Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2000 Fréttir I>V Flugslysið í Skerjafirði um verslunarmannahelgina: Mánuður enn í niðurstöðu - formaður rannsóknarnefndarinnar kominn úr fríi Flak Cessna-vélarinnar. Skúli Jón Sigurðarson, formaður rannsóknamefndar flugslysa, kem- ur að nýju til starfa í dag eftir að hafa tekið sér stutt frí. Skúli sagði í gærkvöld rannsókn nefndarinnar á flugslysinu í Skerjafirði fyrir fjór- um vikum enn ólokið en vera i eðli- legum farvegi undir stjórn Þor- steins Þorsteinssonar flugvélaverk- fræðings. Sex manns voru um borð í vélinni og biðu fjórir þeirra bana í slysinu en tveir ungir piltar liggja alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi. „Það er ekkert um þetta frekar að segja en það sem við erum þegar margbúnir að segja,“ sagði Skúli Jón aðeins. Rannsókn á vélarhlutum loklð Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar bíður rannsóknamefndin nú fyrst og fremst ákveðinna gagna frá fram- leiðanda vélarinnar sem fórst en hún var eins hreyfils af gerðinni Cessna og var i eigu Leiguflugs ís- leifs Ottesen. Þorsteinn sagði þá bið geta tekið um hálfan mánuð og að enn væri um mánuður þar til rann- sóknarnefndin gæti lagt frum- skýrslu sína fyrir aðila málsins til umsagnar. Hlutar úr flugvélinni voru sendir utan til rannsóknar og er henni nú lokið. Þorsteinn segir að þar með sé a.m.k. vitað hvað viðkomandi hlut- ar gátu gert og hvað ekki. „En það segir ekki endilega hvað hafi valdið slysinu. Jafnvel þótt hægt sé að ákvarða hvers vegna slökknar á hreyfli er ekki þar með sagt að það sé komin skýring á því hvers vegna vél hrapar. Það eru tveir aðskildir þættir, annars vegar drepst á vél- inni og hins vegar missir flugmað- urinn stjóm á vélinni eða hún hrap- ar,“ segir Þorsteinn. Oft varað við vissum vélum Spurður um öryggi farþega í eins hreyflls vélum miðað við tveggja hreyfla vélar segir Þorsteinn að samkvæmt skilgreiningunni séu tveggja hreyfla vélamar vitaskuld öruggari. „Það hefur oft komið fram í skýrslum rannsóknamefndar flug- slysa í gegnum tíðina að nefndin hefur talið að ýmsar vélar væru ekki heppilegar til atvinnuflugs þar sem þær væru ekki hannaðar með það í huga. Þær era afkastalitlar og á afkastalítilli vél er ef til verið að tefla á tæpara vað en nauðsynlegt er. Þessar ráðleggingar hafa verið settar fram hvað eftir annað og komu raunar fram í skýrslu sem við skrifuðum um slys á Bakkaflugvelli fyrir tveimur árum,“ segir Þor- steinn. Erfitt að meta þyngdina Að sögn Þorsteins er rannsóknar- nefndinni viss vandi á höndum við mat á því hvort Cessnan hafi verið ofhlaðin þegar slysið varð. „Við vit- um hvað var af farþegum og far- angri um borð en það er erfiðara að ákvarða um eldsneytismagnið. Flug- félögin gefa það upp i flugþoli frek- ar en i lítrum og flugþol getur verið sveigjanlegt hugtak," segir hann. Þorsteinn segir enn ekki hægt að slá því fostu að flugmaður Cessnunnar hafi verið kominn fram yfir þau tímamörk sem reglur segja til um að flugmenn megi vinna án hvíldar. „Það er ekki sjálfgefið því flug- málayfirvöld geta veitt undanþágur. Það hefur ekki komið fram hvaða afstöðu flugmálayfirvöld höfðu varðandi þennan flugrekstur. En í sjálfu sér veldur það ekki heldur slysinu þó langur vinnudagur geti í - sjálfu sér verið meðvirkandi þáttur og haft til dæmis áhrif á viðbragðs- flýti manna,“ segir Þorsteinn Þor- steinsson. Lögregla vinnur nú einnig að rannsókn flugslyssins. -GAR mmmmm i Hiti yfir meðaliagi í ágúst Að sögn Trausta Jónssonar hefur verið heldur hlýrra í veðri í Reykjavík sem og á Akureyri í ágústmánuði mið- að við meðalár. í Reykjavík var meðal- hitinn 0,4 gráður yfir meðallagi, eða 10,7 gráður, en meðalhiti á Akureyri var 11, 3 gráður, 0,7 gráður yfir meðal- lagi. Mbl. sagði frá. Sigurður Grétar valinn prest- ur á Seltjarnarnesi Sóknamefnd Sel- tjarnamespresta- kalls valdi á fóstu- daginn síðastliðinn séra Sigurð Grétar Helgason til að gegna embætti sóknar- prests í prestakall- inu. Sigurður hefur starfað sem prestur á sama stað í 2 1/2 ár og nýtur mikils stuðnings meðal íbúa prestakallsins. Mbl. sagði frá. Indriði G. látinn Indriði G. Þor- steinsson, rithöfund- ur og fyrrum rit- stjóri, lést á sjúkra- húsinu á Selfossi að- faranótt sunnudags, 74 ára að aldri. Hann fæddist 18. apríl 1926. Meðal þekktustu skáldverka Indriða eru 79 af stöðinni og Land og synir en bæði hafa verið kvikmynduð. Hann lætur eftir sig fjög- ur böm. Eftirlifandi sambýliskona hans er Hrönn Sveinsdóttir. RÚV greindi frá. Jón Viktor ís- landsmeistari Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson er skákmeistari íslands eftir að hafa borið sigurorð af Þresti Þórhallssyni stórmeistara í bráða- bana. Þröstur hafði vinnings forystu þegar fjórða og síðasta kappskákin í úrslitaeinvígi þeirra var tefld í Félags- heimili Kópavogs í gær en þar sem Jón Viktor jafnaði metin með góðum sigri varð að grípa til framlengingar. Tefldar voru tvær skákir með styttri umhugsunartíma en að þeim loknum var staðan enn jöfn. Var þá tíminn enn styttur og vann Jón Vikt- or fyrri skákina á glæsilegan hátt með mannsfórn. Honum dugði þá jafntefli og lauk skákinni með því að Jón Vikt- or þráskákaði í betri stöðu. í kvenna- flokki sigraði Harpa Ingólfsdóttir eftir úrslitaeinvígi við Áslaugu Kristins- dóttur.___________-MT Tölvuvæðing viöHÍ Stúdentaráð Háskóla íslands kynnir í dag nýja samninga sem gerðir hafa verið við Nýherja og Opin kerfi. Snúast samningar þessir um samstarf að auknum möguleik- um stúdenta, kennara og annars starfsfólks Háskóla íslands til far- tölvunotkunar. -MT Engin leikfimi í bráð dvaíynd s. Á laugardag kviknaöi í þaki leikfimisalar Árbæjarskóla. Eldurinn kviknaöi þegar iönaöarmenn voru aö skipta um pappa á þakinú. Skemmdir uröu miklar á þakinu sem og vatnstjón á parketlögöu gólfi íþróttasalarins. Tónleikar Suede á íslandi: Miðasalan eingöngu á Vísi.is í hádeginu í dag hefst forsala miða á aðaltónleika Iceland Airwa- ves, fjögurra daga tónlistarhátíðar sem haldin verður hér á landi í október. Aðaltónleikarnir verða í Laugardalshöll laugardagskvöldið 21. október. Þar koma fram popp- risamir í Suede en auk þeirra treður upp bandaríska rokksveitin Flaming Lips, sem vakið hefur mikla athygli að undanfómu, og sveitin Thievery Corporation. Aðstandendur Iceland Airwaves hafa gert samning við Vísi.is um sölu allra aðgöngumiðanna á lokatónleikana. Hér á íslandi verða 3.000 miðar til sölu og miöaverð er 2.900 krónur. Miðamir verða ein- göngu seldir á Vísi.is. Fyrstu Iceland Airwaves-tónleik- amir vora haldnir i október í fyrra og tókust mjög vel og greiddu þeir götu margra íslenskra listamanna á erlendri grand. Núna bæta að- standendur þeirra um betur og verða tónleikar viðs vegar um borgina en hápunkturinn, eins og fyrr segir, í Laugardalshöll 21. október. Auk þeirra hljómsveita sem þeg- ar hafa verið upp taldar koma með- al annars fram á þessari fjögurra daga hátíð Apparat Organ Quartet, Kanada, Traktor, Magga Stína, 200.000 naglbítar, Brain Police, Dead Sea Apple, Ensími, Maus, Mínus, Silt, Stjörnukisi, Bang Gang, Delphi, Jagúar, Súrefni, Bell- atrix, Skítamórall, Móa and the Vinylistics, Páll Óskar, Quarashi og XXX Rottweiler-hundar. Samnlngur undirrltaöur Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri Vísis.is, og Magnús Stephensen, markaösstjóri Flugleiöa í Noröur-Ameríku, handsala samning um aö allir miö- ar á lokatónleika lcelandic Airwaves veröi seldir á Vísi.is. Samherji fær nýtt skip Nýtt fjölveiðiskip sem Samherji hf. á Akureyri lét smíða kom til hafnar á Akureyri á sunnudag. Þónokkur fjöldi fólks var mættur á höfnina til að taka á móti skipinu og fylgjast með því þeg- ar skipinu var gefið nafnið Vilhelm Þorsteinsson. Skipið var smíðað í Pól- landi og Noregi og kostar um 1,5 millj- arða króna. Ríkissjónvarpið sagði frá. ísland styður Eystrasaltsríkin Opinber athöfn var haldin á Bessa- stöðum fyrir Valdas Adamkus, forseta Litháens. Við athöfnina lét Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, hafa eftir sér að íslendingar styddu Litháen og hin Eystrasaltsríkin heils hugar um inngöngu í NATO. Ríkissjónvarpið greindi frá. Sveitarfélög hagnast á Evr- ópusambandsaðild Gísli Gíslason, bæjarstóri Akraness- bæjar, telur að ís- lensk sveitarfélög myndu hagnast á því að íslandi gengi i Evrópusambandið. Á meðal þeirra þátta sem taldir eru til bóta er víðtækt og mikið styrktarkerfi sambandsins. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá. Samvinna um Ijósleiðaralagn- ingu Lina.net og Islandssími skrifuðu undir samning um sameiginlega lagn- ingu ljósleiðarastrengs frá Reykjavík til Vestmannaeyja. Fyrsta skóflustunga var tekin á laugardagsmorgun og er áætlað að verkið taki um 4 mánuði. Það yrði tilbúið til notkunar snemma á næsta ári. Kostnaður er áætlaður um 110 milljónir. Mbl. greindi frá. Höfðu öll leyfi Að sögn Hjalta Jónssonar, markaðs- stjóra Nóa-Siríusar, var búið að ganga frá öllum leyfúm fyrir að skjóta neyðar- blysum upp við fagnað fyrirtækisins á Esjunni fýrir tveim vikum. Ástæðan fyrir uppistandinu sem varð hafi verið misbrestur í samskiptum lögreglu og Landsbjargarmanna, sem sáu um að skjóta þeim á loft. Mbl. greindi frá. -HT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.