Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Side 13
13
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
PV__________________________________________________________________________________________________________________________Merming
Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Góöa nótt
Það er sérkennileg stemning sem skapast á
Menningarnótt í miðborginni okkar á hverju ári.
Umsjónarmaður gleymir seint menningamótt fyr-
ir tveimur árum þegar hann lagði á fjögurra ára
son sinn hrikalega þeysireið um hina ýmsu
menningarviðburði - (m.a. að sitja undir löngum
lestri Þorsteins Gylfasonar á ljóðaþýðingum),
horfði að því búnu á flugeldasýningu sem fékk
fllefldustu karlmenn til að nötra og rölti svo heim
með barnungann hálftvö um nóttina. Það flökraði
að umsjónarmanni að bamaverndamefnd kæmi
ba-bú og hneppti hann í varðhald fyrir að vera að
göltrast úti með böm um miðjar nætur en á
menningarnótt gerist ekkert slíkt. Á Menning-
arnótt má bæði sjá hjólastóla og barnavagna úti
við á mjög ókristilegum tíma en það er allt í lagi.
Á Menningamótt renna dagur og nótt saman í
eitt.
Hljóðljóð og Hlaðvarpi
Og hvað er svo hægt að berja augum á þessu
langa og skemmtilega afmæli borgarinnar? í
stuttu máli er það svo margt að ógerningur er að
gera því öllu skil - en hér á eftir fylgja nokkrar
uppákomur sem augljóslega er fengur í. Einnig
skal bent á visir.is, en þar birtist hin glæsilega
dagskrá Menningarnætur óstytt.
Á hádegi setur borgarstjóri Menningarnóttina
og Reykjavikurmaraþonið um leið. Þá er um að
gera að draga á fætur sér hlaupaskóna og hlaupa
með. I Hlaðvarpanum verður heilmikið um að
vera og er þar boðið til afmæliskaffis kl. 15. Helga
Thorberg rekur sögu Hlaðvarpans, ljóð verða flutt
og atriði leikin frá fyrri tíð, söngur, hljóðfæra-
sláttur, glens, grín og gaman.
Kl. 16 koma „2000 börnin" saman í Lækjargötu
og syngja Þúsaldarljóð og úrvals djass verður á
sama tíma á boðstólum í Norræna húsinu.
í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi verður
kl. 17 fluttur gjömingur Magnúsar Pálssonar
Trúðarnir Barbara og Úlfar
Halldóra Geirharösdóttir og Bergur Þór Ingólfsson
munu lesa upp úr bankabókum landsmanna í ís-
landsbanka FBA í gervi hinna ófyrirleitnu trúöa.
Hljómar spennandi.
„Þrígaldur þursavænn" í fjórum köflum af hljóð-
um, atburðum og hljóðljóðum. Gjömingurinn
tengist sýningunni Tími fresta flugi þínu, á Kjar-
valsstöðum.
Vilborg les fyrir börnin
Eftir kvöldmat er kjörið að leggja leið sina í
Grófarhúsið til þess að hlusta á þann mikla frá-
sagnasnilling Pétur Pétursson segja gamansögur
af nafnkunnum Reykvikingum.
í sama húsi - á sama tíma lesa rithöfundamir
Vilborg Dagbjartsdóttir og Sindri Freysson fyrir
bömin en það verður í glænýrri barnadeild Borg-
arbókasafnsins.
Unnendur kórtónlistar ættu að fá eitthvað fyr-
ir sinn snúð í íslensku óperunni frá 20-23 en þar
koma fram Kór íslensku óperunnar, Gradualekór-
inn og Fóstbræður, auk einsöngvara.
Barbara og Úlfar - trúðamir ósvífnu - munu
lesa upp úr bankabókum landsmanna í íslands-
banka FBA en á sama tíma verða rithöfundar að
lesa úr verkum sínum í bókakaffi Máls og menn-
ingar, Súfistanum. Þar lesa meðal annarra Auður
Jónsdóttir, Hrafn Jökulsson og Þorsteinn Guð-
mundsson auk þess sem Steinunn Birna Ragnars-
dóttir leikur á píanó. Upp úr miðnætti stíga á svið
'Óskar Guðjónsson og Delerað og flytja söngdansa
Jóns Múla Árnasonar fram eftir nóttu.
Egill Helgason syngur og flugeldar
springa
1 Dómkirkjunni kl. 23 verður flutt leikrit Stef-
aníu Thors, Laufey, sem byggt er á skáldsögu El-
ísabetar Jökulsdóttur og á sama tíma verður Jón
Gnarr að grínast i Iðnó.
Eftir grínið er engin miskunn gefin og ofsafeng-
in flugeldasýning í boði Orkuveitu Reykjavíkur
hefst þá við höfnina. í fyrra var þar glæsilegasta
flugeldasýning sem gerð hefur verið á íslandi og
ætlaði sprengingum og húrrahrópum aldrei að
Hrafn Jökulsson rithöfundur
Hann hefur veriö afkastamikill á ritvellinum síö-
asta ár og forvitnilegt aö heyra brot af því sem
hann er aö fást viö þessa dagana. Hrafn veröur á
Súfistanum ásamt fleiri höfundum kl. 20-23.30.
Verðlaun Tómas-
Pétur Pétursson þulur
Pétur er þekktur fyrir aö kunna ógrynni skemmti-
sagna um lífs og liöna Reykvíkinga og hvaö er
betur viö hæfi á afmæli Reykjavíkurborgar?
Áhugasamir ættu aö kíkja í Grófarhúsiö viö
Tryggvagötu kl. 19.30 og hlusta á Pétur.
linna. Gaman verður að sjá hvemig til tekst þetta
árið.
Eftir flugeldasýninguna mun hljómsveitin
Geirfuglarnir leika fyrir utan sushi-staðinn Tvo
fiska og með henni kemur fram stuðkóngurinn
Egill silfur Helgason.
í lokin verður svo hægt að fara á ball, ef fólk er
ekki tilbúið að fara að sofa, því Magga Stína og
Hringirnir hennar munu leika fyrir dansi í Hlað-
varpanum frá miðnætti.
Góða og gleðilega menningamótt.
Magga Stína söngkona
Hún treöur upp víös vegar um borgina á Menning-
arnótt meö félögum sínum í hljómsveitinni Hr.
ingi R.
ar
í dag er afmælis-
dagur Reykjavíkur-
borgar og í dag verður
einnig formleg opnun
Grófarhússins við
Tryggvagötu, sem
hýsa mun aðalsafn
Borgarbókasafns Reykjavíkur, Borgar-
skjalasafn Reykjavíkur og Ljósmynda-
safn Reykjavíkur. Við samá tækifæri
fer fram afhending Bókmenntaverð-
launa Tómasar Guðmundssonar, starfs-
launa listamanna Reykjavíkurborgar
og styrks til tónlistarhóps Reykjavíkur
árið 2000.
50 handrit bárust vegna Bókmennta-
verðlauna Tómasar Guðmundssonar,
en verðlaunin eru tvöfold í ár í tilefni
menningarborgarársins og nema nú 600
þúsund krónum. Umsækjendur um
starfslaun voru 96 og eru til úthlutunar
52 mánuðir. 11 umsóknir bárst um
styrk til starfrækslu tónlistarhóps, sem
nemur árslaunum tveggja listamanna
sem þiggja starfslaun hjá Reykjavíkur-
borg.
Grófarhús verður opið almenningi á
Menningamótt frá kl. 15-22, þar sem
hægt verður að skoða húsið, njóta dag-
skráratriða og sýninga.
Landslagsmálarar
í Gerðarsafni
Á morgun kl. 15
verður opnuð í Gerð-
arsafni sýning á graf-
íkverkum og skissum
eftir sex þýska mynd-
listarmenn. Þessir
listamenn, Otto
Modersohn, Paula
Modersohn-Becker (listaverk á mynd),
Fritz Mackensen, Hans am Ende, Fritz
Overbeck og Heinrich Vogeler, lifðu all-
ir sitt blómaskeið á mörkum 19. og 20.
alriqrirmai-
íslenskum listunnendum gefst nú
tækifæri til að sjá verk eftir þessa lista-
menn, sem eiga ekki aðeins það sameig-
inlegt að teijast til fremstu landslags-
málara og áhugaverðustu listamanna
Þýskalands á þessum tímamótum held-
ur leituðu þeir og í sömu sveitina, í
þorpið Worpswede, 20 kílómetra norðan
við Bremen í norðurhluta Þýskalands.
Víðátta sjóndeildarhrings þessa land-
svæðis, sem skáldið Rainer Maria Rilke
segir véra „undarlega andstæðu lands“,
hin síbreytilega birta, skýjafarið, mó-
kofarnir og býlin með stráþökunum
urðu málurunum ungu tilefni mikillar
rökræðu um hvernig megi nálgast nátt-
úruna í myndlist, rökræða sem i raun
tekur engan endi og er í fullum gangi
enn í dag.
Sýningin er sett upp í samvinnu
Goethe-Zentrum Reykjavík og Lista-
safns Kópavogs. Hún er opin alla daga
nema mánudaga frá kl. 11-17 og henni
lýkur sunnudaginn 17. september.
Tíminn í listinni
Á morgun verður opnuð á Kjarvals-
stöðum sýningin Tími - fresta flugi þínu
sem unnin er í samvinnu við Reykjavík
menningarborg. Sýningin er einnig af-
rakstur samstarfs við Listasafnið í
Bergen en sem kunnugt er þá er Bergen
einnig menningarborg ársins 2000.
Megininntak þessarar stóru sýningar
er viðhorf listarinnar til tímahugtaksins.
Þar er m.a. litið á hvemig tíminn kemur
fram í sögulegri, trúarlegri og pólitískri
list; portrettverkum og byggingarlist.
Með tilvísun til timahugtaksins verða
sömuleiðis skoðuð listaverk frá skissu til
fullmótaðra verka. Meðal listamanna
sem verk eiga á sýningunni era Dieter
Roth, Kristján Guðmundsson, Erró, Felix
Gonzales-Torres, Lawrence Weiner, Jos-
eph Kosuth, Christian Boltanski, On
Kawara, Per Kirkeby, Yoko Ono, Dennis Oppen-
heim, Andres Serrano, Christo og Claude
Rutault.
Ár á götunnl
„Tíminn hefur svo margbreytileg birtingar-
form í listinni,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynn-
ingarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur, í spjaBi
við menningarsíðuna. „Við getum tekið sem
dæmi verk Tehching Hsieh sem er lýsandi dæmi
um tímasýnina sem er eitt viöfangsefni sýning-
arinnar og fjallar um það hvemig listamenn
M1 OM), « Muktu, - t, 1, m«l*
uti iMamii ulu llmamt I: cM i hmt
m I, iiiauM ui mh ái I ulmpil,
Verk é sýnlngunnl Tíml - fresta flugl þínu á KJarvalsstööum.
sýna tímann í verkunum síniun. Hsieh læsti úti-
dyrunum sínum árið 1981 og gaf út skriflega yf-
irlýsingu þess efnis að hann kæmi ekki aftur
heim fyrr en að ári liðnu. Þessu ári varði hann
alfarið utan dyra aöeins með svefnpoka. Hann
hélt dagbók og skráði ferðir sinar inn á kort sem
öll hanga uppi á sýningunni. Hann lenti í lögg-
unni og alls konar vandræðum, sem voru fest á
filmu, auk þess sem svefnpokinn hans og föt eru
höfð til sýnis. Það er mjög skemmtilegt að skoða
verkið og ímynda sér hvemig þetta ár í lífl hans
leiö,“ segir Soffia.
Teklð fram fyrlr hendur tímans
Á sýningunni er einnig lögð áhersla á
tímann sem byggingarlegan hluta lista-
verksins þar sem tíminn er gerður að
raunverulegum og virkum þætti í lista-
verkinu með því að leyfa hreyflngu,
ferli og hrömun að taka fram fyrir
hendur listamannsins. Verk Claudes
Rutaults er dæmi um þetta, sem og verk
Yoko Ono og Dieters Roths.
Hluti verks Claudes Rutaults, Eitt
málverk leiðir af öðru (Un tableau
chasse un autre), hefur verið í vinnslu í
undirgöngum við Flugvallarveg frá 19.
júlí síðastliðnum, samkvæmt forskrift
listamannsins. Þar voru settir upp tólf
blindrammar með striga og þeir málað-
ir samkvæmt fyrirmælum. Að sögn
Soffiu átti að taka þetta samspil tímans
við undirheimalistina niður rétt fyrir sýningu
og flytja það á sýningarstað.
Illu heilli fær þó eðlileg hrömun ekki notið
sín í verkinu því óprúttnir skemmdarvargar
tóku fram fyrir hendurnar á tímanum; úöuðu á
verkið og ristu það í sundur. Engu að síður verð-
ur verkið til sýnis á Kjarvalsstöðum, eins og
listamaðurinn sagði fyrir um, enda má, þegar
allt kemur til alls, finna í því eina af birtingar-
myndum tímans og listarinnar.
Sýningin stendur fram í október.
Listaverk étin í
Gallerí Reykjavík
Gallerí Reykja-
vík heldur upp á
eins árs afmæli sitt
á Menningarnótt
Reykjavíkur 2000.
Meðal þess
sem
:yivjavuv
galleríið býður upp á að þessu sinni er
stuttsýning Þorgerðar Sigurðardóttur
þar sem gestum gefst kostur á að
bragða á listaverkunum. Stuttsýning
Þorgerðar er tvíþætt, annars vegar sýn-
ishorn af nýjum verkum sem hún er aö
vinna að fyrir stærri sýningu í Hafnar-
borg f september en hins vegar myndir
unnar áriö 1996, tréristur byggðar á
brauðmótum, í þeim stíl sem sjá má á
slíkum gripum á íslenskum byggðasöfn-
um og Þjóðminjasafni.
Með tréristum sínum þrykkir Þor-
gerður á pappír en notar þær lika til að
baka brauð handa gestum. Sá siöur var
algengur á íslandi fyrr á tímum að
þrykkja skreytingar og texta ofan á deig
fyrir pottkökur. Brauð var ekki hvers-
dagsfæða hér á landi á fyrri tíð og varla
gert nema á hátíðum og tyllidögum.
Gallerí Reykjavik býður nú gestum að
bragða á svona hátíöarbrauði í tilefni
ársafmælis. Brauðið er bakað í pitsu-
ofni i takt við tímann en með þessa
fornu hefð að fyrirmynd að gefa skreytt
brauö á tyllidögum.
Brauöið veröur á boðstólum á morg-
un á milli kl. 17 og 18.