Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 7
7 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2000 DV Fréttir Steinsstaðir í Skagafirði: 600 þúsund tré í aldamótaskóg DV. SAUDÁRKRÓKI: Skagfirðingar og áhugafólk um skógrækt tók sig til á dögunum og plantaði aidamótaskógi í landi Steinsstaða í Tungusveit. Gróður- settar voru 30.000 af 60.000 plöntum sem settar verða í reitina í ár en að- alræktunarsvæðið er í Steinsstaða- landinu austanverðu, í Tungunni. Þar hafa verið mældir út um 60 hektarar undir skógrækt en alls hef- ur Skógræktarfélagi Skagafjarðar verið úthlutað 90 hekturum lands á Steinsstöðum og verður 30 þeirra varið til að endurheimta votlendi. Steinsstaðalandið er talið mjög heppilegt til skógræktar og að mati fulltrúa frá Skógræktarfélagi ís- lands eitt það besta sem völ er á í landinu. Landiö var formlega afhent til skógræktar við athöfn á föstu- dagskvöld. Þar var skrifað undir samning milli Sveitarfélagsins Skagafiarðar, sem á landið, Skóg- ræktarfélags Skagafiarðar og Skóg- ræktarfélags íslands. Herdís Sæ- mundardóttir, formaður byggða- ráðs, sagði við það tækifæri að mik- ið fagnaðarefni væri að finna áhug- ann á að rækta landið og umgangast náttúruna með virðingu. Hún lét i ljósi vonir um að sá skógur sem þama risi yrði fólki til ánægju og yndisauka í framtíðinni. Vignir Sveinsson, varaformaður Skógræktarfélags Islands og for- maður Skógræktarfélags Eyjafiarð- ar, rakti aðdraganda aldamóta- skóga, en hugmyndin kviknaði á fundi stjómar þegar farið var að hugleiða á hvem hátt yrði best minnst aldamótanna og um leið 70 ára afmælis félagsins. Eru alda- mótaskógamir hugsaðir sem þjóðar- gjöf og um leið minnisvarði um störf skógræktarmanna síðustu þús- und árin. Vignir þakkaði ýmsum aðilum góðan stuðning við þetta framtak, s.s. umhverfissjóði versl- unarinnar og Búnaðarbanka ís- lands, sem gaf allar 280 þúsund plönturnar, eina plöntu fyrir hvern íslending, sem gróðm-settar verða á þeim fimm stöðum á landinu sem valdir hafa verið undir aldamóta- skógana, en þeir eru, auk Steins- staða, Heydalir í Breiðdal á Austur- landi, Gaddstaðir við Hellu fyrir Suðurland, Reykholt fyrir Vestur- land og vestan Kleifaheiðar á Barða- strönd fyrir Vestfirði. -ÞÁ Afar heppilegt land tll skógræktar Steinsstaðalandiö afhent til skógræktar - samningar undirritaöir um alda- mótaskóg. Herdís Sæmundardóttir, formaöur byggöaráös, Ragnheiöur Guð- mundsdóttir, formaöur Skógræktarfélags Skagafjaröar, og Vignir Sveinsson, varaformaöur Skógræktarfélags íslands. Landiö er mjög heppilegt fyrir skógrækt. DAXARA I KERRUR Mikið úrvai Frúbært verð frú kr. 29,700 Fyrlr fólksbíla og jeppa Galvaníseraðor TUV voliaðar Urvol aukahluta Burðurgetu ullt uð 800 kg, Fúst sumsettur/eðu ósumsettur meS stortu, fróbært fyrír meld, sund o.fl. SkeHunni 108 Reykjavík siml 533 1414 /ax 533 1479 evro@islandia .is DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Fyrsta tréð í aldamótaskógi Gestur Þorsteinsson, útibússtjóri Búnaöarbankans á Sauðárkróki, gróöurset- ur fyrsta tréö i aldamótaskóginum og nýtur viö paö aöstoöar konu sinnar, Sóleyjar Skarphéöinsdóttur. Gróðursettar voru 70 stærri plöntur viö væntan- lega innkeyrslu í skóginn í tilefni 70 ára afmælis Búnaöarbankans en bank- inn gefur allar plöntur í aldamótaskógana, um 280.000, eina á hvert mannsbarn i landinu. Skammt í breytingar á kjördæmaskipan DV, SAUÐARKRÓKI: ~ Það fór ekki fram hjá fúlltrúum á þingi Sambands sveitarfélaga á Norð- urlandi vestra á Hólum nýlega að skammt er í breytingar á kjördæma- skipan er verða væntanlega um vor- kosningar 2003. Á þinginu voru mætt- ir einn þingmaður úr Vestfiarðakjör- dæmi, Guðjón A. Krisfiánsson frá Frjálslynda flokknum, og þingmaður úr Vesturlandskjördæmi, Jóhann Ár- sælsson frá Samfylkingunni. öllum þingmönnum þessara tveggja kjör- dæma var boðið að sitja þingið á Hól- um og koma sér inn i málin, enda verður að líta á þá sem væntanlega þingmenn þessa kjördæmis einnig. Þrátt fyrir breytta kjördæmaskipan er gert ráð fyrir að áfram verði starf- andi landshlutasamtök sveitarfélaga í svipuðu formi og þau eru í dag en þetta var niðurstaða sveitarstjómarmanna og þingmanna kjördæmisins á fúndi fyrr á árinu. Þó er ljóst að t.d. Siglfirð- Þingmenn á Hólastaó Á Hólahlaöi standa fráfarandi, núverandi og væntanlegir þingmenn: Kristján Möll- er, Jón Bjarnason, Guöjón A. Kristjáns- son ogJóhann Ársælsson. ingar munu færast í Eyþing, enda lenda þeir í austurkjördæminu. Á hinn bóg- inn eru uppi hugmyndir um að Strandamönnum verði boðin þátttaka í SSNV með Húnvetningum og Skagfirð- ingum og viðraði Bjami Þór Einarsson, framkvæmdastjóri SSNV, þá hugmynd í ársskýrslu sinni. -ÞÁ Nýttu hana í sláturtíð, framtíð, berjatfð, nútíð, vertíð og gúrkutíð því verðið er í þátíð Sú blákalda staðreynd, að AEG frystikisturnar okkar hafa verið á sama verði í ríflega eitt ár, ætti að ylja mönnum um hjartarætur. Verðfrysting Vörunr. Heiti Brútto Litrar Netto Litrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fyigja Læsing Einangrun þykkt fmm. Rafnotkun m/v 18°C umhv.hlta kWh/24 klst Verð áður Tilboðsverð 12HS HF120 132 126 86 55 61 1 Nei 55 0,60 43.092 29.900 23HL HFL230 221 210 86 79 65 1 Já 55 0,84 47.843 33.900 29HL HFL 290 294 282 86 100 65 1 Já 55 1,02 51.039 35.900 38HL HFL390 401 382 86 130 65 2 Já 55 1,31 54.599 39.900 53HL EL 53 527 504 86 150 73 3 Já 60 1,39 65.116 46.900 61HL EL 61 607 581 86 170 73 3 Já 60 1,62 73.287 53.900 PáDIO MA Geislagötu 14 • Sími 462 1300 BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.