Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Side 28
44 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2000 Tilvera í f iö T I R V I N N 11 Menningarborg- ir á Borginni Jazzhátíð Reykjavíkur heldur áfram á Hótel Borg og nú er boð- ið upp á kvartettiim TRÉ sem er afsprengi norrænnar menningar- borgasamvinnu og er skipaður tónlistarmönnum frá Reykjavík, Bergen og Helsinki. Aðgangur kostar 1500 krónur og uppákom- an hefst klukkan 20.30. Um fleiri atburði Jazzhátíðar er get- ið að neðan. Krár i DUÉtt SVEINS Á PUNkflNÍIM Það er alveg tilvalið að sletta úr klaufunum á Punktinum því aö Dúett Sveins mun halda uppl stuöi fýrir þá sem á slíku þurfa að halda. Djass ■ TRÍÓ ARNE FÓRCHHAMMÉR Á Kaffi Reykjavík gefst gestum og gangandi tækifæri til að fagna 25 ára afmæli djassvakningar meö danska píanistanum Arne Forchhammer frá klukkan 22. Að- gangseyrir er 1500. ■ TVÖ TRÍÓ Á KAFFI REYKJAVÍK Á efri hæö Kaffi Reykjavíkur býðst djassáhugafólki einstakt tækifæri til að berja augum tvö tríó, nefnilega Tríó Jazzandi og Fortral Tríó. Tónleik- arnir hefjast klukkan 23.30 og standa til 1 og greiösla fyrir upp- lifunina er aöeins 1000 krónur. Opnanir ■ RADLOFF - PORTRETTUÓS- MYNDIR I dag opna Goethe-Zentr- um Reykjavík og Ljósmyndasafn Reykjavíkur Ijósmyndasýninguna „Barbara Niggl Radloff - portrett- Ijósmyndir 1958-1962“ í Grófarsal, Grófarhúsinu að Tryggvagötu 15. Á sýningunni gefur að líta mannamynd- ir af ýmsum þekktum rithöfundum, myndlistamönnum og heimspeking- um; Asger Jorn, Gunter Grass, Truman Capote, Heinrich Böll, Ev- elyn Waugh og Otto Dix, svo nokkrir séu nefndir. Sýningin er opin á opn- unartima Grófarhúss, 10-16 á virk- um dögum. Sýningin stendur til 17. september. Myndlist ■ AF FJÖLLUM Guðrún Kristjánsdóttir sýnir um þessar mundir í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Eins og á sýningum hennar undanfarin ár eru fjöll viðfangsefni listakonunnar. Sýningin stendur til 25. september ■ DAV'H) ART Á CAFÉ 22 Lista maðurinn Davíð Art Slgurðsson heldur nú myndlistarsýningu á Café 22 (Laugavegi 22).Verkin á sýning- unni eru 15 talsins, unnin með pastel- og olíulitum. ■ NORÐURGLUGGAR í SMÍÐAR OG SKART Um helgina opnaöi Ant- onia Phillips myndlistarsýninguna „Noröurgluggar" í Gallerí Smíðar og Skart, Skólavörðustíg 16A. Á sýn- ingunni eru 23 myndir, 17 vatns- litamyndir og 6 olíumálverk, og eru þær ailar málaðar á þessu ári. Efni allra myndanna er íslenskt, ís- lenskir fuglar i islensku landslagi. Sýningin stendur til 23. september. Síðustu forvöð ■ HEIMIR I KETILSHUSI I dag er síðasti séns að sjá sýningu Heimis Freys Hlóðverssonar á audio visual llst í Ketilhúsl á Akureyri. Sýningin er á vegum Ustasumars á Akureyri og lýkur í dag. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Jazzhátíð Reykjavíkur sett í Ráðhúsinu: Yeislan hafin Utlendingahersveitin gerir árás Menn biöu í ofvæni eftir aö heyra Útlendingahersveitina svoköiiuöu spila enda ekki á hverjum degi sem hún kemur saman. Til í slaginn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri og Friðrik Theódórsson, pott- urinn og pannan í Jazzhátíðinni í ár, voru hýr á brá í Ráöhúsinu á laugardag. Frá sér numin Vernharöur Linnet, djassgagnrýnandi Morgunblaösins, og Lana Kolbrún Eddudóttir, umsjónarmaöur djass- þáttar Ríkisútvarpsins, voru greini- lega hrifin af leik tríósins Flísar. Lúðrarnir þeyttir Tómas R. Einarsson spilaði viö setninguna ásamt Jens Winther, Jóel Pálssyni, Matthíasi Hemstock og Eyþóri Gunnarssyni. Jazzhátíð Reykjavlkur var sett í tlunda sinn á laugardaginn var í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri flutti ávarp af þessu tilefni og tók síðan lagið við mikinn fógnuð viðstaddra. Auk Ingibjargar steig djasstríóið Flís á stokk, Tómas R. Einarsson og félagar og síðast en ekki síst hin margfræga Útlendingahersveit en hún er skipuð valinkunnum ís- lenskum djassistum sem allir eiga það sameiginlegt að starfa erlendis. DV-MYNDIR EINAR J. Hún á afmæli í dag... Sú hefö hefur skapast viö setningu Jazzhátíöar Reykjavíkur aö borgar- stjóri taki iagiö og brást Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ekki vonum manna í þetta skiptiö frekar en fyrri daginn. Síógítónrýni Regnboginn/Bíóhöllin - Big Momma's House: ★ i Þegar brandarar verða súrir steikin brennur Stóra mamma (Martin Lawrence) sýnir enga meistaratakta í eldhúsinu. Er Martin Lawrence jafngóður gamanleikari og Eddie Murphy? Svarið hlýtur að vera neitandi. Murphy hefur meiri persónutöfra og er eðlislægara að halda uppi mynd á kjaftagangi einum saman um leið og hann bregður sér í allra kvikinda líki. Þeir eiga samt margt sameiginlegt og Lawrence fetar dyggilega í fótspor Murphys í Big Momma’s House. í Life, sem Lawrence og Murphy léku saman í, hallaði ekki svo mikið á Lawrence og tókst honum betur upp í einstaka atriðum. Þegar aftur á móti kemur aö Lawrence að standa á eigin fót- um er eins og neistann vanti. Það er ekki hægt að efast um gamanhæfi- leika hans, þeir eru talsverðir og kjafturinn á honum gengur eins og vel smurð vél. Það er mjög auðvelt að bera Big Momma’s House við Nutty Profess- or, þar sem Eddie Murphy bregður sér í líki 150 kílóa mannvera. Það gerir Martin Lawrence einnig í Big Momma’s House. Munurinn á myndunum er samt talsverður, ekki á því hversu gervin eru góð, heldur á tengingu söguþráöarins við grín- ið. Þar hefur Nutty Professor yfir- burði því þegar Big Momma’s House er skoðuð i þessu samhengi hefur heldur betur vafist fyrir leik- stjóranum og handritshöfundi að ná fram tengingu sögu og grins. Upp úr standa nokkur sérlega skemmtileg atriði, þar sem Stóra mamma tekur á móti barni, er í karatetíma, fer í kirkju og spilar körfubolta. Þetta eru fyndnustu atriði myndarinnar en koma söguþræðinum nánast ekk- ert við. Sagan er ekki merkileg og skiptir litlu máli allt miðbik myndarinnar. Lawrence og félagi hans, sem ágæt- lega leikinn er af Paul Giamatti, eru á hælunum á bankaræningja og morðingja sem hafði sloppiö úr fangelsi. Til að hafa hendur í hári hans þurfa þeir að hafa nánar gæt- ur á Sherry (Nia Long), fyrrum kær- ustu ræningjans, en hún hefur flúið borgina á náðir Stóru mömmu. Þeg- ar Stóra mamma þarf að fara í Hilmar Karlsson skrífar gagnrýni um kvikmyndir. heimsókn til ættingja, áður en Sherry sýnir sig, eru góö ráð dýr. Lawrence tekur því á það ráð að dulbúa sig sem Stóra mamma og þar með byrjar farsinn... Þegar Lawrence er kominn í hlut- verk Stóru mömmu ofleikur hann af mikilli list og fer hamforum. Er samt ekki laust við að persónan verði leiðigjöm til lengdar. Það sem bjargar henni eru taktar sem mann- eskja í þessum þyngdarflokki á ekki að geta framkvæmt og þar full- komnast farsinn. Þegar svo fer að nálgast endalokin er fátt sem gleður augað. Stóra mamma er farin að endurtaka sig og lokaatriðið er á skjön við alla myndina, væmið og eingöngu gert til að allir séu nú vissir um að hetjan eignist sína stúlku. Leikstjóri: Raja Gosnell. Handrit: Darryl Quarles og Don Rhymer. Kvlkmyndataka: Michael D. O’Shea. Tóniist: Richard Glbbs. Aðalleikarar: Martin Lawrence, Nia Long, Paul Giamatti og Ella Mitchell. Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.