Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Síða 11
11 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 DV_________________________________________________________________ ~ Utíönd 3 Albright iofar í Chile Madeleine Al- bright, utanríkis- ráöherra Banda- ríkjanna, lofaöi íbú- um Chiles í gær að bandarísk stjórn- völd myndu gera opinber eins mörg gögn og hægt væri um mannréttindabrot í Chile og samskipti Bandaríkjanna við her- foringjastjóm Augustos Pinochets, fyrrmn einræöisherra. Kennedyfrændi fyrir rétt Dómari í Connecticut hefur úr- skurðað að næg gögn liggi fyrir til að hægt sé að rétta yfir Kenn- edyfrændanum Michael Skakel fyr- ir morð sem hann framdi 1975. SKjálfti í Japan Jarðskjálfti sem mældist 4 á Richter skók Tokyo, höfuðborg Jap- ans, og eyjar suður af borginni í morgun. Endurfundir á enda Kóreskar fjölskyldur, sem hafa verið aðskildar í tugi ára, héldu til síns heima í Norður- og Suður- Kóreu eftir fjögurra daga samveru í suðurkóresku höfuðborginni. Taiið er að endurfundir þessir geti mark- að þáttaskil í umræðu um samein- ingu kóresku ríkjanna. Sprengingar í Ríga Nítján manns slösuðust þegar tvær sprengingar urðu í flmm hæða verslanamiðstöð í Ríga, höfuðborg Lettlands, í gær. Védrine til Grænlands Hubert Védrine, utanríkisráðherra Frakklands, og eig- inkona hans koma til Grænlands í dag til að vera viöstödd opnun sýningar um franska . heim- skautafaranh Paul- Emile Victor. Sýningin verður í menningarhúsinu í höfuðstað Grænlands, Nuuk. Vilja Concorde I loftið Frakkar og Bretar lýstu því yfir í sameiningu í gær að þeir væru stað- ráönir í að koma Concorde-farþega- þotunum aftur á loft. Rekstur þeirra hefur verið stöðvaður vegna flug- slyssins í Paris í síðasta mánuði. Blair leikur tennis Mótmælt í Indónesíu Tony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, og ítalskur starfsbróðir hans, Giuliano Amato, sameinuðu krafta sína í gær þegar þeir léku tvíliðaleik í tennis á sveita- setrinu í Toscanahéraði þar sem Blair hefur eytt sumarleyfi sínu að undanfomu. Blair og Amato höfðu betur gegn andstæðingunum. Dópsali tekinn Lögreglan í Istanbúl hefur hand- samað einn helsta heróínsmyglara Evrópu, tyrkneskan mann, sem hefur smyglað 3 tonnum af heróíni til Spánar og fleiri landa. Mótmælendur komu aö þinghús- inu í Jakarta í Indónesíu í morgun þar sem þingmenn eru að ljúka ár- legri fundasetu sinni. Pútín skammaður fyrir aðgerðaleysi í Kúrskslysinu: Vonir bundnar við erlendu aðstoðina Unniö aö björgunarstörfum Ekkert gengur enn aö bjarga áhöfn rússneska kafbátsins Kúrsk af hafsbotni. Rússneskum björgunarskipum mistókst enn í nótt að komast að kjamorkukafbátnum Kúrsk sem liggur stórskemmdur á botni Barentshafsins með 118 menn um borð. Vonir manna um að takast megi að bjarga áhöfninni eru nú i auknum mæli bundnar við erlenda björgunarmenn sem eru á leið á slysstað. Bresk og norsk björgunarlið hraða sér sem mest þau mega til Kúrsk sem hefur verið að grafast æ dýpra í sendinn hafsbotninn síðan báturinn sökk á laugardag. Norsku og bresku björgunarmennimir eru ekki vænt- anlegir fyrr en á morgun og óttast margir að það verði um seinan. Rússneskir fjölmiðlar hafa veist harkalega að Vladímír Pútín forseta fyrir aðgerðaleysi hans. Forsetinn hefur verið i sumarleyfi í strand- bænum Sotsjí á meðan harmleikur- inn hefur farið fram í Barentshafi. Ilja Klebanov aðstoðarforsætisráð- herra sagði á fundi með fréttamönn- um í borginni Múrmansk að alit yrði gert til að bjarga áhöfn kafbátsins. Skoðun á framenda kafbátsins hefur leitt í ljós umfangsmiklar skemmdir á stefni hans. Klebanov sagði að þær gætu verið til komnar vegna áreksturs við óþekktan þung- an hlut. Ráðherrann sagði að margir úr áhöfninni hefðu verið í framenda kafbátsins þegar slysið varð á laug- ardag. Orð hans virtust þar með staðfesta fregnir fiölmiðla um að fiöldi manns hafi látið lífið þegar slysið varð. Síðasta von áhafnar Kúrsk kann að vera breskur dvergkafbátur sem er á leið á slysstað. Rússar féllust ekki á margítrekuð boð Breta um aðstoð fyrr en á mið- vikudag. „Það eina sem við viljum gera er að komast á staðinn og gera okkar besta til að bjarga þeim,“ sagði Alan Hoskins, foringi í kafbátabjörgunar- deild breska sjóhersins. Götutrúöur í pílagrímsferö Eros heitir hann, þessi barnungi götutrúöur frá Mexíkó. Hann er einn fjölmargra landa sinna sem lagöi upp í píla- grímsferö til aö heiöra mynd af Kristi sem á spænsku heitir El Senor de Chaima. Hér hefur Eros litli stillt sér upp viö hlið myndar af meyjunni frá Guadalupe. Götutrúöar ganga yfir fjöll og firnindi og vaöa ár á árlegri þriggja daga göngu sinni frá Mexíkóborg til bæjarins Chaima sem er 90 kílómetrum vestar. Saumaö aö Milosevic ; Andstæöíngar Júgóslavíuforseta hafa til afnota skrifstofu í Búdapest sem Bandaríkjamenn borga fyrir. Andstæðingar Milosevics fá að- stoð að vestan Bandarísk stjómvöld vörðu í gær þá ákvörðun sína að opna skrifstofu í Búdapest til að styðja við bakið á stjórnarandstæðingum í Júgóslavíu. Sögðu þau að slík skrifstofa myndi stuðla að sameiningu krafta and- stæðinga Slobodans Milosevics for- seta. Einn leiðtoga stjórnarandstöð- unnar í Júgóslavíu og embættis- maður stjómvalda fordæmdu áform Bandaríkjamanna þegar þau voru kunngerð fyrr í vikunni og sögðu þau íhlutun í júgóslavnesk innan- rikismál. Júgóslavar kjósa sér nýj- an forseta og þing þann 24. septem- ber næstkomandi. Milosevic er í framboði. Vill að eldflauga- varnarkerfi verði rætt innan ESB Holger K. Niel- sen, formaður sós- íaliska þjóðar- flokksins (SF) í Danmörku, vill að dönsk stjórnvöld taki upp áform Bandaríkjamanna um eldflauga- varnakerfi upp á Niels Helveg vettvangi Evrópu- e ersen sambandsins. Hann hefur skrifaö Niels Helveg Petersen utanríkisráðherra bréf þar sem hann skorar á hann að sýna að Dan- ir hafi þau áhrif innan ESB sem þeir státi sig af. „Ég skora á Niels Helveg Petersen til að taka málið upp innan ESB til að þar verði tekin sameiginleg af- staða,“ segir Nielsen í viðtali við Politiken. Nielsen bendir á að mörg Evrópu- ríki hafi þegar lýst yfir andstöðu við eldflaugavarnakerfið og gagn- rýnir um leið dönsk stjómvöld fyrir að segja pass. Hann telur að kerfið verði upphaf nýs vopnakapphlaups. Enn verið að rannsaka Clinton vegna Lewinsky Mikil reiði ríkir nú í Hvíta hús- inu vegna frétta um að nýr rann- sóknarkviðdómur sé að skoða sam- band Bills Clintons forseta við Mon- icu Lewinsky. I fréttum CNN og annarra fiöl- miðla í gær kom fram að Robert Ray, sérlegur saksóknari í málinu, hefði kvatt nýjan kviðdóm saman í síðasta mánuði til að kanna stað- hæfingar um meinsæri af hálfu Clintons og að hann hafi hindrað framgöngu réttvísinnar. Ray hefur sagt að hann muni íhuga að ákæra forsetann eftir að hann lætur af embætti i janúar. „Það er mikill óþefur af málinu,“ sagði Jake Siewert, talsmaður Hvíta hússins. Fréttimar um nýju rannsóknina birtust aðeins nokkrum klukku- stundum áður en A1 Gore varafor- seti þáði tilnefningu sem forsetaefni demókrata í kosningunum í haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.