Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2000 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2000 33 Útgöfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarrítstjórí: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholtl U, 105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Qr»n númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafran útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vislr, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Rltstjórn: dvritst@ff.ls - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Fllmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fýrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Kjarkur í sjávarútvegi Akureyringar fognuðu í gær þegar nýtt fjölveiðiskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA, kom til heima- hafnar í gær. Hið nýja skip er eitt stærsta og glæsileg- asta skip íslenska flotans en áætlaður heildarkostnaður við skipið er um 1.500 milljónir króna. Koma skipsins sýnir hve mikil dugnaður og kjarkin- einkennir íslensk- an sjávarútveg þrátt fyrir allt. Gleðilegt hefur verið að fylgjast með uppgangi Samherja á undanfornum árum. Undir forystu Þorsteins Más Baldvinssonar hefur verið byggt upp glæsilegt fyrirtæki sem teygir anga sína víða, bæði hér á landi og erlendis. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á íslensku þjóðfé- lagi á síðasta áratug en mesta byltingin og sú sem mestu skiptir til framtíðar er sjálft hugarfarið. Bjart- sýni ríkir í stað bölsýni og einstaklingar og félög hafa öðlast kjark til efnahagslegra framkvæmda. Trúin á framtíðina hefur náð að festa sig í sessi. Án þess að hafa trú á framtíðina ráðast menn ekki í fjárfestingar og án flárfestinga verður engin framþróun, heldur stöðnun og dauði. Glæsilegt skip Samherja undirstrikar bjartsýn- ina. DV hefur margoft bent á það að ákvæði laga sem setja hámark á leyfilega aflahlutdeild fiskiskipa í eigu ein- stakra aðila eða tengdra aðila eigi eftir að verða ís- lensku þjóðarbúi dýrkeypt. Sjávarútvegurinn hefur ver- ið hnepptur í spennitreyju og innan skamms verður komið í veg fyrir eðlilega þróun greinarinnar og komið í veg fyrir aukna hagkvæmni. Samherji, eins og mörg önnur islensk sjávarútvegsfyrirtæki, mun innan fárra ára kynnast lögunum. Og þá er ekki víst að talið verði fýsilegt að ráðast út í umfangsmiklar fjárfestingar í skipum og tækjum. Gestkvœmt á íslandi Þaö hefur veriö gestkvæmt á íslandi undanfarna daga. Tveir góðir gestir hafa sótt íslendinga heim en einnig gestur sem ekki ætti að vera velkominn. Wolfgang Thi- erse, forseti þýska Sambandsþingsins, er og á alltaf að vera velkominn til landsins og sama er að segja um for- seta Litháens, Valdas Adamkus, sem kom til landsins í gær. Við slíka gesti á að gera vel og sýna þeim virðingu og vinarþel. Li Peng, forseti kínverska þingsins, er af öðru sauðahúsi og á ekkert sameiginlegt með fúlltrúum lýðræðisríkja. Það var sérstaklega gleðilegt að Li Peng skyldi ekki hafa kjark til að heimsækja Alþingi íslend- inga við Austurvöll eins og tH stóö í gær. Alræðisherrar og hrottar hafa aldrei verið þekktir fyrir hugdirfsku. Augljóst er að skipulögð mótmæli ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna, Amnesty International og fLeiri samtaka við Alþingishúsið skHuðu árangri. Li Peng og félagar hans í kinverska kommúnistaflokknum eru ekki vanir því að líða mótmæli í heimalandi sínu og berja aU- an mótþróa niður með harðri hendi. Mannslíf skipta þá engu eins og dæmin sanna. Það hefði verið vanhelgun á góðu húsi að bjóða slíka menn velkomna. Guömundur Árni Stefánsson, starfandi forseti Alþingis, getur því þakkað mótmælendum við AusturvöU að komið var í veg fyrir að hrottamenni fengi að vanhelga virðulegustu stofnun lítiUar lýðræðisþjóðar. Óli Bjöm Kárason Skoðun Er verið að ganga frá grunnskólum? Tryggvi Haröarson bæjarfulltrúi I Hafnarfirbi Grunnskólinn á ís- landi er í kreppu. Hann skortir fjármagn. Sveit- arfélöginn í landinu eru lika í kreppu. Þau skort- ir fjármagn. Þrátt fyrir aö forsætisráðherra landsins segi allt í góöu lagi og að sveitarfélögin verði bara að láta af bruðli sinu og óráðssíu er málið ekki svona ein- falt. Það gladdi mig því þegar ég hlustaði á flokksbróður forsætis- ráöherra og formann minn innan Sambands íslenskra sveitarfélaga andæfa flokksforingja sínum og horfast í augu við vand- ann. Þrátt fyrir að formaður Sambands- ins sé ekki tilbúinn að kyngja þeirri staðreynd að samningur ríkisins við sveitarfélöginn í landinu vegna yfir- töku grunnskólans var hvergi nærri góður er hann á réttri leið. Grunn- skólinn hafði veriö sveltur af ríkinu, stoöþjónusta í skötulíki, kennarar á smánarlaunum og byggingarfram- kvæmdir árum ef ekki áratugum á eftir tímanum. Þetta eru allt atriði sem engan veginn voru metin á full- nægjandi hátt við samninga- gerðina. Einsetningin dijúg tekjulínd fyrlr ríkissjóð Því hefur átt sér stað at- gervisflótti úr kennarstéttinni og á sér enn stað þrátt fyrir að laun kennara séu almennt skárri eftir að sveitarfélögin tóku við grunnskólanum. Enn þarf að gera betur ef tryggja á sómasamlegan gunnskóla. Þrátt fyrir að ýmiss konar stoðþjónusta við nemendur hafi verið almennt stóraukin eftir að sveitarfélögin tóku þau yfir er hvergi nærri nógu gert. Enn líða nemendur fyrir það að skólakerfið getur ekki sinnt þeim sem skyldi. Sveitarfélögin hafa staöið í stórfelld- um skólabygginum á síðustu árum og greitt ríkulega skatta til ríkisins af þeim. Þannig hefur einsetning grunnskólans reynst ríkissjóði drjúg tekjulind. Því markmiði að einsetja alla skóla landsins er þó hvergi nærri lokið. Alþingi undir forystu mennta- málaráðherra getur skemmt sér við það að setja lög og reglur um það hvemig skuli reka gmnnskóla lands- „Þrátt fyrir að ýmiss konar stoðþjónusta við nemendur hafi verið almennt stóraukin eftir að sveitarfélögin tóku þau yfir er hvergi ncerri nógu gert. Enn líða nemendurfyr- ir það að skólakerfið getur ekki sinnt þeim sem skyldi. “ - Á foreldradegi í grunnskóla. Kristilega kærleiksblómin spretta Það hlýtur að vera þjóðkirkjunni og þjónum hennar nokkurt áhyggju- efni, hve vaxtarmikill er orðinn villi- gróður hérlendra sértrúarflokka sem kenna sig við Krist. Augljóslega full- nægja þeir einhverjum djúplægum þörfum, sem kirkjunni hefur ekki auðnast að svara. Hverjar þær séu, liggur ekki í augum uppi, en við fyrstu sýn virðast þær beinast að af- dráttarlausu forræði manna sem telja sig hafa höndlað sannleikann í eitt skipti fyrir öll og geti í krafti þeirrar sannfæringar veitt skjólstæð- ingum sínum fullvissu um endan- lega lausn lífsgátunnar. Kannski er vandi kirkjunnar sá, að hún hafi ekki bmgðist sem skyldi viö þörf margra einstaklinga fyrir sálgæslu og persónulega leiðsögn í trúarefnum. Dómsjúkt ofstæki Fyrir fjörtíu áram voru trúflokkar í heiminum, sem bitust um Krist, ekki færri en 1153 talsins, og hefur þeim fjölgað til muna á liðnum áratugum, nú síðast þegar Krossinn klofhaði. Hver þess- ara trúflokka telur sig hafa höndlað ótvíræðan sannleik- ann um Frelsarann, sem samkvæmt tiltækum heim- ildum boðaði kærleik og um- buröarlyndi, margu- þeirra ala hins- vegar á fordóm- um og nærast á ógnunum, þröngva mönn- um til trúar með hótunum um helvíti og eilífa útskúfún. Leiðtogar þeirra þykjast tala fyrir munn Almættisins þegar þeir belgja sig út í hvimleiðri sjálfumgleði og fordæma þá meöbræður, sem hafa aðrar hvatir eða þarf- ir en þeir sjálf- ir. Enginn hlut- ur liggur öllu Sigurður A. Magnússon rithöfundur „í kjölfar klofningsins tála foringjar sértrúarhópanna tveggja, Krossins ^ska^Kriste og Bethaníu, hvor um annan af kærleiksþeli sem er sannkristnum mönnum til eftirbreytni. “ - Gunnar Þorsteinsson, forstöðum. Krossins, ogKristján Rósinkransson, forsvarsmaður Bethaníu.. í Nýja testa- mentinu en þetta dómsjúka ofstæki - nema , Forsprakkar Pek- ing stjómarinnar eiga að heyra það pT hvar sem þeir koma að skipu- lögð mannvonska þeirra er illa þokkuö. Þótt Deng Xiao Ping hafi haft úrslitaorðið um fjöldamorðin 1989 var Li Peng með í ráðum og hefur átt hlut að víðtækum mann- réttindabrotum. Þaö sama gildir gagnvart þessari al- ræöisstjórn og öðrum. Eftirlátssemi og undirlægjuháttur dugar ekki. ís- lensk stjómvöld mega athuga sinn Glúmur Jón Björnsson efnafræöingur gang. Það er eðlilegt að halda kurteisissamskiptum við al- ræöisstjórnir í lágmarki en jákvætt ef íbúar landanna eiga frjáls samskipti sín á milli. Undan strönd Kína er Taívan, lýðræðisríki, byggt Kínverjum, sem eðlilegra væri að hafa stjómmálasam- band við en klíkuna í Peking. Svo er spurning hvort við eigum að taka mark á skoð- unum þeirra íslendinga á utanríkis- málum sem á sínum tíma sýndu eft- irlátssama utanríkisstefnu í verki í 14-2 leiknum! er ekki - og hef aidrei verið - hlynntur mann- r réttindabrotum í Kína. Þvert á móti vildi ég gjaman sjá stjómar- bætur þar í landi sem væra okkur Vesturlandabúum að skapi. En engu að síður ættum við að gera okkur fulla grein fyr- ir því að við eram í fullgildu stjómmálasambandi viö Kína og höf- um verið aö senda þangað fjölmenn- ar sendinefndir vegna ýmissa við- skipta og væntanlegra viöskipta. Hermann Gunnarsson dagskrárgeröarmaöur ins meðan sveitarfélögin verða að borga brúsann. Málið er hins vegar það að ríkið skammtar sveitarfélögum fjánnagn, tekju- stofna. Sveitarfélögin standa því frammi fyrir þeim vanda að gera ekki neitt í þessum málum eða safha skuldum. Gegn veruleikafirringu forsætisráðherra Það er því fagnaðarefni að for- maður Sambands íslenskra sveitarfélag sé farinn að átta sig á vandanum þrátt fyrir vera- leikafirringu forsætisráðherra. Því hvet ég alla sveitarstjómar- menn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks um allt land að taka höndum saman við okkur samfylkingarmenn í sveitar- stjómum til að rétta hlut bam- anna okkar og fjölskyldna þeirra. Það veröur ekki gert nema með að tryggja aukið fjármagn í þennan málaflokk og kannski ekki nema að skipta út land- stjóminni. Annars erum við að ganga af grunnskólanum dauð- um. Tryggvi Harðarson Ummæli jt*. ef vera skyldi peninga- græðgin og fjárplógsstarf- semin sem að bandarískri fyrirmynd er fylgifiskur margra slíkra sértrúar- hópa. Ætli það sé tilviljun að „móðurkirkja“ Bethan- íu nú og Krossins áður er bandarísk og rekur 1360 „kirkjur" í 130 löndum? Kristilegt kærlefksþel í kjölfar klofningsins tala foringjar sértrúar- hópanna tveggja, Krossins og Bethaníu, hvor um annan af kær- leiksþeli sem er sannkristnum mönnum til eftirbreytni. Kristján í Bethaníu: „Gunnar hefur breyst svo mikið á síðustu þremur áram að það er ekki lengur hægt að vinna með honum. [...] Það sem réð úrslitum vora sambandsslit bandarísku móð- urkirkjunnar, Christ Gospel Church, við Krossinn, en ytra gáfust menn upp á samstarfinu við Gunnar sem fór sínar eigin leiðir, án samráðs við nokkum rnann." Gunnar í Krossin- um: „Kristján vildi auknar vegtyllur hér í Krossinum en fékk ekki. Honum var ekki treystandi fyrir meira því manninn skortir alla yfir- sýn. Þá nýtti hann sér vissa óánægju sem hér var og fór með liðið. [...] Kristján er ekkert annað en strengja- brúða Christ Gospel Church og Bet- hanía er trúarregla frekar en söfnuð- ur. Þetta era nytsamir sakleysingjar en sjálfur er ég feginn að þessum erj- um er lokið.“ Hér eiga klassískar ljóðlínur Nóbelsskáldsins einkar vel viö: „Kristilega kærleiksblómin spretta kríngum hitt og þetta.“ Sigurður A. Magnússon ótmcéla Li Peng? Skylda okkar að mótmæla Maður, líttu þér nær Meðan svo er þá er okkur engin vorkunn að taka á móti þjóðhöfðingja þessa stórveld- is á sómasamlegan hátt og án þess að allt fari hér á annan endann í mótmælum. Viö Vesturlandabúar mættu líka gjaman líta okkur nær og rifja upp ýmislegt sem varðar samskipti okkar við aðrar þjóðir, hvort sem um er að ræöa Kínverja, aðrar Asíuþjóðir, Afríkunegra eða indíána í Ameríku. Það eru nú ekki allt ein- tóm bamaævintýri sem hægt er að vera stoltur af. Opinber helmsókn U Peng, forseta þjóbþlngs Kfna, um helglna haffii í för mefi sér fjölmenn mötmæll á Austurvelll og vifi Hótel Sögu í Reykjavík vegna mannréttlndabrota kfnverskra stjómvalda. En elgum vlfi afi mótmæla þegar þjóbhöffilngar stórvelda koma í helmsókn? Útspil Morgunblaðsins „Ég hefl lengi verið þeirrar skoðunar, að kvótaandstæðingar hefðu ekki getað feng- ið verri samherja en Morgunblaðið til þess að standa með málstað sínum í baráttunni gegn ranglæti kvótakerfisins. Meðal annars vegna áróðurs þess efnis, að öll átök um kvótann myndu falla nið- ur ef einhvers konar auðlindagjald yrði lagt á veiðiréttinn... Það útspil Morgunblaðsins, að sjálfsagt sé að ör- fáir aðilar sölsi undir sig allar afla- heimildir fyrir eitthvert svokallað auðlindagjald, er forkastanlegt." Halldór Hermannsson skipstj. í Mbl. 1. sept. Skammast mín ekkert „Sorgarsagan um störfin sem flytja átti út á land er kunnari en frá þurfi að segja; möppudýrin sem starfa hjá ríkinu segja ráðherrum og þingmönn- um fyrir verkum þannig að lýðræðið er víða fótumtroðið. Ég skammast min því ekkert fyrir að hafa tekið þátt í orrastunni við Snæfell og viðurkenni með bros á vör að fyrir mér vakti að koma höggi á NAUST. Fyrir mér vakti að sýna fram á hvað þessi fé- lagsskapur sem fjölmiðlar keppast um að vitna til er í raun smár.“ Björgvin Valur Guömundsson, oddviti Stöövarhrepps, f Degi 1. sept. Keimur hallarbyltingar „Harma ber með hverjum hætti inn- ganga 60-menninganna í NAUST fór fram. Ekki vegna þess að hún sé á nokkum hátt ólögleg heldur vegna hins að hún er ekki líkleg til að stuöla að þeim skoðana- skiptum sem að framan eru rakin og voru yfirlýst markmið inngöngu- manna. Til þess ber hún of mikinn keim af hallarbyltingu." Jakob Björnsson, fyrrv. orkumálastj., í Mbl. 1. sept. Engin afstaða um ESB „Það verður að fara mjög varlega og gefa þessari umræðu lang- an tíma. Það er til að mynda ekki tímabært að mínum dómi að fá fram afstöðu á flokks- þinginu í vor. Ef það yrði gert myndi þaö leiða til klofnings í flokknum enda er hann alls ekki undir það búinn að taka afstöðu af eða á... Þetta þarf aö ræða miklu bet- ur og gefa sér langan tíma til þess.“ Árni Gunnarsson, varaþlngm. Fram- sóknarflokksins, í Degi 1. sept. Sögur og sögusagnir Hin hefðbundna kjarabarátta kennara er nú um það bil að hefjast og svo virðist sem hún verði upphaf- iö að hringekju sem aðrir stéttarhóp- ar launþega taka síðan þátt i. Þeir sem farið hafa í gegnum íslenska skólakerfið hafa flestir hverjir skoð- anir á einstökum kennurum og kennslunni. Allir vita að mjög mikill munur er á kennurum; sumir lifa sig inn í starfið og gefa sig alla viö kennsluna en aörir hafa ekki neist- ann þrátt fyrir góða menntun; þeir gera lítið meira en að halda nemend- um að námsefhi í skólabókum. Börnin verða bitbein Kennarar era með fiöregg landsins í höndunum, börnin og unglingana, en mesta synd er að þau skuli sífellt verða bitbein í kj£u,abaráttu. Það er líklegt að betra sé í mörgum tilvikum aö nota kennsluefni með afburða kennuram í tölvum heldur en að sitja undir leiðsögn iélegra kennara. Höf- undur þessa pistils hefur notið hinn- ar bestu kennslu með myndefni, vörpuðu á skjá, og tali frábærra kennara. Kannski er það framtíðin varðandi sumar kennslugreinar. Engin saga er fullsögð í einni bók né kennd af einum kennara. íslensk- ar kennslubækur í sögu hafa til langs tíma verið gamlar og ein- kennst af þurrum ártölum og upp- talningu á helstu persónuleikum ásamt stóratburðum. Vitaskuld er ekki einfalt að skrifa góða kennslu- bók í sögu en það er kennarans að gefa textanum líf og veita nemend- um innsýn í bakgranninn sem ræð- ur gangi atburðanna, hreyfiafli at- ferlis manna og atvinnuháttum, sið- ferði og tækniframfórum ásamt lifn- aðarháttum. Saga er stjórnmál fortíðar - og stjórnmál eru saga nútíðar (Freeman) Bókabrennur og ritskoðun eru öfl- ug tæki sem alræðisöfl hafa notað í gegnum aldimar. Höfundur kynntist tveimur Rússum fyrir rúmum ára- tug og var þá rætt um margt; sagan barst að mannkynssögu og þætti norrænna manna í stofnun ríkis í Rússlandi (Rúrik i Kænugarði). Rússarnir könnuðust ekkert við það þótt vel menntaðir væru. Þá var þeim lánuð bókin „The Vikings" eft- ir Magnús Magnússon; þeir tjáðu sig síðan lítið um málið um sinn en rúmu ári seinna sendi annar þeirra póstkort frá heimalandi sínu með þeim ummælum að sennilega væri mikið til í hinum gömlu sögnum; þá var kommúnisminn á undanhaldi þar. Nú hefur Pútín forseti leyft mörg- um erlendum rannsóknahóp- um að stunda rannsóknir á minjum fomrar búsetu nor- rænna manna í landinu en þar ríkir nú endurreisnarástand fomleifarannsókna. Heiöur, æra og yfirburðir Um þessar mundir er mikiö fiallað um víkingaöldina um allan hinn vestræna heim. Vikuritin Time Magazine (20) og Der Spiegel (32) hafa aö _______ undanfomu fiallað um tímabil- ið en lesa má ýmislegt sem flestir ís- lendingar kannast illa við. Þar segir að Vínlandsfarar hafi sýnt innfædd- um kynþáttafordóma og stundaö rányrkju á Grænlandi. Víkingamir hafi verið fésjúkir og grimmir villi- menn sem í þokkabót heföu veriö ólæsir bjórþambarar. Þeir þekktu hvorki stafrófið né stóla og borö, seg- ir Der Spiegel. Enn fremur hafi þeir stundað fiárkúganir og þrælasölu og haft af því mikinn auð. Fyrir Þjóðveija er þetta allt við- Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur kvæmt mál í Ijósi þess að átrúnaður á yfirburði hins aríska kynstofhs fléttaðist inn í hug- myndafræði nasismans. Það var aðallega Himm- ler SS-foringi sem stóð fyrir útbreiðslu kenning- anna en skv. þeim stofn- uðu vikingar glæsilegar menningarmiöstöðvar í Kiev, Palermo, Bretagne __________ og Englandi. Blaðinu ” þótti greinilega nóg um þegar frú Clinton hneigði sig fyrir sjóferðum þeirra til vesturheims; næstum eins og endurvakning aría- dekursins væri hafin. Reyndar sýnir nú BBC framhalds- þætti um upphaf og rætur nasism- ans, alveg frá tímum Hins heilaga rómverska ríkis og krossferða Nor- manna og fleiri til landsins helga fyrir níu öldum til að frelsa það úr höndum heiðingja; sjálfur heiðurinn og æran voru í veöi. Jónas Bjarnason „Nú hefur Pútín forseti leyft mörgum erlendum rann- sóknahópum að stunda rannsóknir á minjum fomrar búsetu norrœnna manna í landinu en þar ríkir nú end- urreisnarástand fomleifarannsókna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.