Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2000 Skoðun I>V Spurning dagsins Finnst þér of dýrt í stöðumælana? Rebekka Ragnarsdóttir fröken: Já. Arna Þorsteinsdóttir, leikskólakennari að noröan: Já, viö göptum einmitt yfir gjaidinu, þaö er mun hærra en á Akureyri. Sigrún Omarsdóttir: Ég á ekki bíl og þarf því ekki aö nota stööumælana. Barbara Geirsdóttir, starfsmaður NN: Já, allt of dýrt. Karl Agúst Matthíasson nemi: Já, allt of dýrt. Jóhannes Davíðsson, forritari og nemi: Nei. Ríkissjónvarp flytur Er í fararbroddi fyrir nauöungaráskrift. Ríkisútvarpið Einar Magnússon skrifar: Fullyrða má að Mjóðvarp og sjón- varp ríkisins sé sífellt umræðuefni manna á milli, ef ekki vegna dag- skrárinnar þá vegna hinnar miklu óánægju fólks með skylduáskrift að hljóðvarpi og sjónvarpi á vegum hins opinbera. 1 þeirri umræðu nota menn aldrei orðið Ríkissjónvarp heldur að- eins „útvarp" eða „sjónvarp". En Ríkisútvarpið skiptist í tvennt, hljóð- varp og sjónvarp. Þetta vilja menn gjaman fela og mest þeir sem „ráða“ Ríkisútvarpinu þegar deilt er um hvort ríkisútvarp sé nauðsynlegt yf- irleitt. Útvarpsstjóri er einn þeirra sem ekki gera sig líklega til að ræða mál- efnalega um Ríkisútvarpið. Hann gerir t.d. lítið að þvi að ræða hlut- verk hljóðvarps ríkisins sérstaklega og hins vegar sjónvarps ríkisins. Þetta eru þó fullkomlega aðskildar „Sjónvarpið er hins vegar mjög dýr stofnun með hátt á annað hundrað starfs- manna sem þiggja niður- greitt viðurvœri og fríðindi af ýmsu tagi en skila litlu frá sér til þjóðarinnar. “ stofhanir og eiga lítið sameiginlegt annað en að vera reknar af ríkinu. Hljóðvarp ríkisins er í gangi frá morgni til kvölds og nú seinni árin allan sólarhringinn á sérstakri rás. Hljóðvarpið er allvinsælt af þorra al- mennings og rás 1 er löngu viður- kennd menningarstöð, með afþrey- ingarefni til jafns við þyngra efni, fræðslu og upplýsingar hvers konar. Sjónvarpið er hins vegar mjög dýr stofnun, með hátt á annað hundrað starfsmanna sem þiggja niðurgreitt viðurværi og fríðindi af ýmsu tagi en skila litlu frá sér tU þjóðarinnar - mest framhaldsbíómyndum eða end- ursýndum og lélegum heimagerðum þáttum sem fá engar þakkir frá nauð- beygðum gjaldendunum. Þetta fyrir- komulag gengur aldrei miklu lengur. Maður á bágt með að trúa því að einhver láti ekki reyna á lagalegu hliðina vegna þeirra mannréttinda- brota sem framin eru hér á landi með því að neyða fólk til að greiða afnota- gjald af fjölmiðli sem það vill ekki sjá. Engum dytti í hug að samþykkja að ríkið ræki fjölmiðil í dagblaðs- formi og skikkaði landsmenn til að greiða það, hvort sem þeir vUdu það eða ekki. Ef ráðamenn (stjórnvöld og löggjafmn) sjá ekki hvað hér er í húfi verða þeir að gjalda fyrir það með at- kvæðum kjósenda sem munu strika þá út af framboðslistum i kosningum. - Og það mun ganga eftir.. Framsóknarflokkurinn í kreppu Gunnar G. Bjartmarsson skrifar: Þessa dagana geysist fram á rit- vöUinn hver eftir annan með þung- ar áhyggjur af Framsóknarflokkn- um í Reykjavík. Ég verð að taka undir þetta en orsakanna er ekki að leita í samstarfi við R-listann heldur við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjóm. Framsóknarflokkurinn skU- greindi sig sem miðjuflokk en nú er hann kominn hægra megin við miðju. Framsóknarflokkurinn kenndi sig einu sinni við félags- hyggju en er nú kominn langt frá Framsóknarflokkurinn kenndi sig einu sinni við fé- lagshyggju en er nú kominn langt frá þeirri hugsjón. þeirri hugsjón. Sá flokkur sem fær óvinsælustu ráðuneytin í ríkis- stjórn dalar í skoðanakönnunum. Flokkur sem notaði slagorðið „fólk í fyrirrúmi“, og hefur stuðlað að því að gera þá ríku ríkari og þá snauðu snauðari, er ekki líklegur tU að öðl- ast tUtrú fólksins í landinu. Allra Dagfari síst aldraðra og öryrka eða annarra láglaunastétta í þjóðfélaginu. Það er margs að minnast, svo sem einkavæðingarinnar, gjafakvótans og þess hvernig flokkurinn er kom- inn úr tengslum við láglaunafólkið, og áöumefnda þjóðfélagsþegna, jafn- vel marga úr sjómannastétt. Það er því engin furða þótt ýmsir innan Framsóknarflokksins séu famir að ókyrrast og hafa áhyggjur. Ekki síst þeir fáu félagshyggjukarlar og kon- ur sem eru eftir í flokknum og enn eru ekki komnir hægra megin við miðjuna. Hann á bágt, þessi aumingja maður Þetta er ungt og leikur sér, sagði mamma gamla, sem á fátt annað fram undan en ald- arafmælið. Þetta hrökk upp úr þeirri gömlu þegar hún frétti af mótmælagjörðum ung- liðahópa úr islenskum stjómmálaflokkum gegn einum vesælum Kínamanni. „Mikið em þessir krakkar vondir við gestinn, þessa pisl sem hefur enga burði til að bera hönd fyrir höfuð sér. Svo er hann líka með einhvern augnsjúkdóm," sagði gamla konan og rýndi á sjónvarpsskjáinn. „Það eru svo skökk í honum augun. Bless- aður maðurinn að þurfa að þola allt þetta í framandi landi." Já, svona mælir mamma Dagfara sem ekki má neitt aumt sjá í kringum sig. Það er því ekki skrýtið að hún vorkenni manntetrinu sem verður að þola allt þetta mótlæti. Mamma gamla veit nefnilega ekki að þessi „písl“, sem ber nafn- ið Li Peng, er af mörgum talinn alræmdur blóð- hundur af verstu sort og, það sem meira er, þetta er enginn augnsjúkur vesalingur af göt- unni, þetta er sjálfur forseti þings fjölmennustu þjóðar veraldar, hvorki meira né minna. Þó mamma gamla megi ekkert aumt sjá og vildi helst taka litlu píslina á sjónvarpsskjánum og hátta hana ofan í uppbúið rúm með dúnsæng Enda hlýtur allt þetta ógœtilega tal um Kínamanninn að vera upp- spuni frá rótum. Halda menn virkilega að Alþingi íslendinga sé að bjóða einhverjum ribböldum í opinbera heimsókn? þá er eins gott að hún þekkir lítt til sögu Kína- mannsins. í augum íslenskra ungliðasveita er þessi maður persónugervingur árása og morða á kínverskum stúdentum fyrir nokkrum árum. Þá var píslin nefnilega í þeirri stöðu að geta sko aldeilis boriö hönd fyrir höfuð sér. Enda var hann forsætisráðherra og hafði sjálfan kinverska herinn til þess að rúlla yfir námsmennina á Torgi hins himneska friðar. Varla var friðurinn himneskur þegar valtað var yfir óvopnaða námsmenn á kínverskum skriðdrekum. Mamma gamla má samt ekkert aumt sjá og hún trúir ekki svona kjaftavaðli í synin- um. Það virðast þeir ekki gera heldur, fyrir- menn þjóðarinnar sem bugtuðu sig og beygðu um helgina fyrir Kínamanninum víð- fræga. Enda hlýtur allt þetta ógætilega tal um Kínamanninn að vera uppspuni frá rótum. Halda menn virkilega að Alþingi íslendinga sé að bjóða einhverjum ribböldum í opinbera heimsókn? Nei, ekki aldeilis. Þar inn fyrir dyr koma engir nema hvítþvegnir höfðingjar og flestir af góðum ættum. Dagfari getur vitnað um það. Hún er líka mannglögg, blessunin hún mamma, enda sá hún góðsemina skina úr skökkum augum Kínamanns- ins þegar hún sagði: „Blessaður, farðu með afgang- inn af grjónavellingnum og bjóddu honum, hann á bágt, þessi aumingja maður." ^ |> . A Reykjavíkurflugvelli. Hiuti fiugbrautar fyrir hjólabretti og skylda afþreyingu? Flugvöllur aö leikvelli Borgarbúi hringdi: Mér fmnst umræða og tilraunir einstakra ráðamanna til að reyna að halda í Reykjavíkurflugvöll í Vatns- mýrinni sífellt verða hjákátlegri. Fólk og ferðamenn ramba fram og til baka eftir flugbrautunum og alltaf er þetta afsakað af þeim sem eiga að stjóma málefnum vallarins. Ég legg til að völlurinn hverfi en haldið verði eftir einhverjum kafla flug- brautanna sem eru allar í bylgjum hvort eð er, fyrir leiksvæði hjóla- brettadrengja, hjólaskautaáhuga- manna og annarra sem vilja æfa þar. Þetta gæti fallið inn í byggingar- skipulag sem þarna er fyrirhugað. Oröið „flótta- maður“ blekking Kristinn Sigurðsson skrifar: Því miður er mikið um það að ýmsir óvandaðir aðilar, sem flækjast á milli landa, komist upp með það í öðrum löndum að fá landsvistarleyfi með því að biðja um hæli sem póli- tískir flóttamenn. Svo lendir það á Rauöa krossi íslands að sjá um þessa menn. Fráleitt er að veita t.d. manni frá Rúmeníu hæli hér sem pólitísk- um flóttamanni. Rúmenía er lýðræð- isriki í dag og fólk þar er ekki ofsótt. Ég skora á Útlendingaeftirlitið, svo og dómsmálaráðherra að vísa tafar- laust til baka því fólki sem er með fölsuð skilriki eða er án þeirra. Ég kvíði Shengen-vitleysunni sem mun auðvelda sölumönnum dauðans og öðrum glæpalýð að vinna sín illvirki hér. Við eigum ekki að opna landið fyrir þessu illþýði. Ingibjörg Sólrún heim á ný Hjörtur Jónsson skrifar: Flestir geta verið sammála um að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur verið ötull borgar- stjóri og snjall stjórnmálamaður. Fáir standast henni snúning þegar hún tínir fram rök fyrir máli sínu (nema þá Davíð Oddsson sem enginn virðist hafa roð við). Ég myndi vel geta hugsað mér að Ingibjörg yrði áfram borgarstjóri þótt ég hafi ekki kosið R-listann. Helst vildi ég að Ingi- björgu mætti ráða sérstaklega sem borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins. Hún kemur úr sjálfstæðisfjölskyldu og væri hún því þannig einfaldlega „komin heim“ á ný. Eðluna mátti sýna Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Á forsíðu DV 25. ágúst birtist frá- bær mynd af eðlu sem fannst í fjör- unni við Eiðsgranda í Reykjavík kvöldið áður. Mér var brugðið þegar ég frétti að litla dýrið hefði verið aflíf- að eftir rannsókn á Keldum. Hefði ekki verið hægt að leyfa almenningi að skoða dýrið? Ég skal þó viður- kenna að ég er ekki sérfræðingur í slíkum málum en þetta hefði varla verið dýrt fyrirtæki. - Nú, ef Lagar- fljótsormurinn fyndist í fullu fjöri, hvað þá...? Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.ls Eöa sent bréf til: Lesendasí&a DV, Þverholti 11,105 ReyKlavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir. Hún gæti skap- að sér framtíöar- stööu meö því aö „ koma heim“ á ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.