Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Viðskiptablaðið Afkoma Marels undir væntingum - erfiðum rekstrarskilyrðum útflutningsfyrirtækja um að kenna Hagnaður Marels hf. og dótturfé- laga þess fyrstu sex mánuði ársins 2000 var 98 milljónir króna. Á sama tíma árið 1999 var hagnaður sem nam 225 milljónum króna. Þetta er mun lakari afkoma en markaðsaðil- ar höfðu væntingar um miðað við spá verðbréfafyrirtækja sem birtist í Viðskiptablaðinu. Þar var að jafn- aði spáð 165 milijóna króna hagnaði á tímabilinu. í frétt frá Marel segir að rekstr- arskilyrði á íslandi fyrir útflutn- ingsfyrirtæki hafi verið erfið fyrri hluta ársins 2000 vegna hás gengis íslensku krónunnar og innlendra kostnaðarhækkana. Hátt raun- gengi krónunnar á tímabilinu leiddi til skerðingar á rekstrar- tekjum og lakari afkomu. Einnig skekkti þetta samkeppnisstöðu starfsemi á Islandi samanborið við Evrópu. Þessi ytri skilyrði hafa almennt farið nokkuö batn- andi að undanfómu fyrir fyrir- tæki í útflutningsiðnaði þó enn vanti verulega á að samkeppnisað- stæður við fyrirtæki í evrulönd- um séu ásættanlegar. Hagnaður samstæðunnar er nokkru minni en áætlanir gerðu ráð fyrir en góð verkefnastaða gef- ur væntingar um betri horfur á seinni hluta ársins. Óviðunandi hjá móðurfélagínu Rekstrartekjur Marels, móður- félagsins, drógust nokkuð saman sem m.a. má rekja til hækkunar á gengi íslensku krónunnar og verri ----------------— www.romeo.is Stórglæsileg netverslun meö ótrúlegt úrval af unaðsvörum ástanlífsins fyrir dömur og hema. Frábært úrval myndbanda. Frábær verð, ótrúleg tilboð. samkeppnisstöðu. Rekstrarkostnaður varð einnig hærri en áætlanir gerðu ráð fyr- ir og afkoma því óvið- unandi, að því er segir í frétt Marels. Vörusala Marels fyrri hluta árs- ins 2000 gekk þó vel og var hún í samræmi við áætlanir. Salan á öðr- um ársfjórðungi var mun betri en á þeim fyrsta og hefur það já- kvæð áhrif á rekstrar- tekjur seinni hluta árs- ins, þar sem salan er ekki tekjufærð fyrr en Höröur Arnarson forstjóri Marels framleiðsluvörur eru afhentar. Stjómendur Marels telja hins vegar að fé- lagið hafi að undaförnu styrkt mjög markaðs- starf sitt á öllum helstu mörkuðum félagsins. Meðal annars hefur sölumönnum verið fjölgaö til að nýta betur mikil markaðstækifæri. Unnið er að undirbún- ingi stofnunar sölufyr- irtækis í Þýskalandi og mun það verða hið sjö- unda í Marel-samstæð- unni. Ráðgert er að það taki til starfa í október nk. Kostn- aður vegna þessa aukna markaðs- starfs hefur veriö gjaldfærður jafnharðan en áætlað að viðbótar- tekjur muni skila sér á næstu misserum. Framleiðsluvörur Marels hf. eru einkum seldar í fisk-, kjúklinga- og kjötiðnað. Mikil aukning hefur orðið í sölu í kjúklinga- og kjötiðnað. Þannig var heildarsala Marels um 37% í fiskiðnað og 63% í kjúklinga- og kjötiðnað á fyrri hluta ársins 2000. Á síðasta ári voru þessi hlutföll nokkum veginn jöfn. Um 91% af sölu Marels var til markaða utan íslands. Flugfélag íslands hækkar fargjöld - vegna mikilla kostnaðarhækkana og nýrra opinberra gjalda Flugfélag íslands hækkar almenn fargjöld sín í innanlandsflugi að meðaltali um tæplega 10% frá og með 21. ágúst. Meginástæður hækk- unarinnar eru eldsneytishækkanir sem hafa komið mjög illa niður á af- komu innanlandsflugsins og aukin skattheimta hins opinbera nú á seinni hluta ársins. í frétt frá Flug- félagi íslands vegna verðhækkunar- innar segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að rétta af rekstur Flug- félagsins með markaðssókn og hag- ræðingaraðgerðum en eldsneytis- hækkanir, sem kostuðu félagið 45 milljónir króna á fyrri hluta ársins, og ný flugleiðsögugjöld í innan- landsflugi, sem kosta fyrirtækið 40 milljónir á ári, hljóta að koma fram í verðlagi. Afkoma í innanlandsflugi á íslandi hefur veriö slæm og rekst- urinn ber ekki auknar álögur af þessu tagi. Ný flugleiðsögugjöld hins opin- bera nema 3-4% af farþegatekjum félagsins í innanlandsflugi. Þessi kostnaður leggst hlutfallslega þyngst á rekstur smærri flugvéla og gerir hann enn erfiðari en ella. Eldsneytisverð hefur hækkað áfram á heimsmarkaði og þetta hef- ur að sjálfsögöu mikil áhrif á rekst- ur Flugfélags íslands, eins og ann- arra flugfélaga. Verð á flugvélaelds- neyti er nú rúmlega helmingi hærra en á sama tíma á síðasta ári og um 40% hærra en meðaltal síðustu 10 ára. Vonir stóðu til að verð á elds- neyti lækkaði en litlar líkur eru nú taldar á verulegum lækkunum á næstunni. í frétt Flugfélags Islands segir að markaðssókn félagsins hafi skilað verulegum árangri síðustu mánuði. Velta félagsins fyrstu sex mánuði ársins var 30% meiri en á sama tima á síðasta ári. Vonir stóöu því til að afkoma fyrirtækisins myndi batna milli ára. Eldsneytishækkan- ir hafa gert þær vonir að engu og af- koman hefur farið versnandi. Til viðbótar þarf félagið að fást við miklar launahækkanir og nýjar álögur hins opinbera. Þvi stefnir í tap á árinu og félagið verður því að grípa til þessara aðgerða til að rétta stöðuna við. Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Skerjafjörö Garðabær: Kópavogur: Bragagötu Arnarnes Álfhólsveg Baldursgötu Blikanes Bjarnhólastíg Eiríksgötu Haukanes Digranesveg Leifsgötu Þernunes Aöalland Dalaland Upplýsingar í síma 550 5000 Hagnaður Lyfjaverslunar íslands hf. 32 milljónir Hagnaður af rekstri Lyfjaverslunar íslands hf. var 32 milljónir króna á fyrstu sex mán- uðum ársins samkvæmt árshlutareikningi 30. júni 2000. Rekstur félags- ins gekk heldur betur en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir en neikvæð áhrif gengisbreytinga í lok júni koma þar á móti. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 37 milljónum króna. Þetta kom fram í frétta- tilkynningu frá Lyfjaverslun ís- lands í morgun. í upphafi ársins tók Lyfjaverslun við allri dreifingu fyrir Delta hf. á íslandi. Veltuaukning er 31% miðað við sama tímabil árið áður en velt- an var 1.070 milljónir hjá samstæð- unni á fyrri hluta ársins. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir allt að 40% veltuaukningu á árinu. í lok júni nam eigið fé samstæðunnar 552 millj- ónum króna en var 527 milljónir í árslok 1999 og hafði því aukist um 25 milljónir króna en greidd- ur var út 10% arður til hluthafa á tímabilinu. Eiginfjárhlutfall í lok júní var 38%, veltufjár- hlutfall var 1,5 en veltufé frá rekstri nam 33 milljón- um króna. Jákvæð þróun var á hlutabréfaeign félagsins á tímabilinu. Til að mynda hækkaði gengi hlutabréfa Delta hf. úr 16,5 í 21,5. Lyfjaverslun á 34,2 milljónir króna að nafnvirði í Delta. Lyfjaverslun íslands hf. er skráð félag á Verðbréfaþingi Islands og eru hluthafar nú um 940. Aðeins einn hluthafi á yflr 10% hlut í félag- inu. Hjá samstæðunni störfuðu að jafnaði 54 starfsmennn á fyrri hluta ársins. Sturia Geirsson framkvæmdastjóri Lyfjaverslunar Islands. FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 I>V Þetta helst BasnraHgm’aBga. HEILDARVIÐSKIPTI 623m.kr. Hlutabréf 326 m.kr. Húsbréf 136 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Marel 114 m.kr. 0 Össur 57 m.kr. 0 Íslandsbanki-FBA 52 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Skeljungur 9,83% 0ÚA 3,42% 0 Olíufélagiö 1,67% MESTA LÆKKUN 0 Loðnuvinnslan 20% 0 SR-Mjöl 11,86% 0 Marel 8,53% ÚRVALSVÍSITALAN 1534,4 stig - Breyting 0 0,59 % Töluverður hluti útlána tapast Bjami Ármannsson, annar for- stjóri Íslandsbanka-FBA, lýsti áhyggjum sínum varðandi ofþensl- una á íslandi á morgunverðafundi Verslunarráðs íslands í morgun. Hann sagði meðal annars að útlán bankanna hefðu aukist mjög mikið á síðustu árum og þegar hagsveiflan færi niður mundi töluverður hluti þessara útlána tapast. Útlán bank- anna hafa verið að aukast um 20-30% á ári síðustu ár og sagði Bjami að meira aðhalds væri þörf í ríkisfjármálunum og hann taldi að til sársaukrafullra aðgerða þyrfti að taka í næstu kjarasamningum til að koma í veg fyrir áframhaldandi of- þenslu. síbastliöna 30 daga i 0 Marel 453.953 Össur 407.939 j 0 Landsbanki 341.396 Islandsbanki-FBA 324.524 |0 Eimskip 267.144 síbastllöna 30 daga 0 Olíufélagiö 13% 0 Jarðboranir 10% | © ÚA 10% 0 Flugleiðir 9% : 0 Þróunarfélagið 9% j imwfrrm'io síbastlibna 30 daga 0 Loðnuvinnslan hf. -36 % 0 ísl. járnblendifélagið -29 % 0 Vaki fiskeldiskerfi hf. -17 % 0 SR-Mjöl -13 % . o Kristján Guðmundsson hf. eignast 24% í Básafelli Landsbankinn-Fjárfesting hf. hef- ur selt 22,9% eignarhluta sinn í Básafelli hf. til Kristjáns Guð- mundssonar hf. Fyrir átti Kristján Guðmundsson 0,65% í Básafelli og er eignarhlutur félagsins nú því 23,55%. KbUilllllUM mnvncmiri (PTIdow jones 11053,44 O 0,41% 1 • Inikkei 16280,49 O 0,74% Pf.ls&p 1496,07 O 1,10% !V jNASDAQ 3940,87 O 2,06% ^ftse 6378,40 O 1,40% F3dax 7300,73 O 0,31% IHCAC 40 6638,80 O 0,05% 18.08.2000 M. 9.15 KAUP SALA FHDollar 79,500 79,900 £j0Pund 118,890 119,500 |*|| Kan. dollar 53,910 54,250 Dönsk kr. 9,7560 9,8100 y--jNorsk kr 9,0000 9,0490 ESsœnsk kr. 8,6450 8,6930 H—ln. mark 12,2332 12,3067 j Fra. franki 11,0884 11,1550 |_jBelg. franki 1,8031 1,8139 Sviss. franki 46,5000 46,7600 CSHoII. gyllini 33,0058 33,2041 F Pýskt mark 37,1889 37,4124 ~3>t líra 0,03756 0,03779 QljAust. sch. 5,2859 5,3176 i j Port. escudo 0,3628 0,3650 j [Vý) Spá. peseti 0,4371 0,4398 | • |Jap. yen 0,72960 0,73400 | jírskt pund 92,354 92,909 SDR 104,1700 104,8000 JiECU 72,7352 73,1723

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.