Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Side 25
29
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
3> V Tilvera -
Umhverfismál:
Skothylk-
in burt
- markmiðið að eftir þrjú ár verði not
uð skothylki óþekkt úti í náttúrimni
Skotvís - félag skotveiðimanna,
umhverfisráðuneytið og Olís standa
fyrir umhverflsátaki meðal skot-
veiðimanna sem nefnist Láttu ekki
þitt eftir liggja. Sigmar B. Hauks-
son, formaður Skotvíss, segir að
makmiðið með átakinu sé að auka
umhverfisvitund skotveiðmanna og
fá þá til að safna saman notuðum
skothylkjum og bæta þannig um-
gengnina um landið. „Hylkin eru úr
plasti og í sterkum litum og mjög
áberandi. Mörgum þykja hylkin lýti
í náttúrunni og þau segja fólki að
þar hafi verið skotveiðimaður á ferð
og að hann sé umhverfissóði. Þetta
viljum við forðast. Ef það er pláss
fyrir skotin i veiðiferðina þá er líka
pláss fyrir þau heim. Skotveiði-
menn eru ekki meiri sóðar en aðrir,
þeir skilja hylkin eftir af athugunar-
leysi og við ætlum að taka á því.
Skotin eru í sterkum litum til þess
að auðvelt sé að finna þau og nú er
enginn afsökun lengur fyrir að
hirða þau ekki. Markmiðið er að eft-
ir þrjú ár verði notuð skothylki
óþekkt úti í náttúrunni.
Olís ætlar að leggja okkur lið með
því að hafa á boðstólum sérstaka
poka fyrir skothylkin og þeir ætla
líka að taka á móti þeim. Jafnframt
liggja frammi þátttökuseðlar sem
þeir sem skila inn skotum geta fyllt
út. Seölarnir fara svo i pott sem
dregið verður úr í lok veiðitímabils-
ins og tveir heppnir aðilar fá vegleg
hvatningarverðlaun. Við ætlum líka
að gefa út plakat sem dreift verður
inn allt land þar sem allir eru beðn-
ir um að sáfna notuðum skothylkj-
um og skila þeim inn.“
Sigmar segir að hér sé um brýnt
umhverfismál að ræða og verkefni
til framtíðar. „Umhverfisráðherra
heldur yfir okkur verndarhendi og
styður verkefnið og svo skiptir nátt-
úrlega miklu máli að geta skilað
hykjunum á ákveðinn stað.“
-Kip
Sviðsljós
Kryddpían Victoria bítur frá sér:
Hvorki lauslát né
drekkur sig fulla
Kryddpían
Victoria Beck-
ham hefur oft
verið gagnrýnd
fyrir peninga-
eyðslu og mun-
aðarlíf sitt. Hún
er þó aldeilis
ekki á því að
biðjast afsökun-
ar á því né
heldur neinu
öðru.
„Ég drekk
mig ekki fulla
og ég sef ekki
hjá hverjum
karlin-um á
fætur öðrum.
Mér finnst ég
vera góð
fyrirmynd
bama og ungl-
inga,“ segir
Vict-oria í
viðtali við
breska blaðið
Vlktoria kynnfr nýja plötu
Kryddpían Victoria Adams Beckham
var vonandi vel skóuö þegar hún
kom tii útvarpsstöövar í Manchester
í vikunni til aö auglýsa nýjan
hljómdisk sinn.
Sunday Mirror.
Victoria við-
urkennir að hún
eigi tvö þúsund
skópör. Og hvað
með það? myndi
nú einhver segja.
Annars segir
hún að þrír
mikilvægustu
þættir lífs
hennar um
þessar mund-ir
séu móðurhlut-
verkið,
eiginmað-urinn
David Beckham
fót-boltasparkari
og tónlistin. En
Victoria er
einmitt að gefa
út fyrstu sóló-
plötuna sína.
David fékk
leyfi frúarinnar
til að syngja með
í einu laginu.
Foreldrar á gamalsaldrl
Rokkarinn síungi, David Bowie, og eiginkona hans, fyrirsætan Iman, eignuöust
litla dóttur í vikunni og var barninu gefiö nafniö Alexandria Zara Jones. Stúlkan
vó um 15 merkur. Bowie er 53 ára en frúin er ekki nema 45 ára.
Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss
Skothylki eru \ sterkum litum og því mjög áberandi \ náttúrunni.
Upp með
a H m m
Sparibrosið
"myndarleg tilboð á Sparidögum
á heimsþekktri gæðavöru
Olympus C-860
Stafræn myndavél 1,3 pixel
Rétt verð 38.900
Tilboðs verð
29.900k«fl
Olympus C-21
Stafræn myndavél 2,1 pixel
Rétt verð 69.900
Tilboðs verð
54.900.
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
Ætöky, www.ormsson.i6
«