Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2000___________________________________________________ X>v________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Stór gjöf Málfríður Að- alsteinsdóttir, myndlistarmað- ur í Ósló, hefur gefið Hönnunar- safni íslands verk sitt, Fjarlœg fjöll, sem er 5 x 3 metra tauþrykk og œting, þrykkt á 100% silki. Verkið er gert 1990 og hefur ver- ið sýnt víða um heim, bœði á myndlistar-og listiðnaðarsýn- ingum. MYND: MARISA ARASON Málfríður Aðalsteinsdóttir, Stefán Snæbjömsson, formaöur stjórnarnefndar Hönnunarsafns ís- lands, og Aöalsteinn Ingólfsson, forstööumaöur safnsins, meö verkið „Fjarlæg fjöll“. Málfrlður er fædd árið 1960 en fluttist til Noregs árið 1979 þar sem hún stundaði nám við Statens Hánd- verks og Kunst- industriskole í Ósló 1983-87. Hún hefur síðan verið búsett í Ósló og tekið virkan þátt í listalíflnu, bæði í Noregi og á íslandi, og sýnt verk sín fyrir hönd beggja landanna á alþjóðlegum vettvangi. Til dæmis hefur hún tekið þátt í sýningum á vegum Form ísland, en einnig í norskri sýningu í tengslum við Ólympíuleikana i Lillehammer og öðrum sýningum á norskri skreytilist. Máifríði hefur hlotnast margvís- legur heiður i Noregi, m.a. hefur hún nokkrum sinnum hlotið opin- bera listamannastyrki og Norsk Kulturrád og fyrirtæki hafa fest kaup á verkum eftir hana. Á ís- landi hefur Máifriður haldið einkasýningar í Galleríi Sævars Karls (1990) og í Listasafni Kópa- vogs (1997). Þessa dagana er úti- listaverk eftir hana að ftnna á sýn- ingu sem nú stendur yfir við Rauðavatn. Hönmmarsafni íslands er ákaf- lega mikiil akkur í því að eignast svo gott og stórbrotið textílverk og eru aðstandendur þess Málfríði ákaflega þakklátir fýrir hlýhug hennar í garð safnsins. Ör-lög og al- varlegt gaman Fyrstu tónleikar Jazzhátíðar Reykjavíkur voru haldnir á Kaffl Reykjavík á laugardagskvöldið. Danski trompetleikarinn Jens Winther lék með Kvartetti Tómasar R. Einarssonar verk eftir Tómas sem væntanlega verða útgefln á geisladiski síðar á árinu. Það er alltaf forvitnilegt að heyra hvað Tómas er að fóndra við. Hann hefur skapað sér ákveðinn stil sem djasstónskáld og þróar hann nostur- samlega. Sum verk hans eru svo stuttaraleg að segja má að þau séu eins konar ör-lög. Af því tagi er kalypsóið Kalli kanína og hið ágæta lag Með bros á vör er ekkert sérlega langt heldm-. Ballöðurnar hans Tómasar eða næturljóðin eins og hann kýs að kalla þær sumar eru einstaklega stemningsríkar og ekki var verra að heyra Jens Winther túlka þessi lög. Hann gerði það fimavel, naut sín vel með sinn breiða tón. Ekkert fret eða píp í lúðrinum, bara vel formaðir, falleg- ir tónar. í áðurnefhdu kalypsólagi virtist hann svolítið óviss í sólói, svo var einnig um Eyþór Gunnars- son píanóleikara í fyrstu en hann komst yfir það og tók endasprettinn í sínum einleik eins og honum er einum lagið. Eyþór átti líka góðan einleik í lagi sem nefnist Undir snjómun. Jóel Pálsson lék á sinn saxafón og er greinilega í alveg ótrúlega finu formi. Sóló hans í latínska ópusnum Með bros á vör var sniildarvel spil- að og reyndar má segja hið sama um allt hitt sem hann spilaði. Hann og Winther voru virkilega finir saman. Matthias Hemstock er fjöl- kunnugur trommari og útsjónar- samur og þarf ekki stór slagverks- hljóðfæri til að ná fram réttu áhrif- unum. Stjórinn sjálfur hélt sig frem- ur til hlés þennan ganginn en tók tvö stutt og vel framreidd sóló. Lög Tómasar gefa ekki tilefni til að forð- ast bláar nótur nema síður sé og nýttu spilaramir sér þær vel. Eitt fallegasta lagið var Hjartalag og það skemmtilegasta að þessu sinni var Dansað í lauginni, þétt sveifla með latínskum kafla í lokin sem er eins og gömul minning um danslag. í það heila var þetta ágætis konsert og gaman að heyra í Winther hinum danska. Drum and Brass Næst tók við Drum and Brass sem er hugarfóstur trommuleikar- ans Helga Svavars Helgasonar. Með honum léku trompetleikaramir Snorri Sigurðarson og Kjartan Há- konarson og básúnuleikararnir Samúel Jón Samúelsson, Eyþór Kol- beins og Leifur Jónsson. Þegar verk eftir Eric Dolphy er kallað „streit- ari“ geta menn rétt ímyndað sér hvemig afgangurinn hljómar. En þetta var nú ekki alveg svona alvar- legt. Snorri, Helgi og Samúel eru eldklárir músíkantar og hinir greinilega á leiðinni að verða það. Það gerði gæfumuninn að menn tóku þetta ekkert of alvarlega og skemmtu sér og öðrum með lögum eins og Sultu og Við læðumst hægt um laut og gil úr Kardimommubæn- um. Verkin eftir Chris Speed og áð- umefhdan Dolphy voru þó eilítið erfiðari áheymar enda fylgir öllu gamni einhver alvara. Ingvi Þór Kormáksson SLANKUfjt JAZZHÁTÍÐ REYKJAVIKUR S -1B. SEPYEMBER SBBB Dúndur útsala! 13th Warrior Allt um móður mína American History X American Pie Amistad Analyze This Arlington Road Bachelor Big Daddy Blair Witch Project Blast From The Past Blue Streak Bone Collector Bowfinger Breakfast Of Champions Corruptor Cruel Intentions Deep Blue Sea Devil’s Advocate Dogma Double Jeopardy Drop Dead Gorgeous EdTV Election End Of Days Enemy Of My Enemy Enemy Of The State Existenz Eyes Wide Shut Fight Club Final Destination Forces Of Nature Fucking Amal General’s Daughter Girl Next Door Green Mile Haunting Idle Hands In Dreams In Too Deep Insider Inspector Gadget Instinct Jakob The Liar Just The Ticket Killing Mrs. Tingle Lake Placid Lethal Weapon 4 Life Life Is Beautiful Limey Lost And Found Lost In Space Matrix Mickey Blue Eyes Mod Squad Mummy Muppets From Space My Favourite Martian Mystery Men Negotiator Never Been Kissed Next Friday Notting Hiíl Office Space Out Of Sight Out Of Towners Patch Adams Perdita Durango Plunkett & Macleane Practical Magic Private Parts Random Hearts Ransom Resurrection Romance Run Lola Run Runaway Bride Rush Hour Scream Scream 2 Senseless Sex, The Annabel Chung Story Shakespeare In Love Simple Plan Simply Irresistable Sixtn Sense Snake Eyes Soldier Star Wars Episode 1 Stepmom Stir Of Echoes Thirteenth Floor Titanic True Crime Universal Soldier: The Return Varsity Blues Virtual Sexuality Waking Ned Waterboy Who Am I Whole Nine Vards Wild Wild West World Is Not Enough 990 990 990 990 790 590 790 790 990 790 590 990 990 990 990 490 990 990 990 1.290 990 790 790 790 1.290 790 990 790 990 1.290 990 790 990 590 1.290 1.490 990 990 790 790 990 790 790 790 590 990 990 990 990 990 990 790 790 990 790 790 990 790 790 990 790 990 990 990 990 790 990 590 790 790 790 790 790 590 790 790 790 990 990 790 990 790 990 990 990 990 990 590 790 990 790 790 790 790 790 990 790 790 590 990 990 990 590 990 Sendum í póstkrofu. Póstkröfuslmi: SE8 5333

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.