Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 28
Maðurinn bak við Valhöll I Helgarblaði DV á morgun er ítar- legt viðtal við Jón Ragnarsson, veit- '-í ingamann í Valhöll á Þingvöllum, um væntanlega sölu hússins og ýmsar kenningar sem tengjast því máli. Jón rifjar einnig upp langan feril sinn á þessu sviði en hann er fæddur inn í veitingabransann. Einnig er i blaðinu ítarleg grein um sögu Valhallar en húsið á sér langan feril ekki síður en eigandinn. í blaðinu er einnig fjallað um ein- hverfu og stóraukna útbreiðslu henn- ar en ýmsar kenningar eru á lofti um orsakimar. Edda Lúvísa Blöndal segir frá dvöl sinni í Malasíu, Helgi Bjömsson seg- ir frá muninum á rokki og rauli og dýrasti maður á Islandi, Hermann Hreiðarsson fótboltakappi, er einnig í *i jh viötali. — til Ipswich Hermann Hreiðarsson skrifaði í morgun undir samning við enska úr- valsdeildarliðið Ipswich. DV heyrði í Hermanni þegar hann og umboðsmað- ur hans, Ólafúr Garð- arson, vom komnir inn á blaðamanna- fund sem haldinn var í morgun og þá var gott hljóð í þeim fé- lögum. „Stemningin er góð, það er bara eftir að skrifa undir,“ sagði Hermann. Sögusagnir heyrð- ust um það hér á landi að Hermann hefði ekki staðist læknisskoðunina sem fram fór í gær en þeir sögðu það báðir af og frá. Læknisskoðunin tók allan daginn og var rpjög nákvæm. „Eins og allir vita fór Hermann í uppskurð í júní en í dag amar ekkert að honum," sagöi Ólafúr, ' * umboðsmaður. „Þessar sögur fmnast mér einkennilegar. Þær em ekki sann- ar enda erum við hér núna.“ Fyrsti leikur Hermanns í treyju Ipswich er á morgun á móti Tottenham. -HH úrvalsdeild Hermann Hreiöarsson kominn meö samning. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 kjarkmaður Alfreð Þorsteinsson, framsóknar- maður og borgarfúlltrúi R-lista, telur í yfirheyrslu í DV í dag að ríkisstjómin sé komin á leiðarenda. Hann vill sjá vinstri stjóm við völd eftir næstu kosningar. Erfiðlega gekk að ná sambandi við ráðherra Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins í morgun vegna yfirlýsinga Alfreðs. „Ég segi ekkert," sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. Halldór Ásgrímsson, var á fundi og gat því ekkert sagt um málið að svo stöddu. „Mér þykir ekkert skrýtið þó einum og einum framsóknarmanni sé farið að lítast ilia á ríkisstjómarsam- starfið," sagði Steingrímur J. Sigfús- son. „Ég get ekki annað en hrósað Al- freð fyrir að hafa kjark til að segja upp- hátt það sem ég þykist vita að mjög margir séu að hugsa.“ - Sjá yfirheyrslu á bls. 6 -HKr. Kartöflustríð: Verð á nýjum kartöflum lækkar íslenskar kartöflur eru komnar á markað og nú þegar hafa verslanir lækkað verð á þeim. Sparverslun í Kópavogi býður nú nýjar íslenskar kartöflur á 60 krónur kílóið meðan birgðir endast. Þetta eru kartöflur sem koma beint frá norðlenskum framleiðanda. Líklegt má telja að aðrir fylgi á eftir og að innan skamms megi fá kartöflurnar á spottpris. -vs Hermann kominn NÝ NISSAN ALMERA www.ih.is FOSTUDAGUR 18. AGUST 2000 I Austurstræti Ætli konurnar séu aö mæla sér mót? Leitað að aldraðri konu með alzheimer í alla nótt: Stórtap Flugleiða: Seljið hluta- + bréfin j segir Kauþing Kaupþing segir tap Flugleiða fyr- ir skatta hafa verið 1788 milljónir króna á fyrstu sex mánuöum ársins. Flugleiðir færi hins vegar tii baka í bókum sínum skatta- skuldbindingu vegna söluhagn- aðar eigna en með því takist fé- laginu að lækka tapið um heilar 537 milljónir króna. Flugleiðir Sigurður Helga- son forstjóri Flugleiöa. seldu meðal annars hótel sín í fyrra með miklum hagnaði en engum slíkum tekjum er til að dreifa í ár og skýrir það m.a. mikinn umsnún- ing í rekstrinum. Kaupþing segir jafnframt horf- umar það sem eftir er ársins ekki vera bjartar fyrir Flugleiðir og ráð- leggur hluthöfum að selja bréf sín í flugfélaginu. -GAR Steingrímur J. Alfreð er Tæplega 100 manns taka þátt í leitinni - þrír hundar, tveir bátar og þyrla Landhelgisgæslunnar Víðtæk leit hefur staðið yfir í alla nótt og morgun að 81 árs gamalli konu sem fór að heiman frá sér í Landahverfinu í Fossvoginum um klukkan 18 í gær. Eiginmaður henn- ar lét lögreglu vita að konunnar væri saknað um klukkan 21, en hún þjáist af sjúkdómnum alzheimer. Konan er um 150 cm á hæð og er klædd í ljósbrúnar buxur, ljósbrúna úlpu og með prjónahúfu. „Það eru um 70 manns á vegum björgunarsveitanna sem eru að leita að henni og svo eru þyrlan frá Landhelgisgæslunni og lögreglan í Kópavogi og Reykjavík einnig í eft- irgrennslan,“ sagði Ámi Kolbeins- son hjá Svæðisstjóm björgunar- sveita í samtali við DV í morgun. Lögreglan leitaði aö konunni með einn leitarhimd til miðnættis, en þegar sú leit bar engan árangur óskaði hún eftir aðstoð björgunar- sveita. Smám saman var svo björg- unarsveitarmönnum bætt við hóp- inn og alls leituðu um 60 björgunar- sveitarmenn og þrír leitarhundar að konunni í Fossvogsdalnum og ná- OV-MYND KK Víðtæk leit Rúmlega áttræö kona meö atzheimer-sjúkdóminn hvarf aö heiman frá sér í Fossvoginum um klukkan 18 í gærkvöld og hefur víötæk leit aö henni staö- iö yfir í alla nótt. grenni í nótt. Um hálfsjö í morgun var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til aðstoðar við leitina. í birt- ingu hófu svo tveir björgunarsveit- arbátar leit í sjónum. Svæðisstjóm björgunarsveita bið- ur íbúa í Fossvogi og nágrenni að gá að konunni í görðum sínum og geymslum. -SMK Þ j óöleikhússt j óri: Stal Oliver Twist „Sannleikurinn í málinu er sá að ég hafði veður af því að ákveðnir aðilar í leikhúsheiminum væru að hugsa um að setja upp söngleikinn Oliver Twist. Ég setti mig þá í samband við umboðsskrif- stofú ytra og komst að því að verkið var á lausu. Þá sló ég til að keypti sýningar- réttinn," sagði Stefán Baldursson þjóð- leikhússtjóri. „Ætli við sýnum ekki söngleikinn á næsta leikári. Við eigum réttinn i tvö ár.“ Mikil gremja ríkir í herbúðum Leik- félags íslands í Iðnó vegna þessara við- skipta þjóðleikhússtjóra en Leikfélag ís- Stefán Baldursson Magnús Gelr Þórðarson Keypti Ætiaöi aö kaupa réttinn. réttinn. lands hafði ráðgert að sýna Oliver Twist í vetur. Voru samningaviðræður við leikara og tónlistarstjóra langt komnir þegar þjóðleikhússtjóri greip til fyrr- greindra ráða. Oliver Twist er 50 ára gamall söngleikur sem naut mikilla vin- sælda fyrr á öldinni en hefúr ekki verið settur á fjalimar svo árum skiptir. í söngleiknum sáu forráðamenn Leikfé- lags Islands vetrarsmellinn 2000 en nú er allt þeirra starf unnið fyrir gýg: „Ég vil ekki tjá mig um þetta mál,“ sagði Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóri Leikfélags íslands, í gær. -EIR í atvin n u- o g skrifstofuhúsnæöi STÓREIGN FASTEIGNASALA Austurstræti 18» Sími 55 12345 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.