Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2000___________________________________________ X>V_____________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón:Silja A&alsteinsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir fékk Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar: Þeir sem leita ljóðs- ins munu finna það Opið og teygjanlegt Einstaka menn urðu víst langleitir þegar Hreinn Friðflnnsson var valinn á Camegie-sýninguna í ár. Camegie-verð- launin vora stofn- uð „til að auka veg nútímamálaralist- ar“, en Hreinn hef- ur aldrei talist list- málari í hefð- bundnum skiln- ingi. Þvert á móti hefur hann ítrekað Ingibjörg Haraldsdóttir hlaut fyrir helgi Ljóöa- verðlaun Guömundar Böövarssonar þegar þau voru veitt í þriöja skipti. Áður fengu þau Hannes Sigfússon (1994) og Þuríöur Guömundsdóttir (1997). Á leiöinni í heimsókn til hennar spuröi leigubílstjórinn stranglega hvort blaöamaöur hefði lesið Ijóðabókina sem hann mœlti með síð- ast þegar við urðum samferða. Það hafði blaöa- maður reyndar gert og viö rœddum ítarlega bœði þau Ijóð og önnur Ijóö. Áóur en hann skilaði mér af sér fullyrti hann að Jónas Þorbjarnarson hefói fengiö þjóðhátíðarljóðaverðlaunin í sumar vegna þess að dómnefndin heföi haldið að Ijóðið vœri eftir Matthías Johannessen, en þegar Ingibjörgu voru sagðar þœr fréttir neitaói hún því þverlega. Hún hafði sem sé verið í dómnefnd ogfullyrti að Jónas hefði fengið verðlaunin algerlega fyrir eig- in verðleika! Blaðamaóur fékk á tilfinninguna aö öll þjóðin vœri önnum kafin vió að yrkja Ijóó, lesa Ijóó og meta Ijóð. Ingibjörg var fyrst spurð hvemig henni hefði orð- ið við að fá þessi verðlaun. „Mér fannst gaman að fá þau,“ svarar hún hik- laust, „og mikill heiður. Þetta era einu sérstöku ljóðaverðlaunin sem veitt era hér og ekki spillir að þau skuli vera kennd við Guðmund Böðvarsson sem var gott skáld." Ingibjörg hefur sent frá sér fimm ljóðabækur og funm ár era síðan sú síðasta, Höfúð konunnar, kom út. Hún vonast til að koma út nýju safni á næsta ári. Framleiðslan er ekki mikil - en er hún stöðug? „Nei, þetta kemur fremur í tímabilum," segir hún. „Sum tímabil eru meiri ljóðatímabil en önnur.“ - Hvað verður að ljóði? „Erfitt að segja," segir Ingibjörg og hikar nú. „Sjaldnast er það einhver nýliðinn atburður. Fremur eitthvað sem hefur gerst eða verið hugsað eða lesið fyrir löngu og legið einhvers staðar í pækli. Gamlar minningar. Þó era dæmi um að ljóð kvikni skyndi- lega - til dæmis þegar maður lítur út um glugga og sér kött úti í garði. Slíkt efni er ekki bundið neinum kvalafullum endurminningum, en köttur úti í garði verður kannski aldrei bara þessi eini köttur þegar hann er kominn í ljóð.“ gefið málaralistinni langt nef! Skilst menningarsiðu að kurr hafi svo komið 'upp þegar Hreinn Friðfmnsson hlaut önnur verðlaun í keppninni, 300 þús. s.kr. Menn segja að vissulega sé Hreinn allra viðurkenninga verður sem lista- maður - en málari sé hann ekki. Enda sagði formaður dómnefndar, Lars Nittve, að það hefði verið sérstak- lega spennandi við dómnefhdarvinnuna núna „að sjá hversu opið og teygjanlegt málverkið er i sjálfú sér“. Fyrstu verðlaun hlaut norska lista- konan Mari Slaattelid en Finninn Petri Hytönen þau þriðju. Camegie-sýningin verður opnuð i Konsthallen í Helsinki 12. október, en á íslandi verður hún opn- uð 7. apríl í Listasafhi Kópavogs. Menningarsumarið mikla Ingibjörg Haraldsdóttir skáld Það er ekki hægt að hlusta ekki - á Ijóðið þegar það kemur. DV-MYND HILMAR ÞÖR Dostojevskíþýöandinn Ingibjörg lætur sér nægja að þýða skáldsögur. Sérstaklega hefur hún lagt sig eftir skáldverkum höfuð- snillingsins rússneska Dostojevskís, hefúr þegar þýtt sex skáldsögur og síðast stórvirkið Djöflana sem kom út í vor sem leið. - Datt þér í hug þegar þú glímdir við þá fyrstu, Glæp og refsingu, að þessi 19. aldar Rússi slægi svona í gegn á íslandi á okkar dögum? „Nei,“ segir Ingibjörg. „Ég var áður búin að þýða Meistarann og Margarítu eftir Mikhail Búlgakov og þessar tvær, hún og Glæpur og refsing, voru einfaldlega eftirlætis- bækumar mínar sem ég fór að þýða af eigin hvötum. Ég ákvað aldrei að verða Dostojevskíþýðandi! Svo reyndist vera ótrúlega mikill áhugi á honum, bæði hjá útgefanda og les- endum.“ - Hvað er það við þennan höfúnd úr allt öðrum tima og umhverfi sem höfðar svona sterklega til okkar? „Ja, hvað er það í klassíkinni sem gerir hana að klassik?" spyr Ingibjörg frómlega. „Það er svo margt í þessum sögum hans. Þó að aðstæðumar séu ólíkar þá eru margar persónumar afar nákomnar manni. Hans erindi með bókum sín- um var fyrst og fremst trúarlegt, hann var að sýna fólki fram á að það yrði að finna sinn guð og lifa í trú og sátt. Þetta sjáum við til dæm- is í Glæp og refsingu þar sem fyrir- heit er gefið í lokin um að maður- inn muni rísa upp og öðlast frið- þægingu - og i Djöflunum þar sem það getur ekki gerst af því maður- inn hefúr endanlega glatað sínum guði. Þessi vandamál era ekki sér- staklega nálæg mér og ég er ekkert viss um að ég væri alltaf sammála honum ef við hitt- umst og töluðum saman. Það sem snertir mig dýpst í verkum hans er allt þetta mannlíf og allt þetta sálarlif. Hann er svo óhemju örlátur höfundur. Innri barátta þess- ara marglitu, ólíku einstak- linga er mjög spennandi, og það er einhver spenna í þess- um texta - kannski er það flogaveikin sem hann þjáðist af - þannig að ekki er hægt að vera hlutlaus eða rólegur gagnvart bókunum hans.“ Ekkert dulrænt - En hvaða erindi á ljóðskáldið? „Auðvitað á ljóðskáld erindi en það er kannski ekki auðvelt að orða það í fljótheitum," segir Ingi- björg. „Þetta er meira einhver þörf sem reynist stundum eiga erindi við aðra, en það er ekki þaó sem knýr ljóðskáldið áfram. Það er bara ekki hægt að láta þetta vera, ekki hægt að hlusta ekki - á ljóðið þegar það kemur. Maður verður að sinna því.“ - Er þá ljóðskáld eins konar miðill? „Nei,“ segir Ingibjörg og fer ofurlitið hjá sér, „þetta er ekkert dulrænt. Þetta eru tilfmningar og hugsanir sem bijótast um innra með manni og verða að fá út- rás. Svo vonar maður bara að þær fái hljómgrunn hjá öðrum.“ - Lestu mikið af ljóðum? „Ég reyni að fylgjast með því sem kemur út og svo era alltaf eldri ljóðabækur nálægt mér sem ég grip til.“ - Hvar heldurðu að íslensk ljóðagerð sé á vegi stödd núna? „Ég held að við eigum mörg mjög frambærileg skáld,“ segir Ingibjörg, „og það sem ég hef séð af yngstu kynslóðinni fmnst mér að mörgu leyti lof- andi. En ég hef svolitlar áhyggjur af að ljóðið sé svo lágvært að það drukkni i hávaðanum i kringum okk- ur og gleymist. En það er þama og verður alltaf þama og þeir sem leita þess þeir munu finna þáð.“ -SA Þá era yfirstaðnir stærstu einstakir viðburðir menningarársins, Baldur og tónleikar Radda Evrópu. Báðir gleymast seint þeim sem nutu og ber að fagna því hve aðsókn var góð. Ekki seldust miðar upp á manndrápshraða eins og á Svana- vatnið, sem betur fer, hægt var að fá miða á Baldur og Raddimar fram á síð- asta dag þannig að engum þarf að finn- ast hann hafa verið svikinn. Ef þú fékkst ekki miða geturðu sjálfum þér um kennt! Öðravísi hefði vitaskuld verið ef Björk hefði sungið með Röddum Evrópu; þá hefðu miðar fokið út i hvelli. En þá hefði kirkjan líka fyllst af fólki sem ekki hafði endilega áhuga á ungmennunum sem sungu svo ótrúlega vel sin undur- fógra kórverk heldur var komið til að sjá stjömuna. Baldur var milli tannanna á þeim sem sáu hann og heyrðu dagana og vik- umar á eftir. Mesta hriihingu virðast finnsku sólódansaramir hafa vakið enda fallegt fólk og lipurt. Vitaskuld heillaði hinn myrki Loki konumar mest, ekki er að spyrja að veikleika kvenfólks fyrir ill- mennum, en bamsleg og þó erótísk sam- skipti Baldurs og Nönnu á sviðinu vöktu líka gleði. Fyrir utan dansflokkinn „okk- ar“ sem varð svo máttugt náttúraail í sýningunni. Búningamir vora umdeildari og ein- staka manni fannst sviðið ofhlaðið, en enginn var ósnortinn af tónlistinni, loks- ins þegar hún fékk að hljóma af fúllum styrk eftir hálfrar aldar bið. Svo mættu allir á mmmmmenning- amótt sem skrópað höfðu á öðrum hátíð- um og vitur maður spurði hvort íslend- ingar væra virkilega hættir að vera hræddir við orðið mennirig. Áður hlupu þeir æpandi burt þegar það heyrðist, nú flykkjast þeir unnvörpum á vettvang! Svona göngum við til góðs götuna ffam eftir veg, eins og þar stendur. ísland ogArabía Mikael Lövström, sem setur upp hina heillandi Fantasi Design-sýningu í Gerðubergi, hannar m.a. IKEA-bækling- inn sem borinn er inn á heimilin í heim- inum. Hann segir að ólíkum bæklingum sé dreift um löndin því þjóðir hafi ólík- an smekk á stökum húsgögnum og upp- röðun í „stofur" og „svefhherbergi" á myndum höfði misjafnlega til fólks af ólíku þjóðemi. í samtalinu kom fram að bæklingnum sem Islendingar fengu inn um lúguna í vikunni sem leið væri dreift í tveimur öðrum löndum: á Kanaríeyjum og Sádi- Arabíu! Er Ijóðskáld úrelt fyrirtjæri? - Það var sagt við mig um daginn að hið hefð- bundna ljóðskáld væri nú loksins dautt - svo snúið sé út úr frægum orðum Steins Steinars - það er að segja „ljóðskáld" sem slík væru orðin afar fátíð. Menn byija á að gefa út ljóðabækur en fara svo óðara að semja sögur eða leikrit og verða „rithöfundar“. Áður fyrr voru menn skáld þótt þeir semdu kannski fleira, Hulda, Jóhannes úr Kötlum, Steinn, atómskáldin öll, Hannes Pétursson, Þorsteinn ffá Hamri ... en vitum við hvemig við eig- um að eymamerkja Steinunni Sigurðardóttur, Þórarin Eld- jám, Einar Má, Kristínu Ómars- dóttur? Jafnvel Sigurður Páls- son er orðinn vafamál. Af hveiju stafar þetta? „Skáld hafa auðvitað aldrei getað lifað á því einu að vera ljóðskáld," segir Ingibjörg. „Þau urðu að gera eitthvað annað. En þróunin núna er eflaust orðin vegna þrýstings ffá markaðin- um. Hugsum okkur unga mann- eskju sem byrjar sem ljóðskáld og gefúr út tvær þijár ljóðabæk- ur. Þegar hún er orðin nógu góð til að fá starfslaun rithöfúnda kemur þessi þrýstingur að ffamleiða. Ljóðabók á sex ára ffesti er ekki nóg. Til að geta lif- að af ritstörfúnum þarf meira - og það er ekki hægt að fjölda- ffamleiða ljóð! Svo eru ljóð kannski gjaldfall- in,“ heldur hún áfram, „ekki eins hátt metin og áður fyrr. Skáldsögur þykja miklu merki- legri nú til dags, auk þess sem hægt er að nýta þær margvís- lega - búa til kvikmynd eða leikgerð eftir þeim.“ - Eft þú að vinna að skáld- sögu? „Nei,“ segir Ingibjörg og fliss- ar. „Og ætla ekki að gera það.“ Ingibjörg Haraldsdóttir: Bolungar- vík Spor þín löngu máó á mölunum þar sem þú stóóst í systkinahópnum og rýndir í kófið litlir lófar i lófum þínum og þrýst fast horft út á hafið fátt sagt, beöió báts sem aldrei kom manns sem borinn var heim á sjóbúðarloftiö lífvana hér stend ég nú horfi út á sléttan sjó það er sumar sólskin og mávarnir garga þar sem sjóbúðin stóð er malbikuó gata undir henni sporin þín amma mín litla þungur niður í eyrum mínum saltur sjór í œðum mínum (Á6ur óbirt)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.