Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2000 43 DV Tilvera Damon fertugur Tvíburarnir (2: </ Bandaríski kvikmyndaleikar- inn Damon Wayans fagnar fertugsafmælinu í dag. Damon er einn Wayans-bræðranna frnim sem hafa getið sér gott orð i kvikmynd- um vestanhafs. Sjálfur hefur Damon leikið í fjölda kvikmynda og má þar nefna The Great White Hype, Last Action Hero og Beverly Hills Cop, en sú síðastnefnda var fyrsta mynd- in sem leikarinn kom fram í. smam Gildir fyrir þriójudaglnn 5. september Vatnsberlnn (20, ian,-i8. febr.i: 1 Það gætir einhverrar öf- undar í þinn garð en ástæðan er eingöngu vel- * gengni þin í vinnunni. Þú nærð merkiun áfanga á næstu dögum og verður afar stolltiu- af. Flskarnir (19. febr.-20. marsl: Breytingar eru fyrir- ^L^*sjáanlegar á högrnn þinum á næstu vikum og þú munt hafa í nógu að snúast vegna þess. Happatölur þínar eru 3, 14 og 16. Hrúturlnn (21. mars-19. aprill: ^XGættu þess að gleyma m-^engu ef þú ert á ferða- TM lagi eða að skipuleggja ferðalag. Þú hittir fólk sem þú hefur ekki séð í langan tíma. Nautið (20. aoríl-20. maí); Gerðu þér far um að , koma vel fyrir og vandaðu þig í sam- skiptum við annað fóHtT Þú munt fá það margfalt endurgreitt. Tvíburarnir (21. maí-21. iúni): Vinur þinn er eitthvað ^niðurdreginn þessa dagana og þarf á þér að halda. Talaðu við hann óg reyndu að benda honum á björtu hliðamar á tilverunni. Krabbinn (22. iúní-22. Mli Niðurstaða fæst í dag | eða næstu daga I máli ' sem hefur lengi beðið úrlausnar. Niðurstaðan er þér mikill léttir og er svo sannar- lega tilefhi til að halda upp á það. Llónlð (23. iúlí- 22. áeúst); I Gefðu þér betri tíma fyrir sjálfan þig en þú hefur gert undanfarið. Þú þarfhast þess. Taktu kvöldið rólega í faðmi fjöl- skyldunnar. Mevlan (23. áeúst-22. sept.l: Þér lætur betur að vinna með öðrum en ^^\^lfceinn í dag. Þú nærð H r góðum árangri í vinnunni og sjálfstraust þitt eykst til muna. Vogin í?3. sept.-23. okt.): Misskilningur gæti orðið á milli manna og röng skilaboð borist. Fjölskyldan stendur þéft saman ef erfiöleikar koma upp. Sporódrekl (24. okt.-21. nóv.l: Þú færð nýtt áhugamál | sem á eftir að færa >mikla gleði inn í lif r þitt. Þú kynnist áhuga- verðri persónu í tengslum við þetta áhugamál. Bogamaður (22. nðv.-21. des.l: |Þeir sem eru ástfangnir rgætu lent í smávægi- legri deilu. Þeir sem eru ekki ástfangnir verða það von bráðar. Næstu dagar verða fjölbreyttir og skemmtilegir. Stelngeltln (22. des.-19. ian.); Þú tekur þér eitthvað nýtt fyrir hendur í dag. Það er ekki víst að þér litist vel á það í byrjun en líklega venst þú þessu fljótt. voein izj. se Ý þétt saman Madonna með risastóran demantshring á fingri: Giftingu spáð um jólaleytið Söngkonan og leikkonan Madonna hefur kynt undir orðróm um að senn muni hún ganga að eiga bamsföður sinn, breska kvik- myndaleikstjórann Guy Ritchie, með því að bera risastóran demants- hring á fmgri. Athugulir sjónarvottar tóku eftir hringnum þegar þau Madonna og Guy brugðu sér út úr húsi í Los Angeles um daginn. Að sögn breska blaðsins The Sun gerði Madonna enga tilraun til að fela hringinn. Góðkunningi Guys, kvikmynda- framleiðandinn Erin Berg, sagði einfaldlega þetta við blaðamann The Sun: „Hann (það er Guy) ætlar sér að ganga að eiga Madonnu um jóla- leytið." Guy og Madonna hafa verið sam- an í tvö ár, eða þar um bil, og ást þeirra bar ávöxt fyrir þremur vik- um þegar sonurinn Rocco kom í heiminn. Fyrir átti Madonna dótt- urina Lourdes með fyrrum leikfimi- kennara sínum. „Erfið fæðing Roccos varð til þess að ekkert annað kemst að hjá Guy en að kvænast Madonnu og stofna fjölskyldu. Hann elskar Lourdes og Rocco,“ sagði Erin Berg. Aðrir vinir þeirra taka undir með að hjónaband verði úr öllu saman fyrir árslok. Sumir ganga meira að DV-MYND ÓMAR JÓHANNESSON Eyrún Aníta Gylfadóttir og Hrefha Dögg Gunnarsdóttlr. Stúlkur meö ævintýrablóö í æöum. Tvær stúlkur í Stykkishólmi í ævintýraferðum: Körfuboltaferð til Gíbraltar og ferð með varðskipi DV STYKKISHÓLMI Þær stöllur, Eyrún Aníta Gylfa- dóttir og Hrefna Dögg Gunnarsdótt- ir, sem luku 10. bekk sl. vor, eru ný- lega komnar heim úr ferðum sem þær munu seint gleyma. Hrefna Dögg Gunnarsdóttir var valin í hóp stúlknalandsliðsins í körfubolta og fór hún með liðinu til Gíbraltar í viku keppnisferð. „Ferðalagið byrj- aði ekki vel. Gert var ráð fyrir að flugvélin, sem átti að fljúga með okkur til Madrídar, færi í loftið um sexleytið að morgni en vegna bilun- ar varð mjög mikil seinkun á ferð- inni. Þessi seinkun kom niður á öörum ferðalögum og þegar við loks komum á keppnisstað vorum við búnar að vera á ferðalagi í einn og háifan sólarhring. Við mættum þreyttar í fyrsta leikinn og lékum illa í þeim leik,“ segir Hrefha. Hrefna var í byrjunarliði í fjórum leikjum af fimm og var valin besti leikmaður liðsins eftir leik gegn Möltu. Hún sagði að þó þær hefðu misst tvo daga af ferðinni, daga sem átti að nota til að skoða sig um og fara í skemmtiferðir, hefði veran þama úti verið frábær. Sagði Hrefna að hún væri mjög ánægð Hjónaband í aösigi Guy Ritchie og Madonna ku ætla aö ganga í þaö heilaga síöar á árinu. segja svo langt aö segja að Guy hafi breytt afstöðu hennar til lífsins og tilverunnar. Sjálfur fór Guy undan í flæmingi þegar hann var spurður um gifting- aráform sín eftir fæðingu Roccos. „Við skulum bara bíða og sjá,“ sagði þá nýbakaður og stoltur faðirinn. Vísar giftingar- áformum á bug Stórleikarinn Michael Douglas segir ekkert hæft í fréttum um að hann og Catherine Zeta Jones, bamsmóðir hans og heimsfræg kvikmyndaleikkona, ætli að ganga í hjónaband í Kalifomíu í lok mánað- arins. Talsmaður hans segir að skötuhjúin hafi ekki einu sinni heyrt um staðinn þar sem sagt var í' að athöfnin ætti að fara fram. Að sögn talsmannsins er hið rétta í málinu það að Mikki og Katazeta ætla að gifta sig fyrir áramót en hvar og hvenær hafi ekki enn verið ákveðið. Sonur þeirra fæddist fyrfr þremur vikum. Prins gerir mynd um kynlíf fatlaðra Játvarður prins er þessa dagana að leggja lokahönd á heimildamynd um rétt fatlaðra til kynlífs og nefnsit hún Forboðin ánægja. Framleiðandi myndarinnar segir hann hafa fylgt myndinni alla leið og gera sér grein fyrir að ekki muni öllum líka hún og að hún kunni að mæta fordómum. Þessi yngsti sonur Elísabetar drottningar er menntaður í kvik- myndagerð og er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann kemst í kastljós fjölmiðla fyrir myndir sínar. Hann er óhræddur við að kvikmyndagerð- arhlutverkið stangist á við það kon- unglega og eins hikar hann ekki við að taka á umdeildu efni eins og þessu. Myndin fjallar m.a. um það að hinu opinbera beri að greiða fyrir kynlífshjálp handa fotluðum. Hugmyndin fær fullan stuðning félags fatlaðra í Bretlandi. meö ferðina þó leikur liðsins hefði ekki verið sérlega góöur. í haust verður valinn tólf manna hópur til að taka þátt í Norðurlandamóti sem haldið verður hér á landi í desem- ber. Sagðist hún ákveðin í að reyna að komast þar inn. í sumar hefur Hrefna starfað sem þema á Breiða- fjarðarferjunni Baldri. Eyrún, sem hefur unnið á Foss- hótel Stykkishólmi í sumarfríinu, fór ein nemenda 10. bekkjar Grunn- skólans í Stykkishólmi í kynnisferð á varðskipi Landhelgisgæslunnar en árlega er nemendum sem lokið hafa grunnskóla boðið í einn túr á skipi gæslunnar. Eyrún fór um borð í Reykjavík og var stefnan tekin á loðnumiðin fyrir austan land. „Við vorum aðallega á og við G-blettinn. Krakkamir sem voru um borð komu frá mismunandi stöðum á landinu og við vomm sex.“ Sagði Eyrún að þau hefðu staðið vaktir og verið í léttri vinnu, meðal Eumars fengið að fara um borð í bátana og skoða veiðarfæri og afla. „Við Eski- fjörð tóku þau svo Sighvat Bjama- son í tog og drógu hann til Vest- mannaeyja." Eyrún sagði að ferðin, sem tók sextan daga, hefði í heild verið ævintýri. -DVÓ/ÓJ Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Fákafen Faxafen Skeifuna Hæöarsel Holtasel Hryggjarsel Kögursel Lækjarsel Hverfisgötu 66-út Barónsstígl-11 Dunhaga Fornhaga Hjaröarhaga Nýlendugötu Mýrargötu Laugarásveg Sunnuveg Kópavogur Digranesheiöi Gnípuheiöi Heiöarhjalla Hjallabrekku Lyngbrekku Garðabær Rfumýri Krókamýri Löngumýri Arnarnes -vantar strax ^■| Upplýsingar í síma 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.