missemm. Mbl. sagði frá. -GAR