Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Síða 5
FÚSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 I>V Fréttir 5 Hert löggæsla í Húnavatnssýslu dregur úr dauðaslysum: Slysagildrur í Skagafirði Flest banaslys á íslandi verða í Reykjavík og nágrenni og á Suður- lands- og Vesturlandsvegunum í ná- grenni borgarinnar. Eins og DV greindi frá hafa orðið 198 dauðaslys í umferðinni á árunum 1990 til 1999. Það sem af er árinu 2000 hafa 20 manns farist af slysfórum í umferð- inni. Sá tollur sem umferðin hefur tekið af mannslífum frá ársbyrjun 1990 til dagsins í dag er því 218 manns sem samsvarar nær öllum íbúum Hriseyjar. Þegar skipting dauðaslysa í umferðinni eftir landsvæðum er skoðuð kemur í ljós að mun færri dauðaslys eru í Húnavatnssýslu en til dæmis í Skagafirði og í Eyjafirði. „Nálægt þéttbýlinu og út af þétt- býlisstöðunum eru flest slysin og það er nokkuð klárt samhengi milli ek- inna kílómetra og slysa,“ sagði Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs. Hann bætti því við að hörð lög- gæsia á vegum í Húnavatnssýslu gæti verið ástæða þess hve fá dauða- slys hafa orðið þar síðustu 10 árin, þrátt fyrir þunga umferð um svæðið. „Áherslan þar hefur verið mjög mikil á umferðarþáttinn og þótt það sé náttúrlega aldrei hægt að fullyrða um það þá má segja að það hafi áhrif. Sýnileg löggæsla á vegum er gríðarlega mikilvæg," sagði Óli H. Á annan tug dauðaslysa hafa orð- ið í Skagafirði og nágrenni síðustu 10 árin og má rekja ástæður þeirra aö hluta til einbreiðra brúa og blind- hæða í vegakerflnu. „Vegageröin hefur nú verið að lag- færa það gríðarlega mikið á undan- fómum árum, en það verður ekki allt gert í einu. Meðal annars voru gul, blikkandi ljós sett á einbreiðar brýr í Skagafirðinum og við höldum að það hafi verið umtalsverð slysa- vörn,“ sagði Óli H. Undir Vatnajökli hafa orðið til- tölulega fá umferðarslys seinustu 10 árin og taldi Óli H. að líkleg skýring þar væri sú að útsýni er gott á veg- unum á söndunum. Á síðustu 20 árunum hefur öku- tækjum íslendinga fjölgað um 100.000. Á undanfomum tíu árum hafa 194 manns látið lífið í umferðar- slysum hér á landi og á þriðja þús- und manns slasast alvarlega. Óli H. útskýrði að árið 1987 var hámarkshraöi á þjóðvegum landsins hækkaöur úr 80 km/klst. upp í 90 km/klst. án þess að löggæsla efldist í samræmi við þaö. Þegar skipting banaslysa milli dreifbýlis og þéttbýlis er skoðuð kemur í Ijós að á síöasta áratug hef- ur slysum í dreifbýli fjölgað töluvert en fækkað í þéttbýli. -SMK SUSHI á föstudögum Tilbúnir bakkar með blönduðum fisk og hrísgrjónarúllum é nátiúrulega 1 heilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi BEINSKIPTUR KR. 1 SJÁLFSKIPTUR KR. .748.000 .848.000 Grjótháls 1 Sími 5751200 Söludeild 5751280 Staðalbúnaður: Skynvædd sjálfskipting (HIVEC) sem lagarsig að aðstæðum og þínu aksturslagi, 2.01136 hestafla vél, TCS spólvörn og stöðugleikastýring, ABS hemlalæsivörn, 4 llknarbelgir, hæöarstillanleg öryggisbelti, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn, hljómflutningskerfi með 6 hátölurum, stillanlegir höfuðpúöar, rafknúnir hliðarspeglar, litað gler, rafknúnar rúður, samlitir stuðarar, innbyggt barnasæti með 4 punkta öryggisbelti og margt, margt fleira. 2G02 HfA WOfcLQ CUP j^)REA|AB^N OHicial Pattner HYunoni mei1fö,,u

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.